Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rauðvín í jólaglöggið

Nú þegar aðventan er hafin og ýmsar jólahefðir láta á sér kræla þá berst gjarna á góma ein spurning í Vínbúðunum; ja fyrir utan jólabjórinn kannski. En það er ,,hvaða rauðvín á ég að velja í jólaglöggið?” 

Á þessum netvæðingartímum er ansi ágætt að geta leitað uppi uppskriftir á netinu og þær eru með mis-ítarlegum upplýsingum um innihaldsefnin. Þannig eru sumar uppskriftir til dæmis með koníaki eða rommi. 

Þegar kemur að vali á rauðvíni í jólaglöggið er ágætt að hafa vín sem er frekar ávaxtaríkt heldur en eikað, ekki mjög tannískt og jafnvel með smá sætu. Leitarvél Vínbúðanna kemur þar sterkt inn þar sem til dæmis er hægt að velja sætleika og fá ágætis lista af vínum til að velja úr. Til að þrengja leitina enn frekar má svo slá inn í leitarstrenginn lítil tannín eða mild tannín. 

Það er svo ágætt að hafa í huga að út í glöggið fara krydd og ávextir. Þannig að þegar þið smakkið glöggið til og finnst það of sætt er sniðugt að bæta út í aðeins meiri appelsínu ,en sýran í henni jafnar út sætleikann. 

Svo er bara um að gera að hafa það huggulegt í skammdeginu og njóta jólahátíðarinnar um leið og glöggilminn leggur yfir. 

 

Berglind Helgadóttir DipWSET 
Vínráðgjafi