Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

Vínbúðin Grundarfirði opnar á nýjum stað

26.03.2013

Vínbúðin Grundarfirði hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Grundargötu 38. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð.

Kári Gunnarsson hefur verið ráðinn verslunarstjóri Vínbúðarinnar og verður opnunartíminn sá sami út maí, þ.e. 17-18 mánudaga til fimmtudaga og 14-18 á föstudögum, en þann 1. júní tekur sumaropnunartíminn við og verður þá opið frá 16-18 mánudaga til fimmtudaga og 13-18 á föstudögum.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýja staðinn!

Nýtt Vínblað komið út

11.03.2013

Nýtt og vorlegt Vínblað er nú komið út. Í blaðinu er umfjöllun um Suður-Frakkland og þá miklu matar- og vínmenningu sem þar blómstrar, uppskriftir af suður-frönskum réttum frá Friðgeiri Inga á Gallery Restaurant, farið er yfir vinsælustu drykkina árið 2012, vínráðgjafarnir velja vín með páskalambinu, umfjöllun um freyðivín og helstu fréttir úr vínheiminum.

Vínblaðið má nálgast frítt í næstu Vínbúð og einnig má fletta í gegnum það hér á vefnum. Njótið vel!

Veisla frá Suður-Frakklandi

01.03.2013

Í mars eru þemadagar í Vínbúðunum og að þessu sinni beinum við sjónum okkar að Suður-Frakklandi og þeim frábæru vínum sem þaðan koma.
Í Vínbúðum og hér á vefnum má nálgast fallegan bækling með lista yfir þemavínin, fróðleik um Suður-Frakkland og girnilegar uppskriftir frá Friðgeiri Inga á Gallery Restaurant.

Bon appétit!

Vínbúðin á Kirkjubæjarklaustri flytur

21.02.2013

Vínbúðin Kirkjubæjarklaustri hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Klausturvegi 15. Nýja Vínbúðin er sjálfsafgreiðsluverslun en áður var afreiðslan yfir borð. Á undanförnum árum hefur þeim Vínbúðum fækkað mjög þar sem afgreitt er yfir borð og eru nú eingöngu fimm Vínbúðir af 48 sem hafa það fyrirkomulag.

Sigurlaug Jónsdóttir hefur verið ráðinn verslunarstjóri á nýja staðnum og opnunartíminn verður sá sami og áður þ.e. yfir veturinn er opið mán.-fim 17-18 og frá kl. 14 – 18 á föstudögum. Yfir sumartímann er opið lengur.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýja staðinn.

Ánægðustu viðskiptavinirnir í smásölu þriðja árið í röð!

21.02.2013

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði. Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Við þökkum viðskiptavinum okkar sem völdu Vínbúðirnar besta fyrirtækið í flokki smásölufyrirtækja og starfsfólki sem gerir viðskiptavini okkar ánægða á hverjum degi.
Takk fyrir okkur!

Sala áfengis og tóbaks í janúar

04.02.2013

Sala áfengis er 1,4% minni í ár en í fyrra. Meira er selt af rauðvíni og hvítvíni en samdráttur er í sölu á lagerbjór, sterku áfengi og blönduðum drykkjum. Ef sala áfengis í janúarmánuði er skoðuð tímabilið 2006 – 2013 þá er salan í ár sú minnsta á tímabilinu....