Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bjórstemmning í vínbúðunum 13.-31. október

13.10.2004

Bjórstemmning verður í vínbúðunum 13.-31. október. Bjór er einn elsti drykkur mannkyns og skiptist hann í tvo meginflokka; öl sem er yfirgerjað og lager sem er undirgerjaður. Undir þessum flokkum eru svo fjölmargar bjórgerðir. Viðskiptavinir geta fræðst betur um hinar mismunandi gerðir bjórs í nýútkomnum bæklingi sem dreift er í vínbúðunum. Í bæklingnum eru einnig kynntar um 40 bjórtegundir og eru nokkrar á kynningarverði til 31. október.