Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jafnlaunastefna

Leiðarljós


Að allt starfsfólk ÁTVR njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins.
 
Markmið jafnlaunastefnu er að allt starfsfólk hljóti jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni, þjóðerni eða öðrum órökstuddum þáttum.
 
Aðstoðarforstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi ÁTVR og að það sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Einnig er hann ábyrgur fyrir viðhaldi kerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks  ÁTVR.
 
Fulltrúi jafnlaunakerfisins er mannauðsstjóri og skal leita til hans með athugasemdir og fyrirspurnir.
 
ÁTVR skuldbindur sig til að: 
Viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og tryggja að kerfið feli í sér stöðugar umbætur.
Fylgja viðeigandi lögum, reglum, kjarasamningum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega að farið sé að þeim.
Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og meta sérstaklega niðurstöður um launamun kynjanna. 
Bregðast við niðurstöðum launagreininga og gera áætlun um að leiðrétta óútskýrðan launamun.
Kynna starfsfólki niðurstöðu launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
Gera innri úttekt og stjórnendur rýni árangur jafnlaunakerfis árlega.
Setja fram markmið um að bæta árangur í jafnlaunamálum og skjalfesta í jafnréttisáætlun ÁTVR .
Kynna stefnuna öllu starfsfólki.
Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu fyrirtækisins.
 
Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af mannauðsstefnu ÁTVR .
 
Stefnan er í gildi frá 1. nóvember 2021