Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

STOPP -samstarf Umferðastofu og Vínbúðanna

30.07.2004

Aktu aldrei undir áhrifumVínbúðirnar og Umferðarstofa hafa tekið höndum saman um gerð auglýsinga sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Vinnuheiti auglýsinganna er ,,STOPP" og eru þær birtar í sjónvarpi, útvarpi, í dagblöðum og á auglýsingaskiltum í biðskýlum strætisvagna. Um er að ræða beinskeyttar auglýsingar sem hafa skýran þann afgerandi boðskap, að það er lífshættulegt að aka undir áhrifum áfengis. Þetta er í fyrsta sinn sem ÁTVR kemur með þessum hætti að forvarnastarfi, en það er í samræmi við það markmið fyrirtækisins að fá fólk til að sýna fulla ábyrgð við neyslu áfengis og geri ekkert það sem valdið getur því eða öðrum hættu eða skaða.