Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Reglur um vörur í sölu

29.02.2012

Reglur um vörur í söluTalsvert hefur verið fjallað um vörur sem hafnað hefur verið í sölu hjá Vínbúðunum undanfarið. Af gefnu tilefni viljum við benda á að þegar áfengistegund er tekin í umsóknarferli eru höfð til hliðsjónar gildandi lög og reglugerðir. Það sem skiptir meginmáli er heildarmat á hverri vöru, þar með talið, myndmál, merkingar, útlit og gerð umbúða, hvort varan á sér óáfenga hliðstæðu, eða er til dæmis keimlík annarri vöru.

Á árinu 2011 var mikil breyting á lagaumhverfinu og á þeim grundvelli eru nýjar vörur metnar. Í janúar síðastliðnum var öllum áfengisbirgjum send ítarleg tilkynning þar sem bent var á helstu kröfur til áfengis og sérstaklega bent á ákvæði varðandi merkingu.

Þar var birgjum einnig tilkynnt að ÁTVR hyggist endurskoða vörusafn sitt á næstu mánuðum til þess að ganga úr skugga um að sú vara sem er á boðstólum í Vínbúðunum uppfylli núgildandi reglur.

Í fréttum undanfarið hefur verið vísað til einstakra tegunda og spurt hvort þær eigi heima í hillum Vínbúðanna. Þeirri spurningu verður ekki svarað fyrr en heildstætt mat samkvæmt gildandi lögum og reglum hefur farið fram.