Loftslagsmarkmið

Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að loftslagið sé að breytast hratt. ÁTVR er eitt af 104 fyrirtækjum sem tekur þátt í metnaðarfullu verkefni með Festu og Reykjavíkurborg um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. 

Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

  • draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • minnka myndun úrgangs
  • innleiða sjálfbærni í ferla fyrirtækisins
  • mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta

40% samdráttur í útblæstri

Markmið ÁTVR er að draga úr notkun bifreiða og nýta vistvænustu bíla sem verða í boði í framtíðinni. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2015.  Eða 3,2% að meðaltali á ári.

ÁTVR kolefnisjafnar einnig allan beinan útblástur.  Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor  (e positive carbon footprint). Með því stundum við sjálfbæran rekstur.

 

Úrgangur hjá Vínbúðunum

Janúar til desember 2016

Einn liður í að taka á loftslagsvandanum er að minnka úrgang og flokka. ÁTVR hefur síðustu ár unnið markvisst að því að flokka og stefnir á 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030. 

 

Árið 2015 voru tæp 30 tonn urðuð með tilheyrandi loftslagsmengun.   Náist 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030 verður hlutfallið 8 tonn af úrgangi sem fer í urðun. Losun CO2-ígildi vegna urðunar fer úr 23 tonnum niður í 6 tonn.  Eða um 8% að meðaltali á ári.

Markmið – endurvinnsluhlutfall 92%:  NÁÐIST  (desember 2016)

 

Fyrirtækið hefur haft úrgangsþríhyrninginn að leiðarljósi, en hann sýnir okkur að það er síðasti kostur að senda úrgang í urðun eða förgun.

 

  • Lágmörkun úrgangs -   Kemur í veg fyrir að úrgangurinn myndist eða að draga úr magninu eins og kostur er. ÁTVR hefur hætt að nota einnota drykkjarumbúðir, boðið margnota burðapoka, plast og plastburðarpokar ofl. (G4-EN1), innleitt  rafræna reikninga og lagt áherslu á lífrænt ræktuð vín (G4-EN27)
  • Endurnotkun -  Endurnotkun er m.a. það þegar unnt er að nota vöru sem hráefni í sama framleiðsluferli án nokkurrar forvinnslu. ÁTVR hefur gefið þriðja aðila hluti. T.d.  Góði hirðirinn, RKÍ, og í söfn. Bretti eru seld og endurnýtt. Einnig eru kassar úr bylgjupappír teknir sundur og sendir til viðkomandi birgja.
  • Endurvinnsla  - Varan er hreinsuð, brotin niður eða forunnin á annan hátt til að nýtast sem hráefni. Steikingarfeiti frá mötuneyti er endurnýtt sem bifreiðaeldsneyti. Til endurvinnslu frá áramótum: 291 tonn (G4-EN23).  Inni í því er endurvinnsla plasts með Odda.  Auk þess fylgist fyrirtækið með endurvinnslu drykkjarumbúða (G4-EN28).
  • Urðun  - 26 tonn  (G4-EN23)
  • Förgun  -  Málning, spilliefni

 

Endurvinnslumarkmiðið er 91% og náðist það ekki í febrúar en í öllum öðrum mánuðum. Viðhaldsframkvæmdir á Akranesi í janúar er orsökin.  Grófur úrgangur frá framkvæmdum er fyrirferðamikill blandaður úrgangur, oftast húsgögn, innréttingar, byggingahlutar úr timbri og stórar umbúðir.  Grófur úrgangur er ekki reiknaður með sem endurvinnsluhlutfall enda tengist sá úrgangur ekki daglegum rekstri heldur oftast tímabundnum framkvæmdum.

 

Heildarúrgangur eftir mánuðum og úrgangsflokkum
 

Úrgangsflokkur SamtalsíG%
Blandaður úrgangur 24.621
Bylgjupappi 231.217
Plast 9.071
Plast Oddi 18.358
Pappír 6.920
Lífrænn úrgangur 5.090
Annað 9.816
Samtals 305.093
Hlutfall endurvinnslu 92%
Hlutfall urðunar 8%
Grófur úrgangur 29.990

 

 

Alls er vigtaður úrgangur fyrstu níu mánuðina 305 tonn en vigtað er frá 96% af Vínbúðunum m.v. sölu en hinar eru með öðrum aðilum í samstarfi með sorphirðu. 

 

Helstu flokkar til endurvinnslu 2016

Minnkun gróðurhúsalofttegunda við flokkun helstu tegunda

  Magn (kg) CO2 (kg)
Blandaður pappír 6.920 46.461
Plast 27.429 11.877
Lífrænt til moltugerðar 5.090 14.018
Bylgjupappi 231.217 1.552.391
Samtals 270.656 1.624.746

Með því að flokka úrgang til endurvinnslu má draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Eins og sést í ofangreindri töflu náði ÁTVR að minnka losun á fyrri hluta ársins sem samsvarar rúmlega 1.600 tonnum af CO2 ígildum. Ef allur bylgjupappi væri urðaður eins og gert var á síðustu öld, þá myndu losna um 1.500 tonna ígildi af CO2 í andrúmsloftið yfir árið, en það er jafn mikið og losnar frá öllum bílum fyrirtækisins á 12 árum. Það munar því mikið um flokkun á bylgjupappa. Heildarlosun samsvarar ársnotkun á um 541 fólksbílum eða jafn mikið og losnar frá öllum bílum fyrirtækisins á 12 árum 

Það að flokka úrgang hefur einnig fjárhagslegan ávinning; í stað þess að greiða förgunargjöld fyrir urðun höfum við tekjur af bylgjupappa og plasti. Munurinn er tæpar sex milljónir á ári.“

Loftslagsmengun frá urðun af blönduðum úrgangi er 20 tonn. 

Starfsmenn ÁTVR vilja vera fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð og mynda jákvætt kolefnisfótspor því við eigum aðeins eina jörð. 

90% endurvinnsluhlutfall 2015
Festa
Rósavín