Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR auglýsir eftir leiguhúsnæði á Akureyri

22.12.2006

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að taka á leigu um 600 m² húsnæði á Akureyri vegna vínbúðar.

Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum:

Vera miðsvæðis og á jarðhæð.
Góð aðkoma fyrir viðskiptavini og næg bílastæði fyrir þá.
Góð aðkoma fyrir flutningabíla með vörur og vörulyftara.
Húsnæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnaraðilar gera til slíks og samþykkt af þeim.
Sérstaklega er lögð áhersla á meðal annars gott aðgengi hreyfihamlaða, birtulýsingu (500-600 lux) og hljóðdempun í verslun ásamt góðri aðstöðu starfsfólks.
Vera á skilgreindu verslunarsvæði í skipulagi.
Áhugasamir senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu ÁTVR, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík fyrir 5. janúar 2007 merkt Jóhanni Steinssyni.

Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfarandi:

Staðsetning
Teikningar af húsnæði
Afhendingartími
Ástand húsnæðis við afhendingu
Leiguverð og leigutími. Í leiguverði skal vera tilgreindur allur kostnaður sem til fellur.