Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Okkar er ánægjan

28.02.2014

Okkar er ánægjanVínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þar sem ekki var marktækur munur á mælingu tveggja efstu fyrirtækjanna deila Vínbúðin og Nova saman efsta sætinu, en Vínbúðin fékk einkunnina 74,1 og Nova 72,6.

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Við erum mjög stolt af glæsilegum árangri og staðráðin í að gera enn betur á öllum sviðum, hvort sem er í þjónustu eða samfélagslegri ábyrgð.