Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Breytingum lokið á Akureyri

22.11.2012

Breytingum lokið á AkureyriBreytingum á Vínbúðinni á Akureyri sem staðið hefur yfir frá því í október er lokið.
Ákveðið var samhliða breytingunum að fjölga tegundum um þriðjung og má segja að verið sé að koma til móts við heimamenn sem kallað hafa eftir auknu vöruvali.  Vínbúðin er á sama stað og áður að Hólabraut 16 og er Jóhanna Sigmarsdóttir verslunarstjóri.

Vínbúðin er opin mánudaga – fimmtudaga frá 11:00 – 18:00, föstudaga frá 11:00 – 19:00 og á laugardögum frá 11:00 – 18:00

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í glæsilega Vínbúð á Akureyri.