Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vöruleitin hjá Vínbúðunum

04.05.2015

Í nýjasta tölublaði Vínblaðsins, en Vínblaðið er gefið út fjórum sinnum á ári og má nálgast frítt í öllum Vínbúðum, má lesa grein eftir Pál Sigurðsson, vínráðgjafa, þar sem hann fjallar um samspil súkkulaðis og rauðvíns og hvað ber að hafa í huga við valið.  Í framhaldi ræðir Páll um vöruleitina en á heimasíðu Vínbúðarinnar, vinbudin.is, er að finna vöruleit þar sem hægt er að leita eftir hinum ýmsu skilyrðum svo sem vörunúmeri, heiti, landi, svæði, verði, styrkleika, þrúgum, matarflokkum og fleiru.  Markmiðið með vöruleitinni er að stuðla að enn betri fróðleik um vörur Vínbúðanna og úrval.  Hjá Vínbúðunum starfa svo fjölmargir vínráðgjafar sem veita faglega ráðgjöf við val á víni með mat.  Veisluvín er þjónusta sem hefur aðsetur í Vínbúðinni Heiðrúnu og þar er hægt að fá ráðgjöf á staðnum, símleiðis og í tölvupósti en oft getur reynst erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa.  Hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki hvetjum við viðskiptavini til að nýta sér þessa góðu þjónustu.