Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

2 milljónir kassa afgreiddir á þessu ári

19.12.2006

2 milljónir kassa afgreiddir á þessu áriÖll dreifing á áfengi til vínbúða ÁTVR fer í gegnum dreifingarmiðstöð fyrirtækisins. Í dag var 2.000.000 kassinn afgreiddur frá dreifingamiðstöðinni það sem er af árinu. Þetta er í fyrsta sinn sem afgreiðslan fer yfir 2 milljónir, en á síðasta ári voru afgreiddir 1.850.000 kassar. Jakob Hinriksson er einn afkastasamasti starfsmaður dreifingamiðstöðvar í tiltekt til vínbúða en hann hefur á árinu tekið til um 240.000 kassa.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Jakob ásamt Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra og Eggert Ó. Bogason yfirmann dreifingamiðstöðvar.