Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jarðarber og rabarbari

með súkkulaðimús

Fjöldi
4-6
Innihaldsefni 600 g rabarbari 200 g sykur 2 öskjur jarðarber 200 g hvítt súkkulaði SÚKKULAÐIMÚS 125 g sykur 125 g rjómi 125 g eggjarauður 150 g súkkulaði 250 ml rjómi
Aðferð
  1. Skerið rabarbara í bita, setjið í skál og blandið 200 g af sykri saman við. 
  2. Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni.
  3. Hrærið reglulega í blöndunni en passið að rabarbarinn verði ekki að mauki.
  4. Sigtið vökvann frá og hendið rabarbaranum. Kælið vökvann.
  5. Skerið jarðarberin í bita. 
  6. Skerið súkkulaðið í litla bita og setjið í ofnskúffu á smjörpappír.
  7. Bakið súkkulaðið við 160°C í 6-8 mín. eða þangað til það er orðið gyllt á litinn.
  8. Takið úr ofninum og kælið.

 

SÚKKULAÐIMÚS

  1. Sjóðið sykur og rjóma saman í potti. 
  2. Hellið eggjarauðum út í pottinn og hrærið stöðugt í þangað til að 85°C hita er náð.
  3. Blandið súkkulaðinu saman við og hrærið áfram.
  4. Þeytið rjómann og bætið 1/3 af honum út í pottinn.
  5. Kælið blönduna í 15-20 mín. 
  6. Blandið restinni af þeytta rjómanum varlega saman við. Kælið í 1-2 klst.
  7. Sprautið súkkulaðimúsinni á disk og dreifið jarðarberjunum yfir.
  8. Hellið síðan rabarbaravökvanum yfir og dreifið að lokum bakaða súkkulaðinu yfir allt.

 

VÍNIN MEÐ
Rauðu berin og súkkulaðið gera það að verkum að rauð eftirréttavín og púrtvín passa vel.

Frá þemadögum "Suður-Afríka", matur og vín, 2014 (PDF) Uppskrift fengin frá Ara Sylvain Posocco, Nauthól
Fleiri Skyldir Réttir