Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verðbreytingar á áfengi um áramót

28.12.2011

Verðbreytingar á áfengi um áramótUm áramót hækka áfengisgjöld um 5,1% á alla flokka þ.e. léttvín, bjór og sterkt áfengi.  ÁTVR kaupir allt áfengi af innlendum birgjum með áfengisgjöldum í innkaupsverðum.   Ekki er hægt að finna einfalda tölu á hækkun áfengis, þar sem fleiri þættir en breyting á áfengisgjöldum geta haft áhrif á innkaupsverð frá birgjum.

 

Verðútreikningur fyrir 1. janúar liggur nú fyrir  og samkvæmt honum hækkar verð á áfengi að meðaltali um 2,05%. 


Hækkunin er mismunandi eftir flokkum og hækkar sterka vínið mest þar sem hlutfall áfengisgjalda í verðinu er hæst.  Þannig hækkar rauðvín að meðaltali um 2,04%, hvítvín um 1,66%, ókryddað brennivín og vodka um 3,14%  og lagerbjór um 1,55%.

 

Ef tekin eru nokkur tilbúin dæmi og meðaltalshækkunin útfærð þá sést að rauðvín sem kostar tæpar 2.000 krónur fyrir hækkun myndi hækka um 41 krónur, hvítvín um 33 krónur, bjór sem kostar 345 krónur hækkar um 5 krónur og vodka sem kostar um 5.300 krónur hækkar um 166 krónur. 


Það skal tekið fram að þetta eru tilbúin dæmi til að gefa hugmynd um verðhækkunina.

Það skal tekið fram að þetta eru tilbúin dæmi til að gefa hugmynd um verðhækkunina.