Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

ÁTVR fær samgönguviðurkenningu

18.09.2015

Dagur B. Eggertson borgarstjóri afhenti samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 17.september. ÁTVR fékk viðurkenningu fyrir að stuðla að vistvænum ferðamáta starfsmanna, en Reykjavíkurborg veitir árlega samgönguviðurkenningu í tengslum við evrópska samgönguviku.

Hollar uppskriftir

03.09.2015

Í september hafa margir kosið að leggja áherslu á heilsuna og sneyða að mestu hjá sykri. Hér á heimasíðu Vínbúðanna má finna úrval af spennandi uppskriftum af hollum og girnilegum réttum sem tilvalið er að prófa í september. Njótið vel!

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

05.08.2015

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,8% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 719 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 725 þúsund lítrar.

Verslunarmannahelgin

29.07.2015

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra

Velkomin á nýjan vef!

08.07.2015

Nú er kominn í loftið splunkunýr vefur Vínbúðanna, vinbudin.is. Vefurinn var hannaður með það fyrir augum að vera notendavænn og skilvirkur fyrir viðskiptavini.

Salan janúar til júní

02.07.2015

Sala áfengis er 1,7% meiri í lítrum talið í júní í samanburði við júní í fyrra. Það sem af er ári þ.e. tímabilið janúar – júní er salan tæplega 1% meiri í samanburði við árið 2015.

Fimm græn skref í einu

29.06.2015

Höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi hlutu í dag viðurkenningu Grænna skrefa í ríkisrekstri frá Umhverfisstofnun

Lífræn vín

24.06.2015

Vinsældir lífrænna vína hafa aukist til muna á undanförnum árum í kjölfar vaxandi áherslu á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd. Úrval lífrænna vína hefur aldrei verið meira í Vínbúðunum og í júní og júli er sérstök áhersla lögð á þessi vín á margvíslegan hátt. Þá standa yfir þemadagar þar sem vín er framleidd eru á lífrænan og sanngjarnan hátt eru í hávegum höfð.

Opið 19.júní í öllum Vínbúðum

19.06.2015

Til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna! Allar Vínbúðir verða opnar í dag samkvæmt venju. Við bjóðum viðskiptavini velkomna á þessum merkisdegi í íslenskri sögu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvaddi sér hljóðs fyrst íslenskra kvenna á opinberum vettvangi og átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntunar og atvinnu. Því prýðir andlit hennar þessa frétt.

Öflugt skilríkjaeftirlit

11.06.2015

Á vef Grindarvíkurbæjar má sjá niðurstöðu könnunar sem Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum framkvæmdi nýverið. Ungmenni á aldrinum 17-18 ára voru send til að athuga hvort þau fengju afgreiðslu í Vínbúðunum Grindavík og Reykjanesbæ.