Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis janúar til október

11.11.2009

Sala áfengis í október var 15,3% minni í lítrum talið en í október árið 2008.  Meginástæðu fyrir þessum  mikla mun má rekja til þess að 31. október  í fyrra kom mikill fjöldi viðskiptavina í Vínbúðirnar í kjölfar frétta í fjölmiðlum um yfirvofandi hækkun á áfengisgjaldi.  Þann dag komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en á hefðbundnum föstudegi koma að meðaltali um 29 þús. viðskiptavinir. 


Sala áfengis í lítrum tímabilið janúar til október dróst saman um 1,6%.  Það sem af er árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman um 16,6%, blönduðum drykkjum um 37% og ókrydduðu brennivíni og vodka um 10,5%.  Sala á hvítvíni jókst hins vegar á milli ára um 3,4% og sala lagerbjórs jókst um 0,1%.

 

Sala áfengis janúar til október