Fréttir

Fréttir

Afgreiðslutími fyrir jólin

22.12.2010

Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
Miðvikudaginn 22.des opið til kl. 20
Fimmtudaginn 23.des opið til kl. 22
Föstudaginn 24.des opið til kl. 13

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna HÉR.

Lesa nánar

Vínbúðin í Búðardal opnar eftir breytingar

15.12.2010

Vínbúðin í Búðardal opnaði á ný þriðjudaginn 14. desember eftir miklar breytingar en hún hefur nú stækkað til muna. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjálfsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutími er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga 17-18, föstudaga 14-18 og á laugardögum er lokað yfir vetrarmánuðina.

Lesa nánar

Nýtt Vínblað komið út

10.12.2010

Nú er glænýtt og hátíðlegt Vínblað komið út. Í blaðinu er meðal annars að finna girnilegar uppskriftir fyrir desemberveisluna sem Daníel Sigurgeirsson, yfirmatreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, setti saman sérstaklega fyrir Vínbúðirnar. Einnig er skemmtileg og fróðleg grein um Madeira og porvínssósur sem mörgum þykja ómissandi á þessum árstíma...

Lesa nánar

Jólabjórinn selst vel !

24.11.2010

Greinilegt er að landsmenn hafa beðið jólabjórsins með mikilli eftirvæntingu. Sala á jólabjór var tæplega 130% meiri fyrstu þrjá daga sölutímabilsins í ár í samanburði við árið í fyrra.

Mest var selt af Tuborg Julebryg ýmist í dós eða flösku, alls 32.100 lítrar sem er 43% af heildarsölu jólabjórs þessa daga...

Lesa nánar

Allur jólabjór á einum stað á vefnum

22.11.2010

Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið eru 13 tegundir jólabjóra í sölu. Meðal nýrra vara má nefna Jólajökul, sem framleiddur er í Stykkishólmi og tvenns konar gjafapakkningar af jólabjór frá Færeyjabjór.

Hægt er að fá lista yfir alla jólabjóra sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við "Tímabundið í sölu" í vöruleitinni á vinbudin.is. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.

Lesa nánar

Engin frekari áform um lokun Vínbúða

10.11.2010

Vegna frétta sem hafa birst um lokun Vínbúða vill ÁTVR taka fram að engin áform eru um frekari lokun Vínbúða umfram það sem þegar hefur komið fram.

ÁTVR hefur sagt frá því að fyrirhugað er að loka Vínbúðinni í Garðabæ frá og með 1. janúar 2011. Þá hefur lengi hefur verið áhugi á að sameina Vínbúðirnar á Dalvegi og í Smáralind. Í árslok 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir sameinaða Vínbúð en niðurstaðan varð að halda rekstrinum áfram óbreyttum þar til leigusamningi í Smáralind lýkur haustið 2011. Endanleg staðsetning þeirrar Vínbúðar hefur ekki verið ákveðin.

Lesa nánar

Jólabjórinn væntanlegur

05.11.2010

Margir spenntir eftir jólabjórnum eins og undanfarin ár, en mikið hefur verið spurt um það hvenær hann berst í Vínbúðir. Sala jólabjórsins mun hefjast, þriðja fimmtudag í nóvember, eða þann 18.nóvember næstkomandi.

Lesa nánar

Rauðvínsspa

27.10.2010

Nýjasta æðið í vínneyslunni er Vín Spa. Nú er ekki lengur nóg að fóðra belginn að innanverðu með víni heldur þarf nú líka að smyrja skrokkinn að utanverðu með því. Að fara í rauðvíns- eða hvítvínsbað og svo fá gott nudd með þrúguhrati, það er toppurinn í dag. Fyrir þá sem vilja láta gera sig svolítið sæta, er væntanlega boðið upp á andlitsbað úr sætum þýskum Riesling...

Lesa nánar

Indverskar uppskriftir frá Yesmine í Vínblaðinu

26.10.2010

Í nýjasta Vínblaði eru uppskriftir að girnilegum, indverskum réttum frá Yesmine Olsson. Hún er mörgum kunn en hún hefur meðal annars gefið út tvær matreiðslubækur, sett upp Bollywood sýningu í Veisluturninum með eigin matseðil og verið ráðgjafi fyrir veitingastaði eins og Nítjánda og Saffran...

Lesa nánar

Sala á vindlingum dregst mikið saman

13.10.2010

Sala á vindlingum (sígarettum) hefur dregist saman um tæp 13% í magni á tímabilinu janúar - september í samanburði við árið 2009. Á sama tíma hefur sala á neftóbaki aukist um 9,2% en í lok september höfðu selst tæplega 18,8 tonn af neftóbaki. Sala áfengis á sama tímabili hefur dregist saman ...

Lesa nánar