Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Fréttir

Sala janúar til október 2008

12.11.2008

Sala á tímabilinu janúar til október jókst um 6,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 5,9% á tímabilinu og sala rauðvíns um 7,3%. Sala hvítvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 17% og 8,8% á tímabilinu.

„Verslunarmannahelgi“ í Vínbúðunum

04.11.2008

Föstudaginn 31. október komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er nánast sami fjöldi og kom 1. ágúst síðastliðinn sem var föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi.

Í krónum var áfengissalan tæplega 319 milljónir. Sama dag var tóbakssala um 78 milljónir. Heildarsala ÁTVR 31. okt. var 397 milljónir en til samanburðar var salan föstudagurinn fyrir síðustu verslunarmannahelgi 387 milljónir. Salan var tæplega þrefalt meiri en á „hefðbundnum“ föstudegi í október.

Á hefðbundnum föstudegi eru meðaláfengiskaup viðskiptavinar um 4.200 krónur en föstudaginn 31. október voru meðalkaupin hins vegar 7.200 krónur.

Áfengi hækkar að meðaltali um 5,25% um mánaðamótin

31.10.2008

Verðlagningu vegna verðbreytinga áfengis 1. nóvember næstkomandi er lokið og mun áfengi hækka að meðaltali um 5,25% um þessi mánaðamót. Verð breytist á rúmlega helmingi þess áfengis sem er í boði í Vínbúðunum.

Gengisbreytingar undanfarið hafa ekki eins mikil áhrif til hækkunar á útsöluverði áfengis og margir hafa búist við. Ástæðan er sú að áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki. Þá er álagningaprósenta ÁTVR óbreytt.

Hvernig á að smakka vín?

28.10.2008

Þegar smakka á vín verður að hafa ákveðna hluti í huga. Smakkararnir verða að vera vel fyrir kallaðir, lýsingin góð, loftræsting þarf að vera í lagi og hitastig í rýminu skiptir vissulega máli. Rétt hitastig á vínunum er einnig mikilvægt atriði að ógleymdum glösunum sem drekka á úr. Ílátin í smökkunarherberginu skipta svo að sjálfsögðu máli og það hvernig vínið sjálft er smakkað.

Meðfylgjandi grein er eftir Gissur Kristinsson, vínráðgjafa Vínbúðanna.

Lífræn ræktun

14.10.2008

Við höfum öll heyrt á þetta minnst en hvað er þetta fyrirbæri „lífræn ræktun“? Kannski verður maður að spyrja sig fyrst, hvað er ekki lífræn ræktun. Lífræn ræktun hefur í för með sér mikinn aga og gjörbreytt viðhorf til ræktunar, sem og umhverfisins sjálfs, enda mætti segja að þetta sé langtímaskuldbinding, á móts við skyndilausnina sem notkun kemískra efna er. En hlutverk lífrænnar ræktunar er, á öllum stigum, að hlúa að lífríkinu, allt frá smæstu lífverum í jarðvegi, til mannsins sem neytir afurðanna.

(sjá nánar grein úr Vínblaðinu)

Vínráðgjafar á ferðinni

06.10.2008

Vínráðgjafar Vínbúðanna eru sérmenntaðir til að veita viðskiptavinum faglegar ráðleggingar hvað varðar samspil víns og matar. Gaman getur verið að fá tillögur og hugmyndir fyrir næstu veislu eða bara fá aðstoð við að kynnast hinu mikla vöruúrvali sem í boði er í Vínbúðunum.

Vínráðgjafarnir eru einkenndir með svörtum, merktum svuntum.

Salan jókst fyrstu 9 mánuði ársins

03.10.2008

Sala í lítrum fyrstu 9 mánuði ársins jókst um 3,9% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 3,7% á tímabilinu og rauðvíns um 3%. Sala á hvítvíni hefur hins vegar aukist verulega eða um 14,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka eykst umfram meðaltal og er 6,6%.

Velta áfengis á tímabilinu var 12,6 milljarðar króna en var 11,4 milljarðar í fyrra og nemur aukningin 10,4% á milli ára.

Hvernig glös notum við undir vín?

02.10.2008

Þegar við veljum okkur vínglös er fyrsta reglan sú að velja glös sem eru gerð úr algerlega gegnsæju gleri og án alls skrauts. Þetta er nauðsynlegt til þess geta skoðað vínið vandlega og stuðlar einnig að því að vínið njóti sín til fulls. Fyrsta skrefið í að meta gæði vína er að skoða lit þeirra í glasinu...

Hvernig velur maður vín með mat svo vel fari?

23.09.2008

Til að þjálfa sig í að para saman vín og mat þá þarf stöðugt að smakka bæði vín og mat. Með tímanum og mikilli þjálfun getur vínþjónninn með nokkurri vissu sagt til um með hverskonar mat tiltekið vín hentar, aðeins með því að lesa á flöskumiðann. Eru þetta einhverjir töfrar, hrein snilligáfa eða bara einfaldar reglur sem styðjast má við og allir geta notað með því að prófa sig áfram?

Fróðleiksmolar um osta og vín

15.09.2008

Skemmtilegur fróðleikur um osta og vín.