Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Geta þurr vín verið góð?

 

Það eru margir sem hnjóta um orðið þurrt í lýsingum á hillumiðum og segja í kjölfarið
„ég er ekki fyrir þurr vín“. Sannleikurinn er hinsvegar sá að flest fullgerjuð vín fá einkennið þurrt í lýsingunni og er það mælikvarði á sykurmagn í víninu en ekki bragðið. Sem sagt þurrt þýðir að vínið hafi að geyma minna en 10 g af sykri í lítra en bragðið getur engu að síður verið mjúkt, ávaxtaríkt og jafnvel suðrænir tónar í víninu.

Tannín er annað orð í lýsingum sem þarfnast smáútskýringar. Tannín kemur úr steinum,

vínberjastilkum og hýði. Þetta er í raun viðnám vínsins í munninum, eins og þegar bitið er í vínberjastein, en þá kemur viss beiskja eða stemma í munninn. Segja má að tannín sé hluti af uppbyggingu vínsins og hluti af því sem aðskilur það frá öðrum ávaxtasafa. Skoða þarf einnig þessa lýsingu á hillumiðunum og lýsingin „lítil þroskuð“ segir til dæmis að tannínin séu lítil en þroskuð (mjúk). Þeir sem eru viðkvæmir fyrir tannínum ættu því að forðast lýsinguna „þurrkandi tannín“. En athugið að gott er að hafa tannískari vín með mat því þá virka þau mýkri.

 

Veisluvín Vínbúðanna