Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rioja dagar

04.06.2013

Í júní og júlí verða Rioja þemadagar í Vínbúðunum. Rioja er best þekkt fyrir rauðvín úr Tempranillo þrúgunni, en þar eru einnig gerð hvítvín, rósavín og jafnvel freyðivín. Aðrar helstu þrúgur svæðisins eru hinar rauðu Garnacha, Mazuelo og Graciano og hinar hvítu Viura og Verdejo.

 Bækling með spennandi grilluppskriftum frá Grillmarkaðnum, sem henta mjög vel með vínum frá Rioja, má nálgast í Vínbúðunum og einnig hér á síðunni . Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um þemavínin auk fróðleiksmola. Vertu velkomin/n á Rioja daga í Vínbúðunum!