Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

4 milljónir til viðhalds stíga við Gullfoss og lagfæringa á Sigríðarstofu

13.09.2004

ÁTVR er aðili að Pokasjóði verslunarinnar og renna sjö krónur af hverjum seldum burðarpoka hjá ÁTVR í sjóðinn. Að tillögu ÁTVR hefur sjóðurinn ákveðið að leggja fram 4 milljónir króna til endurgerðar göngustíga við Gullfoss og viðhalds á Sigríðarstofu sem er í umsjón Umhverfisstofnunar. Með þessu er verið að fylgja eftir framlagi sem ÁTVR stóð fyrir að veitt yrði til framkvæmda í friðlandinu við Gullfoss á árunum 1992-1994. Þá lögðu framleiðendur Heineken bjórs og umboðsmaður þeirra Rolf Johansen & Co fram rúmar 5 milljónir króna fyrir milligöngu ÁTVR til að bæta aðstöðu ferðamanna við Gullfoss. Fé þetta var nýtt til smíði útsýnispalls og stígagerðar. Nú þykir tímabært að huga að viðhaldi og endurgerð.

Gullfoss er einn af fegurstu fossum landsins og er sú náttúruperla sem hvað mest hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Á ári hverju koma um 300-400 þúsund manns að fossinum og fer þeim fjölgandi með ári hverju. Því eru þau mannvirki sem þar voru gerð fyrir 10 árum farin að láta á sjá og þörf á viðhaldi og endurgerð.

Forstjóri ÁTVR, Höskuldur Jónsson og Bjarni Finnsson, formaður Pokasjóðs, afhentu í dag Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, skjal til staðfestingar á gjöfinni.

Framkvæmdir verða á vegum Umhverfisstofnunar og hefjast á næstu dögum