Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis

04.04.2013

Sala áfengis

Sala áfengis er 4,4% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Þessa aukningu má líklega að mestu skýra með því að í ár eru páskar í mars en þeir voru í apríl í fyrra. Sama skýring á við þegar sala marsmánaðar er skoðuð en í ár seldust 12,2% fleiri lítrar en í fyrra. 

Sala áfengis

Mikið var að gera fyrir páska en alls komu 40.886 viðskiptavinir í Vínbúðirnar miðvikudaginn fyrir páska. Það eru 2,7% fleiri en komu sama dag fyrir ári, þegar 39.792 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar.

Miðvikudagur fyrir páska er einn stærsti söludagur í Vínbúðunum á árinu og þegar mest er að gera, milli kl 17 og 18, voru 8.600 viðskiptavinir afgreiddir, eða um 143 á hverri mínútu.

Í Dymbilvikunni komu um 90 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar (opið mánudag, þriðjudag, miðvikudag og laugardag), sem er um 20% meira en í hefðbundinni viku á þessum árstíma, þegar um 75 þúsund viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar.  Alls seldust 490 þús. lítrar af áfengi í samanburði við 486 þús. lítra árið 2012 í þessari viku.

Sala áfengis