Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

Vínbúðin í Hafnarfirði á nýjan stað

16.10.2013

ÁTVR hefur skrifað undir leigusamning á húsnæði fyrir nýja Vínbúð að Helluhrauni 16 – 18 í Hafnarfirði. Áformað er að opna Vínbúðina í mars á næsta ári og loka núverandi Vínbúð sem staðsett er í verslunarmiðstöðinni Firði frá sama tíma. Vöruvalið verður stóraukið og munu viðskiptavinir geta valið úr öllu vöruúrvalinu sem ÁTVR býður upp á. Vínbúðin í Hafnarfirði verður þar með fjórða Vínbúðin sem hefur allt vöruvalið til sölu, hinar eru Heiðrún, Kringlan og Skútuvogur. Húsnæði Vínbúðarinnar stækkar verulega, komið verður upp rúmgóðum kæli fyrir bjór og öll aðstaða fyrir viðskiptavini bætt.

Nýja Vínbúðin liggur vel við umferð og næg bílastæði eru til staðar. Opnunartími verður sá sami og verið hefur í Hafnarfirði, þ.e. mánudaga – fimmtudaga 11 – 18, föstudaga 11 – 19 og laugardaga 11 – 18.

Framkvæmdir í Vínbúðinni Stekkjarbakka

07.10.2013

Þessa dagana standa yfir breytingar á Vínbúðinni Stekkjarbakka sem munu standa til 22. október og verður Vínbúðin lokuð á meðan á framkvæmdum stendur. Viðskiptavinum er bent á nálægar Vínbúðir eins og Vínbúðina Dalvegi, Vínbúðina Smáralind og Heiðrúnu.
Við vonum að þessar breytingar auki ánægju viðskiptavina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og betri Vínbúð þann 23. október.

Vínblaðið

11.09.2013

Í september tölublaði Vínblaðsins má nálgast fróðleik af ýmsu tagi. Páll vínráðgjafi fer með okkur í ferðalag til Bourgogne í Frakklandi og deilir með okkur skemmtilegum og áhugaverðum fróðleik um þetta mikla vínhérað. Gissur vínráðgjafi flytur okkur fréttir úr vínheiminum, Júlíus vínráðgjafi deilir með okkur spennandi vín- og matarupplifun og einnig sígildri uppskrift að Boeuf Bourguignon sem tilvalið er að elda í haustveðrinu auk þess sem finna má umfjöllun um gyllta glasið og grein um fjölbreytni bjórs og framleiðslu hans. Frítt eintak af Vínblaðinu má nálgast í öllum Vínbúðum. Njótið vel!

Sala áfengis og tóbaks jan - ágúst

09.09.2013

Sala áfengis jókst um 0,1% fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,6% og ávaxtavínum (síderum) um 90,3% miðað við árið áður. Samdráttur var hins vegar í sölu á hvítvíni um 1,3%, lagerbjór um 1,6% og ókrydduðu brennivíni og vodka um 5,4%...

Vínbúðirnar fagna framtakinu Plastpokalaus laugardagur

28.08.2013

Vínbúðirnar leggja áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum. Til að fylgja stefnumörkuninni eftir er lögð áhersla á margnota umbúðir. Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni sem brotna niður í náttúrunni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Á síðasta ári seldust rúmlega 15 þúsund margnota burðarpokar. Á síðasta ári seldu Vínbúðirnar 1.873 þúsund plastpoka, eða tæplega 6 poka á hvern landsmann...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

07.08.2013

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 2% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 727 þúsund lítrar af áfengi í ár en í fyrra seldust 713 þúsund lítrar. 2% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar á tímabilinu en í fyrra eða rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir á móti tæplega 126 þúsund viðskiptavinum í fyrra...

Sala áfengis og tóbaks janúar til júlí

06.08.2013

Aukning var 0,1% í sölu áfengis fyrstu sjö mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu á rauðvíni um 2,9% og ávaxtavínum (síderum) um 105,6% miðað við árið áður...

Mikið að gera í Vínbúðunum fyrir verslunarmannahelgi

30.07.2013

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu rúmlega 125 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku. Alls seldust 713 þúsund lítrar af áfengi í fyrra. Til samanburðar komu 95 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar vikuna 16. – 21. júlí og þá seldust 430 þúsund lítrar af áfengi...

Sala áfengis og tóbaks janúar til júní

03.07.2013

Samdráttur var 1,4% í sölu áfengis fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu á rauðvíni á tímabilinu um 1,7% en sala á hvítvíni dróst saman um 2,5%...

Vínbúðin á Patreksfirði flutt í nýtt húsnæði

28.06.2013

Vínbúðin Patreksfirði hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Þórsgötu 8. Á sama tíma breyttist opnunartími en í júní-ágúst er opið mánudaga til fimmtudaga 14-18, föstudaga 14-19 og laugardaga 11-14.