Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks árið 2013

03.01.2014

Sala áfengis og tóbaks árið 2013

Sala á jólabjór jókst um 7,5% á milli ára. Í ár voru seldir 616 þús. lítrar tímabilið 15. nóv. – 31. des. en  á sama tímabili árið 2012 seldust 573 þús. lítrar.

Sala jólabjórs í þúsundum lítra


Alls voru seldir 18.653 þús. lítrar af áfengi á árinu 2013 sem er 0,6% aukning frá fyrra ári. Mest var selt af lagerbjór eða rúmlega 14 milljón lítrar.

18. 653 lítrar seldir


Ávaxtavín (ciderar) virðast að mestu hafa tekið við af sölu í blönduðum drykkjum.  Ef þróunin er skoðuð til ársins 2007 sést hve mikil umskiptin hafa orðið. Árið 2007 voru seldir 336 lítrar af blönduðum drykkjum en í ár er salan 127 þús. Á sama tímabili hefur sala í ávaxtavínum aukist um 286% eða úr rúmlega 80 þús. lítrum í 310,6 þús. lítra.

Ávaxtavín


Breyting á sölumagni eftir flokkum má sjá í meðfylgjandi mynd.

Breyting á sölumagni


Alls komu 4.285.091 viðskiptavinir í Vínbúðirnar á árinu 2013 í samanburði við 4.188.673 árið 2012. Á meðfylgjandi mynd sést fjöldi viðskiptavina á stærstu dögum ársins 2013 og til samanburðar meðal fjöldi á hefðbundnum föstudegi.

Fjöldi viðskiptavina


Sala tóbaks
Mikill samdráttur var í sölu á sígarettum á árinu eða 12,2%. Einnig var samdráttur í sölu á neftóbaki um 4% og vindlum um 10,2%. Hins vegar er aukning í sölu á reyktóbaki um 5,9%.

Sala tóbaks