Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúðin Þorlákshöfn opnar á nýjum stað

01.11.2010

1. nóvember opnaði Vínbúðin á Þorlákshöfn  í nýju og stærra húsnæði að Selvogsbraut 41.  Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram að til þessa hefur verið afgreitt yfir borð.  Verslunarstjóri Vínbúðarinnar er Sigrún Rúnarsdóttir.


Opnunartími Vínbúðarinnar er sá sami og áður en opið er á föstudögum frá klukkan 14 – 18 og mánudaga til fimmtudaga er opið frá 17 – 18.