Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks janúar til maí

06.06.2013

Sala áfengis
 
Sala áfengis jókst um 1,5% lítra fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,7% og hvítvíns um 1,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni, vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman.  Sala ávaxtavína heldur áfram að aukast og er söluaukning í þeim flokki tæp 96% á milli ára. 

Tafla: salan jan-maí

Tafla: sala maí

Sala í maí er 3,4% meiri en í maí í fyrra
 


Sala tóbaks
Fyrstu fimm mánuði ársins er samdráttur í sölu vindlinga um tæp 12%, vindla um 11% og sala neftóbaks hefur dregist saman um tæp 14% í samanburði við sömu mánuði í fyrra. Hins vegar er aukning í sölu reyktóbaks um tæp 7%.

Tafla: sala tóbaks jan-maí