Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sumarlegt Vínblað komið út

13.06.2014

Sumarlegt Vínblað komið útNýtt Vínblað er nú komið í Vínbúðir, en í þessari sumarútgáfu kennir ýmissa grasa. Vínráðgjafarnir okkar fara á kostum í að fræða okkur um hin ýmsu málefni. Júlíus fjallar um sumarvínin og hvernig við breytum um stíl á sumrin, Páll ræðir um leyndardóma Lambrusco og Gissur skrifar um vínrækt í Suður-Afríku. 

 

Í blaðinu er einnig að finna uppskriftir af sumarlegum kokteilum og girnilegum réttum frá veitingahúsinu Nauthól. ÁTVR hefur lengi verið í fararbroddi varðandi samfélagslega ábyrgð, en í blaðinu ræðir gæðastjóri fyrirtækisins um helstu áherslur. Auk þessa er tæpt á helstu fréttum úr vínheiminum og vörulistinn er að sjálfsögðu á sínum stað.

 

Blaðið er hægt að nálgast frítt í næstu Vínbúð, en einnig er hægt að nálgast það hér á vefnum. Góða skemmtun!