Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verðbreyting í Vínbúðunum

27.11.2008

Verðbreyting í VínbúðunumVerðbreyting, sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar, tekur gildi í Vínbúðunum í dag. Verð breytist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegundum áfengis sem eru í boði í Vínbúðunum, 160 tegundir lækka í verði, 863 hækka en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum. 

 
Með verðbreytingunni koma Vínbúðirnar til móts við óskir innflytjenda um tíðari verðbreytingar vegna ástandsins í efnahagsmálum og mikilla gengisbreytinga. Álagningarprósenta ÁTVR helst óbreytt eins og áður og áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki heldur.

 
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í síma 560 7700.