Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nýr kokteilbæklingur

16.01.2013

Fyrir jólin kom út nýr og spennandi kokteilbæklingur. Í honum má finna úrval spennandi óáfengra og áfengra kokteila auk uppskrifta af bollum sem hentugt er að bjóða upp á í ýmis konar samkvæmum. Einnig eru góðar leiðbeiningar um hvaða tæki og tól er gott að hafa við höndina þegar blanda á kokteila og hvernig útbúa má síróp af ýmsu tagi til að bragðbæta blöndurnar. Kokteilbæklingurinn fæst ókeypis í næstu Vínbúð auk þess sem hægt er að nálgast hann hér á síðunni í PDF formi. Njótið vel!