Fréttasafn

28.12.2011 | Verðbreytingar á áfengi um áramót

Um áramót hækka áfengisgjöld um 5,1% á alla flokka þ.e. léttvín, bjór og sterkt áfengi. ÁTVR kaupir allt áfengi af innlendum birgjum með áfengisgjöldum í innkaupsverðum. Ekki er hægt að finna einfalda tölu á hækkun áfengis, þar sem fleiri þættir en breyting á áfengisgjöldum geta haft áhrif á innkaupsverð frá birgjum.

Verðútreikningur fyrir 1. janúar liggur nú fyrir og samkvæmt honum hækkar verð á áfengi að meðaltali um 2,05%...

27.12.2011 | Annasamir dagar framundan

Tveir af annasömustu dögum ársins í Vínbúðunum eru venjulega 30. og 31. desember. Gera má ráð fyrir að 42 og 44 þúsund viðskiptavinir leggja leið sína í Vínbúðirnar 30.desember og um 21 þúsund 31.desember.

Annasömustu klukkustundirnar eru milli 16 og 18 þann 30.desember (það er opið í stærri Vínbúðum til kl 20) og milli 11 og 12 þann 31.desember (opið til kl 13). Á gamlársdag eru að jafnaði afgreiddir um 7.500 viðskiptavinir á hverri klukkustund, sem er svipaður fjöldi ...

23.12.2011 | Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.

OPNUNARTÍMI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU:
- 23.des: opið til kl. 22
- 24.des: opið 10-13
- 27-29 des: hefðbundinn opnunartími
- 30.des: opið til kl. 20
- 31.des: opið 10-13
- 2.jan: LOKAÐ vegna talninga í stærri Vínbúðum

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma yfir hátíðirnar er að finna HÉR

Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

22.12.2011 | Farsímavefur Vínbúðanna

Nú hefur nýr farsímavefur Vínbúðanna litið dagins ljós. Vefurinn er á slóðinni m.vinbudin.is en þar er hægt að skoða staðsetningar Vínbúða, afgreiðslutíma, helstu fréttir og fróðleik um Veisluvín.

Markmiðið með vefnum er að viðskiptavinir geti nálgast helstu upplýsingar á skjótan hátt í farsímum sínum hvar og hvenær sem er.

Við vonum að viðskiptavinir geti nýtt sér þessa þægilegu nýjung á ferðalögum sínum og í amstri dagsins.

03.12.2011 | Þemadagar í Vínbúðunum

Í desember verður sannkölluð hátíðarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með uppskriftum að hátíðlegum forréttum sem kokkarnir á VOX deila með okkur.

Uppskriftirnar verða einnig að finna fljótlega á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. ...

28.11.2011 | Mikið selt af jólabjór

Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember. Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.

Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því tveimur dögum. Það skýrir hins vegar...

15.11.2011 | Jólabjórinn kominn í sölu

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, þriðjudag. Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið er 21 vörunúmer jólabjóra í sölu auk annarrar jólavöru.


Hægt er að fá lista yfir alla jólavöru sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við "Tímabundið í sölu" í vöruleitinni, sem finna má á stikunni hér til vinstri. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.

04.11.2011 | Jólabjórinn væntanlegur

Jólabjórinn hefur sölu í Vínbúðunum þriðjudaginn 15.nóvember. Um 15-20 tegundir verða til sölu þetta árið, sem er svipað og í fyrra.

Sala á jólabjór nam 370 þús lítrum árið 2010 (fyrir tímabilið 15.nóv - 31.des), en heildarsala bjórs var um 2,1M lítra á sama tímabili. Jólabjórinn var því um 16% af heildarsölunni í fyrra.

03.11.2011 | Sala áfengis fyrstu tíu mánuði ársins

Sala áfengis í lítrum var 3,1% minni yfir tímabilið janúar - október í samanburði við árið 2010. Ef áfengi er flokkað í bjór, léttvín og sterkt áfengi þá hefur sala á bjór dregist saman um 4,3% og sterkt áfengi um 3,5%. Hins vegar hefur sala á léttvíni aukist á milli ára um 2,3%.

Salan í október er 11,8% minni en í október í fyrra. Flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum og...

Humlar

01.11.2011 | Humlar og malt

Blóm klifurjurtarinnar humals gefur bjórnum beiskju en krydda hann einnig og gefa honum ilm sem getur minnt á greni, gras, laufkrydd, yfir í keim af sítrus eða jafnvel suðrænum ávöxtum, allt eftir því hverjar af hinum fjölmörgu tegundum humla eru notaðar. Bygg er bleytt og látið spíra, en það kallast malt eftir að það hefur verið ristað til að þurrka það. Það er einmitt mismunur á þessari ristun sem ræður hversu dökkt maltið er og hversu mikið ristað bragð það gefur bjórnum...

06.10.2011 | Sala áfengis það sem af er árinu

Sala áfengis í lítrum er 2,2% minni fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við árið 2010. Salan í september er hins vegar 6,2% meiri ef miðað er við september í fyrra.

Ef litið er á áfengissölu tímabilið janúar – september eftir meginsöluflokkum þ.e. bjór, léttvín og sterkt áfengi...

04.10.2011 | Bjór og matur í Vínbúðunum

Í október eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem áhersla er lögð á bjór og mat. Gríðarlega fjölbreytt úrval af bjór er í boði víðs vegar um heiminn. Hefðbundnir bjórstílar skipta hundruðum og tilraunaglöð brugghús nútímans eiga það til að brugga ansi skrautleg tilbrigði við þá sem gaman er að para við mat.

Í Vínbúðunum má nálgast bækling með 6 uppskriftum að einföldum og góðum réttum sem Peter Hansen, yfirkokkur á Munnhörpunni, útbjó og Vínráðgjafar Vínbúðanna ráðleggja með valið á bjórnum með....

13.09.2011 | Nýtt Vínblað í næstu Vínbúð

Í Vínblaðinu er fjöldi fræðandi greina og uppskrfita. Þýsk hvítvín og þýskar matarhefðir eru í hávegum auk umræðu um októberfest. Bjórinn fær líka sinn sess í blaðinu, en rætt er um humla og malt og hvernig para á saman bjór og mat. Einnig er í blaðinu fróðleg grein frá Rannsóknum og greiningu um fyrstu ölvunina.

Ekki má svo gleyma kokteil-uppskriftum, en nú eru þeir með froðu. Í blaðinu er einnig að finna ítarlegan vörulista Vínbúðanna og árgangatöflu. Vínblaðið er hægt að nálgast frítt í næstu Vínbúð.

17.08.2011 | Tangó fyrir tvo

Argentína er þekkt fyrir bæði nautakjöt og tangó. Nautakjötið vegna þess hversu bragðgott og meyrt það er, ljúft undir tönn og gleðigjafi fyrir bæði bragðlauka og soltna maga. Tangóinn, sem upprunnin er í Argentínu, er dans sem tengir tvær manneskjur nánar en nokkur annar dans, bæði líkamlega og tilfinningalega. Tangóinn heillar ekki aðeins dansparið sjálft, heldur getur maður algjörlega fallið í stafi við að sjá góða dansara taka sporin...

02.08.2011 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var tæplega 11% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 744 þúsund lítrar. 6% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, tæplega 117 þúsund á móti 124 þúsund árið 2010. Færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar mánudag til föstudags. Einungis á laugardeginum komu fleiri viðskiptavini í ár en í fyrra...

25.07.2011 | Annir fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Gera má ráð fyrir um 125 þúsund viðskiptavinum í vikunni eða 25 – 30% fleiri en vikuna á undan. Árið 2010 komu 124 þúsund viðskiptavinir sem er svipaður fjöldi og árið áður. Alls voru...

11.07.2011 | Umhverfisvænir pokar í Vínbúðunum

Nú geta viðskiptavinir valið um að kaupa margnota burðarpoka í Vínbúðunum á 150 kr. í stað plastpokanna.

Árlega kaupa viðskiptavinir Vínbúðanna um 2,2 milljón plastburðarpoka en nú geta þeir sem vilja vera umhverfisvænir nýtt sér þessa frábæru poka aftur og aftur.

08.07.2011 | Góð ráð fyrir fríið (úr Vínblaðinu)

Þegar sól hækkar á lofti og ferðafiðringurinn gerir vart við sig fæ ég gjarnan ferðatengdar spurningar eins og hvernig vín henti í ferðalagið, hvort hentugra sé að velja kassavín eða flösku og hvernig sé best að kæla vínið eða bjórinn. Á sumrin breytist gjarnan vínvalið og léttari, ávaxtaríkari og frískari vín verða gjarnan fyrir valinu....

01.07.2011 | Sala áfengis fyrri hluta ársins

Sala áfengis í lítrum er 2,8% minni nú fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið 2010. Nánast enginn munur er þó á sölunni í júní, en hafa ber í huga að hvítasunnan var í júní í ár en í maí í fyrra.

Þegar litið er til fyrri hluta ársins er aukning í sölu léttvíns en minna hefur verið selt af bjór og ókrydduðu brennivíni og vodka. Freyðivín hefur verið vinsælla en áður...

20.06.2011 | Nýtt og spennandi Vínblað

Nú er hægt að nálgast nýjasta Vínblaðið frítt í næstu Vínbúð. Í blaðinu eru góð ráð fyrir fríið, sumarlegar uppskriftir frá veitingastaðnum UNO og uppskriftir af kokteilum sem hægt er að búa til úr hráefni sem til er í flestum ísskápum.

Einnig er í blaðinu rætt um argentínskar matarhefðir, þrúgur frá Argentínu og birt fróðleg grein um mikilvægi forvarna og samspil milli foreldra og unglinga varðandi áfengi...

15.06.2011 | Opið lengur á fimmtudaginn!

Þjóðhátíðardagur íslendinga er haldinn hátíðlegur föstudaginn 17.júní, en þá er lokað í Vínbúðunum.

Fimmtudaginn 16.júní verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er þá opið til kl. 19, nema á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er til kl. 20.

Hér er að finna nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.

08.06.2011 | Pinnið á minnið!

Vínbúðirnar taka þátt í innleiðingu á nýrri tækni í öruggari kortafærslum með pinni í stað undirskriftar.

Brátt munu íslenskir korthafar fara að staðfesta greiðslur með pinni (PIN-númeri) í stað undirskriftar, líkt og þekkist víða erlendis. Verslanir og þjónustufyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa sem snúa að viðskiptavinum til þess að mæta þessum kröfum. Í völdum Vínbúðum geta korthafar nú þegar staðfest viðskipti með pinni í stað undirskriftar...

07.06.2011 | Þemadagar í Vínbúðunum

Í júní og júlí verður sannkölluð sumarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með sumarlegum, ítölskum uppskriftum sem Eyþór Mar Halldórsson, yfirmatreiðslumaður á UNO deilir með okkur. Uppskriftirnar eru einnig að finna á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. Í þemabæklingi...

01.06.2011 | Vínbúðin á Vopnafirði flutt

Vínbúðin á Vopnafirði hefur nú opnað í nýju og stærra húsnæði á Hafnarbyggð 4. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. Verslunarstjóri Vínbúðarinnar er Árný Árnadóttir.

Opnunartími Vínbúðarinnar er sá sami og áður en opið er á föstudögum frá klukkan 14 – 18 og mánudaga til fimmtudaga er opið frá 17 – 18.

16.04.2011 | Vínbúðirnar um páskana

Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 20.apríl eins og að um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað.

AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR

04.04.2011 | Sala áfengis - páskar hafa mikil áhrif á samanburð

Sala áfengis í mars var 1.286 þús. lítrar. Ekki er marktækur samanburður við fyrra ár þar sem sala fyrir páska í fyrra var í mars en verður nú í apríl. Dagarnir fyrir páska eru almennt annasamir í Vínbúðunum og sést munurinn greinilega þegar salan 27. – 31. mars er skoðuð en í ár seldust 109 þús. lítrar en sömu daga í fyrra var salan 441 þús. lítrar...

14.03.2011 | Nýtt Vínblað komið út

Mars tölublað Vínblaðsins er nú komið í hillur Vínbúðanna. Blaðið er á þjóðlegu nótunum að þessu sinni með áherslu á íslenska framleiðslu og hráefni. Meðal efnis eru uppskriftir af sigurkokteilum undanfarinna ára í kokteilkeppni Barþjónaklúbbs Íslands, umfjöllun um mest seldu vörur undanfarins árs, grein um þær íslensku vörur sem fá má í Vínbúðunum og girnilegar uppskriftir úr okkar framúrskarandi hráefni. Njótið vel!

07.03.2011 | Salan í febrúar

Sala áfengis í febrúar var 0,3% minni en í febrúar í fyrra. Sala í léttum vínum eykst milli ára, um 6% í rauðvíni og 12% í hvítvíni. Sala dregst hins vegar saman í brennivíni og vodka um 10,6% og lagerbjór um 1,6%...

23.02.2011 | Viðskiptavinir Vínbúðanna ánægðir!

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði.

Þetta er í tólfta sinn sem mælingar á ánægju viðskiptavina eru gerðar með þessum hætti, en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup, standa sameiginlega að verkefninu. Markmið Ánægjuvogarinnar ...

10.02.2011 | Skeifan opnuð aftur!

Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar endurbætur. Búðin er nú öll bjartari og léttari yfirbragðs auk þess sem framstilling vöru er mun þægilegri fyrir viðskiptavini.

Opnunartími Vínbúðarinnar er alla virka daga frá 9-20 og á laugardögum frá 11-18.

Verið velkomin í nýja og glæsilega Vínbúð.

02.02.2011 | Minni janúarsala en í fyrra

Sala áfengis var 5,6% minni í janúar í ár en í fyrra. Sölubreytingin er mjög mismunandi eftir flokkum. Athygli vekur að hvítvín seldist mun betur nú en í fyrra.

Sala á sterkum drykkjum heldur áfram að dragast saman, bæði í ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum..

05.01.2011 | Breytingar í Skeifunni

Vínbúðin Skeifunni verður lokuð vegna breytinga dagana 10.janúar til 10.febrúar. Við bendum viðskiptavinum á Vínbúðirnar í Skútuvogi og í Kringlunni á meðan framkvæmdum stendur. Vínbúðin Skútuvogi er opin frá 9-20 virka daga og 11-18 á laugardögum.

Hátíðarsósan

04.01.2011 | Vínið á bakvið hátíðarsósuna

Madeira- og portvínssósur eru mikið notaðar til hátíðarbrigða og falla einstaklega vel að þeim mat sem neytt er á þessum árstíma. Þær henta vel með kalkún, nýju sem reyktu grísakjöti og allflestri villibráð. Til eru margar útgáfur af þessum sósum og eiga eflaust margir sína uppáhalds uppskrift. Vínið sem í hana er notað setur mark sitt á sósuna og gefur henni hátíðarsvip. Sósurnar draga nafn sitt af víninu sem í þær er notað.

Hreindýr

04.01.2011 | Syrah/ Shiraz - Sama þrúga tvö nöfn

Nú þegar villibráðin er farin að sjást á matarborðum landans kemur Shiraz ósjálfrátt upp í hugann, en rauðvín úr þessari þrúgu falla einstaklega vel með villibráð. Að öðrum þrúgum ólöstuðum stendur Shiraz uppúr þegar villibráð er annarsvegar. Vín úr þessari þrúgu geta nálgast villibráðina á fleiri en einn veg, allt eftir því hvaðan úr heiminum þau koma...

Freyðivín

04.01.2011 | Freyðivín

Í gegnum aldirnar hefur freyðing vína vakið athygli og hefur hennar verið getið í skrifum Forn-Grikkja og Rómverja. Ástæðan fyrir loftbólunum hefur verið talin tengjast ýmsum undrum, allt frá sjávarföllunum til góðra og illra anda. Sumir kölluðu þennan leyndardómsfulla freyðandi drykk vín djöfulsins. Á miðöldum vakti það eftirtekt að vín frá Champagne héraðinu hafði tilhneigingu til að freyða en þetta var talinn galli á þeim tímum...

04.01.2011 | Vínbúðinni Garðabæ hefur verið lokað

Vínbúðinni Garðabæ hefur nú verið lokað. Ákvörðunin var tekin m.a. í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rann út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001.

Við þökkum viðskiptavinum Vínbúðarinnar fyrir viðskiptin á undanförnum árum og bendum á nærliggjandi Vínbúðir á Dalvegi, í Smáralind og í Hafnarfirði.

03.01.2011 | Sala í desember 2010

Sala í desember var 4% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8% og hvítvíni um 2,6%. Sala á freyðivíni jókst hins vegar á milli ára um rúm 15% á meðan sala á lagerbjór dróst saman um 3,8%.

Salan dagana 30. og 31.desember var 359 þúsund lítrar og dróst því saman um 7,3% í magni frá frá fyrra ári þegar salan var 388 þúsund lítrar.
 

Breyta um leturstærð

  • Stækka letur
  • Minnka letur


  • Leit