Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

Vöruleit á vefnum

13.02.2009

Nú hefur verið sett í loftið ný leitarsíða sem víkkar leitarmöguleikana á vinbudin.is til muna. Hægt er að leita að vínum eftir hinum ýmsu skilyrðum svo sem vörunúmeri, heiti, landi, svæði, verði, styrkleika, þrúgum, stærð, matarflokkum og fleiru.

Markmið leitarinnar er að auðvelda leit að ákveðnum tegundum og ennfremur að stuðla að enn betri fróðleik um vörur okkar og úrval.

Hægt er að fara inn á leitina með því að smella á 'Vöruleit' í efstu stiku, eða undir 'Vörur' í vinstri stiku.

Sala áfengis janúar 2009

04.02.2009

Sala áfengis í janúar jókst um 12% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 15% á tímabilinu og sala hvítvíns um 12%.

Sala rauðvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 4% og 8% á tímabilinu.

Skýring þessarar miklu aukningar má rekja til þess að í janúar í ár voru fimm laugardagar en fjórir í fyrra. Sala fimmta föstu- og laugardagsins (30.-31.janúar) var um 17% af heildarsölu mánaðarins.

Vínbúðin Fáskrúðsfirði flutt

29.01.2009

Vínbúðin Fáskrúðsfirði hefur nú flutt í nýtt húsnæði að Skólavegi 59. Vínbúðin hefur verið starfrækt á Fáskrúðsfirði frá október 1999 og var fram að þessu til húsa að Búðarvegi 35.

Nýja Vínbúðin er fyrsta sjálfsafgreiðslubúðin í þessari stærð (100 tegundir). Vínbúðin er glæsileg, björt og rúmgóð og er hönnun sambærileg nýju Vínbúðunum á stór-höfuðborgarsvæðinu.

Verið velkomin í nýja Vínbúð.

Ný Vínbúð opnuð í Reykjanesbæ

19.01.2009

Í morgun opnaði ný og glæsileg Vínbúð í Reykjanesbæ. Á sama tíma lokaði gamla Vínbúðin, sem hefur verið starfrækt í Hafnargötunni síðan 2004.

Nýja Vínbúðin er staðsett að Krossmóum 4, þar sem Samkaup er til húsa. Rýmið er rúmgott og bjart og allur bjór verður í kæli. Nóg er af bílastæðum fyrir framan Vínbúðina (beggja megin).

Afgreiðslutími Vínbúðarinnar er sá sami og áður:
Mán - fim: 11-18, fös: 11-19 og lau: 11-16

Verið velkomin í glæsilega Vínbúð!

Vínbúðin Keflavík flytur þann 19.janúar

11.01.2009

Vínbúðin í Keflavík flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði mánudaginn 19. janúar og mun hér eftir bera heitið Vínbúðin Reykjanesbæ.

Viðskiptavinir í Reykjanesbæ verða væntanlega ánægðir með nýju Vínbúðina þar sem hún er björt og skemmtileg auk þess um hún stækkar um rúman helming. Allur bjór verður í kæli, afgreiðslukössum er fjölgað og auk þess er nóg af bílastæðum fyrir framan Vínbúðina. Aðstaða starfsfólks verður betri en áður og einnig er lager og vörumóttaka mun stærri. Nýja Vínbúðin er staðsett við nýjan verslunarkjarna við Krossmóa 4, þar sem Samkaup er til húsa. Vínbúðin þjónar yfir 20.000 viðskiptavinum á ári hverju...

Sala ársins 2008

07.01.2009

Sala ársins 2008 jókst um 4,2% í lítrum í samanburði við árið 2007. Alls var selt áfengi fyrir 17.809 þús. kr. með virðisaukaskatti.

Sala hvítvíns jókst um 13,4% á tímabilinu og sala rauðvíns um 3,8%.

Sala lagerbjórs og ókryddaðs brennivíns jókst um 4,3% og 6,5% á tímabilinu...

Vínbúðin Spönginni lokar

05.01.2009

Ákveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Spönginni og tekur lokunin gildi frá og með 19. janúar. Allir fastráðnir starfsmenn munu halda störfum sínum og flytjast yfir í aðrar verslanir. Engar aðrar lokanir eru fyrirhugaðar hjá Vínbúðunum.

Megin ástæða þess að Vínbúðinni í Spönginni er lokað er að rekstur hennar hefur verið undir væntingum síðustu árin. Leigusamningur um húsnæðið rann út um áramótin og var ákveðið að framlengja hann ekki. Húsnæðið var orðið óhentugt miðað við þá þjónustu og vöruúrval sem viðskiptavinir óskuðu eftir. Leitað verður eftir hentugra húsnæði á svæðinu þegar aðstæður leyfa.

Viðskiptavinum er bent á Vínbúðirnar Heiðrúnu, Skútuvogi og í Mosfellsbæ sem nálægar búðir.