Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Hátíðarvín í vínbúðunum

19.11.2007

Nú er hægt að nálgast bækling um hátíðarvínin í vínbúðum. í honum eru upplýsingar sem auðvelda viðskiptavinum valið á víni með hátíðarmatnum, þeim sem þess óska, en einnig er að finna í bæklingnum ýmsar skemmtilegar upplýsingar um jólin.

Upplestur í tilefni dags íslenskrar tungu

17.11.2007

Lesin voru nokkur kvæði eftir Jónas Hallgrímsson í Vínbúðinni Heiðrúnu í tilefni dags íslenskrar tungu og 200 ára afmælis Jónasar í gær, föstudaginn 16.nóvember. Upplesturinn hófst upp úr kl. 14:00 og stóð í um 15-20 mínútur. Það var starfsfólk Borgarbókasafnsins í Árbæ sem bauð upp á þessa skemmtilegu uppákomu við góðar undirtektir viðskiptavina og starfsfólks Vínbúðarinnar.

Jólafólk óskast til starfa í vínbúðunum

12.11.2007

Jólafólk óskast til starfa í desember og kringum áramót, bæði í fullu starfi og hlutastarfi við sölu og þjónustu við viðskiptavini. Áhugasamir eru beðnir um að sækja um hjá Hagvangi á slóðinni www.hagvangur.is fyrir 25. nóvember nk...

Vínbúðin Húsavík flutt

08.11.2007

Vínbúðin á Húsavík hefur nú flutt sig um set að Garðarsbraut 21, í húsnæðið þar sem pósthúsið var áður. Viðskiptavinir eru velkomnir á nýjan stað frá og með föstudeginum 9.nóvember 2007.

Enn fleiri vínráðgjafar í vínbúðir

06.11.2007

Fjórir starfsmenn vínbúða fá viðurkenningu fyrir að hafa nýlokið prófi úr WSET námi Vínskóla vínbúðanna. Þessir einstaklingar starfa nú sem vínráðgjafar í vínbúðum og eru til taks til að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf á hverjum degi...

Kæru vegna vínauglýsinga ÁTVR vísað frá

31.10.2007

Lögreglustjórinn hefur vísað frá kæru Reynis Traustasonar gegn ÁTVR, en fyrrverandi ritstjóri Mannlífs og Ísafoldar kærði ÁTVR fyrir brot gegn banni við áfengisauglýsingum. Í kærunni er vísað til útgáfu Vínblaðsins sem og fræðslubæklings, sem gefinn var út vegna þemadaga.

Fréttatilkynning: Innköllun á rauðvíni Amalaya de Colemé 2005

26.10.2007

Glerbrot hefur fundist í rauðvíni af tegundinni Amalaya de Colomé 2005. ÁTVR og Vífilfell hf. biðja viðskiptavini sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu vínbúð við fyrsta tækifæri þar sem hún verður endurgreidd. Varan hefur tímabundið verið tekin úr sölu úr öllum vínbúðum ÁTVR og dreifing stöðvuð...

Hefur þú leitað í vörulistanum?

23.10.2007

Hjálparleitin í vörulistanum auðveldar þér leitina, allt frá því að finna vínið með matnum, eða jafnvel finna bjórinn frá uppáhalds landinu þínu. Auðvelt er að finna hvaða vín hentar t.d. með lambinu, fiskinum eða grillmatnum með því að haka við matartáknin í hjálparleitinni...

Velkomin(n) á nýjan vef vinbud.is!

18.10.2007

Vefurinn hefur fengið nýtt og ferskt útlit og unnið hefur verið að því að gera hann bæði skemmtilegri og þægilegri í notkun. Við höfum lagt mikla áherslu á að gera vörulistann sem þægilegastan fyrir þig, en auðvelt á að vera að leita að upplýsingum um þau vín sem seld eru í vínbúðunum...

Smáverslanir ÁTVR á landsbyggðinni

18.10.2007

Að undanförnu hefur orðið nokkur umræða um rekstur smærri verslana ÁTVR á landsbyggðinni. Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni að einkaaðilar reki vínbúðirnar. Það er alrangt. ÁTVR ber ábyrgð á og rekur allar vínbúðir á Íslandi óháð stærð og staðsetningu. Í hverri einustu verslun er starfsmaður ÁTVR sem ber ábyrgð á rekstrinum.