Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Norðmenn fræðast um fyrirkomulag samstarfsverslana hjá ÁTVR

16.11.2006

Norðmenn fræðast um fyrirkomulag samstarfsverslana hjá ÁTVRHópur frá Vinmonopolet, norsku áfengiseinkasölunni,  hefur dvalið hér undanfarna daga til að fræðast um fyrirkomulag samstarfsverslana hjá ÁTVR.  Hjá Vinmonopolet er í skoðun að opna smærri verslanir á landsbyggðinni.  Heimsókn þeirra er liður í þeirri skoðun þar sem horft er til þess hvernig vínbúðir eru reknar í samstarfi við þriðja aðila hér á landi. Hópurinn heimsótti Vínbúðirnar  á Hólmavík, Búðardal, Stykkishólmi, Ólafsvík, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi auk vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.