Vínbúðin óskar eftir að ráða starfsmann í Vínbúðina Vík í Mýrdal
Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
- Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun
- Umhirða búðar
Hæfnikröfur
- Reynsla af verslunarstörfum er kostur
- Jákvæðni og góð þjónustulund
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Almenn tölvukunnátta
Starfshlutfall er 71,5%.
Um er að ræða tímabundna afleysingu vegna fæðingarorlofs.
Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri.
Sakavottorðs er krafist.
Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.
Nánari upplýsingar: Guðlaug Þorvaldsdóttir –
vik@vinbudin.is - 560-7892 og Thelma Kristín Snorradóttir –
starf@vinbudin.is – 560 7700.
Sækja um starf