Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

Opnunartímar í Vínbúðunum yfir hátíðirnar

19.12.2014

Opið er í Vínbúðunum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-22 á þorláksmessu og 10-13 á aðfangadag. Lokað er 25. og 26.desember en opið 11-18 laugardaginn 27.desember.

Þriðjudaginn 30.desember er opið 11-20* og 10-14 á gamlársdag. Lokað er í öllum Vínbúðum fimmtudaginn 1. janúar, en opið samkvæmt venju á föstudeginum og laugardeginum.

Ný Vínbúð á Kópaskeri

12.12.2014

Ný Vínbúð hefur nú opnað á Kópaskeri. Búðin er staðsett innaf versluninni Skerið, að Bakkagötu 10, en hún er í flokki minnstu Vínbúðanna. ÁTVR rekur nú 49 Vínbúðir um allt land.

Desember Vínblað komið út

09.12.2014

Nýtt og glæsilegt Vínblað er komið út en blaðið er fjórða tölublað ásins. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Silfur hafsins, þar sem hann ræðir um síldina og gefur góð ráð varðandi útvötnun krydd- og saltsíldar, legi og marineringar og eins hvaða snafsar eru góðir með síldarréttunum. Páll skrifar einnig greinina Skálað í kampavíni en margir vilja kveðja gamla árið og fagna því nýja með Champagne, aðrir kjósa önnur ódýrari freyðivín.

Sala áfengis og tóbaks janúar - nóvember

02.12.2014

Sala áfengis var 6,2% minni í nóvember í samanburði við árið í fyrra. Söluminnkun var í öllum hlestu söluflokkum. Þess má geta að sala áfengis í október var tæplega 12% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár svo gera má ráð fyrir að þessar sölubreytingar megi að einhverju leyti rekja til þess hvernig helgarnar raðast innan mánaðar. En það skiptir oft verulegu máli þegar litið er á stutt tímabil eins og einn mánuð því lang flestir við viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum...

Opnað aftur á Hvammstanga

21.11.2014

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð á Hvammstanga, en töluverðar breytingar hafa verið gerðar á búðinni. Nú er ekki lengur afgreitt yfir borð, heldur ná viðskiptavinir sjálfir í sínar vörur eins og í öðrum Vínbúðum.

Vínbúðin á Hvammstanga hefur verið starfrækt síðan í júní árið 2000, en hún flutti í núverandi húsnæði í september 2005 í byggingarvörudeild Kaupfélagsins.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna!

Lokað á Hvammstanga

17.11.2014

Þessa dagana er verið að vinna við endurbætur á Vínbúðinni Hvammstanga, en lokað verður þar dagana 17.-19. nóvember. Ný og glæsileg Vínbúð verður svo opnuð fimmtudaginn 20.nóvember kl. 17:00.

Hingað til hefur verið afgreitt yfir borð á Hvammstanga, en nýja búðin verður sjálfsafgreiðslubúð eins og nánast allar Vínbúðir eru í dag. Vínbúðin verður þó enn á sama stað inn af byggingarvöruverslun Kaupfélagsins.

Við þökkum viðskiptavinum skilning og þolinmæði á meðan framkvæmdum stendur og bjóðum alla velkomna í nýja og glæsilega búð 20.nóvember.

Jólabjórinn kominn í sölu 2014

14.11.2014

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, föstudaginn 14. nóvember. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli og ljóst að mikið verður að gera í Vínbúðum um land allt í dag. Að þessu sinni verða 34 vörunúmer (29 tegundir) í sölu.

Best er að nýta vöruleitina til að sjá hvaða tegundir eru í boði og í hvaða Vínbúðum þær fást. Leitað er eftir bjór og hakað í reitinn „tímabundin sala“ sem er að finna neðst í leitarvélinni (táknað með klukku). Þá kemur upp listi jólabjórtegunda. Með því að smella á nafn vörunnar er síðan hægt að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst og hvaða magn er til hverju sinni.

Hér er hægt að sjá lista  yfir þær tegundir jólabjóra sem eru í sölu

Sala áfengis og tóbaks janúar - október

14.11.2014

Sala áfengis jókst um tæp 12 % í lítrum í október í samanburði við árið í fyrra. Söluaukning er í öllum helstu vöruflokkum m.a. var 11% meiri sala í rauðvíni og lagerbjór en í sama mánuði 2013.

Sala áfengis hefur aukist um 3,8% það sem af er ári þ.e. janúar – október í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur var í sölu á hvítvíni en aukning var í öðrum helstu vöruflokkum. Sala á lagerbjór jókst um 3,7% en um 14% aukning var í sölu á ávaxtavínum og 16% aukning í blönduðum drykkjum...

Fireball líkjör innkallaður

11.11.2014

Innflytjandi viskílíkjörsins Fireball Cinnamon (Haugen Gruppen ehf.) hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla vöruna frá neytendum. Ólíkar reglur gilda um innihald efnisins propylene glycol í Evrópu og Bandaríkjunum, en framleiðandi líkjörsins (Sazerac Company) sendi óvart vöru sem var ætluð bandaríkjamarkaði og því uppfyllir hún ekki evrópskar reglur. Engu að síður er vert að nefna að varan er ekki talin hættuleg neytendum.

Þeir viðskiptvinir sem hafa umrædda vörutegund undir höndum eru hvattir til að snúa sér til næstu Vínbúðar og fá vöruna endurgreidda.

Jólabjórinn 14.nóv

30.10.2014

Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 14. nóvember nk. Samkvæmt reglugerð á sala á jólavörum að hefjast 15.nóvember ár hvert. Þar sem sá dagur lendir á laugardegi í ár og margar Vínbúðir á landsbyggðinni lokaðar, fékkst heimild til að hefja sölu á jólavörum deginum fyrr en vanalega.

Á síðasta ári seldust um 616.000 lítrar af jólabjór í Vínbúðunum sem var ríflega 7% aukning frá árinu 2012. Að þessu sinni verða í boði 36 mismunandi vörunúmer af 29 tegundum..