Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Súkkulaði kokteilar

 Margir tengja páskahátíðina við súkkulaði, enda flæðir yfirleitt þá allt í súkkulaði af ýmsum gerðum og  formum. Þeim sem hugnast ekki páskaeggjaátið, nú eða vilja prófa eitthvað nýtt, gæti þótt áhugavert að prófa kokteil með súkkulaðikeim. Hér eru uppskriftir af nokkrum sérlega ljúffengum, njótið vel!

 

FROZEN MUDSLIDE 

2 cl vodka
​2 cl Irish cream
2 cl kaffilíkjör
​1 msk. súkkulaðisíróp
​Þeyttur rjómi til skreytingar
Mulinn ís

Setjið mulinn ís í blandara ásamt öllu nema rjómanum og blandið vel saman. Hellið öllu í glas og setjið þeyttan rjóma ofan á.

 

 

 

 

ESPRESSO MARTINI  

3 cl vodka
​3 cl kaffilíkjör
2 cl súkkulaðilíkjör
2 cl espresso

Hristið allt saman eða blandið í blandara. Hellið í glas og skreytið með espressobaunum.

 

   

 

 



AFRÍSKUR SÚKKULAÐIMARTINI  

2 cl vodka
​​3 cl Amarula eða sambærilegt
1 cl créme de cacao eða súkkulaðisíróp

Setjið allt í kokteilhristara og hristið vel saman. Skreyting á glasi: Súkkulaði er brætt, sett í sprautupoka og sprautað á glasið innanvert. Súkkulaðið er látið harðna áður en drykknum er hellt í glasið.

 

 

 

 

ALEXANDER 

2 cl brandy
2 cl kakólíkjör
2 cl rjómi

Hristur með klaka og settur í kokteilglas.