Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

Verðbreytingar á áfengi um áramót

28.12.2011

Um áramót hækka áfengisgjöld um 5,1% á alla flokka þ.e. léttvín, bjór og sterkt áfengi. ÁTVR kaupir allt áfengi af innlendum birgjum með áfengisgjöldum í innkaupsverðum. Ekki er hægt að finna einfalda tölu á hækkun áfengis, þar sem fleiri þættir en breyting á áfengisgjöldum geta haft áhrif á innkaupsverð frá birgjum.

Verðútreikningur fyrir 1. janúar liggur nú fyrir og samkvæmt honum hækkar verð á áfengi að meðaltali um 2,05%...

Annasamir dagar framundan

27.12.2011

Tveir af annasömustu dögum ársins í Vínbúðunum eru venjulega 30. og 31. desember. Gera má ráð fyrir að 42 og 44 þúsund viðskiptavinir leggja leið sína í Vínbúðirnar 30.desember og um 21 þúsund 31.desember.

Annasömustu klukkustundirnar eru milli 16 og 18 þann 30.desember (það er opið í stærri Vínbúðum til kl 20) og milli 11 og 12 þann 31.desember (opið til kl 13). Á gamlársdag eru að jafnaði afgreiddir um 7.500 viðskiptavinir á hverri klukkustund, sem er svipaður fjöldi ...

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

23.12.2011

Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.

OPNUNARTÍMI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU:
- 23.des: opið til kl. 22
- 24.des: opið 10-13
- 27-29 des: hefðbundinn opnunartími
- 30.des: opið til kl. 20
- 31.des: opið 10-13
- Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Farsímavefur Vínbúðanna

22.12.2011

Nú hefur nýr farsímavefur Vínbúðanna litið dagins ljós. Vefurinn er á slóðinni m.vinbudin.is en þar er hægt að skoða staðsetningar Vínbúða, afgreiðslutíma, helstu fréttir og fróðleik um Veisluvín.

Markmiðið með vefnum er að viðskiptavinir geti nálgast helstu upplýsingar á skjótan hátt í farsímum sínum hvar og hvenær sem er.

Við vonum að viðskiptavinir geti nýtt sér þessa þægilegu nýjung á ferðalögum sínum og í amstri dagsins.

Þemadagar í Vínbúðunum

03.12.2011

Í desember verður sannkölluð hátíðarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með uppskriftum að hátíðlegum forréttum sem kokkarnir á VOX deila með okkur.

Uppskriftirnar verða einnig að finna fljótlega á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. ...

Mikið selt af jólabjór

28.11.2011

Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember. Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.

Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því tveimur dögum. Það skýrir hins vegar...

Jólabjórinn kominn í sölu

15.11.2011

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, þriðjudag. Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið er 21 vörunúmer jólabjóra í sölu auk annarrar jólavöru.


Hægt er að fá lista yfir alla jólavöru sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við 'Tímabundið í sölu' í vöruleitinni, sem finna má á stikunni hér til vinstri. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.

Jólabjórinn væntanlegur

04.11.2011

Jólabjórinn hefur sölu í Vínbúðunum þriðjudaginn 15.nóvember. Um 15-20 tegundir verða til sölu þetta árið, sem er svipað og í fyrra.

Sala á jólabjór nam 370 þús lítrum árið 2010 (fyrir tímabilið 15.nóv - 31.des), en heildarsala bjórs var um 2,1M lítra á sama tímabili. Jólabjórinn var því um 16% af heildarsölunni í fyrra.

Sala áfengis fyrstu tíu mánuði ársins

03.11.2011

Sala áfengis í lítrum var 3,1% minni yfir tímabilið janúar - október í samanburði við árið 2010. Ef áfengi er flokkað í bjór, léttvín og sterkt áfengi þá hefur sala á bjór dregist saman um 4,3% og sterkt áfengi um 3,5%. Hins vegar hefur sala á léttvíni aukist á milli ára um 2,3%.

Salan í október er 11,8% minni en í október í fyrra. Flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum og...

Humlar og malt

01.11.2011

Blóm klifurjurtarinnar humals gefur bjórnum beiskju en krydda hann einnig og gefa honum ilm sem getur minnt á greni, gras, laufkrydd, yfir í keim af sítrus eða jafnvel suðrænum ávöxtum, allt eftir því hverjar af hinum fjölmörgu tegundum humla eru notaðar. Bygg er bleytt og látið spíra, en það kallast malt eftir að það hefur verið ristað til að þurrka það. Það er einmitt mismunur á þessari ristun sem ræður hversu dökkt maltið er og hversu mikið ristað bragð það gefur bjórnum...