Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Annasöm vika framundan

30.07.2009

Annasöm vika framundanVikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn af stærstu dögum ársins. Þann dag árið 2008 var engin undantekning, en þá komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Alls voru seldir tæplega 784 þúsund lítrar af áfengi þar af var bjór 89% eða 698 þúsund lítrar.

Það er ekkert sem bendir til annars en að búast megi við svipuðum fjölda viðskiptavina í ár og því er undirbúningur í fullum gangi á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins til að taka vel á móti þeim.