Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nýtt húsnæði fyrir Vínbúðina í Keflavík

13.02.2008

Nýtt húsnæði fyrir Vínbúðina í KeflavíkÁTVR hefur undirritað samning um leigu á húsnæði fyrir Vínbúð við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Um er að ræða nýtt, tæplega 500 fm húsnæði sem verður sambyggt verslun Samkaupa.  Verslunarrýmið, sem er enn í byggingu, verður bjart og skemmtilegt og aðkoma góð.

Lengi hefur staðið til að stækka verslunina vegna aukinna umsvifa, en nýja húsnæðið verður töluvert rýmra og aðkoman mun betri fyrir viðskiptavini.

Áætlað er að opna nýju Vínbúðina í nóvember næstkomandi og loka um leið Vínbúðinni við Hafnargötu. Á sama tíma mun nafni verslunarinnar breytt í Vínbúðin Reykjanesbæ.