Fréttasafn

22.12.2010 | Afgreiðslutími fyrir jólin

Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
Miðvikudaginn 22.des opið til kl. 20
Fimmtudaginn 23.des opið til kl. 22
Föstudaginn 24.des opið til kl. 13

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna HÉR.

15.12.2010 | Vínbúðin í Búðardal opnar eftir breytingar

Vínbúðin í Búðardal opnaði á ný þriðjudaginn 14. desember eftir miklar breytingar en hún hefur nú stækkað til muna. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjálfsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutími er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga 17-18, föstudaga 14-18 og á laugardögum er lokað yfir vetrarmánuðina.

10.12.2010 | Nýtt Vínblað komið út

Nú er glænýtt og hátíðlegt Vínblað komið út. Í blaðinu er meðal annars að finna girnilegar uppskriftir fyrir desemberveisluna sem Daníel Sigurgeirsson, yfirmatreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, setti saman sérstaklega fyrir Vínbúðirnar. Einnig er skemmtileg og fróðleg grein um Madeira og porvínssósur sem mörgum þykja ómissandi á þessum árstíma...

24.11.2010 | Jólabjórinn selst vel !

Greinilegt er að landsmenn hafa beðið jólabjórsins með mikilli eftirvæntingu. Sala á jólabjór var tæplega 130% meiri fyrstu þrjá daga sölutímabilsins í ár í samanburði við árið í fyrra.

Mest var selt af Tuborg Julebryg ýmist í dós eða flösku, alls 32.100 lítrar sem er 43% af heildarsölu jólabjórs þessa daga...

22.11.2010 | Allur jólabjór á einum stað á vefnum

Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið eru 13 tegundir jólabjóra í sölu. Meðal nýrra vara má nefna Jólajökul, sem framleiddur er í Stykkishólmi og tvenns konar gjafapakkningar af jólabjór frá Færeyjabjór.

Hægt er að fá lista yfir alla jólabjóra sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við "Tímabundið í sölu" í vöruleitinni á vinbudin.is. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.

10.11.2010 | Engin frekari áform um lokun Vínbúða

Vegna frétta sem hafa birst um lokun Vínbúða vill ÁTVR taka fram að engin áform eru um frekari lokun Vínbúða umfram það sem þegar hefur komið fram.

ÁTVR hefur sagt frá því að fyrirhugað er að loka Vínbúðinni í Garðabæ frá og með 1. janúar 2011. Þá hefur lengi hefur verið áhugi á að sameina Vínbúðirnar á Dalvegi og í Smáralind. Í árslok 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir sameinaða Vínbúð en niðurstaðan varð að halda rekstrinum áfram óbreyttum þar til leigusamningi í Smáralind lýkur haustið 2011. Endanleg staðsetning þeirrar Vínbúðar hefur ekki verið ákveðin.

05.11.2010 | Jólabjórinn væntanlegur

Margir spenntir eftir jólabjórnum eins og undanfarin ár, en mikið hefur verið spurt um það hvenær hann berst í Vínbúðir. Sala jólabjórsins mun hefjast, þriðja fimmtudag í nóvember, eða þann 18.nóvember næstkomandi.

27.10.2010 | Rauðvínsspa

Nýjasta æðið í vínneyslunni er Vín Spa. Nú er ekki lengur nóg að fóðra belginn að innanverðu með víni heldur þarf nú líka að smyrja skrokkinn að utanverðu með því. Að fara í rauðvíns- eða hvítvínsbað og svo fá gott nudd með þrúguhrati, það er toppurinn í dag. Fyrir þá sem vilja láta gera sig svolítið sæta, er væntanlega boðið upp á andlitsbað úr sætum þýskum Riesling...

26.10.2010 | Indverskar uppskriftir frá Yesmine í Vínblaðinu

Í nýjasta Vínblaði eru uppskriftir að girnilegum, indverskum réttum frá Yesmine Olsson. Hún er mörgum kunn en hún hefur meðal annars gefið út tvær matreiðslubækur, sett upp Bollywood sýningu í Veisluturninum með eigin matseðil og verið ráðgjafi fyrir veitingastaði eins og Nítjánda og Saffran...

13.10.2010 | Sala á vindlingum dregst mikið saman

Sala á vindlingum (sígarettum) hefur dregist saman um tæp 13% í magni á tímabilinu janúar - september í samanburði við árið 2009. Á sama tíma hefur sala á neftóbaki aukist um 9,2% en í lok september höfðu selst tæplega 18,8 tonn af neftóbaki. Sala áfengis á sama tímabili hefur dregist saman ...

01.10.2010 | Vínbúðin í Garðabæ lokar um áramót

Ákveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Garðabæ á núverandi stað frá og með 1. janúar 2011. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rennur út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001. Staðsetning og stærð húsnæðisins sem Vínbúðin...

28.09.2010 | Myndlistasýning í Vínbúðinni Smáralind

Nú um tíma hefur ÁTVR gefið listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í Vínbúðinni Smáralind. Um þessar mundir eru listaverk eftir Maibel González Sigurjóns en hún sýnir pennateikningar og akríl á striga.

Sýningin verður uppi frá 1.september 2010 - 1 janúar 2011 í Vínbúðinni Smáralind.

24.09.2010 | Septemberútgáfa Vínblaðsins komin í Vínbúðir

Í nýjasta hefti Vínblaðsins kennir ýmissa grasa, en þar er meðal annars hægt að skoða frábærar indverskar uppskriftir frá Yesmine Olsson, grein um vínsýninguna London Wine fair, kokteila-uppskriftir, nokkrar þumalputtareglur við val á víni með uppskerunni, ítarleg umfjöllun um Cabernet Sauvignon, fróðleikur um munntóbak... og hvað er eiginlega Rauðvínsspa? Gríptu þér blað frítt í næstu Vínbúð.

06.09.2010 | Óverulegur samdráttur í sölu áfengis í sumar

Sala áfengis sumarmánuðina júní, júlí og ágúst er örlítið minni en sömu mánuði í fyrra. Sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni er meir en sömu mánuði 2009 en sala á bjór og sterkum vínum er minni. Athygli vekur að sala á freyðivíni eykst talsvert á milli ára en sala sumarsins..

01.09.2010 | Vínbúðin á Seyðisfirði í nýtt húsnæði

Í dag opnar Vínbúðin á Seyðisfirði í nýju og stærra húsnæði að Hafnargötu 4a. ÁTVR festi kaup á húsinu í vor en þar var áður lögreglustöð bæjarins til húsa. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram að til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. ÁTVR á sér langa sögu á Seyðisfirði..

26.08.2010 | Góðar viðtökur á Hvolsvelli

Vínbúðin Hvolsvelli flutti í nýtt húsnæði þann 23.mars sl. Búðin opnaði því í miðju eldgosi í Eyjafjallajökli, en hræringar á Fimmvörðuhálsi hófust daginn áður. Í kjölfarið hófst söguleg barátta við náttúruöflin og þrátt fyrir það að svæðið hafi verið mjög mikið lokað af á tímabili hefur verið mikið að gera í Vínbúðinni. Í lok júlí opnaði svo Landeyjarhöfn, sem jók enn frekar á umferðina á svæðinu...

20.08.2010 | The Global Compact

ÁTVR hefur í samvinnu við norrænu áfengiseinkasölurnar unnið að því að skoða aðfangakeðju vara út frá sjónarmiðum samfélagslegrar ábyrgðar. Leiðarljós þessarar vinnu hefur verið svokallaður Global Compact Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn byggir á því að leitast við að bjóða eingöngu vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélagið...

12.08.2010 | Vínvalið í brúðkaupið eða aðrar veislur

Í dag er léttvín á boðstólum í flestum brúðkaupum þó það sé alls engin skylda. Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín umfram kampavín þar sem verðmunur er mikill. Skynsamlegast er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því það er mun frískara að fá þurrt eða hálfþurrt freyðivín fyrir matinn ...

03.08.2010 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 743 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 750 þúsund lítrar.

0,5% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, 124 þúsund á móti 125 þúsund árið 2009. Ef einstakir dagar...

26.07.2010 | Annir fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Venjulega koma milli 125 – 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku, sem er um 25-30% meira en vikuna á undan verslunarmannahelgarvikunni...

22.07.2010 | Riesling -svalandi sumardrykkur

Með hækkandi sól sækjum við landar í léttari vín, hin þungu og bragðmiklu rauðvín fá yfirleitt hvíld þar til haustar á ný. Sumarið er sá tími sem hvítvínin njóta sín hvað best, ilmandi af ferskum ávöxtum, hunangi og blómum. Með vor í hjarta og sól í sinni er auðvelt að gleðjast yfir glasi af Riesling, jafnt þurrum sem hálfsætum. Þrúgan er sannkölluð snædrottning þrúguheimsins, svolítið skörp og súr í bragði en glettilega góð samt...

02.07.2010 | Samdráttur í sölu bjórs hlutfallslega meiri en í léttvínum.

Fyrstu sex mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 7,3% í lítrum miðað við sama tíma árið 2009. Hlutfallslega er samdrátturinn meiri í bjór en léttvínum. Sala á lagerbjór hefur dregist saman um tæplega 7% á árinu en rauðvín um tæp 6% á meðan sala á hvítvíni hefur dregist saman um 3% á milli ára...

01.07.2010 | Girnilegar uppskriftir á vefnum

Á uppskriftavefnum á vinbudin.is er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.

Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF

22.06.2010 | Nýtt Vínblað

Nýtt og brakandi ferskt Vínblað er nú komið í Vínbúðirnar. Auk vöruskránnar er blaðið stútfullt af sumarlegu efni sem ætti að höfða til margra. Mikið er af spennandi uppskriftum á grillið auk bragðgóðra kokteila sem hægt er að njóta með. Brúðkaupum eru gerð góð skil að þessu sinni þar sem fjallað er um vínvalið í veisluna auk hefða og siða sem tengjast þeim. Gríptu Vínblaðið með þér í næstu Vínbúð eða skoðaðu það hér.

08.06.2010 | Góð afkoma ÁTVR árið 2009

Ársskýrsla ÁTVR 2009 er komin út. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks. Sala áfengis á árinu 2009 var tæplega 20 milljón lítrar eða um 2% minni sala en árið áður. Alls voru seldir um 15,8 m.ltr af bjór, en hlutur innlendra framleiðenda í sölu bjórs var 72% og hefur aldrei verið hærri. Samdráttur var í sölu vindlinga á árinu um 6,3% en aukning í sölu reyktóbaks...

07.06.2010 | Sala áfengis í maí ekki verið minni síðan 2006

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 10% í lítrum ef miðað sama tíma árið 2009.

Ef salan í maí er hins vegar borin saman við maí í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%. Hluti af skýringu á þessum mikla samdrætti er að 1. júní 2009 hækkuðu skattar á áfengi sem hafði í för með sér talsvert annríki í Vínbúðunum síðustu daga maímánaðar...

01.06.2010 | Bjart framundan - Sumarvín um land allt

Þemadagarnir 'Sumarvín 2010' hefjast í dag. Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir nú nálgast bækling með girnilegum grill-uppskriftum og upplýsingar um hvaða vín hentar með.

Einnig er starfsfólk okkar ávallt reiðubúið til að aðstoða við val á víni.

Verið velkomin.

25.05.2010 | Magn vínfanga í veisluna

Þegar halda á veislur vaknar iðulega spurningin hversu miklu magni á ég að reikna með í veisluna? Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það. Það fyrsta er hvenær veislan er haldin, þ.e.a.s. um helgi eða virkan dag. Hversu lengi stendur veislan, aldursskipting, árstími og fleira hefur einnig mikið að segja...

21.05.2010 | Lokað í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu

Lokað verður í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu, mánudaginn 24.maí. Afgreiðslutími verður með hefðbundnu sniði laugardaginn 22. maí, en Vínbúðir höfuðborgarsvæðisins eru þá opnar frá 11-18.

12.05.2010 | Lokað í Vínbúðum á morgun, uppstigningardag

Vínbúðirnar eru lokaðar á morgun, uppstigningardag, 13.maí. Afgreiðslutími er með hefðbundnu sniði í dag (miðvikudag), en á höfuðborgarsvæðinu er opið til kl. 18 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.

Upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna HÉR.

04.05.2010 | Mikill samdráttur í sterkum og blönduðum drykkjum

Það sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra.

Sala hefur minnkað í nær öllum flokkum áfengis en mismikið. Það sem af er árinu er samdrátturinn hins vegar mest áberandi í sterkum og blönduðum drykkjum...

03.05.2010 | Vínbúðin Vík flutt

Vínbúðin Vík hefur opnað á nýjum stað í húsnæði Arion banka að Ránarbraut 1. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjlafsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutíminn er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga frá 17-18 og föstudaga frá 16-18.

28.04.2010 | Lokað laugardaginn 1.maí

Vínbúðirnar eru lokaðar á Verkalýðsdaginn, laugardaginn 1.maí. Afgreiðslutími er með hefðbundnu sniði á föstudaginn, en á höfuðborgarsvæðinu er opið til kl. 19 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.

Upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna HÉR.

20.04.2010 | Lokað í Vínbúðum sumardaginn fyrsta

Lokað verður í Vínbúðum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22.apríl.

Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til kl. 18:00 á miðvikudag, nema á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20:00.

Laugardaginn 1.maí verður einnig lokað í Vínbúðum.

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma Vínbúða er að finna hér.

16.04.2010 | Austurlenskur matur og vínið með

Austurlensk matargerð á mjög upp á pallborðið hjá Íslendingum eins og reyndar víðar á Vesturlöndum. Matargerðin er afar fjölbreytt og hefur hvert land og jafnvel héruð hvert sínar áherslur. Eitt er þó yfirleitt sammerkt með matnum að hann er töluvert kryddaðri en við eigum að venjast. Þá er oft vandasamt að velja rétta vínið með...

12.04.2010 | Vínbúðin Akureyri áfram á sama stað

Í lok árs 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúðina á Akureyri.

Nú hafa innkomin tilboð verið metin, bæði með tilliti til verðs og staðsetningar.

Niðurstaðan er að ekki náist fram það hagræði sem stefnt var að og því hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum. Vínbúðin verður því rekin áfram í núverandi húsnæði um óákveðinn tíma.

08.04.2010 | Chablis fróðleikur

Á vinbudin.is er hægt að nálgast skemmtilegan fróðleik um vín og mat. Eftirfarandi grein um Chablis er einnig að finna í nýjasta tölublaði Vínblaðsins sem fæst frítt í næstu Vínbúð.

Þegar velja á hvítvín með sjávarfangi kemur Chablis ósjálfrátt upp í hugann, en margir kannast við nafnið Chablis, sem er eflaust eitt þekktasta vínheiti í heimi og hefur löngum verið stælt og jafnvel notað á vín sem eiga ekkert skylt við hin einu og sönnu Chablis hvítvín...

08.04.2010 | Páskasalan minni en fyrir ári.

Í mars seldust 1.614 þús. lítrar af áfengi sem er tæplega 20% meiri sala en árið 2009. Þessa miklu aukningu má rekja til þess að páskarnir eru í mars í ár en voru í apríl í fyrra. Ef sala páskavikunnar er borin saman við sölu í páskavikunni 2009 þá voru seldir 505 þús. lítrar af áfengi í páskavikunni í ár sem er 3,5% minna en sambærilega viku í fyrra...

29.03.2010 | Afgreiðslutími fyrir Páska

Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 31.mars eins og að um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað...

AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR

Gleðilega Páska!

17.03.2010 | Vínbúðin á Hellu lokar tímabundið

Vegna framkvæmda við tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3 verður VÍNBÚÐIN á Hellu lokuð tímabundið. ÁTVR mun í samvinnu við sveitarstjórn Rangárþings ytra leita leiða til að leysa húsnæðismál Vínbúðarinnar sem allra fyrst. Viðskiptavinum er bent á Vínbúðirnar á Hvolsvelli og Selfossi.

Þriðjudaginn 23. mars verður opnuð ný Vínbúð á Hvolsvelli. Vínbúðin flytur sig um set og er nú í húsnæði við hliðina á N1. Vínbúðin er sjálfsafgreiðslubúð en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð...

12.03.2010 | Nýtt Vínblað

Nýtt Vínblað er nú komið í Vínbúðir en í því er að finna vörulista Vínbúðanna ásamt ýmsum fróðleik um vín og mat.

Álfgeir Logi Kristjánsson, rannsóknarstjóri Rannsókna & greiningar skrifar áhugaverða grein um áfengisnotkun fólks sem ekki hefur aldur til að neyta áfengis.

Austurlenskum mat er gerð skil og farið yfir hvaða vín henta með slíkum mat. Vínræktarsvæðið Chablis er skoðað...

05.03.2010 | Samdráttur í sölu áfengis

Í febrúar var sala áfengis 8,1% minni í lítrum en árið 2009. Það sem af er árinu hefur salan dregist saman um 8,7%.

Hlutfallslega er samdrátturinn mestur í sölu á blönduðum drykkjum en þar hefur salan dregist saman um 37% í samanburði við árið 2009. Svipaða sögu er að segja um ókryddað brennivín og vodka en salan þar hefur minnkað um 25% á milli ára....

05.03.2010 | Framkvæmdastjóri hjá Vínbúðunum fær stjórnunarverðlaun

Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vínbúðanna hlaut í gær Stjórnunarverðlaunin 2010 í flokki þjónustustjórnunar.

Verðlaunin eru veitt af Stjórnvísi og voru afhent við hátíðlega viðhöfn af Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands...

25.02.2010 | Takk fyrir jákvætt viðhorf!

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja með samræmdum hætti. Nýlega voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2009. Í könnuninni er sérstök áhersla lögð á ánægju viðskiptavina og tryggð. Mældir eru þættir eins og ímynd, væntingar og gæði þjónustu.

Í flokki smásöluverslana voru Vínbúðirnar í öðru sæti á eftir Fjarðakaup sem var sigurvegari flokksins. Við óskum Fjarðakaup innilega til hamingju með frábæran árangur. Af þeim 25 fyrirtækjum sem mæld voru í allri könnuninni voru Vínbúðirnar í fjórða sæti.

Vínbúðirnar eru stoltar af árangrinum, en ánægja viðskiptavina hefur aldrei mælst hærri í þau sjö ár sem fyrirtækið hefur tekið þátt í þessari könnun.

Starfsfólk Vínbúðanna þakkar viðskiptavinum fyrir jákvætt viðhorf.

04.02.2010 | Sala áfengis í janúar minni en í fyrra

Sala áfengis í janúar dróst saman um 9% í lítrum miðað við sama mánuð árið 2009. Sala bjórs dróst saman um 8,5% og sala rauðvíns um tæplega 8%.

Ekki er hægt að draga ályktanir um mikinn samdrátt út frá þessum tölum einum saman. Þar sem langflestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum verður að hafa í huga að í janúar 2010 eru fjórir föstudagar en í janúar 2009 voru fimm föstudagar.

29.01.2010 | Deildu fróðleik með vinum þínum!

Nú er hægt að senda uppskriftir og fróðleik og upplýsingar um kokteila af vinbudin.is á Facebook, í tölvupósti eða jafnvel prenta út.

Kynntu þér hafsjó af fróðleik, upplýsingar um kokteila, og girnilegar uppskriftir hér á vinbudin.is og deildu með vinum þínum.

22.01.2010 | Sala á þorrabjór hefst á fimmtudag

Fjórar tegundir af þorrabjór verða í boði í Vínbúðunum þetta árið. Um er að ræða Egils þorrabjór, Kalda þorrabjór, Jökul þorrabjór og Suttungasumbl frá Brugghúsinu í Ölvisholti.

Sölutímabil þorrabjórs er frá bóndadegi til konudags eða einn mánuður. Þorrabjórinn er jafnan framleiddur í takmörkuðu magni, en hann verður fáanlegur í öllum Vínbúðum, að lágmarki ein tegund í minnstu búðunum. Í vöruspjaldi hverrar tegundar er hægt að sjá í hvaða Vínbúð viðkomandi bjór fæst.

Á morgun verður einnig hægt að fá lista yfir alla þorrabjórana með því að haka við táknið "tímabundið í sölu" í vöruleitinni.

21.01.2010 | Gleðilegt nýtt ár!

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!
Föstudaginn 1.jan. er lokað í Vínbúðunum, en laugardaginn 2.jan. er opið skv. venju. (á höfuðbogarsvæðinu 11-18)
Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga. (sjá nánar HÉR )

ATH: Vefbúðin verður lokuð vegna uppfærslu á kerfum vegna breytingu á virðisauka frá kl. 12:00 31.des. Opnum aftur laugardaginn 2.jan. kl.10:00. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum.

21.01.2010 | Sala ársins 2009

Á árinu 2009 voru seldir rúmlega 20 milljón lítrar af áfengi. Í lítrum var salan 1,4% minni en árið 2008. Sala rauðvíns dróst saman um 2,5% en sala hvítvíns var ein fárra tegunda sem meira var selt af á árinu en salan þar var 5,1% meiri en árið áður.

Sala lagerbjórs dróst lítilega saman en sala á ódrydduðu brennivíni og vodka var 12% minni. Einn mesti samdráttur ársins var í blönduðum drykkjum en sala þeirra dróst saman um tæplega 37% á árinu.

Salan í desember var 2% meiri í lítrum en desember 2008...

21.01.2010 | Hefur þú skoðað uppskriftavefinn?

Á uppskriftavefnum er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.

Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF

2010

29.12.2009 | Gleðilegt ár

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu!

Laugardaginn 2.jan. er opið skv. venju i Vínbúðunum (á höfuðbogarsvæðinu 11-18)

Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga. (sjá nánar HÉR )
 

Breyta um leturstærð

  • Stækka letur
  • Minnka letur


  • Leit