Sleppa valmynd og fara beint í meginmál
Jólabjórinn kemur 31. október

14.10.2024 | Jólabjórinn kemur

Sala jólabjórs og annarra jólavara hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 31. október. Áhugi fyrir jólabjórnum er alla jafna mikill og viðskiptavinir áhugasamir um vöruúrvalið, en í ár hafa borist um 110 umsóknir til sölu á jólavörum sem er nokkuð sambærilegt við undanfarin ár..

ÁTVR í hópi níu bestu

05.09.2024 | ÁTVR í hópi níu bestu

Í nýlega útgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 var greint frá því að ÁTVR var eitt af þeim níu fyrirtækjum sem tókst að sýna fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi og virðiskeðju. Árið 2018 fór ÁTVR að birta upplýsingar á vöruspjaldi flestra vara á vinbudin.is um áætlað kolefnisspor umbúða, en umbúðir eiga stærsta hluta kolefnissporsins.

Úrval uppskrifta

06.08.2024 | Úrval uppskrifta

Sumarið er tilvalið til að prófa nýjar og spennandi uppskriftir í mat og drykk, sama hvernig viðrar. Á uppskriftavef Vínbúðarinnar má nálgast fjöldan allan af uppskriftum fyrir ýmis konar tækifæri. Þegar sólin lætur sjá sig er tilvalið að kíkja á grilluppskriftir eða spennandi og fersk salöt, en í rigningarveðri er notalegt að skella í haustlega pottrétti eða annan kósímat og jafnvel para með góðu víni.

Annasöm vika fyrir verslunarmannahelgi

29.07.2024 | Annasöm vika fyrir verslunarmannahelgi

Nú er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum framundan, en margir viðskiptavinir leggja leið sína til okkar fyrir verslunarmannahelgi. Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega! Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins. Yfirleitt er mest að gera á föstudeginum, en flestir koma í Vínbúðirnar á milli kl. 16 og 18. Í einstaka tilfella þarf að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.

Grill og kokteilar

27.06.2024 | Sumarlegar uppskriftir

Íslendingar eru eflaust þjóða bestir í nýta hvern sólageisla sem glittir í til að bjóða í grillveislu, skella í pottapartý eða flatmaga á pallinum með girnilegan kokteil í glasi. Þá kemur vinbudin.is sér vel, því þar má nálgast fjölda uppskrifta af girnilegum grillmat og ljúffengum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum. Tilvalið er að frysta ber eða ávexti í litlum kúlum, bitum eða sneiðum og nota sem klaka í frískandi sumardrykki. Hér eru dæmi um nokkra kokteila sem gaman er að prófa sig áfram með að blanda og skreyta svo af hjartans list, njótið vel!

Íslenski fáninn

13.06.2024 | Lokað 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur mánudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum.

Vínbúðin við Mývatn

05.06.2024 | Mývatn: Lokað vegna veðurs

Því miður verður ekki hægt að opna Vínbúðina við Mývatn vegna ófærðar í dag, miðvikudaginn 5. júní.

Ársskýrsla 2023 komin út

16.05.2024 | Ársskýrsla 2023 komin út

Árs – og samfélagsskýrsla ÁTVR er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins..

Ný búð opnar í Álfabakka

06.05.2024 | Ný búð opnar í Álfabakka

Nú höfum við opnað nýja og glæsilega Vínbúð í Álfabakka 6 (við hlið Garðheima). Lokað hefur verið í Stekkjarbakka!

Lokað á uppstigningardag

06.05.2024 | Lokað á uppstigningardag

Lokað er í öllum Vínbúðum á uppstigningardag fimmtudaginn 9 maí. Miðvikudaginn 8. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu, Skútuvogi og Álfrúnu þar sem opið er frá 10-20..

Lokað 1. maí

30.04.2024 | Lokað 1. maí

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í öllum Vínbúðum á verkalýðsdaginn, miðvikudaginn 1. maí, sem er lögboðinn frídagur á Íslandi.

Vínbúðin Stekkjarbakka flytur

30.04.2024 | Vínbúðin Stekkjarbakka flytur

Vínbúðin Stekkjarbakka verður opin til og með laugardeginum 4. maí, en þriðjudaginn 7. maí opnum við nýja og stærri Vínbúð í Álfabakka 6 (við hliðina á Garðheimum).

Sjö afhendingarstaðir auk Vínbúðanna

25.03.2024 | Sjö afhendingarstaðir auk Vínbúðanna

Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds. Einnig er hægt að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi (ef pantað er fyrir kl. 14). Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma, en einnig er auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna.

Ofnbakaður lax

05.03.2024 | Úrval uppskrifta

Á uppskriftasíðu Vínbúðanna er að finna fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir við allra hæfi. Uppskriftirnar eru frá sælkerakokkum frá hinum ýmsu veitingastöðum hér á landi og þær má til dæmis flokka eftir hráefni og hvort þær henti fyrir grænmetisætur eða þau sem eru vegan.

Innköllun á Tiny Rebel

21.02.2024 | Innköllun á Tiny Rebel

Föroya Bjór ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla bjórinn Tiny Rebel Electric Boogaloo, 330 ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.

Páskabjórinn kominn í sölu

21.02.2024 | Páskabjórinn kominn í sölu

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 30. mars.

Innköllun

20.02.2024 | Innköllun á Sóða

Ölverk hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla þorrabjórinn Sóði, bjór í 330ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. ​Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.

Vínbúðirnar fyrirmyndarstofnun!

16.02.2024 | Vínbúðin fyrirmyndarstofnun!

Niðurstaða í Stofnun ársins 2023 var kynnt í gær, fimmtudaginn 15. febrúar, og hlaut Vínbúðin titilinn fyrirmyndarstofnun ársins 2023. Titilinn hljóta fyrirtæki og stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnunin byggir á að mati starfsmanna. Í ár tóku nærri 17.000 starfsmenn þátt í könnuninni. Stærðarflokkarnir eru þrír og er Vínbúðin í flokki þeirra sem eru með 90 eða fleiri starfsmenn.

Fjórir nýir vínráðgjafar

09.02.2024 | Fjórir nýjir vínráðgjafar!

Starfsfólk í Vínbúðunum útskrifast úr Vínskóla Vínbúðanna þar sem það fær vandaða fræðslu í vínfræðum til þess að vera sem best til þess fallið að svara spurningum og aðstoða viðskiptavini. Vínráðgjafar Vínbúðanna hafa síðan enn yfirgripsmeiri þekkingu eftir að ljúka “level 3” prófi frá Wine and Spirits Education Trust (WSET), en ÁTVR hefur kennsluréttindi til að annast námskeiðahald þeirra hér á landi.

Þorrinn

24.01.2024 | Þorrinn

Árstíðabundnir bjórar hafa komið sterkari og sterkari inn undanfarin ár og hafa án vafa verið undanfari aukinna vinsælda á svokölluðu handverksöli eða handverksbjórum.

Þorrabjór 2024

15.01.2024 | Þorrabjór 2024

Nú er þorrinn á næsta leiti og sala hafin á þorrabjór í Vínbúðunum, en upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 26. janúar. Í ár er áætlað að um 25 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín.

Sala ársins 2023

08.01.2024 | Sala ársins 2023

Alls seldust um 23,7 milljón lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2023. Til samanburðar var sala ársins 2022 rúmlega 24 milljón lítrar og því um 2% minni sala nú en í fyrra..

Taktu þátt í stuttri könnun

28.12.2023 | Taktu þátt í stuttri könnun

Vínbúðin hefur í áratugi lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð með ýmsum hætti og við viljum gera sífellt betur. Nú er unnið að verkefni sem snýr að því að forgangsraða sjálfbærniviðfangsefnum okkar með þátttöku helstu hagaðila.

Gleðilega hátíð!

19.12.2023 | Gleðilega hátíð!

Á höfuðborgarsvæðinu verður opið í flestum Vínbúðum föstudaginn 22. des. frá 11-19 og á Þorláksmessu (lau) frá 11-20. Opið er lengur á Dalvegi, Álfrúnu (Hafnarfirði), Kringlu, Skeifu og Smáralind, eða til kl. 22.00 á Þorláksmessu. Vakin er athygli á því að lokað er á aðfangadag og gamlársdag þar sem Vínbúðum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum.

Þú finnur okkur á samfélagsmiðlum

17.11.2023 | Sjáumst á samfélagsmiðlum!

Þar sem það er fátt sem veitir okkur hjá Vínbúðinni jafn mikla ánægju og það að deila með öðrum þekkingu og reynslu ætlum við að nýta okkur samfélagsmiðla til að eiga öflugri og enn betri samskipti við viðskiptavini okkar.

Grindavík

11.11.2023 | Samhugur með Grindvíkingum

Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur sem þurftu að rýma bæinn vegna jarðskjálfta og eldgosahættu. Starfsfólk okkar er komið í öruggt skjól. Eins og gefur að skilja er Vínbúðin lokuð.

Skert þjónusta vegna kvennaverkfalls

23.10.2023 | Skert þjónusta vegna kvennaverkfalls

Þriðjudaginn 24. október, hafa fjölmörg samtök launafólks, kvenna og hinsegin fólks boðað til kvennaverkfalls. Konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf og taka þátt í baráttudeginum. Allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar þótt búast megi við skertri þjónustu. Ekki verður hægt að halda öllum Vínbúðum opnum, á meðfylgjandi lista sem verður uppfærður má sjá Vínbúðir sem verða lokaðar.

Jólabjórinn í sölu 2. nóvember

17.10.2023 | Jólabjórinn í sölu 2. nóvember

Sala jólabjórs og annarra jólavara hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. nóvember. Árstímabundnar vörur vekja yfirleitt lukku, ekki síst jólavörurnar, enda gaman að breyta til og smakka nýjar tegundir. Margir eru áhugasamir um þá flóru sem í boði er, en gert er ráð fyrir að um 120 jólavörur verði í sölu þetta árið.

Við skönnum skilríki

06.10.2023 | Við skönnum skilríki - til að flýta fyrir og auka öryggi

Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki. Í samstarfi við Stafrænt Ísland og ríkislögreglustjóra hefur verið þróuð lausn til að skanna rafræn ökuskírteini. Að sjálfsögðu er enn í boði að nota önnur hefðbundin skilríki eða vegabréf.

Fyrirkomulag gjaldtöku vegna gæðaeftirlits

19.09.2023 | Fyrirkomulag gjaldtöku vegna gæðaeftirlits úrskurðað ólögmætt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið úrskurðaði í dag að gjaldtaka ÁTVR vegna öflunar sýnishorna áfengis til gæðaeftirlits hefði ekki stoð í lögum. Gjaldtakan byggði á 43. gr. vöruvalsreglugerðar, nr. 1106/2015. „Vegna gæðaeftirlits er ÁTVR ávallt heimilt, á kostnað birgis, að taka sýnishorn vöru úr vörubirgðum eða kalla eftir sýnishorni frá birgi.“ Niðurstaða ráðuneytisins grundvallast á því að sérstaka heimild skorti í lögum fyrir gjaldtökunni sem reglugerðin mælir fyrir um.

Vínbúiðin í Vík timanbundin lokuð

15.09.2023 | Vínbúiðin í Vík er lokuð

Vínbúiðin í Vík er lokuð tímabundið. vegna vatnstjóns. Unnið er að viðgerð.

Verð á vörum í Vínbúðum

09.08.2023 | Verð á vörum í Vínbúðum

Verðlagning ÁTVR á vörum í Vínbúðum er ákveðin í lögum sem samþykkt eru á Alþingi, sem og í reglugerð sem fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið setur. Í lögunum kemur fram að álagning ÁTVR skal miða við áfengisprósentu, 18% álagning á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af vínanda og 12% ef hlutfall vínanda er meira en 22%.

Sala fyrir verslunarmannahelgi

08.08.2023 | Sala fyrir verslunarmannahelgi

Alls seldust 777 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum í vikunni fyrir verslunarmannahelgi sem er 2,5% meiri sala en fyrir verslunarmannahelgina árið 2022. Minni sala var á rauðvíni en árið áður en hins vegar var meiri sala á hvítvíni og freyðivíni/kampavíni. Sala í lagerbjór var meiri og sama má segja um sölu á blönduðum drykkjum á meðan sala á öðrum bjórtegundum og síder og ávaxtavínum er minni.

Fjölbreytt úrval kokteila

08.08.2023 | Fjölbreytt úrval kokteila

Á kokteilsíðu Vínbúðanna má finna úrval uppskrifta af girnilegum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum, sem henta flestum tilefnum..

Verslunarmannahelgin nálgast. Munum eftir skilríkjunum!

21.07.2023 | Verslunarmannahelgin nálgast

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Yfirleitt er mest að gera á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi, en flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á milli kl. 16 og 18. Í einstaka tilfella þarf að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.

Vínbúðin Djúpavogi

19.07.2023 | Breyttur opnunartími á Djúpavogi

Þar sem ekki hefur verið hægt að manna Vínbúðina á Djúpavogi er breyting á opnunartímanum óhjákvæmileg. Frá og með 21. júlí verður opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 16-18, en lokað á þriðjudögum og fimmtudögum. Við þökkum skilninginn!

Lokað er í Vínbúðinni í Reykjarnesbæ

06.07.2023 | Rafmagn komið á

Uppfærð frétt rafmagn er komið í að nýju í Reykjarnesbæ og Vínbúðin opin. --- Lokað er í Vínbúðinni í Reykjarnesbæ vegna rafmagnsleysis. Unnið er að viðgerð. Opnað verður um leið og rafmagn kemst á.

Vínbúðin Vík flytur

03.07.2023 | Vínbúðin Vík flutt

Vínbúðin Vík hefur nú opnað á nýjum stað í glænýju húsnæði við Sléttuveg 2A. Öll aðstaða og aðkoma er töluvert betri en á fyrri stað, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk og er flutningur Vínbúðarinnar kærkominn nú fyrir mesta álagstíma sumarsins. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja búð.

Málsmeðferð og vinnubrögð ÁTVR staðfest fyrir Héraðsdómi

26.06.2023 | Málsmeðferð og vinnubrögð ÁTVR staðfest fyrir Héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun ÁTVR um að hafna því að taka áfengan koffíndrykk til sölu í verslunum sínum. Höfnun ÁTVR byggðist á lögum, en þar kemur fram að heimilt er að hafna því að selja áfengi sem inniheldur koffein og önnur örvandi efni. Dista ehf., innflytjandi drykkjarins..

Íslenski fáninn

15.06.2023 | Lokað í Vínbúðum 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur laugardaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum.

Ársskýrsla 2022 komin út

24.05.2023 | Ársskýrsla 2022 komin út

Árs- og samfélagsskýrsla ÁTVR 2022 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Í ársskýrslunni er farið yfir helstu áherslur gagnvart hagsmunaaðilum og mælanleg markmið sem sett eru fyrir flesta þætti í rekstrinum...

Lokað annan í hvítasunnu

23.05.2023 | Lokað annan í hvítasunnu

Lokað verður í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu, mánudaginn 29. maí. Afgreiðslutími verður með hefðbundnu sniði laugardaginn 27. maí, en Vínbúðir höfuðborgarsvæðisins eru þá opnar frá 11-18.Opnunartíma allra Vínbúða má skoða hér

Innköllun á To Öl Snuble Juice

19.05.2023 | Innköllun á To Öl Snuble Juice

Viðskiptavinir athugið innköllun á bjórnum To Öl Snuble Juice Session India Pale Ale, vnr. 27510. Samkvækmt beiðni frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur bjórinn verið innkallaður þar sem hann er seldur sem glútenfrír, en er það ekki. Varan er að öðru leyti örugg þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni..

Takmörkuð virkni vegna netárása

17.05.2023 | Takmörkuð virkni vegna netárása

Í dag hafa staðið yfir umfangsmiklar álagsárásir á íslenskar vefsíður sem m.a. hefur haft áhrif á vefi Vinbúðarinnar. Unnið er að viðgerð með von um að þeir komist í lag sem fyrst.

Lokað á uppstigningardag

11.05.2023 | Lokað á uppstigningardag

Lokað er í öllum Vínbúðum á uppstigningardag fimmtudaginn 18 maí. Miðvikudaginn 17. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða*. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu, Skútuvogi og Álfrúnu þar sem opið er frá 10-20..

Sumarvörur

03.05.2023 | Sumarvörur

Árstímabundnar vörur vekja yfirleitt áhuga viðskiptavina Vínbúðanna og þeirra beðið með mikilli tilhlökkun. Nú er tímabilið fyrir sumarvörur hafið og stendur til 31. ágúst. Tæplega 80 sumarvörur eru væntanlegar í ár yfir tímabilið og spilar sumarbjórinn þar langstærsta hlutverkið, en einstaka gosblöndu og mjöð má þó finna inn á milli. Gleðilegt sumar!

Lokað í Vínbúðunum 1. maí

25.04.2023 | Lokað í Vínbúðunum 1. maí

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í öllum Vínbúðum á verkalýðsdaginn, mánudaginn 1. maí, sem er lögboðinn frídagur á Íslandi. Hægt er að kynna sér opnunartímannhér áður en lagt er af stað.

Lokað sumardaginn fyrsta

17.04.2023 | Lokað sumardaginn fyrsta

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Miðvikudaginn 19. apríl verður opnunartími eins og á föstudögum í flestum Vínbúðum. Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma hverrar Vínbúðar.

Græn skref

16.03.2023 | Grænu skrefin í öllum Vínbúðum

Vínbúðirnar hafa nú í mörg ár verið þátttakendur í Grænum skrefum í Ríkisrekstri, en í maí 2018 voru allar starfsstöðvar komnar með öll fimm skrefin. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Vínbúðirnar vinna einnig eftir virkri umhverfis- og loftlagsstefnu þar sem lögð er áhersla á að tryggja góða frammistöðu í umhverfismálum.

Páskabjórinn komin í sölu

02.03.2023 | Páskabjórinn komin í sölu

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en um um 35 tegundir verða til sölu í ár. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 8. apríl. Eins og áður er úr skemmtilegu úrvali páskabjóra að velja, en í vöruleitinni er hægt að skoða hvað er í boði á hverjum tíma og í hvaða Vínbúðum varan fæst. Sam­kvæmt yf­ir­liti frá Vín­búðunum eru 30 af þess­um bjór­um ís­lensk­ir en þrír er­lend­ir.

Vínbúðirnar fyrirmyndarstofnun 2022

17.02.2023 | Vínbúðirnar fyrirmyndarstofnun 2022

Niðurstaða í Stofnun ársins 2022 var kynnt í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, og hlutu Vínbúðirnar titilinn fyrirmyndarstofnun ársins 2022. Titilinn hljóta fyrirtæki og stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnunin byggir á að mati starfsmanna. Könnunin náði til tæplega 40.000 starfsmanna á opinberum vinnumarkaði. Stærðarflokkarnir eru þrír og er Vínbúðin í flokki þeirra sem eru með 90 eða fleiri starfsmenn.

Fleiri nýir afhendingarstaðir

27.01.2023 | Fleiri nýir afhendingarstaðir

Vínbúðirnar hafa nú samið við þrjá nýja afhendingarstaði fyrir Vefbúðina, en í desember sl. opnaði fyrsti afhendingarstaður ÁTVR í Hrísey og annar í Borgarfirði Eystri nú í janúar. Nú eru það Gunnubúð á Raufarhöfn, sem opnar í dag 31. janúar, og næstu daga opnar einnig fyrir afhendingu úr Vefbúðinni hjá Jónsabúð í Grenivík og Búðinni í Grímsey.

Krapaflóð á Patreksfirði

26.01.2023 | Lokað á Patreksfirði tímabundið

Uppfært: Búið er að opna búðina!_____
Því miður er ekki hægt að opna Vínbúðina á Patreksfirði samkvæmt hefðbundnum opnunartíma í dag vegna krapaflóðs sem féll úr Geirseyrargili. Búið er að loka umferð um svæðið þar sem flóðið féll og því kemst starfsfólk okkar ekki til vinnu. Búðin verður því lokuð þar til búið er að meta aðstæður og opna fyrir umferð um svæðið aftur.

Lokað vegna rafmagnsleysis

16.01.2023 | Lokað vegna rafmagnsleysis

Uppfært: Unnt var að opna Vínbúðina í Reykjanesbæ eftir að rafmagn kom á um kl. 17:30. Rafmagn komst seinna á í Grindavík og ekki náðist að opna þar.
---- Vínbúðirnar í Reykjanesbæ og Grindavík eru lokaðar í dag (mánudag) vegna rafmagnsleysis. Opnað verður um leið og rafmagn kemst aftur á.

Þorrabjórinn 2023

12.01.2023 | Þorrabjórinn 2023

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að bóndi skuli bjóða þorra velkominn með því meðal annars að vera berfættur, fara í aðra buxnaskálmina og hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn. Hugsanlega hefur þessi siður ekki verið langlífur, en íslendingar hafa engu að síður í gegnum tíðina fagnað þorranum með því að gera vel við sig í mat og drykk þar sem hinn alræmdi þorramatur spilar stórt hlutverk. Bjórframleiðendur hafa ekki látið sitt eftir liggja og taka þátt í hátíðarhöldunum með því að bjóða upp á árstímabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 12. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 20 janúar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2022

02.01.2023 | Sala áfengis og tóbaks árið 2022

Alls seldust rúmlega 24 milljón lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2022. Til samanburðar var sala ársins 2021 rúmlega 26 milljón lítrar. Í heildina dróst salan saman um 8,4% á milli ára. Sala dróst saman í öllum helstu söluflokkum en mismikið eftir flokkum. Sala rauðvíns dróst saman um rúmlega 16% á meðan sala hvítvíns dróst saman um 9%.

Gleðilega hátíð!

30.12.2022 | Gleðilega hátíð!

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar um opnunartíma hér á síðunni og hvetjum viðskiptavini til að fylgjast vel með tilkynningum ef raskanir verða á opnunartímum vegna veðurs eða ófærðar...

Lokað á Reyðarfirði vegna rafmagnsleysis

29.12.2022 | Lokað á Reyðarfirði vegna rafmagnsleysis

Uppfært kl. 14:15: rafmagn komið á og búðin opnar kl. 14:30.

Lokað er á Reyðarfirði vegna rafmagnsleysis í dag fimmtudaginn 29. desember, en samkvæmt upplýsingum frá Rarik mun bilunin vara allan daginn..

Ófærð við Mývatn

20.12.2022 | Ófærð við Mývatn

Því miður verður ekki unnt að opna Vínbúðina við Mývatn á tilsettum tíma vegna ófærðar í dag þriðjudaginn 20. desember. Opnað verður um leið og færi gefst.

Áfram ófærð

19.12.2022 | Áfram ófærð

Uppfært: Búið að opna í Hveragerði!
Enn er víða ófært og því miður nær starfsfólk okkar ekki á staðinn til að opna Vínbúðina í Hveragerði á tilsettum tíma í dag. Opnað verður um leið og færi gefst. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Ófærð í Hveragerði

17.12.2022 | Ófærð

Uppfært: Búið er að opna Vinbúðina í Þorlákshöfn, en Vínbúðin Hveragerði er enn lokuð. ---- Því miður verður ekki unnt að opna Vínbúðirnar í Hveragerði og Þorlákshöfn á tilsettum tíma vegna ófærðar í dag, laugardaginn 17. desember. Opnað verður um leið og færi gefst.

Ungt fólk sýni skilríki að fyrra bragði

12.12.2022 | Ungt fólk sýni skilríki að fyrra bragði

Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og því er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki. Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru hulduheimsóknir framkvæmdar af óháðum aðila í öllum stærri Vínbúðum þ.e. á höfuðborgarsvæðinu á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að jafnaði eru þrjár til fimm heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Allir aðilar sem framkvæma hulduheimsóknirnar eru á aldrinum 20 – 24 ára. Árangur þeirra fór niður á Covid árunum en er nú á uppleið og er 83% það sem af er ári, en markmið Vínbúðanna er 90%. Almennt hafa viðskiptavinir skilning á þessum mikilvæga þætti í starfseminni og sýna skilríki með ánægju þegar um það er spurt. Vínbúðirnar hvetja unga viðskiptavini til að sýna skilríki að fyrra bragði, það flýtir almennt fyrir afgreiðslu sem er mikilvægt nú þegar einn annasamasti tími ársins er framundan.

Hrísey sem nýr afhendingarstaður

08.12.2022 | Hrísey sem nýr afhendingarstaður Vefbúðar

ÁTVR hefur samið við Hríseyjarbúðina um afhendingu á vörum úr Vefbúð Vínbúðarinnar. Markmiðið er að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini í Hrísey sem geta nú nálgast allt það úrval vara sem til er í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hingað til hefur afhending vara úr Vefbúðinni einskorðast við Vínbúðirnar og vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi, en nú hefur Hríseyjarbúðinni verið bætt við í tilraunaskyni. Það er von Vínbúðanna að þessi þjónusta mælist vel fyrir.

Nú getur þú keypt gjafakort

04.11.2022 | Nú getur þú keypt gjafakort

Nú fást gjafakort í öllum Vínbúðum og hægt er að velja hvaða upphæð sem er. Einnig er hægt að kaupa kortin í Vefbúðinni, en þá með föstum upphæðum: 5.000, 10.000, 15.000 eða 20.000 kr. Kortin koma í fallegu gjafaumslagi og eru tilvalin tækifærisgjöf.

Jólabjórinn kemur 3. nóvember

26.10.2022 | Jólabjórinn kemur 3. nóvember

Sala jólabjórs og annarra jólavara hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 3. nóvember. Viðskiptavinir bíða jafnan spenntir eftir þessum árlega viðburði, enda margir áhugasamir um þá flóru sem í boði verður. Um 130 vörunúmer verða í sölu sem er nokkuð sambærilegt og í fyrra. Þar af eru um 30 nýjar tegundir sem ekki hafa verið áður í sölu.

Vínbúðin Álfrún verður opin lengur

29.09.2022 | Vínbúðin Álfrún verður opin lengur

Vínbúðin Álfrún í Hafnarfirði verður opin lengur frá og með mánudeginum 3. október. Opið verður alla virka daga frá 10-20, en áfram verður opið á laugardögum frá 11-18. Vínbúðin er þar með orðin sú fjórða sem er opin lengur, en Vínbúðirnar í Skeifu, Skútuvogi og á Dalvegi hafa einnig sama opnunartíma.

Vínbúðin Fáskrúðsfirði

26.09.2022 | Lokað vegna veðurs á Fáskrúðsfirði

Vínbúðin Fáskrúðsfirði verður því miður lokuð í dag (mánudag) vegna veðurs.

Berglind hefur hlotið titilinn dipWSET

22.09.2022 | Aukin þekking hjá Vínbúðunum

Berglind Helgadóttir, sem unnið hefur sem vínsérfræðingur hjá Vínbúðunum í mörg ár hefur nú hlotið hæstu gráðu frá einum virtasta vínskóla í heimi, Wine and Spirits Education Trust School London (WSET). Gráðan kallast WSET Level 4 Diploma in Wines and Spirits en að henni lokinni hlýtur viðkomandi nafnbótina DipWSET. Aðeins tveir íslendingar hafa hlotið þessa nafnbót og báðir vinna hjá Vínbúðunum. Einungis um 12.000 manns hafa hlotið þessa gráðu í heiminum.

Vínráðgjafar Vínbúðanna

01.09.2022 | Vínráðgjafar Vínbúðanna

Í Vínbúðunum má finna vínráðgjafa sem eru til taks til að svara spurningum og aðstoða við val á þeim vörum sem finna má í Vínbúðunum. Þeir þekkjast á svörtu svuntunum sem merktar eru WSET Vínráðgjafi.

Innköllun á hvítvíni - Sancerre

15.08.2022 | Innköllun á hvítvíni - Sancerre

Domaine Franck Millet og Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla hvítvínsflöskur af gerðinni Sancerre Domaine Franck Millet 2021 eftir að aðskotahlutur fannst vörunni. Einungis er kallað eftir flöskum með lotunúmer L4021, en það er að finna á miða aftan á flöskunni..

Lífrænt

02.08.2022 | Líffræðilegur fjölbreytileiki og jarðvegsheilbrigði í vínrækt

Rannsókn sem unnin var af Ecogain AB sem hluti af umhverfissamstarfi norrænu áfengiseinkasalanna sýnir að lífrænir og lífefldir búskaparhættir stuðla betur að líffræðilegum fjölbreytileika og jarðvegsheilbrigði en hefðbundinn búskapur.

Innköllun á Albani Mosaic IPA

28.07.2022 | Innköllun á Albani Mosaic IPA

ÁTVR og Dista ehf ehf. innkalla vöruna Albani Mosaic IPA, Alk 5,7% vol., sem er bjór í 330 ml áldós þar sem bjórdós getur bólgnað út og kann að springa. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 11/05/2023.
Varan með umræddri best fyrir dagsetningu hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum Vínbúðanna. Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta.

Verslunarmannahelgin

25.07.2022 | Verslunarmannahelgin framundan

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Opið er samkvæmt venju um verslunarmannahelgi á föstudag og laugardag en lokað sunnudag og mánudag (frídag verslunarmanna)...

Vínskóli Vínbúðanna

22.07.2022 | Vínskóli Vínbúðanna

Sem mikilvægur liður í þjónustustefnu Vínbúðanna er starfræktur metnaðarfullur Vínskóli hjá Vínbúðunum. Markmið Vínskólans er að mennta starfsfólk Vínbúðanna í þeirri breidd vöruúrvals sem er til sölu í Vínbúðunum, sem um leið eflir þjónustu til viðskiptavina. Fyrir utan styttri námskeið um ýmsar tegundir áfengis, vínræktarsvæði og berjategundir býður Vínskólinn upp á tvö stig af lengri námskeiðum sem enda með prófi.

Cyclopath Pale Ale

18.07.2022 | Innköllun á Cyclopath Pale Ale

ÁTVR og S.B. brugghús ehf. innkalla vöruna Cyclopath Pale Ale, sem er bjór í 330 ml áldós þar sem bjórdós getur bólgnað út og kann að springa.

12.07.2022 | Innköllun á Sóló sumarbjór

ÁTVR innkallar vöruna Sóló Sumarbjór, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út sé varan ekki geymd í kæli og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 22/10/2022. Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð. Framleiðandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: Og natura / Íslensk hollusta ehf, Hólshraun 5, 220 Hafnarfjörður Strikamerki: Á áldós: 5694230446667. Varan hefur verið boðin til sölu í ÁTVR Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is

Lokað 17. júní

14.06.2022 | Lokað 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur föstudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum. Fimmtudaginn 16. júní er opið í flestum Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða.

Skoða nánar upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.

Lokað annan í hvítasunu

30.05.2022 | Lokað annan í hvítasunnu

Lokað verður í Vínbúðunum annan í hvítasunnu, mánudaginn 6. júní.  Opnunartíma allra Vínbúða má skoða hér

Lokað annan í hvítasunnu

24.05.2022 | Lokað annan í hvítasunnu

Lokað verður í Vínbúðunum annan í hvítasunnu, mánudaginn 6. júní. Opnunartíma allra Vínbúða má sjá hér

Lokað á uppstigningardag

24.05.2022 | Lokað á uppstigningardag

Lokað er í öllum Vínbúðum á uppstigningardag fimmtudaginn 26 maí. Miðvikudaginn 25. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 10-20.

Ný Vínbúð á Egilsstöðum

19.05.2022 | Ný Vínbúð á Egilsstöðum

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú opnað að Miðvangi 13 á Egilsstöðum (þar sem Bónus, A4 og Lindex eru til húsa). Gamla búðin hefur verið á sama stað í 30 ár og bæjarbúar að vonum spenntir yfir flutningnum.

Sumarbjórinn 2022

11.05.2022 | Sumarbjórinn 2022

Nú er sumarbjórinn kominn í sölu í Vínbúðirnar, en sölutímabilið er frá 2. maí og lýkur mánudaginn 31. ágúst 2022. Sumarbjórar eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og margir sérstaklega framleiddir sem slíkir. Um 70 sumarvörur eru væntanlegar í ár yfir tímabilið, en í Vefbúðinni er hægt að sjá lista yfir þann sumarbjór sem í boði er á hverjum tíma og sjá hvar hann fæst. Flesta bjórana er einnig hægt að kaupa í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð.

Ársskýrsla 2021 komin út

06.05.2022 | Ársskýrsla 2021 komin út

Árs- og samfélagsskýrsla ÁTVR 2021 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Í skýrslunni er gerð grein fyrir áherslum gagnvart hagsmunaaðilum, en allar miða þær að því að fylgja þeim áherslum sem koma fram í heildarstefnunni.

Spennandi kokteilsíða

25.04.2022 | Spennandi kokteilsíða

Nú þegar sólin er farin að sýna sig er tilvalið að dusta rykið af kokteilhristaranum og koma sér í nettan kokteilgír. Á KOKTEILSÍÐU VÍNBÚÐANNA er hægt að finna úrval uppskrifta af girnilegum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum, sem henta flestum tilefnum. 

Lokað sumardaginn fyrsta

19.04.2022 | Lokað sumardaginn fyrsta

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl. Miðvikudaginn 20. apríl verður opnunartími eins og á föstudögum í flestum Vínbúðum. Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma hverrar Vínbúðar.

Páskar í Vínbúðunum

04.04.2022 | Páskar í Vínbúðunum

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju. Við minnum viðskiptavini á að vera tímanlega til að forðast álagstíma í búðunum. Best er að koma fyrri part viku og fyrripart dags.

ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms

31.03.2022 | ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms

ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum innanlands.

ÁTVR áfrýjar úrskurði héraðsdóms

22.03.2022 | ÁTVR áfrýjar úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur

ÁTVR hefur ákveðið að kæra til Landsréttar úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðnir voru upp þann 19. mars sl. í málum ÁTVR annars vegar gegn Bjórlandi ehf. og hins vegar gegn Arnari Sigurðssyni, Sante ehf. og Santewines SAS. ÁTVR telur rétt að fá álit áfrýjunardómstóls á þeim álitamálum sem frávísun málanna er reist á.

ÁTVR hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps um breytingu á áfengislögum

18.03.2022 | Vefverslun einkaaðila með áfengi leiðir af sér afnám einkaleyfis að mati ÁTVR

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á áfengislögum og telur að í því felist algjör stefnubreyting á áfengismálum á Íslandi og forsendubrest fyrir einkaleyfi ÁTVR..

Páskabjórinn 2022

09.03.2022 | Páskabjórinn 2022

Fimmtudaginn 10. mars hefst sala páskabjórs í Vínbúðunum og í Vefbúðinni. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 16.apríl..

Rússneskur vodki tekinn úr sölu

01.03.2022 | Rússneskur vodki tekinn úr sölu

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur verið kallað eftir því að taka rússneskar vörur úr sölu. Meðal annars hafa áfengiseinkasölurnar á Norðurlöndum farið þá leið að hætta sölu á rússnesku áfengi. Á Íslandi eru lagaheimildir fyrir slíkum einhliða ákvörðunum ekki til staðar og þarf því samþykki birgja fyrir slíku...

Afmælisgjöf til þín

25.02.2022 | Afmælisgjöf til þín

Í tilefni 100 ára afmælis ÁTVR verða gefnir margnota pokar í Vínbúðum næstu daga. Pokarnir verða í boði á meðan birgðir endast, en um er að ræða poka sem hægt er að brjóta saman í vasa svo það fer lítið fyrir þeim og þægilegt að hafa þá með sér.

Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

04.02.2022 | Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

ÁTVR innkallar vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu..

Aldarafmæli ÁTVR

03.02.2022 | Aldarafmæli ÁTVR

Um þessar mundir fagna Vínbúðirnar 100 afmæli. Margt hefur breyst frá því fyrirtækið var fyrst stofnað þann 3. febrúar1922 og er fyrirtækið í dag margverðlaunað þjónustufyrirtæki sem setur viðskiptavini og starfsfólk í öndvegi..

Þorrabjórinn 2022

07.01.2022 | Þorrabjórinn 2022

Nú þegar þorrinn gengur senn í garð er eins og áður boðið upp á úrval árstíðabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 13. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 21. janúar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2021

03.01.2022 | Sala áfengis og tóbaks árið 2021

Alls seldust 26.386 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2021. Til samanburðar var sala ársins 2020 26.810 þús. lítrar en í heildina dróst salan saman um 1,6% á milli ára. Sala dróst saman í flestum söluflokkum. Tveir söluflokkar skera sig úr varðandi aukningu á milli ára, freyðivín/kampavín sem jókst um 17% og blandaðir drykkir en sala í þeim flokki jókst um 22% á milli ára.

Aukið vöruúrval í Heiðrúnu

22.12.2021 | Aukið vöruúrval í Heiðrúnu

Eftirspurn eftir fágætum vörum hefur að öllu jöfnu verið mikil fyrir jól og áramót og til að mæta óskum viðskiptavina hefur 100 tegundum af léttvíni og styrktu víni nú verið bætt við vöruúrvalið í Vínbúðinni Heiðrúnu. Allt vöruval Vínbúðanna er einnig hægt að nálgast í Vefbúðinni og hægt að fá vörur sendar í þá Vínbúð sem er næst þér!

Innköllun á Tuborg í gleri

13.12.2021 | Innköllun á Tuborg í gleri

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml gleri vegna tilkynningar um fund á broti úr gleri í slíkri flösku. Atvikið er nú til ítarlegrar rannsóknar innan Ölgerðarinnar, en þar til niðurstaða liggur fyrir hefur verið ákveðið að innkalla flöskur sem eru með framleiðsludagana „18.nóvember 2021“ og „19.nóvember 2021“ og best fyrir dagsetningarnar 18.08.22 og 19.08.22

Verslum tímanlega fyrir hátíðirnar

08.12.2021 | Verslum tímanlega fyrir hátíðirnar

Nú líður senn að miklum annatíma í Vínbúðum sem öðrum verslunum og því getur verið sniðugt að vera tímanlega á ferðinni til að forðast mikið álag og raðir. Endilega kynntu þér álagsdreifinguna í Vínbúðunum, en það er mun minna að gera fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins..

Grímuskylda í Vínbúðunum

05.11.2021 | Grímuskylda í Vínbúðunum

Grímuskylda hefur nú verið sett á aftur og tekur gildi í Vínbúðunum frá og með laugardeginum 6. nóvember. Við bendum viðskiptavinum á að hægt er að kaupa margnota grímur í Vínbúðunum..

Jólabjórinn hefst í sölu 4. nóvember

12.10.2021 | Jólabjórinn í sölu 4. nóvember

Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst fimmtudaginn 4. nóvember í Vínbúðunum. Úrvalið hefur aldrei verið meira..

Heiðrún lokarí 2 daga vegna breytinga

12.10.2021 | Heiðrún lokar í 2 daga vegna breytinga

Vínbúðin Heiðrún verður tímabundið lokuð vegna breytinga mánudaginn 25. október og þriðjudaginn 26. október. Við opnum aftur eftir breytingar miðvikudaginn 27. október.

Kokteilar

08.10.2021 | Úrval kokteiluppskrifta

Á KOKTEILSÍÐU Vínbúðanna er hægt að finna úrval uppskrifta af spennandi kokteilum, bæði áfenga og óáfenga, sem henta flestum tilefnum. Hægt er að leita eftir tegundum, litum og jafnvel hvort boðið er upp á drykkinn fyrir eða eftir mat, í veislu eða til að ylja sér á vetrarkvöldum! ! Vínráðgjafar hafa sett saman frábærar leiðbeiningar fyrir

Innköllun á Budweiser Budvar

24.09.2021 | Innköllun á Budweiser Budvar

Budweiser Budvar hefur gripið til þeirra varúðarráðstafana að innkalla eftirfarandi vöru hér á landi vegna hugsanlegrar örverumengunar sem getur haft veruleg áhrif á bæði bragð og gæði bjórsins. Um er að ræða Budweiser Budvar Original Lager 0,5L í dós með framleiðslu dagsetninguna 17.6.21 og “best fyrir” 17.6.22.

Vínbúðin Heiðrún lokuð vegna breytinga á mán. og þri.

22.09.2021 | Breytingar í Heiðrúnu

Vínbúðin Heiðrún verður tímabundið lokuð vegna breytinga mánudaginn 27. september og þriðjudaginn 28. september. Við opnum aftur eftir breytingar miðvikudaginn 29. september. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda, en bendum á næstu búðir í Spöng, Mjódd og Kringlu. Einnig eru búðir með lengri opnunartíma á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 10-20. Vakin er athygli á því að meira vöruúrval er í Skútuvogi og Kringlu.

Sala á októberbjór hefst

14.09.2021 | Sala á októberbjór hefst

Þrátt fyrir að hætt hafi verið við Oktoberfest í Munchen þetta árið vegna heimsfaraldurs, þá hefst sala á októberbjór í Vínbúðum 16. september..

Endurbætur á Eiðistorgi

14.09.2021 | Opnað aftur á Eiðistorgi

Vínbúðin Eiðistorgi hefur nú verið opnuð aftur eftir gagngerar endurbætur. Búðin hefur verið stækkuð töluvert auk þess sem bjórinn er nú í kæli. Vöruval hefur einnig verið aukið talsvert og mikið lagt í að upplifun viðskiptavina verði sem best.

Innköllun á Helgu í dós

13.09.2021 | Hætt við innköllun á Helgu í dós

Uppfært: Fallið hefur verið frá innköllun á Helgu Nr.69. Gengið hefur verið úr skugga um að hnetur í snefilmagni mælast ekki í hráefnum vörunnar. Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Helgu 0,33l dós frá Borg brugghús. Þetta á við um allar framleiðslulotur af þessum vörum.

Hvert er tilefnið?

13.09.2021 | Hvert er tilefnið?

Nú er ný og glæsileg kokteilsíða komin í loftið hér á vinbudin.is. Útlit og innihald hefur verið endurbætt til muna og nú er hægt að leita að kokteilum eftir tilefni s.s. Gott í veisluna, Sumarkokteilar eða Kósí í kuldanum. Fyrir þá þemaglöðu er einnig hægt að flokka kokteilana eftir litum.

Framkvæmdir á Eiðistorgi

26.08.2021 | Framkvæmdir á Eiðistorgi

Vínbúðin Eiðistorgi verður lokuð vegna framkvæmda frá mánudeginum 6. september. Opnum aftur þriðjudaginn 14. september. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Austurstræti og Kringlunni..

Fjölnota er framtíðin

13.08.2021 | Fjölnota er framtíðin

Ný lög um burðarpoka tóku gildi í byrjun júlí og í kjölfarið voru einnota pokar sem innihalda plast teknir úr sölu á kassasvæðum búða. Vínbúðirnar ákváðu að hætta alfarið sölu einnota poka og viðskiptavinir hafa tekið vel í breytinguna. Á síðasta ári keypti fjórði hver viðskiptavinur burðarpoka, en nú hefur hlutfallið farið niður í sextánda hvern viðskiptavin. Á sama tíma tvöfaldaðist sala fjölnota poka; fór úr átta þúsund í sextán þúsund.

Sala Vínbúðanna um verslunarmannahelgina

03.08.2021 | Sala Vínbúðanna um verslunarmannahelgina

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi, sem er ein stærsta vika ársins í sölu, var 814 þúsund lítrar. Það jafngildir 3,6% aukningu frá fyrra ári, en þá seldust 786 þúsund lítrar. Aldrei áður hefur selst jafn mikið magn á einni viku í Vínbúðunum. Í síðustu viku komu 141 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er um 0,3% fjölgun frá sambærilegri viku á fyrra ári.

Verslum tímanlega

23.07.2021 | Verslum tímanlega

Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni, en vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust 786 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og tæplega 141 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 0,5% meiri en í júlí á síðasta ári.

Skelfisk-uppskriftir á vinbudin.is

21.06.2021 | Skelfisk-uppskriftir á vinbudin.is

Á uppskriftasíðu Vínbúðanna er að finna fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir og nú sex glænýjar uppskriftir af skelfiskréttum frá VON mathúsi.

Vínsérfræðingar Vínbúðanna gefa ráð um vínval með hverjum rétti, en þegar velja á hvítvín með skelfisk eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga.

Áríðandi innköllun á Benchwarmers Citra Smash

09.06.2021 | Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

ÁTVR innkallar vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningum: 19.12.21 og 22.12.2021. Strikamerki: Á áldós: 735009942004. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 7350099424960..

ÁTVR tilkynnir um meint brot

09.06.2021 | ÁTVR tilkynnir um meint brot

Í gær tilkynnti ÁTVR sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanninum á Vesturlandi um meint brot Bjórlands ehf., Brugghúss Steðja ehf. og Sante ehf. á skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út. Brotin felast í smásölu áfengis í vefverslunum í trássi við gildandi lög...

Segjum bless við einnota

07.06.2021 | Segjum bless við einnota

Frá 1. júlí 2021 fást engir einnota pokar í Vínbúðunum. Í júlí taka í gildi nýjar reglur stjórnvalda þar sem sala á einnota pokum er bönnuð við afgreiðslukassa. Samkvæmt reglugerðinni falla allir einnota pokar undir þessa skilgreiningu, einnig lífbrjótanlegir pokar...

Áríðandi innköllun á bjór

04.06.2021 | Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

ÁTVR innkallar vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 18.08.21. Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.

Vínbúð við Mývatn

02.06.2021 | Ný Vínbúð við Mývatn

Ný og glæsileg Vínbúð við Mývatn hefur opnað að Hraunvegi 8. Opnunartími Vínbúðarinnar er mánudaga- fimmtudaga 16-18, föstudaga 13-18 og lokað er á laugardögum. Verið velkomin!

Grillaður humar

26.05.2021 | Sumarlegar uppskriftir

Sumarið á Íslandi er óáreiðanlegt og sólin stoppar oft ekki lengi við í einu. Íslendingar eru því sérfræðingar í að nýta sérhvern sólardag til að lyfta sér upp og njóta sólargeislanna í botn, skella einhverju girnilegu á grillið og slá upp garð- eða sólpallaveislum með litlum fyrirvara. Þá er tilvalið að prófa nýjar uppskriftir af grillréttum af ýmsu tagi, léttum smáréttum eða sumarlegum salötum.

Vefbúð ÁTVR

25.05.2021 | Vefbúð ÁTVR

Að gefnu tilefni vill ÁTVR taka fram að ekki á að vera hægt að panta í vefverslun Vínbúðarinnar ef viðkomandi hefur ekki náð áfengiskaupaaldri. Vegna galla í forritun tókst einstaklingi að komast fram hjá öryggiskerfinu og panta vöru í vefbúðinni eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. ÁTVR biðst afsökunar á mistökunum.

Ekki var búið að afhenda vöruna en við afhendingu vöru hjá ÁTVR er gerð krafa um að viðkomandi sýni skilríki og hafi náð 20 ára aldri. Eftir ítarlega skoðun kom í ljós að þetta var eina skiptið sem kerfið virkaði ekki rétt. Bætt verður úr gallanum hið snarasta og þakkar ÁTVR ábendinguna. Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga að viðkomandi einstaklingur fékk áfengið ekki afhent.

Fréttatilkynning frá ÁTVR

17.05.2021 | Fréttatilkynning frá ÁTVR

Að undanförnu hafa sprottið upp vefverslanir sem selja áfengi í smásölu hér á landi, beint til neytenda. Starfseminni er beint gegn lögbundnum einkarétti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, sem hefur verið ein grunnstoða íslenskrar áfengisstefnu..

Árs- og samfélagsskýrsla 2020

14.05.2021 | Árs- og samfélagsskýrsla 2020

Ársskýrsla ÁTVR 2020 er komin út, nú í sjötta sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi...

Lokað  í Vínbúðum á uppstigningardag

10.05.2021 | Lokað í Vínbúðum á uppstigningardag

Lokað er í öllum Vínbúðum á uppstigningardag fimmtudaginn 13 maí. Miðvikudaginn 12. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 10-20.

Lokað laugardaginn 1. maí

26.04.2021 | Lokað 1. maí

Laugardagurinn 1. maí er lögboðinn frídagur á Íslandi og þann dag eru Vínbúðirnar lokaðar. Við bendum viðskiptavinum á að kynna sér opnunartímann áður en lagt er af stað og einnig er vert að kynna sér hvernig álag dreifist á búðirnar. Almennt er minna að gera fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.

Sumarvörur 2021

13.04.2021 | Sumar vörur eru sumarvörur

Mánudaginn 3. maí hefst sumartímabil í Vínbúðunum. Undanfarið hefur verið aukinn áhugi á árstímabundnum vörum, en tímabilin eru þorri, páskar, sumar, október og jól. Í ár lítur út fyrir metþátttöku á vörum fyrir sumartímabilið, en gert er ráð fyrir um 70 vörum. Sumarbjórinn spilar langstærsta hlutverkið, en mjöður og gosblöndur læðast einnig með. Tegundir í tímabilinu eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og oftast sérstaklega framleiddar einungis um sumarið. Sölutímabilið hefst 3. maí og lýkur 31. ágúst.

Lokað sumardaginn fyrsta

12.04.2021 | Lokað sumardaginn fyrsta

Við minnum viðskiptavini á að lokað er í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Miðvikudaginn 21. apríl verður opnunartími eins og á föstudögum í flestum Vínbúðum. Hér er hægt er að kynna sér nánar opnunartíma hverrar Vínbúðar.

Verum tímanlega fyrir páskana

23.03.2021 | Verum tímanlega fyrir páskana

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju. Við ítrekum og minnum viðskiptavini á að vera tímanlega til að forðast álagstíma í búðunum. Best er að koma fyrri part viku og fyrripart dags.

Vínbúðin lokar í Borgartúni

12.02.2021 | Vínbúðin í Borgartúni lokar

Vínbúðinni í Borgartúni verður lokað frá og með mánudeginum 22. febrúar og rekstri hætt í núverandi húsnæði. ÁTVR auglýsti eftir húsnæði á svæðinu seinni hluta árs 2020 og buðu, meðal annarra, núverandi leigusalar húsnæðið áfram til leigu. Hins vegar náðust ekki samningar og sú ákvörðun því tekin nú að loka Vínbúðinni. ÁTVR harmar þessa niðurstöðu en því miður eru ekki aðrir valkostir að svo stöddu..

Ánægðir viðskiptavinir

29.01.2021 | Ánægðir viðskiptavinir

Stefna Vínbúðanna er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins. Það markmið náðst í dag þegar tilkynnt var um niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar. Vínbúðin var í fjórða sæti af þeim 37 fyrirtækjum sem mæld voru. Þegar litið er til smásölumarkaðarins er Vínbúðin í öðru sæti af 18 fyrirtækjum á þeim markaði..

Vínbúðin Grundarfirði

28.01.2021 | Grundarfjörður fær andlitslyftingu

Vínbúðin Grundarfirði hefur nú fengið andlitslyftingu þar sem skipt var um innréttingar og hillupláss aukið ásamt því að allar merkingar voru endurnýjaðar. Verið velkomin í enn betri Vínbúð!

Endurbætur á Ólafsvík

20.01.2021 | Endurbætur á Ólafsvík

Vínbúðin Ólafsvík hefur nú verið opnuð aftur eftir endurbætur. Skipt var um innréttingar og gólfefni ásamt því að frískað var upp á allar merkingar og er ásýnd búðarinnar öll bjartari og léttari. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í enn betri Vínbúð!

Þorrabjórinn 2021 í sölu 14. jan

12.01.2021 | Þorrabjórinn 2021

Árstíðabundnir bjórar hafa verið vinsælir undanfarin ár og nú þegar þorrinn gengur senn í garð er eins og áður boðið upp á úrval sérgerðra bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 14. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 22. janúar.

Fylgstu með á mínum síðum!

04.01.2021 | Fylgstu með á mínum síðum!

Nú geta viðskiptavinir nálgast MÍNAR SÍÐUR hér á vinbudin.is, en innskráning er með rafrænum skilríkjum hér efst á síðunni. Á mínum síðum er hægt að nálgast pantanasögu netpantana, sjá stöður þinna pantana, setja uppáhaldsvörurnar á topplista, gefa þeim þínar persónulegu einkunnir..

Áramót

28.12.2020 | Opnun fram yfir áramót

Hefðbundin opnun er mánudag og þriðjudag 28. og 29. des, en opið frá 10-20 miðvikudaginn 30. des. Á gamlársdag er opið frá 9-14.

Hátíðaropnun 2020

18.12.2020 | Hátíðaropnun 2020

Á höfuðborgarsvæðinu verður opið þriðjudaginn 22.des. frá 10-20, á Þorláksmessu frá 10-22 og á aðfangadag frá 9-13. Hefðbundin opnun verður mánudag og þriðjudag 28. og 29. des, en opið frá 10-20 miðvikudaginn 30. des. Á gamlársdag verður opið frá 9-14..

Ný Vínbúð á Blönduósi

27.11.2020 | Ný Vínbúð á Blönduósi

Vínbúðin á Blönduósi er nú flutt í nýtt og betra húsnæði að Húnabraut 4. Vínbúðin er nú í töluvert stærra og bjartara húsnæði með góðu aðgengi. Til að þjónusta viðskiptavini enn betur höfum við einnig aukið vöruvalið. Verið velkomin í nýja og glæsilega búð!

Gjöf

24.11.2020 | Í gjafahugleiðingum?

Ertu í gjafahugleiðingum? Þá eru hér hagnýtar upplýsingar fyrir þig um hvað gott er að hafa í huga þegar valið er léttvín til gjafa. Í Vefbúðinni hér á vinbudin.is er öflug leitarvél sem nýtist vel til að skoða úrvalið og fá hugmyndir að tegundum sem hægt er að gefa. Fyrst má nefna að í Vínbúðunum eru til sölu sérstakar gjafapakkningar og má sjá úrvalið af þeim HÉR.

Fjöldi viðskiptavina í Vínbúðum.

03.11.2020 | Fjöldi viðskiptavina í Vínbúðum

Áfengi er samkvæmt lögum skilgreint sem matvæli og því gilda tilmæli um matvælaverslanir um Vínbúðirnar. Eftir síðustu reglugerðarbreytingu hafa stærstu Vínbúðirnar að jafnaði ekki hleypt inn fleiri en 35 viðskiptavinum og þær minni færri, allt eftir stærð Vínbúða..

Tímabundin lokun í Hveragerði

28.10.2020 | Tímabundin lokun í Hveragerði

Vegna óhapps í verslunarmiðstöðinni í Hveragerði þurfti að loka Vínbúðinni skyndilega tímabundið. Verið er að reykræsta húsið og opnað verður um leið og hægt er.

Vínráðgjafar á netspjallinu

27.10.2020 | Vínráðgjafar á netspjallinu

Nú höfum við aukið ennfrekar við þjónustu vínráðgjafa í netspjallinu. Það er því um að gera að stytta tímann í búðinni og nýta sér netspjallið til að fá góð ráð.

Til að nálgast spjallið smellir þú á hnappinn neðst til hægri á síðunni.

Búið að opna í Skútuvogi

19.10.2020 | Búið að opna í Skútuvogi

- Fréttin hefur verið uppfærð-
Í gær kom upp staðfest Covid-19 smit innan starfsmannahóps okkar í Vínbúðinni Skútuvogi. Í kjölfarið var viðbragðsáætlun virkjuð og Vínbúðin þrifin og sótthreinsuð og hefur nú verið opnuð á ný. Starfsfólk frá öðrum Vínbúðum og hluti starfsmannahópsins úr Skútuvogi mun standa vaktina næstu daga.Við þökkum viðskiptavinum skilninginn.

Hjálpumst að – notum grímur!

12.10.2020 | Hjálpumst að – notum grímur!

Við hvetjum viðskiptavini til að vera með grímur þegar verslað er og virða fjarlægðarmörk eins og hægt er. Einnig höfum við bent á að hægt er að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum, en minna er að gera fyrri hluta dagsins og fyrri hluta vikunnar. Að sama skapi getum við fækkað mögulegum smitleiðum með því að nýta snertilausar greiðslur í stað þess að greiða með peningum og reyna eftir besta megni að handleika ekki vörur að óþörfu. Einnig er kostur ef hægt er að stytta tímann í búðinni með því að vera vel undirbúin. Á vinbudin.is er með auðveldum hætti hægt að sjá vöruval hverrar Vínbúðar og birgðastöðu hverrar vöru.

Allt vöruúrvalið í Heiðrúnu

08.10.2020 | Allt vöruúrvalið í Heiðrúnu

Nú höfum við stækkað Vínbúðina Heiðrúnu, en þar getur þú nálgast allt það vöruúrval sem Vínbúðirnar hafa að bjóða. Úrval af bjór hefur aukist töluvert í búðinni, en kominn er sérstakur kælir fyrir svokallaðan sérbjór. Vínbúðin í Skútuvogi hefur einnig verið með mikið úrval af bjór en vegna umsvifa komast ekki allar tegundirnar fyrir þar eins og er. Á vinbudin.is er einnig hægt að nálgast allt vöruúrvalið en þar er hægt að panta og fá sent gjaldfrjálst í næstu Vínbúð.

Væntanlegar vörur

21.09.2020 | Væntanlegar vörur

Viðskiptavinir bíða sumir spenntir eftir nýjungum í vörusafninu okkar, en nú er hægt að sjá væntanlegar vörur í Vefbúðinni. Vörurnar birtast með fyrirhugaðri upphafsdagsetningu sölu í bland við aðrar vörur, en einnig er hægt að afmarka þær í leit. 

Pakkningastærðir

09.09.2020 | Viltu kaupa heilan kassa?

Í Vefbúðinni er nú hægt að sjá í hvaða einingum hægt er að kaupa hverja vöru. Þannig er auðveldara að átta sig á hagkvæmustu pakkningastærðum t.d. þegar verslað er í Vefbúðinni...

24.08.2020 | Gott úrval í Vefbúðinni

Í Vefbúðinni geta viðskiptavinir nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. Hægt er að fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu, en einnig er hægt að fá margar vörur afhentar samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. Sendingartími í Vínbúðir er um 1-3 dagar á höfuðborgarsvæðinu, en allt að 7 dagar í aðrar Vínbúðir. Við látum þig vita þegar varan er komin i búðina.

Malbikunarframkvæmdir

17.08.2020 | Malbikunarframkvæmdir

Aðgengi að Vínbúðinni Heiðrúnu gæti verið erfitt í dag vegna malbikunarframkvæmda á Stuðlahálsi og Lynghálsi. Besta aðkoman er frá Tunguhálsi og Lynghálsi.

Uppskriftasíða

17.08.2020 | Úrval uppskrifta

Á uppskriftasíðunni hér á vinbudin.is er að finna úrval girnilegra uppskrifta sem hægt er að nýta sér við flest tækifæri. Uppskriftirnar eru allar settar upp af sælkerakokkum frá hinum ýmsu veitingastöðum hér á landi...

Salan um verslunarmannahelgina

05.08.2020 | Salan um verslunarmannahelgina

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi er alla jafna með stærstu vikum ársins. Lítil breyting var á því þetta árið, en salan nú var um 1,4% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 784 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 795 þúsund lítrar. Alls komu 127.500 viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni, sem eru 0,4% færri viðskiptavinir en í sambærilegri viku í fyrra. Salan dreifðist þó með öðrum hætti en í fyrra en talsvert dró úr sölu frá miðvikudegi til föstudags.

Verslum tímanlega!

23.07.2020 | Verslum tímanlega!

Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni, en vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust tæplega 798 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og 142 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 19% meiri en í júlí á síðasta ári. Að jafnaði hefur sala undanfarnar vikur verið um 600 þúsund lítrar sem gerir hann að einum stærsta sölumánuði Vínbúðan

Vínbúðin Þórshöfn

18.06.2020 | Betri búð á Þórshöfn

Vínbúðin Þórshöfn er nú flutt í nýtt og betra húsnæði að Langanesvegi 2. Vínbúðin flutti sig um set þriðjudaginn 16. júní í töluvert stærra og bjartara húsnæði með góðu aðgengi. Til að þjónusta viðskiptavini enn betur höfum við einnig aukið vöruvalið.

Lokað í Vínbúðum 17. júní

12.06.2020 | Lokað í Vínbúðum 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum. Þriðjudaginn 16. júní er opið í flestum Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða.

Skoða nánar upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.

Ársskýrsla 2019 komin út

29.05.2020 | Ársskýrsla 2019 komin út

Ársskýrsla ÁTVR 2019 er komin út, nú í fimmta sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks.

Ný Vínbúð í Mosfellsbæ

27.05.2020 | Ný Vínbúð í Mosfellsbæ

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð í Mosfellsbæ. Vínbúðin er staðsett í sama húsnæði og áður, en nú í stærra og bjartara rými. Vöruval hefur verið aukið og starfsmannaaðstaða bætt til muna.

Stefna ÁTVR á vegg Vínbúðar

26.05.2020 | Lokað í Vínbúðunum annan í hvítasunnu

Lokað verður í Vínbúðunum annan í hvítasunnu, mánudaginn 1. júní. Opnunartími verður með hefðbundnu sniði laugardaginn 30. maí...

Lokað á uppstigningardag

19.05.2020 | Lokað á uppstigningardag

Lokað er í öllum Vínbúðum á Uppstigningardag fimmtudaginn 21. maí. Miðvikudaginn 20. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 9-20.

Sumarbjórinn kominn í sölu

02.05.2020 | Sumarbjórinn kominn í sölu

Nú er sumarbjórinn kominn í sölu í Vínbúðirnar, en sölutímabilið er frá 2. maí og lýkur mánudaginn 31. ágúst 2020. Sumarbjórar eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og margir sérstaklega framleiddir sem slíkir.

Lokað 1. maí í öllum Vínbúðum

27.04.2020 | Lokað 1. maí í öllum Vínbúðum

Vínbúðirnar eru lokaðar á Verkalýðsdaginn, föstudaginn 1.maí. Opnunartími á fimmtudag er lengur en venjulega í flestum Vínbúðum, eða eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er því opið til kl. 19 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.

Páskasalan 2020

14.04.2020 | Páskasalan 2020

Salan í páskavikunni það er frá 6. apríl – 11. apríl var 621.957 lítrar í ár en sambærilega daga í fyrra var salan 526.239 lítrar sem þýðir að aukningin er 18% á milli ára. Á sama tímabili voru 4% fleiri viðskiptavinir í ár eða 98.807 samanborið við 95.158 í fyrra..

Páskaopnun 2020

31.03.2020 | Verslum tímanlega fyrir páskana

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju. Við ítrekum og minnum viðskiptavini á að vera tímanlega til að forðast álagstíma í búðunum. Best er að koma fyrri part viku og fyrripart dags..

Opið samkvæmt venju

23.03.2020 | Opið samkvæmt venju

Allar Vínbúðir eru opnar samkvæmt venju, en við bendum viðskiptavinum á að forðast annatíma eins og hægt er og nota skynsemina í samskiptum við starfsfólk og aðra viðskiptavini. Við bendum á nokkur góð ráð til að forðast mögulegar smitleiðir..

Verslum fyrri hluta vikunnar

12.03.2020 | Verslum fyrri hluta vikunnar

Að jafnaði koma flestir viðskiptavinir í Vínbúðirnar seinnihluta dags á föstudögum og laugardögum. Viðskiptavinir Vínbúðanna eru beðnir um að hafa þetta í huga og hvattir til að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum ef þeir hafa tök á, þ.e. fyrri hluta dags og fyrri hluta vikunnar.

Páskabjórinn 2020

11.03.2020 | Páskabjórinn 2020

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 11.apríl.

Allar Vínbúðir opnar í dag

09.03.2020 | Allar Vínbúðir opnar í dag

Verkfalli hefur verið aflýst þar sem samningar hafa náðst. Allar Vínbúðir verða því opnar samkvæmt venju í dag.

Möguleg lokun vegna fyrirhugaðs verkfalls

03.03.2020 | Möguleg lokun vegna fyrirhugaðs verkfalls

Vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða BSRB biðjum við viðskiptavini okkar að hafa í huga að komið gæti til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Einnig hafa verið boðaðar lokanir þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars, ef...

Aukið vöruúrval í Vefbúðinni

24.02.2020 | Aukið vöruúrval í Vefbúðinni

Nú hefur vöruúrvalið verið aukið til muna í Vefbúðinni, en viðskiptavinir ættu nú að geta nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. . Hægt er að panta hér á vefnum og fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu.

Raskanir á opnunartíma vegna veðurs

13.02.2020 | Raskanir á opnunartíma vegna veðurs

Uppfært kl 15.00 (14. febrúar): Allar Vínbúðir hafa nú opnað og verða opnar skv. venju í dag. Vínbúðin Þórshöfn lokar þó kl. 16:30 vegna veðurs.

Þorrabjórinn 2020

07.01.2020 | Þorrabjórinn 2020

Sala á þorrabjór hefst fimmtudaginn 23. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar. Í ár er áætlað að 15 tegundir af þorrabjór verði í boði, en þegar sala hefst verður hægt að skoða nánar hér á vinbudin.is í hvaða Vínbúð hver tegund fæst og einnig er hægt að kaupa þá beint í Vefbúðinni. Sölutímabili þorrabjórs lýkur 22.febrúar.

Sala ársins 2019

02.01.2020 | Sala ársins 2019

Sala áfengis árið 2019 var tæplega 22,7 milljón lítrar sem er 3,1% meiri sala í lítrum talið en árið 2018. Viðskiptavinum fjölgaði einnig um 2,4% ..

Hátíðaropnun Vínbúða 2019-2020

23.12.2019 | Hátíðaropnun Vínbúða

Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.

..

Síðasti dagur pantana

17.12.2019 | Síðasti dagur pantana

Við bendum á að miðvikudagurinn 18. desember er síðasti dagur til að panta úr Vefbúðinni fyrir þá á landsbyggðinni sem vilja vera nokkuð öruggir um að fá pantanir afhentar fyrir jólin. Ekki er þó hægt að tryggja að vörur skili sér í tæka tíð á alla staði.

Veður gengið niður á flestum stöðum

13.12.2019 | Allar Vínbúðir opnar

Mikið hefur gengið á í veðrinu síðustu daga sem hefur haft áhrif á opnunartíma Vínbúða um allt land. Í dag ættu allar Vínbúðir að vera opnar. Við þökkum viðskiptavinum skilning og þolinmæði.

Enn raskanir á opnunartíma

11.12.2019 | Enn raskanir á opnunartíma

Uppfært miðvikudag: Búið er að opna á Akureyri og Egilsstöðum. Enn eru þó einhverjar raskanir áfram á opnunartíma Vínbúða víða um landið í dag. Reynt verður að opna allar búðir um leið og veður leyfir. Allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar í dag.

Lokun vegna veðurs

10.12.2019 | Lokun vegna veðurs

Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu loka vegna veðurs kl 17:00 þriðjudaginn 10. desember. Vínbúðin Akureyri er einnig lokuð og töluvert er um lokanir eða raskanir á opnunartímum víða um land.

Röskun vegna veðurs

09.12.2019 | Röskun vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár getur orðið röskun á opnunartíma Vínbúðanna þriðjudaginn 10. desember.

Tveir góðir bætast í hópinn

27.11.2019 | Tveir góðir bætast í hópinn

Nú hafa tveir nýir fjölnota pokar bæst við í úrval poka hjá Vínbúðunum. Með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði hvetjum við viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka.

Ný Vínbúð á Akranesi

13.11.2019 | Jólabjór og ný Vínbúð á Akranesi

Sala á jólabjór hefst í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, en hægt er að segja að beðið hafi verið eftir bjórnum með mikilli eftirvæntingu. Töluverð aukning er á úrvali miðað við í fyrra, en áætlað er að um 80-90 tegundir af jólavöru verði í sölu þetta árið.

Endurbætur á Hvammstanga

29.10.2019 | Endurbætur á Hvammstanga

Töluverðar breytingar hafa nú verið gerðar á Vínbúðinni Hvammstanga. Búðarrýmið var stækkað umtalsvert auk þess sem vöruvalið var nánast tvöfaldað.

Jólabjór

25.10.2019 | Jólabjór í sölu 14. nóvember

Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst fimmtudaginn 14. nóvember í Vínbúðunum. Áætlað er að í sölu verði um og yfir 80-90 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, glögg og fleira.

Rafmagnslaust

24.10.2019 | Rafmagnslaust í Vínbúðinni Akranesi

Rafmagnslaust er í Vínbúðinni Akranesi í dag vegna bilunar í spenni. Við biðjum viðskiptavini velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Vínbúðin Patreksfirði

08.10.2019 | Endurbætur á Patreksfirði

Vínbúðin Patreksfirði hefur nú fengið upplyftingu, en búðin var stækkuð töluvert auk þess sem innréttingar voru endurnýjaðar. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í enn betri Vínbúð.

Truflun í vefbúð í kvöld

17.09.2019 | Truflun í vefbúð í kvöld

Vegna uppfærslu á vefnum verður ekki hægt að versla í Vefbúðinni á milli kl. 22 og 23 í kvöld. Við biðjumst velvirðingar á trufluninni.
Í Vefbúðinni er mikið úrval vörutegunda í boði, en hægt er að velja á milli þess að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi eða fá sent í hvaða Vínbúð sem er – án endurgjalds.

Losum framtíðina við plastið

09.09.2019 | Losum framtíðina við plastið

Vínbúðirnar hafa nú í nokkur ár hvatt viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði. Árið 2018 keyptu um 29% viðskiptavina plastpoka, en sala á plastpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum. Á næstu mánuðum munu Vínbúðirnar hætta með hefðbundna plastpoka og bjóða frekar niðurbrjótanlega poka ásamt fjölnota pokunum.

Vínbúðin Selfossi flutt

05.09.2019 | Vínbúðin Selfossi flutt

Vínbúðin Selfossi er nú flutt í nýtt húsnæði að Larsenstræti 3. Búðin er öll stærri og bjartari, en rými í kæli er mun meira en áður. Aðkoma að búðinni er mjög góð og næg bílastæði. Starfsmannaaðstaða er mun betri nú en áður og vonandi fer vel um bæði viðskiptavini og starfsfólk á nýja staðnum.

Þemadagar - Lamb og vín

02.09.2019 | Þemadagar í Vínbúðum

Í september og október verða þemadagar í Vínbúðunum þar sem áhersla verður lögð á lamb og vín. Vín sem henta með lambakjöti eru merkt sérstaklega í Vefbúðinni með tákni sem gefur til kynna að vínið passi einstaklega vel. Á hverjum og einum tíma eru vel yfir fimmhundruð vín merkt með þessu tákni, þannig að úr nógu er að velja. Tillögurnar miðast í raun við að vínin hafi kraft til að hægt sé að njóta með lambasteik

Verslunarmannahelgin

31.07.2019 | Verslunarmannahelgin

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í Vínbúðunum er opið samkvæmt venju um verslunarmannahelgina á föstudegi og laugardegi en lokað sunnudag og mánudag (frídag verslunarmanna).

Kolefnisjöfnun hjá ÁTVR

12.07.2019 | Kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð

ÁTVR hefur sett sér umhverfisstefnu en grundvöllur hennar er virðing fyrir umhverfinu, að fara vel með verðmæti og að nota auðlindir af ábyrgð. Stöðugt er unnið að úrbótum til þess að uppfylla kröfur á sviði umhverfismála. Kolefnisjöfnun er því mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni hjá ÁTVR..

Endurbætt Vínbúð í Reykjanesbæ

27.06.2019 | Endurbætt Vínbúð í Reykjanesbæ

Töluverðar breytingar hafa nú verið gerðar á Vínbúðinni Reykjanesbæ og hefur búðin öll fengið andlitslyftingu. Búðarrýmið var stækkað auk kælis og allar innréttingar endurnýjaðar. Einnig var starfsmannaaðstaðan bætt verulega.

Vöruval búðarinnar hefur verið aukið töluvert og er nú um 25% meira vöruval

Lokað 17. júní

13.06.2019 | Lokað í Vínbúðum 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur mánudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum.

Hjólað af krafti hjá ÁTVR

03.06.2019 | Hjólað af krafti hjá ÁTVR

Hjólað í vinnuna er skemmtileg keppni sem eflir liðsheild og hvetur starfsfólk til hreyfingar. Nú hafa verið afhent verðlaun í keppninni og hafnaði Vínbúðin þar í 2. sæti. Vínbúðin Heiðrún fékk einnig æðstu viðurkenningu í Hjólavottun vinnustaða., platínum vottun...

Lokað á uppstigningardag

29.05.2019 | Lokað á uppstigningardag

Lokað er fimmtudaginn 30. maí, en miðvikudaginn 29. maí verða allar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður  því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 9-20.

Vínbúðin Reykjanesbæ

08.05.2019 | Framkvæmdir í Reykjanesbæ

Þessa dagana er unnið hörðum höndum við endurbætur á Vínbúðinni Reykjanesbæ. Búðin verður öll endurskipulögð og sett í nýjan búning auk þess sem vöruval verður aukið töluvert. Áætlað er að verklok verði í byrjun júní, en til að raska þjónustu sem allra minnst verður búðin opin að mestu leyti á meðan framkvæmdum stendur. Þó verður lokað mánudagana 20. maí og 27. maí.

Lokað 1.maí

30.04.2019 | Lokað 1.maí

Lokað verður í öllum Vínbúðum á frídegi verkamanna, miðvikudaginn 1. maí.

Opið verður lengur í Vínbúðum þriðjudaginn 30.apríl, eða eins og um föstudag sé að ræða.

Lokað sumardaginn fyrsta

23.04.2019 | Lokað sumardaginn fyrsta

Lokað verður í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl. Miðvikudaginn 24. apríl verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Einnig verður lokað í Vínbúðum miðvikudaginn 1.maí, en opið lengur 30.apríl eins og á föstudegi.

Páskaopnun 2019

17.04.2019 | Páskaopnun 2019

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum skv. venju. Einnig verður lokað sumardaginn fyrsta 25.apríl...

Ársskýrsla ÁTVR 2018

12.04.2019 | Ársskýrsla ÁTVR 2018

Ársskýrsla ÁTVR 2018 er komin út, nú í fjórða sinn á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks.

Páskabjórinn 2019

15.03.2019 | Páskabjórinn 2019

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en um um 14 tegundir verða til sölu í ár. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 20.apríl.

Vínbúðin Skeifunni

14.03.2019 | Höfum opnað aftur í Skeifunni

Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar breytingar. Kælir hefur verið stækkaður til muna og búðarrýmið allt verið endurgert. Einnig voru gerðar töluverðar breytingar á aðstöðu fyrir starfsfólk sem og lagerrými stækkað verulega.

1. mars

01.03.2019 | 1. mars

1. mars voru 30 ár síðan bjórinn var leyfður aftur á Íslandi eftir 74 ára bann. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá , en árið 1989 voru t.a.m. 7 bjórtegundir í sölu en þær eru nú orðnar um 590.

ÁTVR gerir samning við Votlendissjóð

27.02.2019 | ÁTVR gerir samning við Votlendissjóð

Ákveðið hefur verið að kolefnisjafna allt millilanda- og innanlandsflug starfsfólks ÁTVR fyrir árið 2018 og hefur samningur verið gerður við Votlendissjóðinn.

Við brosum hringinn

25.01.2019 | Við brosum hringinn

Vínbúðin er með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag. Í flokki smásölufyrirtækja auk Vínbúðanna eru byggingafyrirtækin BYKO og Húsasmiðjan, matvöruverslanirnar Krónan, Nettó, Bónus og Costco og Pósturinn sem var mældur nú í fyrsta skipti.

ÁTVR hlýtur jafnlaunavottun

22.01.2019 | ÁTVR hlýtur jafnlaunavottun

ÁTVR hlaut í nóvember síðastliðnum formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2018-2021. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá ÁTVR, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Þorrabjór 2019

17.01.2019 | Þorrabjórinn 2019

Sala á þorrabjór hefst fimmtudaginn 24. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 25. janúar. Í ár er áætlað að 14 tegundir af þorrabjór verði í boði, en þegar sala hefst verður hægt að skoða nánar hér á vinbudin.is í hvaða Vínbúð hver tegund fæst og einnig er hægt að kaupa þá beint í Vefbúðinni. Sölutímabili þorrabjórs lýkur 23.febrúar.

Dalvegur opnar eftir breytingar

11.01.2019 | Dalvegur opnar eftir breytingar

Vínbúðin Dalvegi hefur nú opnað aftur eftir breytingar, en nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Kælir hefur verið stækkaður og sér kælir afmarkaður fyrir sérbjór, síder og gosblöndur. Hillupláss var aukið nokkuð, lagerrými var stækkað og öll starfsmannaaðstaða hefur verið bætt til muna.

Framkvæmdir í Skeifunni

08.01.2019 | Framkvæmdir í Skeifunni

Vínbúðin Skeifunni verður lokuð vegna framkvæmda frá mánudeginum 14.janúar fram í mars.
Við bendum viðskiptavinum á að næsta Vínbúð með sama opnunartíma er í Skútuvogi, þar sem opið er mánudaga til föstudaga frá 10-20 og laugardaga 11-18. Einnig má benda á nálægar Vínbúðir í Kringlu og Borgartúni þar sem opið er frá 11-18 og 11-19 á föstudögum.

Sala  2018

02.01.2019 | Sala áfengis og tóbaks árið 2018 og þróun sölu undanfarin ár.

Á árinu 2018 seldust rétt tæplega 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum. Það er 0,54% aukning frá árinu 2017 og mesta magn sem selst hefur til þessa.

Gleðilega hátíð!

31.12.2018 | Gleðilega hátíð!

Á gamlársdag er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi frá 9 til 14. Lokað er 1.janúar, en opið samkvæmt venju í öllum Vínbúðum miðvikudaginn 2.janúar.

Lokað í öllum Vínbúðum á sunnudag!

27.12.2018 | Lokað á sunnudag!

Í Vínbúðunum er 30. desember að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Þar sem hann ber nú upp á sunnudag verður samkvæmt lögum lokað í öllum Vínbúðum þennan dag. Því má búast við miklum fjölda viðskiptavina laugardaginn 29.desember og einnig á gamlársdag.

Lokun á Dalvegi vegna framkvæmda

20.12.2018 | Vínbúðin Dalvegi lokuð 2.-10.janúar 2019

Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna framkvæmda frá miðvikudeginum 2.janúar og opnar aftur föstudaginn 11.janúar.

Opnunartímar - jól 2018

06.12.2018 | Opnunartímar yfir jól og áramót 2018

Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.

Loftslagsviðurkenning

03.12.2018 | ÁTVR tilnefnt til loftslagsverðlauna

ÁTVR hlaut viðurkenningu frá Reykjavíkurborg og Festu vegna loftlagsmála. Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd, Klappir Grænar lausnir, EFLA, IKEA og ÁTVR, en við val á sigurvegara er m.a. horft til mikilvægis nýsköpunar og árangurs við að draga úr eigin losun gróðurhúsalofttegunda.

Jólabjór 2018

26.10.2018 | Jólabjórinn kominn í sölu

Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hófst fimmtudaginn 15. nóvember í Vínbúðunum. Áætlað er að í sölu verði um og yfir 60 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, glögg og fleira.

Nú getur þú greitt með debetkorti í Vefbúðinni

04.10.2018 | Nú getur þú greitt með debetkorti í Vefbúðinni

Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hægt er að kaupa flestar þær vörur í Vefbúðinni, en nú er einnig hægt að greiða með debetkorti.

Bjór og matur

07.09.2018 | Bjór og matur

Hinir ólíku bjórstílar víðs vegar um heiminn eru ansi margir, en brugghús brugga bæði gamla stíla ásamt því að skapa nýstárleg tilbrigði við þekkt stef. Smekkur hvers og eins ræður þó mestu og því er um að gera að prófa sig áfram við að kynnast hinum ævintýralega heimi bjórsins..

Veislureiknivél

09.08.2018 | Veislureiknivél

Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur og þá getur veislureiknivélin komið að góðum notum. Útreikningurinn miðast við áralanga reynslu vínráðgjafa okkar, en niðurstöðurnar eru einungis til viðmiðunar. Mikilvægt er að hver og einn meti sínar aðstæður sérstaklega, en margt getur haft áhrif á það magn sem þarf að kaupa s.s. veður, tímasetning, samsetning gesta o.fl..

Verslunarmannahelgin 2018

30.07.2018 | Verslunarmannahelgin

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Hefðbundinn opnunartími er dagana fyrir helgina, en lokað er á sunnudag og mánudag..

20.07.2018 | Tafir í afgreiðslu

Í morgun varð bilun í tölvukerfi ÁTVR sem leiddi til þess að ekki var hægt að afgreiða viðskiptavini í Vínbúðum. Nú kl. 11:40 vonum við að búið sé að koma í veg fyrir bilunina og því ættu allar Vínbúðir að geta afgreitt viðskiptavini þó að í einstaka tilfellum séu enn tafir. Við biðjum viðskiptavini afsökunar á óþægindunum og þökkum þeim þolinmæðina.

Skútuvogur

25.06.2018 | Fyrir bjóráhugafólk

Áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist töluvert undanfarið og bjórtegundum hefur fjölgað í úrvali Vínbúðanna. Öðruvísi bjór flokkast sem allur annar bjór en ljós lager, sem er söluhæsti vöruflokkurinn í Vínbúðunum. Litlar bjórverksmiðjur hafa rutt sér til rúms bæði hérlendis og erlendis og hefur úrval íslenskra bjóra aukist verulega á undanförnum árum.

Hefðbundinn opnunartími í Vínbúðum

22.06.2018 | Hefðbundinn opnunartími í Vínbúðum í dag

Hefðbundin föstudagsopnun er í öllum Vínbúðum í dag, áfram Ísland!

Innköllun á Stella Artois

08.06.2018 | Innköllun á Stella Artois

Vínnes ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað 330 mL glerflöskur af Stella Artois bjór. Er þetta gert þar sem hætta er talin á að hann geti innihaldið gleragnir. Innköllunin nær til eininga sem renna út 6. desember 2018 og 7. mars 2019 og voru keyptar í Vínbúðum ÁTVR eða Fríhöfninni...

ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2018

11.05.2018 | ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2018

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 9.maí sl. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, en auk þess fengu fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.

Fyrirmyndarstofnanir hljóta þær stofnanir sem þykja skara framúr að mati starfsmanna og er ÁTVR nú í þriðja sæti á þeim lista í flokki stórra stofnana.

Saga ÁTVR komin út

09.05.2018 | Saga ÁTVR komin út

Bókin um fyrstu 90 árin í sögu ÁTVR er nú komin út og er hún er bæði gefin út á prenti og á rafrænu formi. Höfundar bókarinnar eru þau Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson. Nokkrar tafir hafa orðið á útgáfunni frá upphaflegri áætlun m.a. var ákveðið að sagan spannaði 90 ára sögu ÁTVR til ársins 2012 og einnig reyndist tímafrekt að finna rétthafa myndanna sem birtast í bókinni.

Vínbúðin Skútuvogi opnuð eftir breytingar

02.05.2018 | Vínbúðin Skútuvogi opnuð eftir breytingar

Vínbúðin Skútuvogi hefur nú opnað að nýju eftir breytingar. Búðin hefur verið stækkuð talsvert og bjórkælirinn stækkaður um helming. Sama uppröðun er á léttvínum í Skútuvogi og hefur gefist vel í nýrri Vínbúð í Garðabæ, en í stað þess að raða eftir löndum eins og í öðrum Vínbúðum er léttvínum raðað eftir bragðeiginleikum sem gerir viðskiptavinum auðvelt að finna rétta vínið.

Lokað verður í öllum Vínbúðum 1. maí

30.04.2018 | Lokað verður í öllum Vínbúðum 1. maí

Lokað verður í öllum Vínbúðum á frídegi verkamanna, þriðjudaginn 1. maí

Í augnablikinu virkar vöruleitin ekki

26.04.2018 | Ekki er hægt að nálgast vörur á vefnum. Unnið er að viðgerð.

Ekki er hægt að nálgast vörur á vefnum og vöruleitin virkar ekki. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.

Ársskýrsla ÁTVR 2017 er komin út.

20.04.2018 | Ársskýrsla ÁTVR 2017

Ársskýrsla ÁTVR er komin út. Ársskýrslan er eingöngu á rafrænu formi en hægt er að prenta út einstaka hluta hennar eða skýrsluna í heild.

Lokað verður í öllum Vínbúðum  á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn

16.04.2018 | Lokað sumardaginn fyrsta

Lokað verður í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19.apríl. Miðvikudaginn 18. apríl verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Vínbúðin í Stykkishólmi lokar kl. 18.00 á miðvikudeginum 18. apríl.

Minna þekktar hvítar þrúgur

06.04.2018 | Minna þekktar hvítar þrúgur

Vissir þú að Chenin Blanc er mest ræktaða hvíta þrúgan í Suður Afríku, en þar gengur hún oft undir nafninu Steen? Þekkir þú Albarino þrúguna, en vínin sem úr henni eru gerð eru talin einhver bestu hvítu vín Íberíuskagans?

Innköllun vöru. Stella Artois í 330 ml glerflösku (vnr. 01851)

04.04.2018 | Innköllun vöru. Stella Artois í 330 ml glerflösku (vnr. 01851)

Vínnes ehf. hefur ákveðið að innkalla vörubirgðir Stella Artois í 330 ml glerflösku (vnr. 01851) .

Vínbúðin Skútuvogi lokuð í apríl

03.04.2018 | Vínbúðin Skútuvogi lokuð í apríl

Vínbúðin Skútuvogi verður lokuð í apríl vegna breytinga. Búðin verður stækkuð talsvert og bjórkælirinn stækkaður um helming. Sama uppröðun verður á léttvínum í Skútuvogi og hefur gefist vel í nýrri Vínbúð í Garðabæ

Páskaopnun 2018

19.03.2018 | Páskaopnun 2018

Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag og föstudaginn langa skv. venju og einnig verður lokað mánudaginn 2.apríl á annan í páskum. Aðra daga verður nokkuð hefðbundin opnun en hér fyrir neðan má sjá lista yfir opnunartíma, en..

Sigrún Ósk hlýtur stjórnunarverðlaun

09.03.2018 | Sigrún Ósk hlýtur stjórnunarverðlaun

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand hótel 28. febrúar sl. Stjórnunarverðlaun eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur út frá viðmiðum sem sett eru hverju sinni.

Truflanir vegna uppfærslu

05.03.2018 | Truflanir vegna uppfærslu

Búast má við truflunum í dag 6. mars á vinbudin.is, þá sérstaklega í vefverslun og á tóbakspantanasíðu, vegna uppfærslu á tölvukerfi .Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.

Páskabjórinn 2018

01.03.2018 | Páskabjórinn 2018

Páskabjórinn hefur verið fastur liður í vöruvali hjá Vínbúðunum undanfarin ár líkt og jólabjór, þorrabjór og aðrar árstíðarbundnar vörur sem seldar eru í skamman tíma. Sölutímabil páskabjórsins þetta árið er 22.febrúar til 31.mars

Sérpantanir

19.02.2018 | Finnur þú ekki það sem þú leitar að?

Sérpantaðar vörur eru þær sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna og eru pantaðar beint frá innlendum birgjum. Í dag er að finna gott úrval af sérpöntuðum vörum í Vefbúðinni okkar á vinbudin.is og um að gera að kanna hvort varan sem þú leitar að sé að finna þar.

Okkar er ánægjan!

29.01.2018 | Okkar er ánægjan!

Vínbúðin er með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni.

Starfsfólk okkar víðsvegar um landið er stolt af árangrinum og þakkar viðurkenninguna. Við erum staðráðin í að halda áfram að gera okkar besta í þjónustu og samfélagslegri ábyrgð.

Við erum hætt með bréfpoka!

24.01.2018 | Við erum hætt með bréfpoka!

Vínbúðirnar hafa nú hætt dreifingu á brúnum einnota bréfpokum sem ætlaðir voru fyrir eina flösku. Framkvæmdin er liður í því að gera Vínbúðirnar enn umhverfisvænni, en við leggjum áherslu á að vera leiðandi í umhverfisábyrgð.

Sérptantanir

23.01.2018 | Nú getur þú sérpantað á vefnum

Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma. Hægt er að kaupa flestar þær vörur í Vefbúðinni, en einnig er nú auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna. 

Þorrabjórinn 2018

17.01.2018 | Þorrabjórinn 2018

Nú gengur þorrinn senn í garð og margir bíða því spenntir eftir að þorrabjórinn mæti í hillur Vínbúðanna, en sala á honum hefst fimmtudaginn 18.janúar.

Vaxandi áhugi hefur verið á árstíðabundnum bjórum undanfarið og alltaf spennandi að sjá hvað er á boðstólum hverju sinni.

Vínbúðin á Ísafirði flutt

11.01.2018 | Vínbúðin á Ísafirði flutt

Vínbúðin á Ísafirði er nú flutt á nýjan stað að Suðurgötu 8 (í Hafnarhúsið). Viðskiptavinir ættu að upplifa töluverða breytingu þar sem búðin mjög rúmgóð, gott aðgengi er að búðinni og næg bílastæði..

Við hækkum plastpoka

09.01.2018 | Plastið kostar sitt!

Frá og með 1. janúar 2018 hækkum við verð á plastpokum í Vínbúðunum og kostar pokinn nú 40 kr.

Lokað á gamlársdag

28.12.2017 | Lokað á gamlársdag!

Föstudaginn 29.desember er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-20 og laugardaginn 30. desember er opið frá 10-19 en vakin er athygli á því að lokað er á gamlársdag. Opið verður samkvæmt venju þriðjudaginn 2.janúar..

Meira úrval í Kringlunni

27.12.2017 | Meira úrval í Kringlunni

Vínbúðin Kringlunni hefur meira úrval af vínum og sterku áfengi, en um 160 tegundir eru í boði þar sem ekki eru í sölu í öðrum Vínbúðum. Áherslan er einna helst á dýrari og fágætari tegundir..

Gleðilega hátíð

24.12.2017 | Gleðilega hátíð

Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og minnum á að allar Vínbúðir eru lokaðar á aðfangadag. Við opnum næst miðvikudaginn 27.desember..

Opnunartíma yfir hátíðirnar má sjá nánar hér. 

Opnunartími um hátíðirnar

05.12.2017 | Opnunartími um hátíðirnar

Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.

Ánægja með uppröðun í nýrri búð

24.11.2017 | Ánægja með uppröðun í Garðabæ

Ný Vínbúð hefur nú opnað í Kauptúni, Garðabæ, en Vínbúðin er staðsett á milli Costco og Bónus. Viðskiptavinir virðast ánægðir með uppröðun léttvína í búðinni sem er með nokkuð óhefðbundnu sniði ...

Vínbúðin opnar í Garðabæ

21.11.2017 | Vínbúðin opnar í Garðabæ

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar nú í morgun var samþykkt að opna Vínbúð í Kauptúni. Vínbúðin mun því opna fimmtudaginn 23.nóvember kl. 11.00. Í Vínbúðinni Garðabæ er uppröðun með nokkuð óhefðbundnu sniði. Í stað þess að raða eftir löndum eins og í öðrum Vínbúðum verður léttvínum raðað ...

Jólabjór 2017

15.11.2017 | Jólabjórinn 2017 kominn í sölu

Sala á jólabjór og öðrum jóladrykkjum er nú hafið. Í Vörulistanum má sjá lista yfir þær tegundir sem eru í sölu. Dreifing tegunda er misjöfn eftir Vínbúðum, en hægt er að nálgast flestar vörurnar í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð.

Græn skref

31.10.2017 | Græn skref

Mikil vinna hefur verið lögð í það hjá Vínbúðunum að ná að uppfylla Grænu skrefin og nú hafa allar Vínbúðir nema þrjár, auk skrifstofu og dreifingarmiðstöðvar, náð að uppfylla öll fimm skrefin.

Jólavörur 2017

16.10.2017 | Jólavörur 2017

Mikil spenna er fyrir jólabjórnum á hverju ári og töluvert um fyrirspurnir um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jóladrykkjum hefst miðvikudaginn 15. nóvember. Áætlað er að í sölu verði um og yfir 50 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, bjór-jóladagatal og fleira.

Tuborg Classic

10.10.2017 | Innköllun vöru

Ölgerðin, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla 50 cl Tuborg Classic bjór í dósum sem merktar eru BF 20.03.18 og með pökkunardag PD 20.09.17 og seldar voru í verslunum ÁTVR.

Októberbjórinn 2017

22.09.2017 | Októberbjórinn 2017

Salan á októberbjór hefst föstudaginn 22. september og stendur til 31.október. Hægt er að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst, en þetta árið eru 8 tegundir 'októberbjóra' í sölu.

Plastið kostar sitt

24.08.2017 | Plastið kostar sitt

Við hækkum verð á plastpokunum okkar um 10 kr. sem renna óskiptar í Pokasjóð. Frá og með 1. september mun plastpokinn kosta 30 kr. Veljum fjölnota og stefnum að því að verða plastpokalaus!

Freyðivínsglös

10.08.2017 | Freyðivín í ágúst

Það er ákaflega skemmtileg upplifun að njóta freyðivíns því þau henta við næstum öll tækifæri. Í ágúst leggjum við sérstaka áherslu á þessi ljúffengu vín og hafa vínráðgjafar okkar skrifað skemmtilegar greinar...

Verslunarmannahelgin

02.08.2017 | Verslunarmannahelgin

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust um 762 þúsund lítrar af áfengi og um 135 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku.

RÖÐIN – við giskum ekki, komdu með skilríki!

14.07.2017 | RÖÐIN – við giskum ekki!

ÁTVR leggur sig fram um að vera fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Ein meginskylda fyrirtækisins er að tryggja að aldurstakmörk til áfengiskaupa séu virt og því er skilríkjaeftirlit mikilvægur þáttur í starfi Vínbúðanna. Þessa dagana er ný herferð að líta dagsins ljós, RÖÐIN. Markmið herferðarinnar er fyrst og fremst að vekja athygli á því að áfengiskaupaaldur er 20 ár og í herferðinni eru viðskiptavinir minntir á að starfsfólk okkar getur ekki giskað á aldur og því mikilvægt að koma með skilríki.

Freyðivín í júlí og ágúst

30.06.2017 | Freyðivín í júlí og ágúst

Í júlí og ágúst verður áhersla lögð á að kynnast einkennum freyðivíns, en þessi spennandi vín eru framleidd með mismunandi aðferðum sem allar leiða þó að ákveðnu takmarki: að búa til freyðandi vín.

Rósavín í júní og júlí

19.06.2017 | Rósavín

í júní leggjum við áherslu á að fræðast um rósavín í Vínbúðunum. Rósavín er ekki bara bleikur drykkur í glasi, en þau geta verið jafn ólík og þau eru mörg.

Lokað 17.júní

12.06.2017 | Lokað 17.júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur laugardaginn 17.júní, en þá er lokað í Vínbúðunum.

Föstudaginn 16.júní er opið skv. venju, en á höfuðborgarsvæðinu er þá opið til kl. 19, nema á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er til kl. 20....

Umhverfisáhrif áfengra drykkja

01.06.2017 | Umhverfisáhrif áfengra drykkja

Frá árinu 2015 hafa áfengiseinkasölurnar á Norðurlöndum unnið að því að greina umhverfisáhrif vörusafnsins. Danska fyrirtækið..

Fyrirmyndarstofnun 2017

19.05.2017 | ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2017

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 10.maí sl. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, en auk þess fengu fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.

Grillaður skötuselur

01.05.2017 | Hin sumarlegu rósavín

Nú þegar hlýnar í veðri er upplagt að kynna sér hin sumarlegu rósavín. Í maí og júní leggjum við því áherslu á greinar, fróðleik og mataruppskriftir sem henta vel með rósavíninu. Rósavínið er best borið fram kælt og vínfræðingar segja að hér gildi reglan 'því yngra því betra'...

Lokað í Vínbúðum 1.maí

27.04.2017 | Lokað í Vínbúðum 1.maí

Mánudaginn 1.maí á frídegi verkamanna verður lokað í öllum Vínbúðum. Einnig viljum við benda á að vegna uppfærslu á tölvukerfum verður vefbúðin lokuð frá og með föstudeginum 28. apríl kl 14:00 til og með mánudagsins 1.maí. Einnig gætu orðið truflanir á annarri þjónustu s.s. upplýsingum um birgðastöðu vara o.fl. Við biðjumst afsökunar á ónæði sem þetta kann að valda.

Húsavík, Vík, Patreksfjörður....

12.04.2017 | Húsavík, Vík, Patreksfjörður....

Við leitum að öflugu starfsfólki í okkar góða hóp. Vínbúðin býður upp á lifandi og skemmtilegt vinnuumhverfi - þar sem jafnrétti og jákvæð samskipti eru í öndvegi.

Páskaliljur

04.04.2017 | Páskabjórinn 2017

Sú hefð hefur skapast í bjórmenningu Íslands að árstíðabundnir bjórar, sem aðeins eru seldir í skamman tíma, verða sífellt fleiri. Páskabjór hefur verið fastur liður undanfarin ár líkt og jólabjórinn. Þetta árið eru ellefu tegundir í boði og er úrvalið nokkuð breitt og spennandi.

Ársskýrsla ÁTVR 2016

21.03.2017 | Ársskýrsla ÁTVR 2016

Ársskýrsla ÁTVR 2016 er komin út, annað árið í rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir á sölu áfengis og tóbaks...

Íslenska ánægjuvogin

02.02.2017 | Íslenska ánægjuvogin 2016

Í dag voru niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni 2016 kynntar. Að þessu sinni eru birtar niðurstöður fyrir 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöðurnar á svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis...

Þorrabjór

18.01.2017 | Þorrabjór í sölu 19. janúar

Árstíðabundnir bjórar hafa komið sterkari og sterkari inn undanfarin ár og hafa án vafa verið undanfari aukinna vinsælda á svokölluðu handverksöli eða handverksbjórum.

Vínbúðin Flúðum í nýjan búning

18.01.2017 | Vínbúðin Flúðum í nýjan búning

Nú hefur Vínbúðin á Flúðum tekið stakkaskiptum, en búðin var stækkuð töluvert. Vínbúðin er á sama stað og áður, en er nú í öllu húsinu. Miklar breytingar voru gerðar á búðinni og innréttingar endurnýjaðar ásamt gólfefni, lýsingu ofl.

Gleðilega hátíð!

30.12.2016 | Gleðilega hátíð!

Föstudaginn 30. desember er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-20 og frá 10-14 á gamlársdag. Opið verður samkvæmt venju mánudaginn 2.janúar.

Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.

Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!

Flutt innan Smáralindar

13.12.2016 | Flutt innan Smáralindar

Vínbúðin í Smáralind hefur nú flutt sig um set innan Smáralindar, en töluverðar breytingar hafa verið gerðar á þeirri álmu sem Vínbúðin var áður í. Inngangurinn í álmuna var færður til og honum töluvert breytt og er nýja Vínbúðin vel staðsett hægra megin við þann inngang

Kassar og flutningakerra

12.12.2016 | Vínbúðin Smáralind lokuð vegna flutninga

Vínbúðin Smáralind verður lokuð vegna flutninga í dag, mánudaginn 12. desember. Við opnum glæsilega Vínbúð í Smáralind 13. desember á öðrum stað við nýjan inngang á fyrstu hæð. Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri Vínbúð.

Jólabjórinn 2016 kominn í sölu

15.11.2016 | Jólabjórinn 2016 kominn í sölu

Nú er jólabjórinn kominn í Vínbúðirnar en hann vekur alltaf mikla athygli og ljóst að mikið verður að gera í Vínbúðum um land allt í dag.

Jólabjórinn 2016

01.11.2016 | Jólabjórinn 2016

Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast þriðjudaginn 15. nóvember.

Kvennafrí

24.10.2016 | Kvennafrí

Eftir kl. 14.38 getur verið skerðing á þjónustu hjá Vínbúðum víða um land vegna kvennafrís.

Vínbúðin hlaut gullvottun í hjólavottun vinnustaða

23.09.2016 | Gullvottun

Hjólavottun vinnustaða er nýjung á Íslandi en viðurkenningar voru afhentar í fyrsta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 20.september.

Októberbjórinn 2016

16.09.2016 | Októberbjórinn 2016

Salan á októberbjór hefst laugardaginn 17. september. Þegar salan hefst er hægt að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst.

Plastpokalausir Vestfirðir

02.08.2016 | Plastpokalausir Vestfirðir

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa unnið saman að því verkefni að stuðla að plastpokalausu samfélagi, en stefnt að því að Vestfirðir verði að mestu burðarplastpokalausir árið 2017. Vínbúðirnar taka að sjálfsögðu þátt í þessu verkefni með því að hvetja viðskiptavini til að velja fjölnota og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, en viðskiptavinir hafa val um að kaupa 3 gerðir af fjölnota pokum.

Vínráðgjafar aðstoða

29.07.2016 | Verslunarmannahelgin

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu um 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku og alls seldust um 719 þúsund lítrar af áfengi. Til samanburðar komu rúmlega 109 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í síðustu viku, þ.e. vikuna 18. - 23. júlí, og þá seldust um 504 þúsund lítrar af áfengi.

Innköllun - Green Islands Stout

08.07.2016 | Innköllun - Green Islands Stout

Föroya bjór ehf. hefur, í samráði við Heilbirgðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, innkallað eina lotu af Green Islands Stout frá Föroya Bjór vegna aðskotahlutar sem fundist hefur í einni flösku af vörunni...

Loftslagsmarkmið ÁTVR til 2030

01.07.2016 | Loftslagsmarkmið ÁTVR til 2030

Þrír fyrstu mánuðir þessa árs slógu öll hitamet með látum, segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin. Varar hún við því að loftslagið sé að „breytast með fordæmalausum hraða.“

Lokað 17.júní

16.06.2016 | Lokað 17.júní

Lokað er í öllum Vínbúðum, föstudaginn 17.júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Fimmtudaginn 16.júní er opið eins og um föstudag sé að ræða.

Vínbúðin Sauðárkróki

15.06.2016 | Breytingar á Sauðárkróki

Vínbúðin Sauðárkróki hefur tekið stakkaskiptum, en unnið hefur verið hörðum höndum við endurbætur undanfarnar vikur

Ársskýrsla 2015

10.06.2016 | Ársskýrsla 2015 komin út

Ársskýrsla ÁTVR 2015 er komin út, nú í fyrsta skipti á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks

Fyrirmyndarstofnun 2016

22.05.2016 | ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2016

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2016 voru kynntar ellefta árið í röð þann 12. maí í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki en auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.

Rósavín og matur

12.05.2016 | Rósavín og matur

Sumarið er í hugum margra tími rósavínsins. Það er létt og ferskt og langbest borið fram kælt, sem er tilvalið á heitum sumardegi. Það hentar vel með grillmat og léttum sumar réttum, möguleikarnir á ljúffengri pörun með mat eru nánast endalausir.

Jafnlaunaúttekt PwC

11.05.2016 | Jafnlaunavottun

ÁTVR hlaut í síðustu viku Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC í annað sinn. Jafnlaunaúttektin hefur það markmið að greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið.

Kerrur

04.05.2016 | Lokað á uppstigningardag

Miðvikudaginn 4.apríl verður opið í Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið til kl. 19, nema í Skútuvogi, Skeifu og á Dalvegi, en þar er opið til kl. 20.

Kuðungurinn 2016

25.04.2016 | ÁTVR hlýtur Kuðunginn

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti ÁTVR í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári.

Mars tölublað Vínblaðsins

17.03.2016 | Síðasta Vínblaðið

Síðasta tölublað Vínblaðsins er nú komið út, en það hefur verið gefið út fjórum sinnum á ári frá því 2003. Viðskiptavinir sækja í auknum mæli upplýsingar og efni á vefinn og er ákvörðunin um að hætta útgáfunni í samræmi við það.

Verslunar- og aðstoðarverslunarstjóri Vínbúðarinnar Akranesi

22.02.2016 | Endurbætur á Akranesi

Vínbúðin Akranesi var opnuð 17. febrúar eftir gagngerar endurbætur. Lagfæringar og breytingar voru gerðar á öllu húsnæðinu auk þess sem ný kassaborð voru sett upp. Viðskiptavinir voru mjög jákvæðir meðan á framkvæmdum stóð þrátt fyrir mikið rask og er mikil ánægja með breytinguna. Búðin er nú sérlega björt og falleg auk þess sem öll vinnuaðstaða hefur verið bætt til muna. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í breytta og bætta Vínbúð á Akranesi.

Vínbúðin hæst í Ánægjuvoginni

11.02.2016 | ÁTVR með hæstu einkunn í Íslensku Ánægjuvoginni

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þetta er þriðja árið í röð sem viðskiptavinir gefa Vínbúðinni hæstu einkunn. Vínbúðin fékk einkunnina 73,8. Til samanburður var meðaltal allra fyrirtækja í mælingunni 63,0. Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

09.02.2016 | Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls verða 11 tegundir í sölu þetta árið. Sala á Páskabjór hefst í dag Sprengidag

Vínbúðin tilnefnd

26.01.2016 | Vínbúðin tilnefnd

Vinbudin.is hefur verið tilnefndur einn af fimm bestu opinberu vefum landsins.

Strekkifilma utan um vörubretti

22.01.2016 | ÁTVR endurvinnur plast

ÁTVR og Oddi hafa tekið höndum saman í verkefni sem lýtur að endurvinnslu á notuðu plasti sem fellur til í starfsemi ÁTVR. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Verkefnið er liður í því að minnka umhverfisfótspor, en bæði fyrirtækin skrifuðu nýverið undir yfirlýsingu um loftslagsmál ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum.

Arðgreiðslur í ríkissjóð

20.01.2016 | ÁTVR hefur greitt um 7 milljarða í ríkissjóð

Vegna umræðu um rekstur og afkomu ÁTVR í fjölmiðlum vill ÁTVR taka fram að allt frá því að ÁTVR var komið á fót hefur verslunin verið rekin með hagnaði.

Þorrabjórinn 2016

11.01.2016 | Þorrabjórinn

Sölutímabil þorrabjórs hefst fimmtudaginn 21.janúar, en tímabilið stendur til 20.febrúar

05.01.2016 | Margnota pokar

Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir valið að kaupa margnota poka sem hægt er að nota aftur og aftur í stað einnota plastpoka.

Talning í Vínbúðunum

04.01.2016 | Talning 4 janúar

Talning verður í Vínbúðunum mánudaginn 4. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en sumar

2016

02.01.2016 | Verðbreytingar á áfengi og tóbaki 1. janúar

Um áramót breytist virðisaukaskattur á áfengi, fer úr 24% í 11%. Á sama tíma hækka áfengisgjöld.

Flugeldar

30.12.2015 | Gleðilega hátíð!

Miðvikudaginn 30. desember er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-20 og frá 10-14 á gamlársdag. Lokað er í öllum Vínbúðum föstudaginn 1. janúar

Gleðileg jól

23.12.2015 | Gleðileg jól

Opið er í Vínbúðunum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-22 á Þorláksmessu og 10-13 á aðfangadag. Lokað er 25. og 26. desember en opið mánudaginn 28. des og þriðjudaginn 29. des. samkvæmt venju.

Vínblaðið desember 2015

08.12.2015 | Desember Vínblaðið

Desember tölublað Vínblaðsins er með afar hátíðlegum blæ. Vínráðgjafinn Páll er með ráðleggingar um val á víninu með hátíðarkalkúninum sem er á borðum margra landsmanna yfir jól eða áramót.

Rafmagn komið á Akureyri

08.12.2015 | Rafmagn komið á Akureyri

Nú er rafmagn komið á í Vínbúðinni á Akureyri og búðin verður opnuð kl. 14:30. Þar sem verið er að notast við vararafstöð mun þjónusta vera í lágmarki í dag. Við biðjum viðskiptavini að sýna skilning.

Lokað á Akureyri

08.12.2015 | Lokað á Akureyri

Vegna rafmagnsleysis er Vínbúðin á Akureyri lokuð eins og stendur. Við munum láta vita um leið og hægt verður að opna.

Óveður í kortunum

07.12.2015 | Lokað vegna óveðurs

Vegna slæmrar veðurspár verður Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu lokað kl. 16.00 í dag, auk fleiri Vínbúða. Í samræmi við ráðleggingar Almannavarna er áhersla lögð á að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina þannig að allir verði komnir heim áður en óveður skellur á.

Vínbúðin Spönginni

26.11.2015 | Ný Vínbúð opnar í Spönginni

Vínbúðin hefur nú opnað á ný í Spönginni í björtu og fallegu húsnæði. Aðstaða er öll til fyrirmyndar, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Afmarkað kælt svæði er fyrir bjórinn og mikið lagt upp úr vinnuhagræði fyrir starfsfólk. Opnunartíminn er mánudaga- fimmtudaga 11-18, föstudaga 11-19 og laugardaga 11-18.

Skrifað undir samning um loftslagsmál.

17.11.2015 | Yfirlýsing um loftslagsmál

Nýverið skrifaði ÁTVR undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum, en alls 103 fyrirtæki og stofnanir skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.

Vínbúðin Neskaupstað

12.11.2015 | Vínbúðin Neskaupstað flutt

Vínbúðin Neskaupstað hefur opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Hafnarbraut 15. Vínbúðin er afar vel staðsett og aðgengi hið besta viðskiptavini, auk þess sem hún hefur verið stækkuð til muna.

Græn skref

11.11.2015 | Græn skref

Skrifstofa ÁTVR og Dreifingarmiðstöð á Stuðlahálsi hlutu fyrr á árinu viðurkenningu Grænna skrefa, en höfuðstöðvarnar hafa nú lokið við öll fimm skrefin og var í raun önnur ríkisstofnunin til að ná þeim árangri.

Jólabjór í glasi

29.10.2015 | Jólabjórinn 2015

Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast föstudaginn 13. nóvember.

Opið lengur í Vínbúðum

28.10.2015 | Verkfalli aflýst

Samningar hafa náðst náðst á milli ríkisins og SFR og ljóst að verkfalli hefur verið aflýst. Vínbúðirnar munu þó vera opnar á miðvikudag eins og um föstudag sé að ræða auk þess sem allar Vínbúðir verða opnar á laugardag eins og áður var auglýst.

Verkfallshrinu lokið

21.10.2015 | Opið í Vínbúðum

Í dag er opið í öllum Vínbúðum, en fyrstu boðuðu verkfallshrinu er nú lokið. Ef ekki næst að semja hefst næsta verkfallshrina fimmtudaginn 29.október, en þá verður lokað eftirfarandi daga..

Lokað mánudag og þriðjudag

19.10.2015 | Lokað mánudag og þriðjudag

Viðskiptavinir athugið. Vegna verkfalls SFR verða Vínbúðirnar lokaðar mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október.

Nánari upplýsingar um opnunartíma vegna verkfalls má finna hér fyrir neðan.

Allar Vínbúðir opnar í dag

17.10.2015 | Allar Vínbúðir opnar í dag

Allar Vínbúðir verða opnar laugardaginn 17.október, líka þær sem venjulega eru lokaðar á laugardögum. Ef verkfall leysist ekki verða allar Vínbúðir hinsvegar lokaðar á mánudag og þriðjudag.

Lokað í dag vegna verkfalls

15.10.2015 | Lokað í dag vegna verkfalls

Viðskiptavinir athugið. Vegna verkfalls SFR verða Vínbúðirnar lokaðar fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. október og aftur mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október. Opið verður í öllum Vínbúðum laugardaginn 17.október. Nánari upplýsingar um opnunartíma vegna verkfalls má finna hér fyrir neðan.

Vegna fyrirhugaðs verkfalls

12.10.2015 | Vegna fyrirhugaðs verkfalls

Viðskiptavinir athugið. Komi til verkfalls SFR verða Vínbúðirnar lokaðar fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. október og aftur mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október. Miðvikudaginn 14.október verður opið lengur í Vínbúðunum, eða eins og um föstudag sé að ræða. Einnig verður opið í öllum Vínbúðum laugardaginn 17.október. Nánari upplýsingar um opnunartíma vegna verkfalls má finna hér fyrir neðan.

Soðbrauð með hægelduðum grís

01.10.2015 | Bjór og matur í október

Í október beinist athyglin að bjór og mat í Vínbúðunum, en þar er hægt að nálgast ferskan bækling með spennandi matar-uppskriftum og fróðleik um hina helstu bjórflokka.

September tölublað Vínblaðsins

29.09.2015 | Haust í Vínblaðinu

Í septembertölublaði Vínblaðsins ræður haustið ríkjum. Þar má finna grein um rabarbara með uppskrift af rabarbaramauki og rabarbara og basilkokteil og eins ljúffenga uppskrift af sólberjalíkjör. Þar er einnig fróðleg umfjöllun um IPA bjórstílinn sem er afar vinsæll nú um stundir. Páll vínráðgjafi kennir okkur síðan undirstöðuatriðin í vínsmökkun sem gaman er að prófa í góðra vina hópi. Að venju má einnig finna fréttir úr vínheiminum, árgangatöflu og vöruskrá Vínbúðanna í Vínblaðinu. Njótið vel!

Hjólaskálin afhent gæðastjóra Vínbúðanna

25.09.2015 | Vínbúðunum veitt Hjólaskálin

Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna veittu nýverið Vínbúðunum Hjólaskálina, en hún er veitt þeim sem hlúð hafa vel að hjólreiðum í sínu starfi og verið hvetjandi og öðrum góðum fyrirmynd í því að tileinka sér hjólreiðar sem almennan ferðamáta.

Samgönguviðurkenning veitt

18.09.2015 | ÁTVR fær samgönguviðurkenningu

Dagur B. Eggertson borgarstjóri afhenti samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 17.september. ÁTVR fékk viðurkenningu fyrir að stuðla að vistvænum ferðamáta starfsmanna, en Reykjavíkurborg veitir árlega samgönguviðurkenningu í tengslum við evrópska samgönguviku.

Kjúklingasalat

03.09.2015 | Hollar uppskriftir

Í september hafa margir kosið að leggja áherslu á heilsuna og sneyða að mestu hjá sykri. Hér á heimasíðu Vínbúðanna má finna úrval af spennandi uppskriftum af hollum og girnilegum réttum sem tilvalið er að prófa í september. Njótið vel!

Afgreiðsla í Vínbúð

05.08.2015 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,8% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 719 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 725 þúsund lítrar.

Vínráðgjafi aðstoðar viðskiptavin

29.07.2015 | Verslunarmannahelgin

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnan ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra

Nýr vefur vinbudin.is

08.07.2015 | Velkomin á nýjan vef!

Nú er kominn í loftið splunkunýr vefur Vínbúðanna, vinbudin.is. Vefurinn var hannaður með það fyrir augum að vera notendavænn og skilvirkur fyrir viðskiptavini.

Vínflöskur

02.07.2015 | Salan janúar til júní

Sala áfengis er 1,7% meiri í lítrum talið í júní í samanburði við júní í fyrra. Það sem af er ári þ.e. tímabilið janúar – júní er salan tæplega 1% meiri í samanburði við árið 2015.

Við afhendingu viðurkenningar á Grænum skrefum

29.06.2015 | Fimm græn skref í einu

Höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi hlutu í dag viðurkenningu Grænna skrefa í ríkisrekstri frá Umhverfisstofnun

Lífrænir dagar

24.06.2015 | Lífræn vín

Vinsældir lífrænna vína hafa aukist til muna á undanförnum árum í kjölfar vaxandi áherslu á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd. Úrval lífrænna vína hefur aldrei verið meira í Vínbúðunum og í júní og júli er sérstök áhersla lögð á þessi vín á margvíslegan hátt. Þá standa yfir þemadagar þar sem vín er framleidd eru á lífrænan og sanngjarnan hátt eru í hávegum höfð.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

19.06.2015 | Opið 19.júní í öllum Vínbúðum

Til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna! Allar Vínbúðir verða opnar í dag samkvæmt venju. Við bjóðum viðskiptavini velkomna á þessum merkisdegi í íslenskri sögu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvaddi sér hljóðs fyrst íslenskra kvenna á opinberum vettvangi og átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntunar og atvinnu. Því prýðir andlit hennar þessa frétt.

Skilríki

11.06.2015 | Öflugt skilríkjaeftirlit

Á vef Grindarvíkurbæjar má sjá niðurstöðu könnunar sem Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum framkvæmdi nýverið. Ungmenni á aldrinum 17-18 ára voru send til að athuga hvort þau fengju afgreiðslu í Vínbúðunum Grindavík og Reykjanesbæ.

Forsíða júnítölublaðs Vínblaðsins

10.06.2015 | Vínblaðið komið út

Nú er splunkunýtt Vínblað komið í hillur Vínbúðanna þar sem áhugasamir geta nálgast það sér að kostnaðarlausu. Í blaðinu er að þessu sinni lögð áhersla á lífræn vín og sanngjarna framleiðslu því í júní og júlí eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem þau vín eru í hávegum höfð.

Hindberjakaka

03.06.2015 | Lífrænir dagar í Vínbúðunum

Í júní og júlí eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem lífræn vín verða í hávegum höfð. Vaxandi áhersla á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd hefur haft það í för með sér að vinsældir lífrænna vína hafa aukist til muna á undanförnum árum og hefur úrval þeirra aldrei verið meira í Vínbúðunum.

Tvær vínflöskur

01.06.2015 | Innköllun hjá Distell

Tvær tegundir frá suður-afríska vínframleiðandanum Distell hafa verið innkallaðar tímabundið af markaði. Tegundirnar hafa báðar verið teknar tímabundið úr sölu hjá Vínbúðunum. Um er að fæða vínin Fleur du Cap Chardonnay með framleiðslunúmer LB130I14 og LB127H14 og Drostdy Hof Chardonnay með framleiðslunúmer LB125H14 og LB108L14.

Punktar úr vörumerki Vínbúðarinnar

15.05.2015 | ÁTVR hafnar alfarið niðurstöðum Clever Data

Að gefnu tilefni vegna umræðu sem orðið hefur i kjölfar skýrslu Clever data er rétt að eftirfarandi komi fram. Skýrslan er á engan hátt unnin fyrir ÁTVR eða í samvinnu við ÁTVR. Niðurstöður hennar eru vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og ÁTVR hafnar þeim alfarið.

Vörumerki Vínbúðarinnar

12.05.2015 | Opið lengur á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 13. maí verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Lokað er í Vínbúðum á Uppstigningardag, fimmtudaginn 14. maí.

Orð sem lýsa bragðeinkennum vína

04.05.2015 | Vöruleitin hjá Vínbúðunum

Í nýjasta tölublaði Vínblaðsins, en Vínblaðið er gefið út fjórum sinnum á ári og má nálgast frítt í öllum Vínbúðum, má lesa grein eftir Pál Sigurðsson, vínráðgjafa, þar sem hann fjallar um samspil súkkulaðis og rauðvíns og hvað ber að hafa í huga við valið.

Þrír punktar úr merki Vínbúðarinnar

28.04.2015 | Opið lengur á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 30. apríl verður opið í Vínbúðunum um land allt eins og um föstudag sé að ræða. Lokað verður á verkalýðsdaginn, föstudaginn 1. maí.

Umhverfisvænn poki

24.04.2015 | Úrval umhverfisvænna poka

Vínbúðirnar bjóða upp á nokkrar tegundir af umhverfisvænum pokum enda kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Samfélagsábyrgð skiptir Vínbúðirnar miklu máli og höfum við stolt tekið þátt í umhverfisábyrgð meðal annars með því að stuðla að því að draga úr notkun á plastpokum og einnota vörum.

Íslenski fáninn

21.04.2015 | Föstudagsopnun á miðvikudegi

Miðvikudaginn 22. apríl verður opið í Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða, en lokað er í öllum Vínbúðum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23.apríl.

Túlípanar og freyðivínsglös

14.04.2015 | Sala áfengis og tóbaks janúar til mars

Sala áfengis jókst um tæp 3% í lítrum það sem af er ári þ.e. janúar – mars í samanburði við árið 2014. Hafa ber í huga að samanburðurinn er ekki alveg marktækur þar sem páskarnir voru um miðjan apríl í fyrra en í byrjun apríl í ár og sala páskavikunnar kemur að hluta inn í sölutölur marsmánaðar í ár.

Adgengi fatlaðra

07.04.2015 | Aðgengi fatlaðra að Vínbúðum

Síðustu daga hefur verið talsvert fjallað um aðgengi fatlaðra að þjónustu á landsbyggðinni í tengslum við ferð Brands Bjarnasonar Karlssonar um landið. Ánægjulegt er að sjá að almennt eru ekki gerðar athugasemdir við aðgengi fatlaðra að Vínbúðum en hins vegar er ástæða til að gera athugasemdir við tvenn ummæli sem höfð eru eftir Brandi eftir umrædda ferð...

Vínbúðin Hólmavík

07.04.2015 | Opnað á Hólmavík eftir breytingar

Opnað var í Vínbúðinni Hólmavík þriðjudaginn 31. mars. Um merkt tímamót er að ræða hjá Vínbúðunum en nýja búðin er sjálfsafgreiðslubúð en ekki afgreitt yfir borðið eins og verið hefur fram að þessu. Með opnuninni eru því allar Vínbúðirnar sjálfsafgreiðslubúðir.

Páskaungar

30.03.2015 | Opnunartími Vínbúða um páskana

Miðvikudaginn fyrir páska, þann 1. apríl, verða Vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður opið til klukkan 19 og til klukkan 20 á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifunni.

Innkaupakerra

14.03.2015 | Búið að opna allar Vínbúðir

Búið er að opna allar Vínbúðir eftir ofsaveður sem gekk yfir landið í morgun.

Þrír rauðir punktar

14.03.2015 | Ekki hægt að opna vegna veðurs

Vegna veðurs verður því miður ekki hægt að opna allar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar á tilsettum tíma. Opnað verður um leið og veður gengur niður og samgöngur komast í eðlilegt horf. Best er að hringja í viðkomandi Vínbúðir til að tryggja að náðst hafi að opna hana áður en lagt er af stað.

Júní tölublað Vínblaðsins

13.03.2015 | Mars Vínblað komið út

Nýtt Vínblað er komið út en blaðið er fyrsta tölublað ársins. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Súkkulaði og rauðvín, súperfæði. Þar fjallar Páll um samspil súkkulaðis og rauðvíns og hvað ber að hafa í huga við val á rauðvíni með súkkulaði.

Vínbúðin Blönduósi

26.02.2015 | Ný búð á Blönduósi

Vínbúðin á Blönduósi opnar í dag, fimmtudag, í nýju og glæsilegu húsnæði að Húnabraut 5 (við hlið Arionbanka). Á sama tíma hefur gömlu búðinni á Aðalgötunni verið lokað, en Vínbúðin hefur verið starfrækt þar frá árinu 1994, þegar Vínbúð fyrst opnuð á Blönduósi.

Fjögur glös með páskabjór

18.02.2015 | Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls eru 10 tegundir komnar í sölu, en fleiri eru væntanlegar. Sala á Páskabjór hefst á Öskudag (18.febrúar) og stendur til loka Dymbilviku sem er síðasta vikan fyrir Páska. Síðasti söludagur er því laugardagurinn 4. apríl.

Neftóbaksdós

17.02.2015 | Innihald íslensks neftóbaks

Í dag hafa fjölmiðlar fjallað um innihald íslensks neftóbaks. ÁTVR vill leiðrétta þann misskilning að verslunin hafi ekki upplýst Landlækni um nikótíninnihald og innihald krabbameinsvaldandi efna í neftóbakinu. Landlæknir hafði þessi gögn í höndum í mars 2013 eða um leið og niðurstöður mælinga lágu fyrir.

Vínbúðin Húsavík

10.02.2015 | Vínbúðin Húsavík endurbætt

Vínbúðin Húsavík opnaði aftur 5. febrúar sl. eftir gagngerar breytingar. Töluverð andlitslyfting hefur verið gerð á búðinni og hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum undanfarið en Vínbúðin var lokuð frá 2. til 4. febrúar vegna framkvæmdanna. Um óbreyttan fermetrafjölda er að ræða en Vínbúðin er nú öll bjartari með tilkomu nýrrar lýsingar og þá hefur Vínbúðin verið máluð í ljósum lit.

Upptakari

30.01.2015 | Okkar er ánægjan!

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, annað árið í röð, en niðurstöður ársins voru kynntar í morgun. Vínbúðin fékk hæstu einkunn viðskiptavina 74,8.

Lokað á Húsavík

30.01.2015 | Lokað á Húsavík

Lokað verður vegna framkvæmda á Vínbúðinni á Húsavík dagana 2. til og með 4. febrúar. Opnað verður svo aftur fimmtudaginn 5.febrúar, en miklar endurbætur eru væntanlegar á Vínbúðinni.

Þrjú glös með þorrabjór

23.01.2015 | Þorrabjórinn mættur

Þorrabjórinn er kominn í sölu í Vínbúðum, en sölutímabilið er frá bóndadegi, 23.janúar til 21.febrúar. Hér er hægt að sjá þær tegundir sem eru í boði, en hægt er að sjá í hvaða Vínbúð varan er með því að smella á viðkomandi vöru.

Þorrabjór í glasi

20.01.2015 | Þorrabjórinn væntanlegur

Sölutímabil þorrabjórs hefst föstudaginn 23.janúar, en tímabilið stendur til 21.febrúar. Í ár verða 8 tegundir þorrabjórs til sölu; Þorrakaldi, Þorragull, Þorraþræll, Einiberja Bock, Gæðingur, Steðji Hvalur II, Galar nr. 29 og Surtur nr. 30. ...

Vínbúðin Vestmannaeyjum

14.01.2015 | Vínbúðin Vestmannaeyjum í nýtt húsnæði

Glæsileg Vínbúð í Vestmannaeyjum opnaði í nýju húsnæði í dag, 14. janúar, og er Vínbúðin er nú staðsett að Vesturvegi 10. Vöruval er það sama og áður en öll aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur batnað til muna.

Sala áfengis og tóbaks árið 2014

06.01.2015 | Sala áfengis og tóbaks árið 2014

Alls voru seldir 19.216 þús. lítrar af áfengi á árinu 2014 sem er 3% aukning frá fyrra ári en þá seldust 18.653 þús. lítrar.

Lítilsháttar aukning var í sölu á rauðvíni og ókrydduðu brennivíni og vodka en aftur á móti er 0,5% samdráttur í sölu á hvítvíni á árinu. Dregið hefur úr vexti á sölu ávaxtavína en á milli áranna 2012 og 2013 jókst salan í þessum flokki um 71% úr 181 þús. lítrum í 310 þús. lítra...

2015

02.01.2015 | Lokað 5. janúar vegna talningar

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári!

Talning verður í Vínbúðunum mánudaginn 5. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en einhverjar Vínbúðir opna að talningu lokinni. Hefðbundin opnun er föstudag og laugardag, annan og þriðja janúar.

Jólastjarna

19.12.2014 | Opnunartímar í Vínbúðunum yfir hátíðirnar

Opið er í Vínbúðunum á höfuðborgarsvæðinu frá 10-22 á þorláksmessu og 10-13 á aðfangadag. Lokað er 25. og 26.desember en opið 11-18 laugardaginn 27.desember.

Þriðjudaginn 30.desember er opið 11-20* og 10-14 á gamlársdag. Lokað er í öllum Vínbúðum fimmtudaginn 1. janúar, en opið samkvæmt venju á föstudeginum og laugardeginum.

12.12.2014 | Ný Vínbúð á Kópaskeri

Ný Vínbúð hefur nú opnað á Kópaskeri. Búðin er staðsett innaf versluninni Skerið, að Bakkagötu 10, en hún er í flokki minnstu Vínbúðanna. ÁTVR rekur nú 49 Vínbúðir um allt land.

Vínblaðið 4. tbl. 12. árg. desember 2014

09.12.2014 | Desember Vínblað komið út

Nýtt og glæsilegt Vínblað er komið út en blaðið er fjórða tölublað ásins. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Silfur hafsins, þar sem hann ræðir um síldina og gefur góð ráð varðandi útvötnun krydd- og saltsíldar, legi og marineringar og eins hvaða snafsar eru góðir með síldarréttunum. Páll skrifar einnig greinina Skálað í kampavíni en margir vilja kveðja gamla árið og fagna því nýja með Champagne, aðrir kjósa önnur ódýrari freyðivín.

Flöskur

02.12.2014 | Sala áfengis og tóbaks janúar - nóvember

Sala áfengis var 6,2% minni í nóvember í samanburði við árið í fyrra. Söluminnkun var í öllum hlestu söluflokkum. Þess má geta að sala áfengis í október var tæplega 12% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár svo gera má ráð fyrir að þessar sölubreytingar megi að einhverju leyti rekja til þess hvernig helgarnar raðast innan mánaðar. En það skiptir oft verulegu máli þegar litið er á stutt tímabil eins og einn mánuð því lang flestir við viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum...

Opnað aftur á Hvammstanga

21.11.2014 | Opnað aftur á Hvammstanga

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð á Hvammstanga, en töluverðar breytingar hafa verið gerðar á búðinni. Nú er ekki lengur afgreitt yfir borð, heldur ná viðskiptavinir sjálfir í sínar vörur eins og í öðrum Vínbúðum.

Vínbúðin á Hvammstanga hefur verið starfrækt síðan í júní árið 2000, en hún flutti í núverandi húsnæði í september 2005 í byggingarvörudeild Kaupfélagsins.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna!

Lokað á Hvammstanga

17.11.2014 | Lokað á Hvammstanga

Þessa dagana er verið að vinna við endurbætur á Vínbúðinni Hvammstanga, en lokað verður þar dagana 17.-19. nóvember. Ný og glæsileg Vínbúð verður svo opnuð fimmtudaginn 20.nóvember kl. 17:00.

Hingað til hefur verið afgreitt yfir borð á Hvammstanga, en nýja búðin verður sjálfsafgreiðslubúð eins og nánast allar Vínbúðir eru í dag. Vínbúðin verður þó enn á sama stað inn af byggingarvöruverslun Kaupfélagsins.

Við þökkum viðskiptavinum skilning og þolinmæði á meðan framkvæmdum stendur og bjóðum alla velkomna í nýja og glæsilega búð 20.nóvember.

Sala áfengis

14.11.2014 | Sala áfengis og tóbaks janúar - október

Sala áfengis jókst um tæp 12 % í lítrum í október í samanburði við árið í fyrra. Söluaukning er í öllum helstu vöruflokkum m.a. var 11% meiri sala í rauðvíni og lagerbjór en í sama mánuði 2013.

Sala áfengis hefur aukist um 3,8% það sem af er ári þ.e. janúar – október í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur var í sölu á hvítvíni en aukning var í öðrum helstu vöruflokkum. Sala á lagerbjór jókst um 3,7% en um 14% aukning var í sölu á ávaxtavínum og 16% aukning í blönduðum drykkjum...

Jólabjór

14.11.2014 | Jólabjórinn kominn í sölu 2014

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, föstudaginn 14. nóvember. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli og ljóst að mikið verður að gera í Vínbúðum um land allt í dag. Að þessu sinni verða 34 vörunúmer (29 tegundir) í sölu.

Best er að nýta vöruleitina til að sjá hvaða tegundir eru í boði og í hvaða Vínbúðum þær fást. Leitað er eftir bjór og hakað í reitinn „tímabundin sala“ sem er að finna neðst í leitarvélinni (táknað með klukku). Þá kemur upp listi jólabjórtegunda. Með því að smella á nafn vörunnar er síðan hægt að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst og hvaða magn er til hverju sinni.

Hér er hægt að sjá lista  yfir þær tegundir jólabjóra sem eru í sölu

Fireball tekin úr sölu

11.11.2014 | Fireball líkjör innkallaður

Innflytjandi viskílíkjörsins Fireball Cinnamon (Haugen Gruppen ehf.) hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla vöruna frá neytendum. Ólíkar reglur gilda um innihald efnisins propylene glycol í Evrópu og Bandaríkjunum, en framleiðandi líkjörsins (Sazerac Company) sendi óvart vöru sem var ætluð bandaríkjamarkaði og því uppfyllir hún ekki evrópskar reglur. Engu að síður er vert að nefna að varan er ekki talin hættuleg neytendum.

Þeir viðskiptvinir sem hafa umrædda vörutegund undir höndum eru hvattir til að snúa sér til næstu Vínbúðar og fá vöruna endurgreidda.

Jólabjór 2014

30.10.2014 | Jólabjórinn 14.nóv

Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 14. nóvember nk. Samkvæmt reglugerð á sala á jólavörum að hefjast 15.nóvember ár hvert. Þar sem sá dagur lendir á laugardegi í ár og margar Vínbúðir á landsbyggðinni lokaðar, fékkst heimild til að hefja sölu á jólavörum deginum fyrr en vanalega.

Á síðasta ári seldust um 616.000 lítrar af jólabjór í Vínbúðunum sem var ríflega 7% aukning frá árinu 2012. Að þessu sinni verða í boði 36 mismunandi vörunúmer af 29 tegundum..

Fireball viskílíkjör tekinn úr sölu

27.10.2014 | Fireball viskílíkjör tekinn úr sölu.

ÁTVR hefur ákveðið að taka viskílíkjörinn Fireball Cinnamon úr sölu í Vínbúðunum a.m.k. tímabundið á meðan verið er að kanna hvort varan innihaldi óleyfilegt magn af própýlenglýkóli.

ÁTVR barst um helgina tilkynning frá finnsku áfengiseinkasölunni, Alko, þar sem fram kemur að við hefðbundið eftirlit hafi mælst of hátt gildi af própýlenglýkóls í umræddri vörutegund. Í tilkynningunni segir jafnframt að varan sé ekki hættuleg neytendum.

Þeir viðskiptavinir sem hafi umrædda vörutegund undir höndum geta snúðið sér til næstu Vínbúðar og fengið vöruna endurgreidda.

Vínbúðin Borgartúni

17.10.2014 | Staðreyndir um uppröðun og staðsetningu vöru í Vínbúðum

Í tilefni af hugleiðingu Pawels Bartoszek í Fréttablaðinu laugardaginn 11. október, meðal annars um uppröðun og staðsetningu vöru í Vínbúðum, vill ÁTVR benda á að við veitum fúslega upplýsingar um hvaða reglur gilda um uppröðun og staðsetningu vöru.

Hjá ÁTVR gilda skýrar verklagsreglur varðandi uppröðun og staðsetningu á vörum í Vínbúðum og eru þær birtar birgjum á sérstöku vefsvæði. Reglunum er ætlað að tryggja jafnræði og hlutleysi í framsetningu vöru. Í meginatriðum er yfirflokkum raðað saman, til dæmis léttvínum, bjór o.s.frv. Við uppröðun ...

Salan september 2014

08.10.2014 | Sala áfengis og tóbaks janúar – sept.

Sala áfengis jókst um 6% í lítrum í september í samanburði við árið í fyrra. Í einstaka vöruflokkum er söluaukning í öllum helstu söluflokkum.

Sala áfengis hefur aukist um 3% það sem af er ári þ.e. janúar – september í samanburði við árið 2013. Lítilsháttar samdráttur er í sölu á rauðvíni og hvítvíni. Sala á lagerbjór jókst um 2,9% en um 14% aukning er í sölu á ávaxtavínum og blönduðum drykkjum...

Bjór og matur í október

06.10.2014 | Bjór og matur í október

Allur bjór er flokkaður í 6 bjórflokka, sem hver hefur sín einkenni og fróðlegt er að sjá og kynnast hvaða tegundir falla undir sama flokk. Með hverjum flokki eru lýsandi matartákn sem gefa til kynna með hvaða mat bjórinn hentar, þó það sé svo að sjálfsögðu smekksatriði hjá hverjum og einum. Bjórflokkana er hægt að skoða hér á vinbudin.is og einnig í Vínbúðunum.

Gefinn hefur verið út bæklingur með skemmtilegum uppskriftum frá veitingastaðnum Kol, en uppskriftirnar einkennast af einfaldleika með klassískum undirtóni og því um að gera að láta á hæfileikana reyna í eldhúsinu.

Margnota burðarpoki

03.10.2014 | Nýr margnota burðarpoki

Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Um þessar mundir erum við að bæta við vöruúrvalið okkar og um er að ræða rauðan, margnota burðarpoka. Pokinn er úr þunnu og afar léttu efni sem hrindir frá sér vatni.

Vínbúðin Dalvík opnar aftur eftir breytingar

02.10.2014 | Opnað aftur á Dalvík

Vínbúðin Dalvík hefur nú opnað aftur eftir gagngerar breytingar, en lokað var sl. þrjá daga á meðan mestu framkvæmdirnar stóðu yfir. Verslunarrýmið er nú bjartara og mun stærra, en markmiðið með þessum breytingum er auðvitað að auka þægindi viðskiptavina sem og starfsfólks.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð.

Vínbúðin Dalvík lokuð í þrjá daga

29.09.2014 | Vínbúðin Dalvík lokuð

Verið er að vinna miklar endurbætur á Vínbúðinni Dalvík og verður hún lokuð í þrjá daga, mánudaginn 29.september til miðvikudagsins 1.október. Ný og glæsileg Vínbúð verður svo opnuð fimmtudaginn 2.október. Opnunartíminn verður sá sami og áður, eða mánudaga til fimmtudaga 14-18 og föstudaga 12-19 yfir vetrartímann.

Við biðjum viðskiptavini velvirðingar á óþægindum sem þetta rask kann að valda, en bjóðum alla velkomna í endurbætta Vínbúð fimmtudaginn 2.október.

Burðarplastpokalaust

12.09.2014 | Engir plastpokar í Stykkishólmi

Í dag, föstudaginn 12.september munu flestar verslanir og þjónustuaðilar í Stykkishólmi hætta með plastpoka á sínum snærum. Vínbúðin Stykkishólmi tekur að sjálfsögðu þátt í átakinu og mun leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum margnota poka. Í stefnu fyrirtækisins kemur fram að við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar og er þetta átak mjög í þeim anda.

Í dag stendur yfir hátíð í Stykkishólmi þar sem vistvænar leiðir eru kynntar...

Sala áfengis og tóbaks janúar til ágúst

09.09.2014 | Sala áfengis og tóbaks janúar - ágúst

Sala áfengis jókst um 2,7% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Þegar vöruflokkar eru teknir saman sést að sala á bjór jókst um 3,3% og léttvíni um 1,2% en á sama tíma var samdráttur í sterku áfengi um 1,3%.

Vínblaðið 4. tbl. 12. árg 2014

08.09.2014 | September Vínblað er komið út

Glænýtt Vínblað er komið út. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Bjór er ekki bara bjór, en áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist verulega á undanförnum árum. Þar fer hann yfir helstu eiginleika bjórs og helsta hráefni. Þá er að finna í blaðinu grein eftir Hallgerði Gísladóttur sem birtist fyrst í Vínblaðinu fyrir 10 árum og ber heitið Stiklur um bjórsögunni. Greinin er úr bók Hallgerðar, Íslensk matarhefð sem var gefin út árið 1999. Í blaðinu er farið í helstu flokka bjórs, Júlíus vínráðgjafi gefur ..

Ekki aukning í sölu í kringum Menningarnótt

26.08.2014 | Ekki aukning í sölu í kringum Menningarnótt

Helgin 22. - 23.ágúst var hefðbundin í fjölda viðskiptavina. Ekki varð vart við aukningu vegna viðburða í kringum Menningarnótt í Reykjavík. Um 5% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu um síðastliðna helgi en helgina þar á undan, 32.600 á móti 31.400.

Fjöldi viðskiptavina sem kom í Vínbúðirnar var einnig svipaður og sömu helgi fyrir ári, en þá heimsóttu um 32.000 viðskiptavinir Vínbúðirnar á ..

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

05.08.2014 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,3% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 724 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 727 þúsund lítrar. 0,1% færri viðskiptavinir komu einnig í Vínbúðirnar á tímabilinu miðað við í fyrra eða rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir bæði árin. Sala á föstudeginum var 7,5% meiri í ár en í fyrra og munar það því að í fyrra var 1. ágúst á fimmtudegi en á föstudegi í ár. Á móti kemur að salan á fimmtudeginum 31. júlí í ár var tæplega 21% minni en í fyrra.

Bjór í graslaut

24.07.2014 | Annríki fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra var metár í komu viðskiptavina í Vínbúðirnar þessa tilteknu viku en rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir heimsóttu Vínbúðirnar frá mánudeginum 29. júlí til laugardagsins 3. ágúst. Tæplega 727 þúsund lítrar af áfengi seldust þessa viku en til samanburðar seldust 438 þúsund lítrar vikuna 15. til 20. júlí. Að jafnaði er salan vikuna fyrir verslunarmannahelgi 50-60% meiri en í hefðbundinni viku í júlí.

Breytingar á Vínbúðinni á Djúpavogi

18.07.2014 | Endurbætur á Djúpavogi

Breytingum á Vínbúðinni á Djúpavogi er nú lokið. Með tilkomu nýrra innréttinga hefur rýmið stækkað fyrir viðskiptavini og Vínbúðin nú öll bjartari og skemmtilegri. Hingað til hefur verið afgreitt yfir borð á Djúpavogi en nú geta viðskiptavinir sótt vörur sínar sjálfir í hillur eins og í öðrum Vínbúðum. Við erum sannfærð um að breytingarnar verði viðskiptavinum sem og starfsfólki til ánægju og þökkum um leið þolinmæði á meðan á framkvæmdum hefur staðið.

Vínbúðin Vopnafirði opnar í dag.

15.07.2014 | Vínbúðin Vopnafirði opnar aftur í dag

Vínbúðin Vopnafirði opnar aftur í dag kl. 16, en búðin var lokuð í gær vegna bruna í matvöruverslun sem er við hliðina á Vínbúðinni. Mikið verk hefur verið unnið við að reykræsta og þrífa sót sem lá yfir öllu. Fjölmargir aðilar komu að þeirri vinnu auk starfsfólks Vínbúðarinnar svo sem lögregla, slökkvilið, starfsfólk HB Granda og fleiri og þökkum við öllum þessum aðilum fyrir flott starf. Engar skemmdir urðu á vörum, tækjum eða búnaði Vínbúðarinnar.

Bruni í húsnæði Vínbúðarinnar Vopnafirði

14.07.2014 | Lokað vegna bruna

Vínbúðin Vopnafirði er lokuð í dag, mánudag, en eldur kviknaði í kjörbúðinni Kauptúni þar í bæ aðfaranótt mánudags þar sem Vínbúðin er einnig til húsa. Vínbúðin sjálf slapp við eldinn, en mikill reykur var á svæðinu og er verið að vinna við að reykræsta.

Unnið er að því að meta aðstæður og þrífa og vonandi verður hægt að opna búðina fljótt. Næsta búð er á Þórshöfn, en þar er opið frá kl. 16-18 í dag.

Salan í júní

03.07.2014 | Salan í júní

Sala áfengis jókst um 3,8% í lítrum fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Þegar vöruflokkar eru teknir saman sést að sala á bjór jókst um 4,4% og léttvíni um 2,1% en á sama tíma var samdráttur í sterku áfengi um 1,1%.

Í einstaka vöruflokkum var sala á rauðvíni og hvítvini minni á fyrstu sex mánuðunum á meðan sala á lagerbjór jókst um 3,9%...

Auglýsingaherferð - Komdu með skilríki frekar en afsakanir.

25.06.2014 | Komdu með skilríki frekar en afsakanir

Enn og aftur minna Vínbúðirnar á sig sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Auglýsingaherferðin 'Komdu með skilríki frekar en afsakanir' fjallar um þær afsakanir sem fólk reynir að nota þegar það getur ekki framvísað umbeðnum skilríkjum í Vínbúðunum.

Markmiðið er minna á mikilvægi þess að muna eftir skilríkjunum og að fólk sé jákvætt þegar spurt er um þau. Við undirbúning var byggt á reynslu starfsfólks, en auglýsingarnar eru í léttum dúr og leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Gulla, snýr nú aftur í hlutverki afgreiðslukonunnar sem sló í gegn í Bíddu- herferðinni.

Vínblaðið - júní 2014

13.06.2014 | Sumarlegt Vínblað komið út

Nýtt Vínblað er nú komið í Vínbúðir, en í þessari sumarútgáfu kennir ýmissa grasa. Vínráðgjafarnir okkar fara á kostum í að fræða okkur um hin ýmsu málefni. Júlíus fjallar um sumarvínin og hvernig við breytum um stíl á sumrin, Páll ræðir um leyndardóma Lambrusco og Gissur skrifar um vínrækt í Suður-Afríku.

Í blaðinu er einnig að finna uppskriftir af sumarlegum kokteilum og girnilegum réttum frá veitingahúsinu Nauthól. ÁTVR hefur lengi verið í fararbroddi varðandi..

Suður-Afrískir þemadagar í Vínbúðunum

11.06.2014 | Suður-Afríku stemmning í Vínbúðunum

Í júní og júlí verða þemadagar í Vínbúðunum með áherslu á Suður-Afríku. Landið er áttunda stærsta vínframleiðslulandið í dag, enda ríkja þar kjörskilyrði til vínræktunar. Víngerðin er blómleg, metnaðarfull og fjölbreytt og spannar ýmsar tegundir vína.

Bækling með spennandi sumaruppskriftum frá veitingastaðnum Nauthól má nálgast í Vínbúðunum og einnig hér á síðunni. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um þemavínin auk fróðleiksmola...

Salan maí 2014

04.06.2014 | Sala áfengis og tóbaks jan – maí.

Sala áfengis jókst um tæp 4% í lítrum fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Í einstökum vöruflokkum varð aukning í sölu lagerbjórs um 3,9% en samdráttur varð í sölu á rauðvíni um 0,5% og hvítvíni um 0,6%. Athygli vekur að á meðan sala léttvína er að dragast saman er aukning í sölu á ókrydduðu brennivíni og vodka um 0,7%. ...

Vínbúðin Hveragerði flutt í Sunnumörk

26.05.2014 | Vínbúðin Hveragerði flutt

Vínbúðin Hveragerði hefur nú flutt í nýtt og stærra húsnæði í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Með flutningi Vínbúðarinnar hefur aðstaða fyrir viðskiptavini batnað til muna auk þess sem aðstaða starfsfólks hefur verið stórbætt. Nýja húsnæðið er töluvert stærra en þar sem Vínbúðin var áður staðsett.

Við óskum Hvergerðingum til hamingju með glæsilega Vínbúð.

14.05.2014 | Rekstur ÁTVR gekk vel 2013

Ársskýrsla ÁTVR 2013 er komin út. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks.
Hagnaður fyrirtækisins nam 1.304 m. kr. árið 2013 í samanburði við 1.340 m. kr. árið 2012. Rekstrartekjur ársins vou 27,4 milljarðar kr. Tekjur af sölu áfengis voru 18.202 m. kr. og hækkuðu um 2% milli ára. Tekjur af sölu tóbaks jukust um 5,1% á milli áranna 2012 og 2013 og voru 9.133 m. kr.

Sala áfengis og tóbaks janúar - apríl

08.05.2014 | Sala áfengis og tóbaks janúar - apríl

Sala áfengis jókst um 3% í lítrum fyrstu fjóra mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Í einstökum vöruflokkum varð aukning í sölu lagerbjórs um 3% en samdráttur varð í sölu á rauðvíni um 1,3% og hvítvíni um 2,1%.

Uppskriftir við öll tækifæri

30.04.2014 | Uppskriftir við öll tækifæri

Á uppskriftavefnum á vinbudin.is er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum og í Vínblaðinu. Hægt er að leita eftir flokkum eins og fiskur, kjúklingur og eftirréttir. Með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum. Sumarið er tíminn! Nú er kjörið að finna uppskrift af dýrindis sumarsalati eða safaríkri steik til að setja á grillið. Njótið vel! SKOÐA UPPSKRIFTAVEF

Lokað 1.maí

30.04.2014 | Lokað í Vínbúðum 1.maí

Fimmtudaginn 1.maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, verður lokað í öllum Vínbúðum.

Föstudaginn 2.maí verður opið skv. venju.

Birgðastaða vara

25.04.2014 | Birgðastaða vara - nýjung

Nú er hægt að sjá birgðastöðu vara hér á vinbudin.is. Bæði er hægt að skoða birgðastöðu einstaka vöru (úr vöruspjaldi) og einnig vörulista hverrar Vínbúðar. Undanfarna mánuði hafa margar ábendingar og óskir borist frá viðskiptavinum og starfsfólki um þessa nýjung og gaman að geta orðið við henni.

Opnunartími

23.04.2014 | Lokað á sumardaginn fyrsta

Lokað verður í Vínbúðunum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl. Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til kl. 18 miðvikudaginn 23.apríl, nema á Dalvegi, í Skútuvogi og í Skeifu þar sem opið er til kl. 20. Hefðbundin opnun er föstudaginn 25.apríl.

Sala áfengis

23.04.2014 | Sala áfengis

Alls komu 37.536 viðskiptavinir í Vínbúðirnar miðvikudaginn fyrir páska. Það eru 8,2% færri en komu sama dag fyrir ári. Miðvikudagurinn fyrir páska er einn stærsti söludagur ársins í Vínbúðunum en mikil sala er í allri Dymbilvikunni. Frá mánudegi til laugardags komu 86.410 viðskiptavinir í Vínbúðirnar, þrátt fyrir að lokað væri fimmtudag og föstudag...

Taupokar

22.04.2014 | Margnota taupokar - vistvæn innkaup

Vínbúðirnar leggja áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum. Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni sem brotna niður í náttúrunni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna.

Opnunartími um Páska

11.04.2014 | Opnunartími Vínbúða um Páskana

Miðvikudaginn fyrir Páska, 16.apríl verða Vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður opið til 19 og til kl. 20 á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifunni. Lokað verður í öllum Vínbúðum á Skírdag og Föstudaginn langa, en hefðbundinn opnunartími verður laugardaginn 30. mars.

Skoða má opnunartíma allra Vínbúða yfir hátíðina  >HÉR. Gleðilega páska!

Ný Vínbúð í Hafnarfirði

25.03.2014 | Ný Vínbúð í Hafnarfirði

Vínbúðin í Hafnarfirði hefur flutt frá verslunarmiðstöðinni Firði að Helluhrauni 16-18. Vínbúðin sem hefur hlotið nafnið Álfrún er með sambærilegt vöruval og Vínbúðin Heiðrún og er þar ein af stærstu Vínbúðum landsins.

Húsnæðið er stórt og glæsilegt og rúmgóður kælir er fyrir allan bjór. Öll aðstaða fyrir viðskiptavini er eins og hún verður best og nóg er af bílastæðum...

Vínbúðin Hveragerði flytur

24.03.2014 | Flutningur væntanlegur í Hveragerði

Í maí er stefnt á að flytja Vínbúðina í Hveragerði í nýtt og stærra húsnæði í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði. Við vonum að með flutningi Vínbúðarinnar batni aðstaða fyrir viðskiptavini til muna, en nýja húsnæðið verður töluvert stærra en þar sem núverandi vínbúð er staðsett. Til fróðleiks má geta þess að á síðasta ári heimsóttu rúmlega 57 þúsund viðskiptavinir Vínbúðina og keyptu um 238 þúsund lítra af áfengi. 496 vörur voru seldar á árinu í vínbúðinni. Söluhæsta tegundin seldist í um 46.300 einingum en ein eining seldist af söluminnstu tegundinni.

Vínbúðin í Hafnarfirði flytur

24.03.2014 | Vínbúðin í Hafnarfirði flytur

Vínbúðin Hafnarfirði flytur á morgun, þriðjudag á nýjan stað að Helluhrauni 16-18 (við hlið Bónuss). Nýja Vínbúðin er öll hin glæsilegasta og vöruvalið hefur verið stóraukið. Vínbúðin í Hafnarfirði verður þar með fjórða Vínbúðin sem hefur allt vöruvalið til sölu, hinar eru Heiðrún, Kringlan og Skútuvogur. Húsnæði Vínbúðarinnar er mun stærra en áður, komið verður upp rúmgóðum kæli fyrir bjór og öll aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur verið bætt til muna. Nýja Vínbúðin liggur vel við umferð og næg bílastæði eru til staðar...

Vínblaðið

12.03.2014 | Mars Vínblaðið komið út

Glænýtt Vínblað er komið út. Meðal efnis í blaðinu er áhugaverð grein um lífræna ræktun sem er í senn flókið og einfalt fyrirbæri. Júlíus vínráðgjafi ræðir um páskabjórinn og Páll vínráðgjafi ræðir um spurningar sem skellt er á vínráðgjafa í kringum bolludag. Þá er að finna lífrænar uppskriftir frá Lifandi markaði. Einnig er að finna vandaða grein eftir Einar Magnús Magnússon, fréttastjóra Samgöngustofu, sem ber heitið ...

Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

05.03.2014 | Páskabjórinn kominn í Vínbúðir

Páskabjórinn er nú kominn í Vínbúðirnar, en alls verða sjö tegundir í sölu þetta árið.

Sala á Páskabjór hefst í dag, Öskudag (5. mars) og stendur til loka Dymbilviku sem er síðasta vikan fyrir Páska. Síðasti söludagur er því laugardagurinn 19. apríl...

Okkar er ánægjan!

28.02.2014 | Okkar er ánægjan

Vínbúðin fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar, sem kynnt var í morgun. Þar sem ekki var marktækur munur á mælingu tveggja efstu fyrirtækjanna deila Vínbúðin og Nova saman efsta sætinu, en Vínbúðin fékk einkunnina 74,1 og Nova 72,6.

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina ...

Páskabjórinn

27.02.2014 | Páskabjórinn væntanlegur

Nú fer páskabjórinn að detta í hús en hann kemur þann 5. mars í Vínbúðir. Alls verða sjö tegundir af páskabjór í sölu þetta árið en þær eru; Víking páskabjór, Páskakaldi frá Bruggsmiðjunni, Víking Páska Bock, Páskagull frá Ölgerðinni, Gæðingur páskabjór, Jesús nr. 24 frá Borg og Þari páskabjór frá Brugghús Steðja.

Páskabjórinn verður í sölu fram til 19. apríl. Þegar salan hefst er hægt að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni með því að haka við táknið Tímabundið í sölu. Þannig er hægt að sjá í hvaða Vínbúðum varan fæst.

Þorrabjór - salan fyrstu helgina

27.01.2014 | Sala á þorrabjór fyrstu söluhelgina

Sala á þorrabjór hófst á bóndadaginn. Sala fyrstu helgina þ.e. föstudag og laugardag var um 23 þús. lítrar sem er talvert meira en árið 2013 þegar salan fyrstu tvo söludagana var 15,7 þús. lítrar. Söluaukningin þessa tvo fyrstu daga er því 45%. Í ár eru átta tegundir í boði en í fyrra voru þær fimm. Það er hugsanlega hluti skýringarinnar á þessari miklu söluaukningu. Mest var selt af Þorrakalda eða 8,7 þús. lítrar.

Heildarsala þorrabjórs í fyrra var 30,6 þús. lítrar og seldist tæpur helmingur heildarmagnsins fyrstu söluhelgina.

Sala hefst á þorrabjór

24.01.2014 | Sala hefst á þorrabjór

Þorrabjórinn hefst í sölu í Vínbúðum í dag, bóndadag. 8 tegundir verða í boði, Einiberja Bock, Gæðingur, Kvasir nr. 22, Þorragull, Surtur, Þorrakaldi, Þorraþræll og Hvalur sem nýlega fékk söluleyfi.
Hægt er að sjá tegundirnar með því að haka við táknið „tímabundin sala“ í vöruleitinni, eða smella. Með því að smella á vöruna fást nánari upplýsingar um hana og meðal annars hægt að sjá í hvaða Vínbúðum varan er til.

Sölu þorrabjórsins lýkur á konudaginn 23.febrúar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2013

03.01.2014 | Sala áfengis og tóbaks árið 2013

Sala á jólabjór jókst um 7,5% á milli ára. Í ár voru seldir 616 þús. lítrar tímabilið 15. nóv. – 31. des. en á sama tímabili árið 2012 seldust 573 þús. lítrar.

Alls voru seldir 18.653 þús. lítrar af áfengi á árinu 2013 sem er 0,6% aukning frá fyrra ári. Mest var selt af lagerbjór eða rúmlega 14 milljón lítrar...

Talning 2.janúar

02.01.2014 | Talning 2.janúar

Talning verður í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en einhverjar Vínbúðir opna að talningu lokinni. Vínbúðirnar Dalvegi, Kringlu, Skeifunni, Skútuvogi og Heiðrún eru lokaðar allan daginn, en aðrar búðir opna að talningu lokinni kl. 16 og eru opnar til kl. 18.

Gleðilegt nýtt ár 2014! Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU til klukkan 20 mánudaginn 30.desember og frá klukkan 10-14 á gamlársdag.

30.12.2013 | Gleðilega hátíð! Sjá opnunartíma

Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU til klukkan 20 mánudaginn 30.desember og frá klukkan 10-14 á gamlársdag. Lokað er í öllum Vínbúðum miðvikudaginn 1. janúar..


Talning verður í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en einhverjar Vínbúðir opna að talningu lokinni.

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári!

Sala áfengis jól og áramót

27.12.2013 | Sala áfengis jól og áramót

Dagana 17. til 24. desember seldust 715,8 þúsund lítrar af áfengi en á sama tíma í fyrra seldust 680 þúsund lítrar. Er aukningin því 5,3% á milli ára. Munar mestu í sölu á bjór en sala á bjór jókst á milli tímabila um 7,5%. Samdráttur var í sölu á sterku áfengi um 2% en sala í léttum vínum var svipuð á milli ára...

Gleðilega hátíð! Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU frá 10-22 á þorláksmessu

23.12.2013 | Gleðilega hátíð!

Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU frá 10-22 á þorláksmessu og 10-13 á aðfangadag. Lokað er 25. og 26.desember en hefðbundin opnun er föstudag og laugardag (27. og 28.des).

Mánudaginn 30.desember er opið 11-20 (nema Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi, sem opna 10) og frá klukkan 10-14 á gamlársdag. Lokað er í öllum Vínbúðum þriðjudaginn 1. janúar. Upplýsingar um opnunartíma á landsbyggðinni má sjá...

Desember Vínblaðið komið út

10.12.2013 | Desember Vínblaðið komið út

Nú er glænýtt og hátíðlegt Vínblað komið út. Í blaðinu er meðal annars að finna skemmtilega grein um freyðivín, sem eru afar vinsæl þegar gera á sér glaðan dag eða fagna saman. Einnig er að finna vandaða grein um koníakið sem mörgum þykir ómissandi á þessum árstíma, auk girnilegra freyðivínskokteila. Jólabjórnum og uppruna hans eru gerð góð skil og sagt frá metnaðarfullu starfi Vínskóla Vínbúðanna.

Vínblaðið er hægt að nálgast frítt í öllum Vínbúðum, auk þess sem það er birt hér á síðunni. Njótið vel!

Sala jan-nóv 2013

09.12.2013 | Sala áfengis og tóbaks

Sala áfengis jókst um 0,7% í lítrum fyrstu ellefu mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,1%, ávaxtavína (sídera) um 77% og sala á öli jókst um 35,7% miðað við árið áður. Samdráttur var hins vegar í sölu á hvítvíni um 1%, ókrydduðu brennivíni og vodka um 5,4% og lagerbjórs um 0,6%. Frá 15. – 30. nóvember seldust 307 þús. lítrar af jólabjór en á sama tímabili í fyrra seldust 267 þús. Aukning á milli ára er því rúmlega 15%...

Jólabjórinnv

25.11.2013 | 7,6% aukning milli ára

Jólabjórinn hefur nú verið í sölu í Vínbúðunum síðan 15.nóvember, en 211 þúsund lítrar seldust fyrstu tvær söluvikur jólabjórsins í ár. Á sama tíma í fyrra seldust 196 þúsund lítrar. Aukningin er því 7,6% á milli ára.

Söluhæstu tegundirnar eru Tuborg Christmas Brew með um 90 þúsund lítra eða 43% af heildarsölunni, Víking Jólabjór með 36 þúsund lítra eða 17% af heildarsölunni og...

Sala á jólabjórnum hafin

15.11.2013 | Sala á jólabjórnum hafin

Sala á jólabjórnum er hafin í Vínbúðunum, en alls eru 25 tegundir í boði þetta árið, bæði nýjar og gamlar. Fjórtán íslenskar tegundir í þessum hópi, en Danir koma þar fast á eftir. Einnig eru á listanum tegundir frá Belgíu, Bandaríkjunum og Bretlandi..

Jólabjórinn 2013

05.11.2013 | Jólabjórinn 2013

Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast föstudaginn 15. nóvember.

Þegar salan hefst er hægt að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst.

Vínbúðin Akureyri - ný viðbygging

25.10.2013 | Viðbygging á Akureyri

Undirritaður hefur verið verksamningur milli ÁTVR og Byggingarfélagsins Hyrnu ehf, sem mun reisa viðbyggingu við Vínbúðina á Akureyri. Um er að ræða verksamning sem byggir á tilboði Hyrnu, frá desember 2010, í þetta verk, en þar með lýkur endurbótum á Vínbúðinni.

Vínbúðin Stekkjarbakka opnar aftur eftir breytingar

22.10.2013 | Stekkjarbakki opnar aftur

Ný og glæsileg Vínbúð opnar aftur í Stekkjarbakka á morgun, miðvikudaginn 23.október. Gagngerar breytingar hafa verið gerðar á búðinni, hún stækkuð töluvert og stór kælir kominn fyrir bjórinn. Búðin er nú öll bjartari og skemmtilegri auk þess sem aðstaða starfsmanna hefur verið bætt til muna.

Opnunartíminn er sá sami og áður, mánudaga til fimmtudaga 11-18, föstudaga 11-19 og laugardaga 11-18. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í breytta og bætta Vínbúð í Stekkjarbakka.

16.10.2013 | Vínbúðin í Hafnarfirði á nýjan stað

ÁTVR hefur skrifað undir leigusamning á húsnæði fyrir nýja Vínbúð að Helluhrauni 16 – 18 í Hafnarfirði. Áformað er að opna Vínbúðina í mars á næsta ári og loka núverandi Vínbúð sem staðsett er í verslunarmiðstöðinni Firði frá sama tíma. Vöruvalið verður stóraukið og munu viðskiptavinir geta valið úr öllu vöruúrvalinu sem ÁTVR býður upp á. Vínbúðin í Hafnarfirði verður þar með fjórða Vínbúðin sem hefur allt vöruvalið til sölu, hinar eru Heiðrún, Kringlan og Skútuvogur. Húsnæði Vínbúðarinnar stækkar verulega, komið verður upp rúmgóðum kæli fyrir bjór og öll aðstaða fyrir viðskiptavini bætt.

Nýja Vínbúðin liggur vel við umferð og næg bílastæði eru til staðar. Opnunartími verður sá sami og verið hefur í Hafnarfirði, þ.e. mánudaga – fimmtudaga 11 – 18, föstudaga 11 – 19 og laugardaga 11 – 18.

Iðnaðarmenn að störfum

07.10.2013 | Framkvæmdir í Vínbúðinni Stekkjarbakka

Þessa dagana standa yfir breytingar á Vínbúðinni Stekkjarbakka sem munu standa til 22. október og verður Vínbúðin lokuð á meðan á framkvæmdum stendur. Viðskiptavinum er bent á nálægar Vínbúðir eins og Vínbúðina Dalvegi, Vínbúðina Smáralind og Heiðrúnu.
Við vonum að þessar breytingar auki ánægju viðskiptavina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og betri Vínbúð þann 23. október.

Vínblaðið

11.09.2013 | Vínblaðið

Í september tölublaði Vínblaðsins má nálgast fróðleik af ýmsu tagi. Páll vínráðgjafi fer með okkur í ferðalag til Bourgogne í Frakklandi og deilir með okkur skemmtilegum og áhugaverðum fróðleik um þetta mikla vínhérað. Gissur vínráðgjafi flytur okkur fréttir úr vínheiminum, Júlíus vínráðgjafi deilir með okkur spennandi vín- og matarupplifun og einnig sígildri uppskrift að Boeuf Bourguignon sem tilvalið er að elda í haustveðrinu auk þess sem finna má umfjöllun um gyllta glasið og grein um fjölbreytni bjórs og framleiðslu hans. Frítt eintak af Vínblaðinu má nálgast í öllum Vínbúðum. Njótið vel!

Sala áfengis og tóbaks jan - ágúst

09.09.2013 | Sala áfengis og tóbaks jan - ágúst

Sala áfengis jókst um 0,1% fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,6% og ávaxtavínum (síderum) um 90,3% miðað við árið áður. Samdráttur var hins vegar í sölu á hvítvíni um 1,3%, lagerbjór um 1,6% og ókrydduðu brennivíni og vodka um 5,4%...

Umhverfisvænn poki

28.08.2013 | Vínbúðirnar fagna framtakinu Plastpokalaus laugardagur

Vínbúðirnar leggja áherslu á vistvæn innkaup og að draga úr notkun á einnota vörum. Til að fylgja stefnumörkuninni eftir er lögð áhersla á margnota umbúðir. Í Vínbúðunum eru til sölu taupokar úr umhverfisvænu efni sem brotna niður í náttúrunni og kjósa stöðugt fleiri viðskiptavinir þá í stað plastpokanna. Á síðasta ári seldust rúmlega 15 þúsund margnota burðarpokar. Á síðasta ári seldu Vínbúðirnar 1.873 þúsund plastpoka, eða tæplega 6 poka á hvern landsmann...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

07.08.2013 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 2% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 727 þúsund lítrar af áfengi í ár en í fyrra seldust 713 þúsund lítrar. 2% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar á tímabilinu en í fyrra eða rúmlega 128 þúsund viðskiptavinir á móti tæplega 126 þúsund viðskiptavinum í fyrra...

Sala áfengis og tóbaks janúar til júlí

06.08.2013 | Sala áfengis og tóbaks janúar til júlí

Aukning var 0,1% í sölu áfengis fyrstu sjö mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu á rauðvíni um 2,9% og ávaxtavínum (síderum) um 105,6% miðað við árið áður...

Mikið að gera í Vínbúðunum fyrir verslunarmannahelgi

30.07.2013 | Mikið að gera í Vínbúðunum fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu rúmlega 125 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku. Alls seldust 713 þúsund lítrar af áfengi í fyrra. Til samanburðar komu 95 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar vikuna 16. – 21. júlí og þá seldust 430 þúsund lítrar af áfengi...

Sala áfengis og tóbaks janúar til júní

03.07.2013 | Sala áfengis og tóbaks janúar til júní

Samdráttur var 1,4% í sölu áfengis fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukning var í sölu á rauðvíni á tímabilinu um 1,7% en sala á hvítvíni dróst saman um 2,5%...

Vínbúðin Patreksfirði

28.06.2013 | Vínbúðin á Patreksfirði flutt í nýtt húsnæði

Vínbúðin Patreksfirði hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Þórsgötu 8. Á sama tíma breyttist opnunartími en í júní-ágúst er opið mánudaga til fimmtudaga 14-18, föstudaga 14-19 og laugardaga 11-14.

Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC

25.06.2013 | ÁTVR hlýtur gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC

ÁTVR hefur hlotið Gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC. Úttektin greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. ÁTVR fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar sérstakar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið...

Nýtt Vínblað!

12.06.2013 | Nýtt Vínblað!

Nú er sumarlegt og spennandi Vínblað komið í Vínbúðirnar. Meðal efnis að þessu sinni eru girnilegar grilluppskriftir frá Grillmarkaðnum, mikill fróðleikur um Rioja héraðið á Spáni, en í júní og júlí eru einmitt Rioja þemadagar í Vínbúðunum, ljúffengir sumarkokteilar, grein um rósavín, umfjöllun um nýja herferð gegn munntóbaksneyslu ungmenna, auk þess sem þrír vínráðgjafar velja vín með spennandi lúðurétti. Vínblaðið fæst frítt í öllum Vínbúðum og einnig er hægt að fletta því hér á vefnum.
Njótið vel!

Sala áfengis og tóbaks janúar til maí

06.06.2013 | Sala áfengis og tóbaks janúar til maí

Sala áfengis jókst um 1,5% lítra fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,7% og hvítvíns um 1,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni, vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman. Sala ávaxtavína heldur áfram að aukast og er söluaukning í þeim flokki tæp 96% á milli ára...

Þemadagar - Rioja

04.06.2013 | Rioja dagar

Í júní og júlí verða Rioja þemadagar í Vínbúðunum. Rioja er best þekkt fyrir rauðvín úr Tempranillo þrúgunni, en þar eru einnig gerð hvítvín, rósavín og jafnvel freyðivín. Aðrar helstu þrúgur svæðisins eru hinar rauðu Garnacha, Mazuelo og Graciano og hinar hvítu Viura og Verdejo.

Bækling með spennandi grilluppskriftum frá Grillmarkaðnum, sem henta mjög vel með vínum frá Rioja, má nálgast í Vínbúðunum og einnig hér á síðunni. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um þemavínin auk fróðleiksmola.
Vertu velkomin/n á Rioja daga í Vínbúðunum!

Vínbúðin Flúðum

31.05.2013 | Breytingar á Flúðum

Frá því að Vínbúðin á Flúðum var opnuð í júní 2009 hefur viðskiptavinum fjölgað og salan aukist jafnt og þétt. Vínbúðin var í upphafi 100 tegunda Vínbúð, en vegna fjölda viðskiptavina og mikillar sölu þá hefur verið ákveðið að fjölga tegundum um helming og auka opnunartímann frá 1. júní n.k.

Vínbúðin er áfram til húsa að Akurgerði 4, Flúðum. Breyttur opnunartími er....

Vínbúðin

17.05.2013 | Meðferð umsókna um sölu á tóbaki með einkennandi bragðefnum

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur í samræmi við tilmæli velferðarráðuneytisins og markmið tóbaksvarnarlaga nr. 6/2002 og laga nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, um að draga úr skaðlegum áhrifum tóbaksneyslu, vernda ungt fólk gegn neyslu tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum, ákveðið að taka að svo stöddu ekki til sölu tóbaksvörur sem hafa einkennandi lyktar- eða bragðefni, önnur en þau sem þegar er hefð fyrir sölu á hérlendis. Tilefnið er aukin tilhneiging tóbaksiðnaðarins til að höfða til nýrra...

Seturðu hvað sem er upp í þig?

08.04.2013 | Ný 3D forvarnarauglýsing um munntóbak

Vínbúðirnar/ÁTVR hafa sett af stað nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er: 'Seturðu hvað sem er upp í þig? Munntóbak er ógeð'. Markmiðið er að stuðla að minni notkun neftóbaks á meðal ungs fólks í samræmi við markmið laga og stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.

Auglýsingunni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um skaðsemi munntóks og minna ungt fólk á að munntóbak er skaðlegt ekki síður en ógeðslegt. Í auglýsingunni er munntóbaki líkt við rusl til að vekja athygli á því að engum myndi detta í hug að hafa það langtímum saman í munninum....

Sala áfengis

04.04.2013 | Sala áfengis

Sala áfengis er 4,4% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Þessa aukningu má líklega að mestu skýra með því að í ár eru páskar í mars en þeir voru í apríl í fyrra. Sama skýring á við þegar sala marsmánaðar er skoðuð en í ár seldust 12,2% fleiri lítrar en í fyrra...

Mjög góð afkoma hjá ÁTVR

02.04.2013 | Mjög góð afkoma hjá ÁTVR

Hagnaður ÁTVR á árinu 2012 var 1.340 milljónir króna. Á árinu jókst sala áfengis í fyrsta sinn frá árinu 2008. Salan jókst um 0,54% í lítrum talið á milli áranna 2011 og 2012.

Almennt var samdráttur í sölu tóbaks á árinu 2012, að reyktóbaki undanskildu en þar er aukning um 12%. Sala neftóbaks dróst saman um 4,9% og sala á vindlingum (sígarettum) um tæp 3%...

27.03.2013 | Opnunartímar um páskana

Opið verður til 19 í kvöld í Vínbúðunum á höfuðborgarsvæðinu, nema á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifunni þar sem opið verður til klukkan 20. Lokað verður í öllum Vínbúðum á Skírdag og Föstudaginn langa, en hefðbundinn opnunartími verður laugardaginn 30. mars.

Gleðilega páska!

26.03.2013 | Vínbúðin Grundarfirði opnar á nýjum stað

Vínbúðin Grundarfirði hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Grundargötu 38. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð.

Kári Gunnarsson hefur verið ráðinn verslunarstjóri Vínbúðarinnar og verður opnunartíminn sá sami út maí, þ.e. 17-18 mánudaga til fimmtudaga og 14-18 á föstudögum, en þann 1. júní tekur sumaropnunartíminn við og verður þá opið frá 16-18 mánudaga til fimmtudaga og 13-18 á föstudögum.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýja staðinn!

Vínblaðið

11.03.2013 | Nýtt Vínblað komið út

Nýtt og vorlegt Vínblað er nú komið út. Í blaðinu er umfjöllun um Suður-Frakkland og þá miklu matar- og vínmenningu sem þar blómstrar, uppskriftir af suður-frönskum réttum frá Friðgeiri Inga á Gallery Restaurant, farið er yfir vinsælustu drykkina árið 2012, vínráðgjafarnir velja vín með páskalambinu, umfjöllun um freyðivín og helstu fréttir úr vínheiminum.

Vínblaðið má nálgast frítt í næstu Vínbúð og einnig má fletta í gegnum það hér á vefnum. Njótið vel!

01.03.2013 | Veisla frá Suður-Frakklandi

Í mars eru þemadagar í Vínbúðunum og að þessu sinni beinum við sjónum okkar að Suður-Frakklandi og þeim frábæru vínum sem þaðan koma.
Í Vínbúðum og hér á vefnum má nálgast fallegan bækling með lista yfir þemavínin, fróðleik um Suður-Frakkland og girnilegar uppskriftir frá Friðgeiri Inga á Gallery Restaurant.

Bon appétit!

21.02.2013 | Ánægðustu viðskiptavinirnir í smásölu þriðja árið í röð!

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði. Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa sameiginlega að. Markmið Ánægjuvogarinnar er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.

Við þökkum viðskiptavinum okkar sem völdu Vínbúðirnar besta fyrirtækið í flokki smásölufyrirtækja og starfsfólki sem gerir viðskiptavini okkar ánægða á hverjum degi.
Takk fyrir okkur!

21.02.2013 | Vínbúðin á Kirkjubæjarklaustri flytur

Vínbúðin Kirkjubæjarklaustri hefur nú opnað í nýju og glæsilegu húsnæði að Klausturvegi 15. Nýja Vínbúðin er sjálfsafgreiðsluverslun en áður var afreiðslan yfir borð. Á undanförnum árum hefur þeim Vínbúðum fækkað mjög þar sem afgreitt er yfir borð og eru nú eingöngu fimm Vínbúðir af 48 sem hafa það fyrirkomulag.

Sigurlaug Jónsdóttir hefur verið ráðinn verslunarstjóri á nýja staðnum og opnunartíminn verður sá sami og áður þ.e. yfir veturinn er opið mán.-fim 17-18 og frá kl. 14 – 18 á föstudögum. Yfir sumartímann er opið lengur.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýja staðinn.

08.02.2013 | Vínbúðin Austurstræti opnar eftir breytingar

Vínbúðin Austurstræti hefur nú opnað á ný eftir miklar endurbætur. Gólfi, lofti, ljósum og innréttingum var skipt út og er búðin nú algjörlega umbreytt, björt og falleg. Fyrri hönnun var frá árinu 1992 og því kominn tími á andlitslyftingu. Verið velkomin í breytta og bætta Vínbúð í Austurstræti.

04.02.2013 | Sala áfengis og tóbaks í janúar

Sala áfengis er 1,4% minni í ár en í fyrra. Meira er selt af rauðvíni og hvítvíni en samdráttur er í sölu á lagerbjór, sterku áfengi og blönduðum drykkjum. Ef sala áfengis í janúarmánuði er skoðuð tímabilið 2006 – 2013 þá er salan í ár sú minnsta á tímabilinu....

Nýr kokteilbæklingur

16.01.2013 | Nýr kokteilbæklingur

Fyrir jólin kom út nýr og spennandi kokteilbæklingur. Í honum má finna úrval spennandi óáfengra og áfengra kokteila auk uppskrifta af bollum sem hentugt er að bjóða upp á í ýmis konar samkvæmum. Einnig eru góðar leiðbeiningar um hvaða tæki og tól er gott að hafa við höndina þegar blanda á kokteila og hvernig útbúa má síróp af ýmsu tagi til að bragðbæta blöndurnar.

03.01.2013 | Við breytum og bætum Vínbúðina Austurstræti

Þessa dagana standa yfir breytingar á Vínbúðinni Austurstræti sem áætlað er að standi yfir þar til í byrjun febrúar. Skipt verður meðal annars um gólfefni og nauðsynlegar endurbætur gerðar á innréttingum.

Vínbúðin verður lokuð á meðan á framkvæmdum stendur og er viðskiptavinum bent á nálægar Vínbúðir eins og Vínbúðina Borgartúni, Vínbúðina Eiðistorgi og Vínbúðina Kringlunni.
Við vonum að þessar breytingar auki ánægju viðskiptavina og hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri og betri Vínbúð.

Sala áfengis og tóbaks árið 2012

02.01.2013 | Sala áfengis og tóbaks árið 2012

Sala á áfengi í desember var 2,2% minni en sama mánuð í fyrra. Vikan fyrir áramót er jafnan ein annasamasta vika ársins og er árið í ár engin undantekning.

Dagana 27. – 31. desember voru seldir 513 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 2% meira en sömu daga í fyrra. Í ár bar 30. desember upp á sunnudag og því lokað í Vínbúðunum. Mikið var að gera á gamlársdag og víða mynduðust langar biðraðir en þá komu 29.700 viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er 7,1% meira...

01.01.2013 | Talning 2. janúar

Talning verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 2. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en sumar Vínbúðir opna að talningu lokinni.

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýja árinu!

31.12.2012 | Gamlársdagur

Opið er í Vínbúðunum á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU frá klukkan 9-14 á gamlársdag, mánudaginn 31. desember. Lokað er í öllum Vínbúðum þriðjudaginn 1. janúar.

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári!

27.12.2012 | Sala í Vínbúðunum um jól og fyrir áramót

30. desember er að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Hann ber nú eins og Þorláksmessu upp á sunnudag og því má búast má við miklum fjölda viðskiptavina á gamlársdag. Í fyrra voru viðskiptavinir um 94 þúsund dagan 27.- 31. des og þar af komu rúmlega 61% þeirra 30. og 31. des. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann.

Salan frá 1. – 24. desember er 3,6% minni en á sama tíma í fyrra. ...

Vínbúðirnar óska landsmönnum farsældar á komandi ári!

18.12.2012 | Vertu tímanlega

Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og eru tveir annasömustu dagarnir Þorláksmessan og 30. desember, en oft hefur þurft að hleypa viðskiptavinum inn í hollum á mestu álagstímunum þessa daga.

Í ár lenda þessir dagar á sunnudegi en samkvæmt lögum er Vínbúðunum óheimilt að hafa opið þá. Gera má ráð fyrir að vegna þessa verði miklar annir í Vínbúðunum á aðfangadag og gamlársdag.

Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann. Gleðilega hátíð!

11.12.2012 | Niðurstaða EFTA dómstólsins

EFTA dómstóllinn veitti í dag ráðgefandi álit vegna ákvæða í íslenskum rétti sem fylgt hefur verið við val ÁTVR á áfengi til sölu í verslunum fyrirtækisins. Niðurstaða dómsins horfir mjög til skýringar á þeim reglum sem hafa heimilað ÁTVR eða skyldað til að hafna áfengum vörum vegna texta og myndmáls á umbúðum áfengisins.

Sala áfengis og tóbaks fyrstu 11 mánuði ársins

07.12.2012 | Sala áfengis og tóbaks fyrstu 11 mánuði ársins

Sala áfengis janúar – nóvember er 0,9% meiri í lítrum talið en sömu mánuði í fyrra. Sala í nóvember er rúmlega 8% meiri en það má að hluta skýra með því að það eru fleiri helgar í nóvember í ár en í fyrra. Þegar sala er skoðuð eftir söluflokkum þá hefur sala á bjór aukist um 0,6% og á léttvíni um 3,7% en samdráttur hefur orðið í sölu á sterku áfengi um 4,9%...

04.12.2012 | ÁTVR heimilt að hafna áfengisblönduðum orkudrykkjum

EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem stefndi íslenska ríkinu, en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna málsins. Vín Tríó vildi að ÁTVR tæki drykkinn Mokai Cider...

Jólabjórinn

23.11.2012 | Jólabjórinn vinsæll

Á þeirri rúmu viku sem jólabjórinn hefur verið í sölu í Vínbúðunum hafa verið seldir um 140 þús. lítrar sem er 12% meira magn en á sambærilegu tímabili í fyrra þ.e. 15. – 22. nóvember.

Mest hefur verið selt af Tuborg Christmas Brew eða tæplega helmingur af því magni sem selt hefur verið. Sumar tegundir sem komu í takmörkuðu magni hafa vakið mikla athygli...

Breytingum lokið á Akureyri

22.11.2012 | Breytingum lokið á Akureyri

Breytingum á Vínbúðinni á Akureyri sem staðið hefur yfir frá því í október er lokið. Ákveðið var samhliða breytingunum að fjölga tegundum um þriðjung og má segja að verið sé að koma til móts við heimamenn sem kallað hafa eftir auknu vöruvali. Vínbúðin er á sama stað og áður að Hólabraut 16 og er Jóhanna Sigmarsdóttir verslunarstjóri.

Vínbúðin er opin mánudaga – fimmtudaga frá 11:00 – 18:00, föstudaga frá 11:00 – 19:00 og á laugardögum frá 11:00 – 18:00
Við bjóðum viðskiptavini velkomna í glæsilega Vínbúð á Akureyri.

Mikið selt af jólabjór fyrstu dagana

20.11.2012 | Mikið selt af jólabjór fyrstu dagana

Mikil sala var í jólabjór fyrstu söludagana. Alls seldust um 105 þús. lítrar fyrstu þrjá dagana þ.e. fimmtudag – laugardags. Í fyrra var 15. nóv. á þriðjudegi en þá seldust 110 þús. lítrar frá þriðjudegi til laugardags....

Jólabjórinn kominn í sölu

15.11.2012 | Jólabjórinn kominn í sölu

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, fimmtudag. Jólabjórinn vekur alltaf mikla athygli, en í ár er von á 21 tegund í sölu (auk annarrar jólavöru).

Mikið kapp hefur verið lagt á að dreifa jólabjórnum í Vínbúðir þannig að sem flestar tegundir séu fáanlegar við upphaf sölutímabilsins. Dreifingin ræðst hins vegar af ...

Jólabjórinn 2012

08.11.2012 | Jólabjórinn 2012

Í Vínbúðunum hefst sala jólabjórs 15. nóvember og lýkur á þrettándanum. Árið 1999 var selt magn jólabjórs 57 þús. lítrar og jókst árlega til ársins 2006 en þá var selt magn 342 þús. lítrar. Aðeins dró úr sölu árin 2007 og 2008 en eftir það hefur verið stöðug aukning og jókst t.d. salan í lítrum talið...

Sala áfengis og tóbaks jan-okt

05.11.2012 | Sala áfengis og tóbaks jan-okt

Sala áfengis jókst um 0,2% í lítrum fyrstu tíu mánuði í samanburði við árið í fyrra. Sala rauðvíns er nánast sú sama og í fyrra en aukning er í sölu hvítvíns um 2,1%. Alls hafa verið seldir 15,1 milljón lítra það sem af er ári þar af er sala á lagerbjór 9,6 milljón lítra...

Jólabjórinn í búðir 15. nóvember

24.10.2012 | Jólabjórinn væntanlegur 15. nóvember

Margir bíða spenntir eftir að jólabjórinn komi í Vínbúðirnar og hefur mikið verið spurt um hvenær búast megi við honum, en sala á honum mun hefjast fimmtudaginn 15. nóvember.

Á síðasta ári seldust ríflega 500.000 lítra af jólabjór í Vínbúðunum, mest seldi jólabjórinn

Nýtt vínblað komið í vínbúðir

09.10.2012 | Breytingar á Akureyri

Þessa dagana eru að hefjast breytingar á Vínbúðinni á Akureyri sem áætlað er að standi yfir þar til í seinnihluta nóvember. Skipt verður um gólfefni, inn- og útgangur verður aðskilinn og nauðsynlegar endurbætur verða gerðar á innréttingum.

Vínbúðin verður opin á meðan á framkvæmdum stendur en Vínbúðinni verður skipt til helminga og hún rekin í sitthvorum helmingi rýmisins í tæpar þrjár vikur í senn. Eitthvað rask gæti því orðið á þjónustu ...

Vínblaðið

28.09.2012 | Vínblaðið

Í haustútgáfu Vínblaðsins er mikið um áhugavert efni. Þar kennir Júlíus vínráðgjafi okkur réttu tæknina við bjórsmökkun, Páll vínráðgjafi útskýrir grugg í vínflöskum og deilir með okkur spennandi uppskrift af flæmskum pottrétti þar sem bjór er notaður við matargerðina, Gissur vínráðgjafi fer yfir sögu bjórs í Belgíu og færir okkur fréttir úr ...

Mögulegar truflanir í Vefbúðinni í dag

26.09.2012 | Mögulegar truflanir í Vefbúðinni í dag

Vegna uppfærslu á tölvukerfi gætu verið einhverjar truflanir á vörulistanum og í Vefbúðinni í dag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.

Sala áfengis og tóbaks janúar til ágúst 2012

11.09.2012 | Sala áfengis og tóbaks janúar til ágúst 2012

Sala áfengis jókst um 1,6% í lítrum fyrstu átta mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,2% en sala hvítvíns hefur aukist um 3,7%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman. Sala ávaxtavína heldur áfram ..

Sögulegir flutningar í Ólafsvík

09.08.2012 | Sögulegir flutningar í Ólafsvík

Í dag opnar Vínbúðin í Ólafsvík í nýju og glæsilegu húsnæði að Ólafsbraut 55. Á sama tíma lokar gamla Vínbúðin sem opnuð var árið 1987 í samstarfi við barnafataverslun. Vínbúðin var á sínum tíma fyrsta Vínbúðin sem ÁTVR opnaði í samstarfi við annan rekstraraðila og markaði sú opnun tímamót í þjónustu við viðskiptavini...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

07.08.2012 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 7,6% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Salan í þessari viku var reyndar óvenjulega lítil í fyrra og var til að mynda 11% minni árið 2011 en 2010. Samtals seldust 713 þúsund lítrar af áfengi í ár en í fyrra seldust 662 þúsund lítrar. 7,7% fleiri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, rúmlega 125 þúsund á móti 116 þúsund árið 2011...

Búist við annríki í Vínbúðunum

30.07.2012 | Búist við annríki í Vínbúðunum

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu tæplega 117 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku.

Til samanburðar komu að meðaltali um 98 þús. viðskiptavinir í Vínbúðirnar í viku í júlí sl. Í fyrra seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í vikunni fyrir verslunarmannahelgina en meðalsala á viku í júlí er um 449 þúsund lítrar. Salan í vikunni fyrir verslunarmannahelgina er því um 47% meiri en sala í meðalviku í júlí...

Ný skýrsla um tóbaksneyslu á Íslandi

04.07.2012 | Ný skýrsla um tóbaksneyslu á Íslandi

Embætti Landlæknis hefur birt ítarlega skýrslu um tóbaksneyslu á Íslandi. Könnunin var símakönnun framkvæmd í mars og apríl 2012.

Nýr bæklingur um Ítalíu

03.07.2012 | Nýr bæklingur um Ítalíu

Nýr bæklingur eftir vínráðgjafann Pál Sigurðsson er nú fáanlegur í Vínbúðunum. Í bæklingnum er að finna fróðlegar upplýsingar um vín og helstu vínræktarhéruð Ítalíu, auk sex girnilegra uppskrifta að réttum sem eru undir ítölskum áhrifum. Njóttu vel!

Salan fyrstu 6 mánuðina

02.07.2012 | Salan fyrstu 6 mánuðina

Sala áfengis jókst um 2,9% í lítrum fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 1,8% og hvítvíns um 6,4% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um rúmlega 3%. Sala á ávaxtavínum hefur aukist um tæp 50% það sem af er ári. Hins vegar hefur dregið úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka..

Vínbúðin á Hellu opnaði í dag

29.06.2012 | Vínbúðin á Hellu opnaði í dag

Vínbúðin á Hellu opnaði á ný í dag, en henni var lokað árið 2010 vegna breytinga á leiguhúsnæði. Vínbúðin er á sama stað og áður í verslunarkjarnanum og er Sigríður Magnea Sigurðardóttir verslunarstjóri.

Í sumar er Vínbúðin opin mánudaga til fimmtudaga frá 11-18, föstudaga frá 11-19 og laugardaga frá 11-16. Nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúðarinnar. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð á Hellu.

Ný gerð plastpoka

28.06.2012 | Ný gerð plastpoka

Vínbúðirnar hafa nú sett nýjan plastpoka í umferð. Á undanförnum árum hafa umbúðir áfengis breyst talsvert m.a. er algengara að bjór sé seldur í magnpakkningum og rauðvín og hvítvín í kössum. Þessar umbúðartegundir kalla síður á plastpokakaup en vín í flöskum...

26.06.2012 | Vínbúðin opnar á Hellu

Í mars árið 2010 lokaði ÁTVR Vínbúðinni á Hellu vegna framkvæmda sem voru í tengslum við leiguhúsnæði Vínbúðarinnar. Nú eru framkvæmdir í húsinu langt komnar og Vínbúðin mun opna að nýju á sama stað og áður.

Vínbúðin opnar föstudaginn 29.júní kl. 12:00, en Sigríður Magnea Sigurðardóttir mun sjá um verslunarstjórn.

ÁTVR og UN Global Compact

15.06.2012 | ÁTVR og UN Global Compact

ÁTVR hefur nú gerst aðili að UN Global Compact sem og undirritað yfirlýsingu um að fylgja 10 meginreglum sameinuðu þjóðanna og innleiða þær inn í vörukaupaferli fyrirtækisins.

Í því fellst að ÁTVR gerir kröfu um að vörur sem birgjar bjóða upp á séu í samræmi við sáttmálann sem kveður á um afnám barnaþrælkunar, virðingu mannréttinda, aðbúnað á vinnustað, umhverfismál og varnir gegn spillingu...

Nýtt Vínblað komið út!

11.06.2012 | Nýtt Vínblað komið út!

Nú er nýtt og sumarlegt Vínblaðið komið út. Í blaðinu að þessu sinni er meðal annars að finna girnilegar ítalskar uppskriftir, fróðleik um vínhéraðið mikla Toscana, áhugaverða grein um vínin sem marka stefnuna í spænskri víngerð næsta áratuginn og ferska og forvitnilega kokteila frá Sushisamba. Vínblaðið fæst frítt í öllum Vínbúðum, njótið vel!

Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins

01.06.2012 | Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins

Sala áfengis jókst um 1,5% í lítrum fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning er í sölu rauðvíns um 3% og hvítvíns um 5% en samdráttur í ókrydduðu brennivíni og vodka um 3%.

Vafi um gildistöku staðals um tregbrennanlegar sígarettur

30.05.2012 | Vafi um gildistöku staðals um tregbrennanlegar sígarettur

ÁTVR hefur borist svar við erindi frá innanríkisráðuneytinu þar sem staðfestur var sá skilningur ÁTVR að vafi leiki á því hvort staðallinn ÍST EN 16156:2010 hafi öðlast skyldubindandi gildi hér á landi og réttaróvissa ríki um gildistöku hans.

Það skal ítrekað að allar sígarettur sem eru til sölu hjá ÁTVR uppfylla kröfur staðalsins og hafa gert í marga mánuði. Hér má sjá svar innanríkisráðuneytisins við erindi ÁTVR.

HÉR er að finna frétt frá ÁTVR um málið frá því í mars 2012.

16.05.2012 | Vínhandbókin á vefnum

Í tilefni 90 ára afmælis ÁTVR var gefin út glæsileg Vínhandbók í febrúar sem viðskiptavinum bauðst frítt í Vínbúðunum. Vínhandbókin hefur hlotið mikið lof og verið afar vinsæl og því fá eintök eftir. Nú er hægt að nálgast PDF af handbókinni hér á vefnum þar sem öllum er velkomið að skoða hana eða prenta út til eigin nota. Njótið vel!

VÍNHANDBÓKIN

Vínbúðin Hellu opnar á ný

14.05.2012 | Vínbúðin Hellu opnar á ný

Í mars árið 2010 lokaði ÁTVR Vínbúðinni á Hellu vegna framkvæmda sem voru í tengslum við leiguhúsnæði Vínbúðarinnar. Nú eru framkvæmdir í húsinu langt komnar og Vínbúðin mun opna að nýju á sama stað og áður. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrri part sumars. Sigríður Magnea Sigurðardóttir mun sjá um verslunarstjórn.

Júlli vínráðgjafi

30.04.2012 | Portúgal

Þegar talað er um Portúgal sem vínframleiðsluland koma púrtvínin fljótt upp í hugann. Löng hefð er þó fyrir framleiðslu á góðum léttvínum og hafa rauðvínin verið einna þekktust. Margir sem komnir eru á miðjan aldur kannast þó sjálfsagt við portúgölsk rósavín en þau voru gjarnan drukkin þegar farið var út að borða...

Vefbúðin lokuð í 3 daga

26.04.2012 | Vefbúðin lokuð í 3 daga

Vegna uppfærslu á viðskiptakerfi ÁTVR verður ekki hægt að fá ítarupplýsingar um vörur á vefnum, né panta í Vefbúðinni frá og með föstudeginum 27. apríl til og með sunnudagsins 29. apríl. Við biðjumst afsökunar á ónæði sem þetta kann að valda.

Leyndardómar hillumiðans

20.04.2012 | Leyndardómar hillumiðans

Á hillumiðanum eru upplýsingar með táknum og texta sem segja til um hverju megi búast við, eða hvernig vínið er. Það þarf ekki annað en líta á táknin til að átta sig á því hvort vínið er létt, miðlungs eða bragðmikið.

Í nýjasta Vínblaðinu tekur Páll Sigurðsson, vínráðgjafi, saman upplýsingar um hillumiðann og útskýrir hvernig auðvelt er að lesa út úr þeim upplýsingum sem á miðanum eru...

Lokað á morgun

18.04.2012 | Lokað á morgun

Lokað verður í Vínbúðum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19.apríl. Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til kl. 18:00 í dag, miðvikudag, nema á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20:00.

Þriðjudaginn 1.maí verður einnig lokað í Vínbúðum.

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma Vínbúða er að finna á vef okkar.

Umhverfisvænu pokarnir vinsælir

17.04.2012 | Umhverfisvænu pokarnir vinsælir

Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir valið að kaupa umhverfisvæna poka sem hægt er að nota aftur og aftur í stað einnota plastpoka. Umhverfisvænu pokarnir hafa notið mikilla vinsælda, enda auðveldlega hægt að nýta þá í fleiri innkaupaferðum. Pokarnir kosta 150 kr. og því margborgar sig að fjárfesta í einum slíkum.

Árlega kaupa viðskiptavinir Vínbúðanna um 2,2 milljón plastburðarpoka en nú geta þeir sem vilja vera umhverfisvænir nýtt sér þessa frábæru poka aftur og aftur.

Ritun sögu ÁTVR að ljúka

12.04.2012 | Ritun sögu ÁTVR að ljúka

Á árunum 2004 til 2005 var farið að huga að ritun sögu ÁTVR. Kynslóðaskipti voru að verða í fyrirtækinu og ljóst að mikil þekking á fyrri rekstrarárum ÁTVR var við það að hverfa. Ekki mátti bíða mikið lengur ef á annað borð ætti að halda saman og varðveita sögu þessa merka fyrirtækis.

Rifja má upp að starfsemi ÁTVR hófst árið 1922 og teygir sig yfir mikil umbrotaár í sögu þjóðarinnar. Sérstaða ÁTVR er mikil og er fyrirtækið vel þekkt í hugum Íslendinga...

Páskasalan meiri en í fyrra

10.04.2012 | Páskasalan meiri en í fyrra

Í Dymbilvikunni voru seldir 484 þúsund lítrar af áfengi, sem eru 4,6% meira magn en selt var fyrir páska fyrir ári. Miðvikudagur fyrir páska er einn af söluhæstu dögum ársins en í ár seldust 246 þús. lítrar þann dag, eða rúmlega helmingur af seldu magni vikunnar. Þann dag komu tæplega 39.800 viðskiptavinir í Vínbúðirnar, flestir, rétt yfir 15 þúsund, komu milli klukkan 16:00 og 18:00.

Sala áfengis að aukast

03.04.2012 | Sala áfengis að aukast

Sala áfengis í mars er 11,6% meiri í ár en í fyrra. Ástæða má líklega að mestu skýra með því að í ár eru fimm helgar í mars en voru fjórar í fyrra.

Tæplega 60% viðskiptavina koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum og þess vegna hefur fjöldi helga í mánuði mikil áhrif á sölutölur mánaða. Hugsanlega hefur einnig áhrif að páskar eru snemma í apríl í ár en seint í fyrra.

Mjög góð afkoma hjá ÁTVR þriðja árið í röð

27.03.2012 | Mjög góð afkoma hjá ÁTVR þriðja árið í röð

Hagnaður ÁTVR á árinu 2011 var rúmlega 1,2 milljarðar króna. Samdráttur í sölu áfengis var 2,7% og samdráttur í sölu tóbaks var 4,9%. Þrátt fyrir samdráttinn er afkoman með því besta frá árinu 2002 en þá var innheimtu tóbaksgjalds breytt og gjaldið ekki lengur hluti af hagnaði fyrirtækisins. Heildartekjur voru 25,4 milljarðar þar af voru tekjur af sölu áfengis 17 milljarðar en tekjur af sölu tóbaks voru 8,4 milljarðar...

ÁTVR semur við Advania

26.03.2012 | ÁTVR semur við Advania

ÁTVR hefur samið við Advania um endurnýjun á kassakerfi í Vínbúðunum. Einnig var samhliða undirritaður samningur um endurnýjun, hýsingu og rekstur á fjárhagslausninni Microsoft Dynamics NAV. Lögð var áhersla á hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna. Lögð var áhersla á hagkvæmni og öryggi hlutaðeigandi lausna...

Eingöngu tregbrennanlegar til sölu

19.03.2012 | Eingöngu tregbrennanlegar til sölu

Undanfarið hafa öll sígarettubréf verið að breytast í tregbrennanlega gerð (RIP) samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Í tregbrennanlegar sígarettur eru notuð bréf sem er þannig samsett að hætta á að kvikni út frá þeim verður óveruleg ef viðkomandi hættir að draga að sér reykinn, t.d. ef sofnað er útfrá þeim. Logandi sígaretta sem dettur eða glóð út frá sígarettunni getur orsakað mikil bál á skömmum tíma, en að meðaltali deyja tveir til þrír á viku vegna bruna af völdum reykinga í ríkjum ESB landa. Markmiðið með þessum nýju kröfum er þar af leiðandi að minnka líkur á eldsvoðum og dauðsföllum.

Eins og fjallað hefur verið um í fréttum hafa ÁTVR og Neytendastofa haft mismunandi álit á aðferð við innleiðingu staðlanna

Páskagull verður selt í Vínbúðunum

12.03.2012 | Páskagull verður selt í Vínbúðunum

Í kjölfar þess að ÁTVR hafnaði því að bjórinn Páskagull yrði seldur í Vínbúðunum m.a. á grundvelli þess að merkingum væri áfátt leitaði Ölgerðin Egill Skallagrímsson álits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlitið hefur nú skilað niðurstöðu sinni. Þar er tekið undir athugasemdir ÁTVR um að breyta þurfi merkingunum til samræmis við ákvæði gildandi laga og reglugerða um matvæli. Enn fremur er lagt til að hæfilegur frestur til úrbóta sé við næstu prentun umbúða...

Sala áfengis svipuð og í fyrra

06.03.2012 | Sala áfengis svipuð og í fyrra

Sala áfengis í febrúar var nánast sú sama og á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári þ.e. janúar og febrúar hefur salan hinsvegar dregist saman í heildina um 1,1% á milli ára.

Í febrúar lauk sölutímabili þorrabjórs. Alls seldust 38,8 þús. lítrar af þorrabjór í ár sem er tæplega 12% meira magn en á sama tímabili í fyrra en þá seldust 34,7 þús. lítrar...

Reglur um vörur í sölu

29.02.2012 | Reglur um vörur í sölu

Talsvert hefur verið fjallað um vörur sem hafnað hefur verið í sölu hjá Vínbúðunum undanfarið. Af gefnu tilefni viljum við benda á að þegar áfengistegund er tekin í umsóknarferli eru höfð til hliðsjónar gildandi lög og reglugerðir. Það sem skiptir meginmáli er heildarmat á hverri vöru, þar með talið, myndmál, merkingar, útlit og gerð umbúða, hvort varan á sér óáfenga hliðstæðu, eða er til dæmis keimlík annarri vöru..

Ánægðustu viðskiptavinirnir í smásölu annað árið í röð

23.02.2012 | Ánægðustu viðskiptavinirnir í smásölu annað árið í röð

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði.

Þetta er í þrettánda sinn sem mælingar á ánægju viðskiptavina eru gerðar með þessum hætti, en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup, standa sameiginlega að verkefninu. Markmið..

Vínbúðin Dalvegi opnar aftur

15.02.2012 | Vínbúðin Dalvegi opnar aftur

Vínbúðin Dalvegi hefur nú opnað aftur eftir breytingar, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Vínbúðin er nú mun stærri og bjartari og stór kælir hefur verið útbúinn fyrir bjórinn.

Opnunartími búðarinnar hefur breyst lítillega, en nú opnar kl. 10 í stað 9 áður. Vínbúðirnar Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi opna því kl. 10 alla virka daga og eru með opið til kl. 20 á kvöldin, en á laugardögum verður opið frá 11 til 18 eins og áður. Opnunartími annarra Vínbúða er óbreyttur, en á höfuðborgarsvæðinu opna aðrar búðir kl. 11...

Auglýst eftir húsnæði í Garðabæ eða Hafnarfirði

13.02.2012 | Auglýst eftir húsnæði í Garðabæ eða Hafnarfirði

ÁTVR hefur óskað eftir að taka á leigu um 500-600 m² húsnæði fyrir Vínbúð í Garðabæ eða Hafnarfirði. Húsnæðið þarf að vera á einni hæð og vel sýnilegt frá stofnbraut eða tengibraut og mikilvægt að umferð að og frá húsnæðinu sé greið. Gert er ráð fyrir afhendingu húsnæðisins síðla árs 2012. Nánari upplýsingar um auglýst húsnæði er að finna á vef Ríkiskaupa.

Vínbúðin Dalvegi hefur verið lokuð frá áramótum en glæsileg Vínbúð opnar þar eftir miklar endurbætur miðvikudaginn 15. febrúar.

Minna selt af áfengi

06.02.2012 | Minna selt af áfengi

Sala á áfengi er 2,3% minni í janúar í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Í lítrum talið er munurinn 25 þúsund lítrar. Samdráttur í sölu er talsvert meiri í bjór en léttvínum. Þannig dróst sala á bjór saman um 3% á meðan rauðvín og hvítvín dragast saman minna en 1%...

1922-2012

03.02.2012 | ÁTVR 90 ára

Í dag, 3.febrúar fagnar ÁTVR 90 ára afmæli, en á þessum degi árið 1922 var fyrirtækið stofnað. Á þessum 90 árum hefur margt breyst en í dag eru Vínbúðirnar framúrskarandi þjónustufyrirtæki sem setur viðskiptavininn í öndvegi.

Gefin hefur verið út glæsileg Vínhandbók í tilefni afmælisins. Í febrúar býðst viðskiptavinum frítt eintak af bókinni á meðan birgðir endast og er hún væntanleg í allar Vínbúðir á næstu dögum.

Njótið vel!

Skútuvogur opnaður aftur

30.01.2012 | Skútuvogur opnaður aftur

Vínbúðinni Skútuvogi var lokað í morgun, þar sem lögregla og slökkvilið lokuðu svæðinu vegna ammoníaksleka sem kom upp við hús Vodafone.

Vínbúðin hefur nú verið opnuð aftur.

ÁTVR leitar svara við álitamálum varðandi reyklaust tóbak

13.01.2012 | ÁTVR leitar svara við álitamálum varðandi reyklaust tóbak

ÁTVR hefur ákveðið og tilkynnt til hlutaðeigandi aðila að hætt verði innkaupum á reyklausa tóbakinu Lunda og að ekki verði teknar í sölu nýjar tegundir á meðan úr því verði skorið hvort þessar vörur séu í raun munntóbak frekar en neftóbak. Margar vísbendingar eru um að reyklaust tóbak sé frekar notað í munn en nef, ólíkt því sem var á árum áður. Þetta á líka við um íslenska neftóbakið en líkur eru á að það sé í auknum mæli notað til töku í munn frekar en nef. ÁTVR lítur svo á að svara þurfi hvort og hvenær neftóbak verður munntóbak...

Sala áfengis árið 2011

03.01.2012 | Sala áfengis árið 2011

Sala í desember var 2,6% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni og hvítvíni dróst lítilega saman en athygli vekur að sala á freyðivíni var tæpum 10% minni í ár en í fyrra.

Ef litið er á söluna vikuna fyrir áramót sem er einn annasamasti tími ársins þ.e. dagana 27. – 31. desember voru seldir 503 þús. lítrar af áfengi í ár sem er 7% minna en sömu daga í fyrra. Ef fjöldi viðskiptavina er skoðaður ...

Gleðilegt nýtt ár!

01.01.2012 | Gleðilegt nýtt ár!

Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.

Lokað verður í stærri Vínbúðum vegna talninga, mánudaginn 2.janúar. Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna breytinga til 15.febrúar.

Verðbreytingar á áfengi um áramót

28.12.2011 | Verðbreytingar á áfengi um áramót

Um áramót hækka áfengisgjöld um 5,1% á alla flokka þ.e. léttvín, bjór og sterkt áfengi. ÁTVR kaupir allt áfengi af innlendum birgjum með áfengisgjöldum í innkaupsverðum. Ekki er hægt að finna einfalda tölu á hækkun áfengis, þar sem fleiri þættir en breyting á áfengisgjöldum geta haft áhrif á innkaupsverð frá birgjum.

Verðútreikningur fyrir 1. janúar liggur nú fyrir og samkvæmt honum hækkar verð á áfengi að meðaltali um 2,05%...

Annasamir dagar framundan

27.12.2011 | Annasamir dagar framundan

Tveir af annasömustu dögum ársins í Vínbúðunum eru venjulega 30. og 31. desember. Gera má ráð fyrir að 42 og 44 þúsund viðskiptavinir leggja leið sína í Vínbúðirnar 30.desember og um 21 þúsund 31.desember.

Annasömustu klukkustundirnar eru milli 16 og 18 þann 30.desember (það er opið í stærri Vínbúðum til kl 20) og milli 11 og 12 þann 31.desember (opið til kl 13). Á gamlársdag eru að jafnaði afgreiddir um 7.500 viðskiptavinir á hverri klukkustund, sem er svipaður fjöldi ...

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

23.12.2011 | Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

Mikið er að gera í Vinbúðunum fyrir hátíðirnar og vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.

OPNUNARTÍMI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU:
- 23.des: opið til kl. 22
- 24.des: opið 10-13
- 27-29 des: hefðbundinn opnunartími
- 30.des: opið til kl. 20
- 31.des: opið 10-13
- Vínbúðirnar óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Farsímavefur Vínbúðanna

22.12.2011 | Farsímavefur Vínbúðanna

Nú hefur nýr farsímavefur Vínbúðanna litið dagins ljós. Vefurinn er á slóðinni m.vinbudin.is en þar er hægt að skoða staðsetningar Vínbúða, afgreiðslutíma, helstu fréttir og fróðleik um Veisluvín.

Markmiðið með vefnum er að viðskiptavinir geti nálgast helstu upplýsingar á skjótan hátt í farsímum sínum hvar og hvenær sem er.

Við vonum að viðskiptavinir geti nýtt sér þessa þægilegu nýjung á ferðalögum sínum og í amstri dagsins.

Þemadagar í Vínbúðunum

03.12.2011 | Þemadagar í Vínbúðunum

Í desember verður sannkölluð hátíðarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með uppskriftum að hátíðlegum forréttum sem kokkarnir á VOX deila með okkur.

Uppskriftirnar verða einnig að finna fljótlega á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. ...

Mikið selt af jólabjór

28.11.2011 | Mikið selt af jólabjór

Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember. Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.

Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því tveimur dögum. Það skýrir hins vegar...

Jólabjórinn kominn í sölu

15.11.2011 | Jólabjórinn kominn í sölu

Sala jólabjórs hófst í Vínbúðunum í dag, þriðjudag. Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið er 21 vörunúmer jólabjóra í sölu auk annarrar jólavöru.


Hægt er að fá lista yfir alla jólavöru sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við 'Tímabundið í sölu' í vöruleitinni, sem finna má á stikunni hér til vinstri. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.

Jólabjórinn væntanlegur

04.11.2011 | Jólabjórinn væntanlegur

Jólabjórinn hefur sölu í Vínbúðunum þriðjudaginn 15.nóvember. Um 15-20 tegundir verða til sölu þetta árið, sem er svipað og í fyrra.

Sala á jólabjór nam 370 þús lítrum árið 2010 (fyrir tímabilið 15.nóv - 31.des), en heildarsala bjórs var um 2,1M lítra á sama tímabili. Jólabjórinn var því um 16% af heildarsölunni í fyrra.

Sala áfengis fyrstu tíu mánuði ársins

03.11.2011 | Sala áfengis fyrstu tíu mánuði ársins

Sala áfengis í lítrum var 3,1% minni yfir tímabilið janúar - október í samanburði við árið 2010. Ef áfengi er flokkað í bjór, léttvín og sterkt áfengi þá hefur sala á bjór dregist saman um 4,3% og sterkt áfengi um 3,5%. Hins vegar hefur sala á léttvíni aukist á milli ára um 2,3%.

Salan í október er 11,8% minni en í október í fyrra. Flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum og laugardögum og...

Humlar og malt

01.11.2011 | Humlar og malt

Blóm klifurjurtarinnar humals gefur bjórnum beiskju en krydda hann einnig og gefa honum ilm sem getur minnt á greni, gras, laufkrydd, yfir í keim af sítrus eða jafnvel suðrænum ávöxtum, allt eftir því hverjar af hinum fjölmörgu tegundum humla eru notaðar. Bygg er bleytt og látið spíra, en það kallast malt eftir að það hefur verið ristað til að þurrka það. Það er einmitt mismunur á þessari ristun sem ræður hversu dökkt maltið er og hversu mikið ristað bragð það gefur bjórnum...

Sala áfengis það sem af er árinu

06.10.2011 | Sala áfengis það sem af er árinu

Sala áfengis í lítrum er 2,2% minni fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við árið 2010. Salan í september er hins vegar 6,2% meiri ef miðað er við september í fyrra.

Ef litið er á áfengissölu tímabilið janúar – september eftir meginsöluflokkum þ.e. bjór, léttvín og sterkt áfengi...

Bjór og matur í Vínbúðunum

04.10.2011 | Bjór og matur í Vínbúðunum

Í október eru þemadagar í Vínbúðunum þar sem áhersla er lögð á bjór og mat. Gríðarlega fjölbreytt úrval af bjór er í boði víðs vegar um heiminn. Hefðbundnir bjórstílar skipta hundruðum og tilraunaglöð brugghús nútímans eiga það til að brugga ansi skrautleg tilbrigði við þá sem gaman er að para við mat.

Í Vínbúðunum má nálgast bækling með 6 uppskriftum að einföldum og góðum réttum sem Peter Hansen, yfirkokkur á Munnhörpunni, útbjó og Vínráðgjafar Vínbúðanna ráðleggja með valið á bjórnum með....

Nýtt Vínblað í næstu Vínbúð

13.09.2011 | Nýtt Vínblað í næstu Vínbúð

Í Vínblaðinu er fjöldi fræðandi greina og uppskrfita. Þýsk hvítvín og þýskar matarhefðir eru í hávegum auk umræðu um októberfest. Bjórinn fær líka sinn sess í blaðinu, en rætt er um humla og malt og hvernig para á saman bjór og mat. Einnig er í blaðinu fróðleg grein frá Rannsóknum og greiningu um fyrstu ölvunina.

Ekki má svo gleyma kokteil-uppskriftum, en nú eru þeir með froðu. Í blaðinu er einnig að finna ítarlegan vörulista Vínbúðanna og árgangatöflu. Vínblaðið er hægt að nálgast frítt í næstu Vínbúð.

Tangó fyrir tvo

17.08.2011 | Tangó fyrir tvo

Argentína er þekkt fyrir bæði nautakjöt og tangó. Nautakjötið vegna þess hversu bragðgott og meyrt það er, ljúft undir tönn og gleðigjafi fyrir bæði bragðlauka og soltna maga. Tangóinn, sem upprunnin er í Argentínu, er dans sem tengir tvær manneskjur nánar en nokkur annar dans, bæði líkamlega og tilfinningalega. Tangóinn heillar ekki aðeins dansparið sjálft, heldur getur maður algjörlega fallið í stafi við að sjá góða dansara taka sporin...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

02.08.2011 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var tæplega 11% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 744 þúsund lítrar. 6% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, tæplega 117 þúsund á móti 124 þúsund árið 2010. Færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar mánudag til föstudags. Einungis á laugardeginum komu fleiri viðskiptavini í ár en í fyrra...

Annir fyrir verslunarmannahelgi

25.07.2011 | Annir fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Gera má ráð fyrir um 125 þúsund viðskiptavinum í vikunni eða 25 – 30% fleiri en vikuna á undan. Árið 2010 komu 124 þúsund viðskiptavinir sem er svipaður fjöldi og árið áður. Alls voru...

Umhverfisvænir pokar í Vínbúðunum

11.07.2011 | Umhverfisvænir pokar í Vínbúðunum

Nú geta viðskiptavinir valið um að kaupa margnota burðarpoka í Vínbúðunum á 150 kr. í stað plastpokanna.

Árlega kaupa viðskiptavinir Vínbúðanna um 2,2 milljón plastburðarpoka en nú geta þeir sem vilja vera umhverfisvænir nýtt sér þessa frábæru poka aftur og aftur.

Góð ráð fyrir fríið (úr Vínblaðinu)

08.07.2011 | Góð ráð fyrir fríið (úr Vínblaðinu)

Þegar sól hækkar á lofti og ferðafiðringurinn gerir vart við sig fæ ég gjarnan ferðatengdar spurningar eins og hvernig vín henti í ferðalagið, hvort hentugra sé að velja kassavín eða flösku og hvernig sé best að kæla vínið eða bjórinn. Á sumrin breytist gjarnan vínvalið og léttari, ávaxtaríkari og frískari vín verða gjarnan fyrir valinu....

Sala áfengis fyrri hluta ársins

01.07.2011 | Sala áfengis fyrri hluta ársins

Sala áfengis í lítrum er 2,8% minni nú fyrstu sex mánuði ársins í samanburði við árið 2010. Nánast enginn munur er þó á sölunni í júní, en hafa ber í huga að hvítasunnan var í júní í ár en í maí í fyrra.

Þegar litið er til fyrri hluta ársins er aukning í sölu léttvíns en minna hefur verið selt af bjór og ókrydduðu brennivíni og vodka. Freyðivín hefur verið vinsælla en áður...

Nýtt og spennandi Vínblað

20.06.2011 | Nýtt og spennandi Vínblað

Nú er hægt að nálgast nýjasta Vínblaðið frítt í næstu Vínbúð. Í blaðinu eru góð ráð fyrir fríið, sumarlegar uppskriftir frá veitingastaðnum UNO og uppskriftir af kokteilum sem hægt er að búa til úr hráefni sem til er í flestum ísskápum.

Einnig er í blaðinu rætt um argentínskar matarhefðir, þrúgur frá Argentínu og birt fróðleg grein um mikilvægi forvarna og samspil milli foreldra og unglinga varðandi áfengi...

Opið lengur á fimmtudaginn!

15.06.2011 | Opið lengur á fimmtudaginn!

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur föstudaginn 17.júní, en þá er lokað í Vínbúðunum.

Fimmtudaginn 16.júní verður opið eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er þá opið til kl. 19, nema á Dalvegi, í Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er til kl. 20.

Hér er að finna nánari upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.

Pinnið á minnið!

08.06.2011 | Pinnið á minnið!

Vínbúðirnar taka þátt í innleiðingu á nýrri tækni í öruggari kortafærslum með pinni í stað undirskriftar.

Brátt munu íslenskir korthafar fara að staðfesta greiðslur með pinni (PIN-númeri) í stað undirskriftar, líkt og þekkist víða erlendis. Verslanir og þjónustufyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa sem snúa að viðskiptavinum til þess að mæta þessum kröfum. Í völdum Vínbúðum geta korthafar nú þegar staðfest viðskipti með pinni í stað undirskriftar...

Þemadagar í Vínbúðunum

07.06.2011 | Þemadagar í Vínbúðunum

Í júní og júlí verður sannkölluð sumarstemmning í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling með sumarlegum, ítölskum uppskriftum sem Eyþór Mar Halldórsson, yfirmatreiðslumaður á UNO deilir með okkur. Uppskriftirnar eru einnig að finna á uppskriftavefnum hér á vinbudin.is. Í þemabæklingi...

Vínbúðin á Vopnafirði flutt

01.06.2011 | Vínbúðin á Vopnafirði flutt

Vínbúðin á Vopnafirði hefur nú opnað í nýju og stærra húsnæði á Hafnarbyggð 4. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. Verslunarstjóri Vínbúðarinnar er Árný Árnadóttir.

Opnunartími Vínbúðarinnar er sá sami og áður en opið er á föstudögum frá klukkan 14 – 18 og mánudaga til fimmtudaga er opið frá 17 – 18.

Sala áfengis í apríl

05.05.2011 | Sala áfengis í apríl

Í apríl voru seldir 1.583 þúsund lítrar af áfengi sem er tæplega 22% meiri sala en í apríl í fyrra. Ástæðan er að páskarnir eru annasamur tími í Vínbúðunum en páskarnir voru í mars í fyrra en apríl núna. Sala áfengis tímabilið janúar – apríl er um 2% minni en sömu mánuði í fyrra...

Minni páskasala nú en í fyrra

27.04.2011 | Minni páskasala nú en í fyrra

Sala Páskavikuna í ár var 462 þús. lítrar en var 507 þús. lítrar Páskavikuna 2010 eða 8,8% samdráttur.

85.109 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar í Páskavikunni eða 6% færri en í Páskavikunni 2010 þegar 90.541 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar...

Vínbúðirnar um páskana

16.04.2011 | Vínbúðirnar um páskana

Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 20.apríl eins og að um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað.

AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR

Sala áfengis  - páskar hafa mikil áhrif á samanburð

04.04.2011 | Sala áfengis - páskar hafa mikil áhrif á samanburð

Sala áfengis í mars var 1.286 þús. lítrar. Ekki er marktækur samanburður við fyrra ár þar sem sala fyrir páska í fyrra var í mars en verður nú í apríl. Dagarnir fyrir páska eru almennt annasamir í Vínbúðunum og sést munurinn greinilega þegar salan 27. – 31. mars er skoðuð en í ár seldust 109 þús. lítrar en sömu daga í fyrra var salan 441 þús. lítrar...

Nýtt Vínblað komið út

14.03.2011 | Nýtt Vínblað komið út

Mars tölublað Vínblaðsins er nú komið í hillur Vínbúðanna. Blaðið er á þjóðlegu nótunum að þessu sinni með áherslu á íslenska framleiðslu og hráefni. Meðal efnis eru uppskriftir af sigurkokteilum undanfarinna ára í kokteilkeppni Barþjónaklúbbs Íslands, umfjöllun um mest seldu vörur undanfarins árs, grein um þær íslensku vörur sem fá má í Vínbúðunum og girnilegar uppskriftir úr okkar framúrskarandi hráefni. Njótið vel!

Salan í febrúar

07.03.2011 | Salan í febrúar

Sala áfengis í febrúar var 0,3% minni en í febrúar í fyrra. Sala í léttum vínum eykst milli ára, um 6% í rauðvíni og 12% í hvítvíni. Sala dregst hins vegar saman í brennivíni og vodka um 10,6% og lagerbjór um 1,6%...

Viðskiptavinir Vínbúðanna ánægðir!

23.02.2011 | Viðskiptavinir Vínbúðanna ánægðir!

Í morgun voru kynntar niðurstöður í Íslensku ánægjuvoginni, en Vínbúðirnar hlutu hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði.

Þetta er í tólfta sinn sem mælingar á ánægju viðskiptavina eru gerðar með þessum hætti, en Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup, standa sameiginlega að verkefninu. Markmið Ánægjuvogarinnar ...

Skeifan opnuð aftur!

10.02.2011 | Skeifan opnuð aftur!

Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar endurbætur. Búðin er nú öll bjartari og léttari yfirbragðs auk þess sem framstilling vöru er mun þægilegri fyrir viðskiptavini.

Opnunartími Vínbúðarinnar er alla virka daga frá 9-20 og á laugardögum frá 11-18.

Verið velkomin í nýja og glæsilega Vínbúð.

Minni janúarsala en í fyrra

02.02.2011 | Minni janúarsala en í fyrra

Sala áfengis var 5,6% minni í janúar í ár en í fyrra. Sölubreytingin er mjög mismunandi eftir flokkum. Athygli vekur að hvítvín seldist mun betur nú en í fyrra.

Sala á sterkum drykkjum heldur áfram að dragast saman, bæði í ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum..

Breytingar í Skeifunni

05.01.2011 | Breytingar í Skeifunni

Vínbúðin Skeifunni verður lokuð vegna breytinga dagana 10.janúar til 10.febrúar. Við bendum viðskiptavinum á Vínbúðirnar í Skútuvogi og í Kringlunni á meðan framkvæmdum stendur. Vínbúðin Skútuvogi er opin frá 9-20 virka daga og 11-18 á laugardögum.

Vínbúðinni Garðabæ hefur verið lokað

04.01.2011 | Vínbúðinni Garðabæ hefur verið lokað

Vínbúðinni Garðabæ hefur nú verið lokað. Ákvörðunin var tekin m.a. í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rann út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001.

Við þökkum viðskiptavinum Vínbúðarinnar fyrir viðskiptin á undanförnum árum og bendum á nærliggjandi Vínbúðir á Dalvegi, í Smáralind og í Hafnarfirði.

Freyðivín

04.01.2011 | Freyðivín

Í gegnum aldirnar hefur freyðing vína vakið athygli og hefur hennar verið getið í skrifum Forn-Grikkja og Rómverja. Ástæðan fyrir loftbólunum hefur verið talin tengjast ýmsum undrum, allt frá sjávarföllunum til góðra og illra anda. Sumir kölluðu þennan leyndardómsfulla freyðandi drykk vín djöfulsins. Á miðöldum vakti það eftirtekt að vín frá Champagne héraðinu hafði tilhneigingu til að freyða en þetta var talinn galli á þeim tímum...

Hreindýr

04.01.2011 | Syrah/ Shiraz - Sama þrúga tvö nöfn

Nú þegar villibráðin er farin að sjást á matarborðum landans kemur Shiraz ósjálfrátt upp í hugann, en rauðvín úr þessari þrúgu falla einstaklega vel með villibráð. Að öðrum þrúgum ólöstuðum stendur Shiraz uppúr þegar villibráð er annarsvegar. Vín úr þessari þrúgu geta nálgast villibráðina á fleiri en einn veg, allt eftir því hvaðan úr heiminum þau koma...

Hátíðarsósan

04.01.2011 | Vínið á bakvið hátíðarsósuna

Madeira- og portvínssósur eru mikið notaðar til hátíðarbrigða og falla einstaklega vel að þeim mat sem neytt er á þessum árstíma. Þær henta vel með kalkún, nýju sem reyktu grísakjöti og allflestri villibráð. Til eru margar útgáfur af þessum sósum og eiga eflaust margir sína uppáhalds uppskrift. Vínið sem í hana er notað setur mark sitt á sósuna og gefur henni hátíðarsvip. Sósurnar draga nafn sitt af víninu sem í þær er notað.

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3%

03.01.2011 | Sala í desember 2010

Sala í desember var 4% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni dróst saman um 4,8% og hvítvíni um 2,6%. Sala á freyðivíni jókst hins vegar á milli ára um rúm 15% á meðan sala á lagerbjór dróst saman um 3,8%.

Salan dagana 30. og 31.desember var 359 þúsund lítrar og dróst því saman um 7,3% í magni frá frá fyrra ári þegar salan var 388 þúsund lítrar.

Gleðilegt ár!

01.01.2011 | Gleðilegt ár!

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu!

Mánudaginn 3.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.

Gleðilega hátíð!

22.12.2010 | Gleðilega hátíð!

Vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins hjá Vínbúðunum. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir. Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU verða Vínbúðir opnar sem hér segir:

- Fimmtudaginn 30.des opið til kl. 20
- Föstudaginn 31.des opið til kl. 13
- Laugardaginn 1.jan - LOKAÐ
- Sunnudaginn 2.janúar - LOKAÐ
- Mánudaginn 3.janúar - Talning (lokað í stærri Vínbúðum)

Afgreiðslutími fyrir jólin

22.12.2010 | Afgreiðslutími fyrir jólin

Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
Miðvikudaginn 22.des opið til kl. 20
Fimmtudaginn 23.des opið til kl. 22
Föstudaginn 24.des opið til kl. 13

Vínbúðin í Búðardal opnar eftir breytingar

15.12.2010 | Vínbúðin í Búðardal opnar eftir breytingar

Vínbúðin í Búðardal opnaði á ný þriðjudaginn 14. desember eftir miklar breytingar en hún hefur nú stækkað til muna. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjálfsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutími er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga 17-18, föstudaga 14-18 og á laugardögum er lokað yfir vetrarmánuðina.

Nýtt Vínblað komið út

10.12.2010 | Nýtt Vínblað komið út

Nú er glænýtt og hátíðlegt Vínblað komið út. Í blaðinu er meðal annars að finna girnilegar uppskriftir fyrir desemberveisluna sem Daníel Sigurgeirsson, yfirmatreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, setti saman sérstaklega fyrir Vínbúðirnar. Einnig er skemmtileg og fróðleg grein um Madeira og porvínssósur sem mörgum þykja ómissandi á þessum árstíma...Hér má finna öll vínblöðin

Jólabjórinn selst vel

24.11.2010 | Jólabjórinn selst vel !

Greinilegt er að landsmenn hafa beðið jólabjórsins með mikilli eftirvæntingu. Sala á jólabjór var tæplega 130% meiri fyrstu þrjá daga sölutímabilsins í ár í samanburði við árið í fyrra.

Mest var selt af Tuborg Julebryg ýmist í dós eða flösku, alls 32.100 lítrar sem er 43% af heildarsölu jólabjórs þessa daga...

Allur jólabjór á einum stað á vefnum

22.11.2010 | Allur jólabjór á einum stað á vefnum

Jólabjórinn hefur vakið mikla athygli á þessum árstíma, en þetta árið eru 13 tegundir jólabjóra í sölu. Meðal nýrra vara má nefna Jólajökul, sem framleiddur er í Stykkishólmi og tvenns konar gjafapakkningar af jólabjór frá Færeyjabjór.

Hægt er að fá lista yfir alla jólabjóra sem eru í sölu í Vínbúðunum með því að haka við 'Tímabundið í sölu' í vöruleitinni á vinbudin.is. Þar er einnig hægt að fá lista yfir allar nýjar vörur í hverjum mánuði og þær gjafapakkningar sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt.

Engin frekari áform um lokun Vínbúða

10.11.2010 | Engin frekari áform um lokun Vínbúða

Vegna frétta sem hafa birst um lokun Vínbúða vill ÁTVR taka fram að engin áform eru um frekari lokun Vínbúða umfram það sem þegar hefur komið fram.

ÁTVR hefur sagt frá því að fyrirhugað er að loka Vínbúðinni í Garðabæ frá og með 1. janúar 2011. Þá hefur lengi hefur verið áhugi á að sameina Vínbúðirnar á Dalvegi og í Smáralind. Í árslok 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir sameinaða Vínbúð en niðurstaðan varð að halda rekstrinum áfram óbreyttum þar til leigusamningi í Smáralind lýkur haustið 2011. Endanleg staðsetning þeirrar Vínbúðar hefur ekki verið ákveðin.

Jólabjórinn væntanlegur

05.11.2010 | Jólabjórinn væntanlegur

Margir spenntir eftir jólabjórnum eins og undanfarin ár, en mikið hefur verið spurt um það hvenær hann berst í Vínbúðir. Sala jólabjórsins mun hefjast, þriðja fimmtudag í nóvember, eða þann 18.nóvember næstkomandi.

01.11.2010 | Vínbúðin Þorlákshöfn opnar á nýjum stað

1. nóvember opnaði Vínbúðin á Þorlákshöfn í nýju og stærra húsnæði að Selvogsbraut 41. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram að til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. Verslunarstjóri Vínbúðarinnar er Sigrún Rúnarsdóttir.
Opnunartími Vínbúðarinnar er sá sami og áður en opið er á föstudögum frá klukkan 14 – 18 og mánudaga til fimmtudaga er opið frá 17 – 18.

Rauðvínsspa

27.10.2010 | Rauðvínsspa

Nýjasta æðið í vínneyslunni er Vín Spa. Nú er ekki lengur nóg að fóðra belginn að innanverðu með víni heldur þarf nú líka að smyrja skrokkinn að utanverðu með því. Að fara í rauðvíns- eða hvítvínsbað og svo fá gott nudd með þrúguhrati, það er toppurinn í dag. Fyrir þá sem vilja láta gera sig svolítið sæta, er væntanlega boðið upp á andlitsbað úr sætum þýskum Riesling...

Indverskar uppskriftir frá Yesmine í Vínblaðinu

26.10.2010 | Indverskar uppskriftir frá Yesmine í Vínblaðinu

Í nýjasta Vínblaði eru uppskriftir að girnilegum, indverskum réttum frá Yesmine Olsson. Hún er mörgum kunn en hún hefur meðal annars gefið út tvær matreiðslubækur, sett upp Bollywood sýningu í Veisluturninum með eigin matseðil og verið ráðgjafi fyrir veitingastaði eins og Nítjánda og Saffran... Hér má finna öll vínblöðin

Sala á vindlingum dregst mikið saman

13.10.2010 | Sala á vindlingum dregst mikið saman

Sala á vindlingum (sígarettum) hefur dregist saman um tæp 13% í magni á tímabilinu janúar - september í samanburði við árið 2009. Á sama tíma hefur sala á neftóbaki aukist um 9,2% en í lok september höfðu selst tæplega 18,8 tonn af neftóbaki. Sala áfengis á sama tímabili hefur dregist saman ...

Vínbúðin í Garðabæ lokar um áramót

01.10.2010 | Vínbúðin í Garðabæ lokar um áramót

Ákveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Garðabæ á núverandi stað frá og með 1. janúar 2011. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að leigusamningur um húsnæðið rennur út um áramót en Vínbúðin í Garðabæ hefur verið á þessum stað frá því í maí 2001. Staðsetning og stærð húsnæðisins sem Vínbúðin...

Myndlistasýning í Vínbúðinni Smáralind

28.09.2010 | Myndlistasýning í Vínbúðinni Smáralind

Nú um tíma hefur ÁTVR gefið listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í Vínbúðinni Smáralind. Um þessar mundir eru listaverk eftir Maibel González Sigurjóns en hún sýnir pennateikningar og akríl á striga.

Sýningin verður uppi frá 1.september 2010 - 1 janúar 2011 í Vínbúðinni Smáralind.

Septemberútgáfa Vínblaðsins komin í Vínbúðir

24.09.2010 | Septemberútgáfa Vínblaðsins komin í Vínbúðir

Í nýjasta hefti Vínblaðsins kennir ýmissa grasa, en þar er meðal annars hægt að skoða frábærar indverskar uppskriftir frá Yesmine Olsson, grein um vínsýninguna London Wine fair, kokteila uppskriftir, nokkrar þumalputtareglur við val á víni með uppskerunni, ítarleg umfjöllun um Cabernet Sauvignon, fróðleikur um munntóbak... og hvað er eiginlega Rauðvínsspa? Gríptu þér blað frítt í næstu Vínbúð.

Óverulegur samdráttur í sölu áfengis í sumar

06.09.2010 | Óverulegur samdráttur í sölu áfengis í sumar

Sala áfengis sumarmánuðina júní, júlí og ágúst er örlítið minni en sömu mánuði í fyrra. Sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni er meir en sömu mánuði 2009 en sala á bjór og sterkum vínum er minni. Athygli vekur að sala á freyðivíni eykst talsvert á milli ára en sala sumarsins..

01.09.2010 | Vínbúðin á Seyðisfirði í nýtt húsnæði

Í dag opnar Vínbúðin á Seyðisfirði í nýju og stærra húsnæði að Hafnargötu 4a. ÁTVR festi kaup á húsinu í vor en þar var áður lögreglustöð bæjarins til húsa. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú verður verslunin í sjálfsafgreiðsluformi en fram að til þessa hefur verið afgreitt yfir borð. ÁTVR á sér langa sögu á Seyðisfirði..

Góðar viðtökur á Hvolsvelli

26.08.2010 | Góðar viðtökur á Hvolsvelli

Vínbúðin Hvolsvelli flutti í nýtt húsnæði þann 23.mars sl. Búðin opnaði því í miðju eldgosi í Eyjafjallajökli, en hræringar á Fimmvörðuhálsi hófust daginn áður. Í kjölfarið hófst söguleg barátta við náttúruöflin og þrátt fyrir það að svæðið hafi verið mjög mikið lokað af á tímabili hefur verið mikið að gera í Vínbúðinni. Í lok júlí opnaði svo Landeyjarhöfn, sem jók enn frekar á umferðina á svæðinu...

The Global Compact

20.08.2010 | The Global Compact

ÁTVR hefur í samvinnu við norrænu áfengiseinkasölurnar unnið að því að skoða aðfangakeðju vara út frá sjónarmiðum samfélagslegrar ábyrgðar. Leiðarljós þessarar vinnu hefur verið svokallaður Global Compact Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn byggir á því að leitast við að bjóða eingöngu vörur sem framleiddar eru í sátt við samfélagið...

Vínvalið í brúðkaupið eða aðrar veislur

12.08.2010 | Vínvalið í brúðkaupið eða aðrar veislur

Í dag er léttvín á boðstólum í flestum brúðkaupum þó það sé alls engin skylda. Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín umfram kampavín þar sem verðmunur er mikill. Skynsamlegast er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því það er mun frískara að fá þurrt eða hálfþurrt freyðivín fyrir matinn ...

Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

03.08.2010 | Verslunarmannahelgin í Vínbúðunum

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 743 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 750 þúsund lítrar.

0,5% færri viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar þessa viku en sömu viku í fyrra, 124 þúsund á móti 125 þúsund árið 2009. Ef einstakir dagar...

Annir fyrir verslunarmannahelgi

26.07.2010 | Annir fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Venjulega koma milli 125 – 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þessa viku, sem er um 25-30% meira en vikuna á undan verslunarmannahelgarvikunni...

Riesling -svalandi sumardrykkur

22.07.2010 | Riesling -svalandi sumardrykkur

Með hækkandi sól sækjum við landar í léttari vín, hin þungu og bragðmiklu rauðvín fá yfirleitt hvíld þar til haustar á ný. Sumarið er sá tími sem hvítvínin njóta sín hvað best, ilmandi af ferskum ávöxtum, hunangi og blómum. Með vor í hjarta og sól í sinni er auðvelt að gleðjast yfir glasi af Riesling, jafnt þurrum sem hálfsætum. Þrúgan er sannkölluð snædrottning þrúguheimsins, svolítið skörp og súr í bragði en glettilega góð samt...

Samdráttur í sölu bjórs hlutfallslega meiri en í léttvínum.

02.07.2010 | Samdráttur í sölu bjórs hlutfallslega meiri en í léttvínum.

Fyrstu sex mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 7,3% í lítrum miðað við sama tíma árið 2009. Hlutfallslega er samdrátturinn meiri í bjór en léttvínum. Sala á lagerbjór hefur dregist saman um tæplega 7% á árinu en rauðvín um tæp 6% á meðan sala á hvítvíni hefur dregist saman um 3% á milli ára...

Girnilegar uppskriftir á vefnum

01.07.2010 | Girnilegar uppskriftir á vefnum

Á uppskriftavefnum á vinbudin.is er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.

Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF

Nýtt Vínblað

22.06.2010 | Nýtt Vínblað

Nýtt og brakandi ferskt Vínblað er nú komið í Vínbúðirnar. Auk vöruskránnar er blaðið stútfullt af sumarlegu efni sem ætti að höfða til margra. Mikið er af spennandi uppskriftum á grillið auk bragðgóðra kokteila sem hægt er að njóta með. Brúðkaupum eru gerð góð skil að þessu sinni þar sem fjallað er um vínvalið í veisluna auk hefða og siða sem tengjast þeim. Gríptu Vínblaðið með þér í næstu Vínbúð. Hér má finna öll vínblöðin

Góð afkoma ÁTVR árið 2009

08.06.2010 | Góð afkoma ÁTVR árið 2009

Ársskýrsla ÁTVR 2009 er komin út. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks. Sala áfengis á árinu 2009 var tæplega 20 milljón lítrar eða um 2% minni sala en árið áður. Alls voru seldir um 15,8 m.ltr af bjór, en hlutur innlendra framleiðenda í sölu bjórs var 72% og hefur aldrei verið hærri. Samdráttur var í sölu vindlinga á árinu um 6,3% en aukning í sölu reyktóbaks...

Sala áfengis í maí ekki verið minni síðan 2006

07.06.2010 | Sala áfengis í maí ekki verið minni síðan 2006

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur sala á áfengi dregist saman um 10% í lítrum ef miðað sama tíma árið 2009.

Ef salan í maí er hins vegar borin saman við maí í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%. Hluti af skýringu á þessum mikla samdrætti er að 1. júní 2009 hækkuðu skattar á áfengi sem hafði í för með sér talsvert annríki í Vínbúðunum síðustu daga maímánaðar...

Bjart framundan - Sumarvín um land allt

01.06.2010 | Bjart framundan - Sumarvín um land allt

Þemadagarnir 'Sumarvín 2010' hefjast í dag. Í Vínbúðunum geta viðskiptavinir nú nálgast bækling með girnilegum grill-uppskriftum og upplýsingar um hvaða vín hentar með.

Einnig er starfsfólk okkar ávallt reiðubúið til að aðstoða við val á víni.

Verið velkomin.

Magn vínfanga í veisluna

25.05.2010 | Magn vínfanga í veisluna

Þegar halda á veislur vaknar iðulega spurningin hversu miklu magni á ég að reikna með í veisluna? Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það. Það fyrsta er hvenær veislan er haldin, þ.e.a.s. um helgi eða virkan dag. Hversu lengi stendur veislan, aldursskipting, árstími og fleira hefur einnig mikið að segja...

Lokað í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu

21.05.2010 | Lokað í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu

Lokað verður í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu, mánudaginn 24.maí. Afgreiðslutími verður með hefðbundnu sniði laugardaginn 22. maí, en Vínbúðir höfuðborgarsvæðisins eru þá opnar frá 11-18.

Lógó Vínbúðarinnar

12.05.2010 | Lokað í Vínbúðum á morgun, uppstigningardag

Vínbúðirnar eru lokaðar á morgun, uppstigningardag, 13.maí. Afgreiðslutími er með hefðbundnu sniði í dag (miðvikudag), en á höfuðborgarsvæðinu er opið til kl. 18 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.

Mikill samdráttur í sterkum og blönduðum drykkjum

04.05.2010 | Mikill samdráttur í sterkum og blönduðum drykkjum

Það sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra.

Sala hefur minnkað í nær öllum flokkum áfengis en mismikið. Það sem af er árinu er samdrátturinn hins vegar mest áberandi í sterkum og blönduðum drykkjum...

Vínbúðin Vík flutt

03.05.2010 | Vínbúðin Vík flutt

Vínbúðin Vík hefur opnað á nýjum stað í húsnæði Arion banka að Ránarbraut 1. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjálfsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutíminn er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga frá 17-18 og föstudaga frá 16-18.

Lokað laugardaginn 1.maí

28.04.2010 | Lokað laugardaginn 1.maí

Vínbúðirnar eru lokaðar á Verkalýðsdaginn, laugardaginn 1.maí. Afgreiðslutími er með hefðbundnu sniði á föstudaginn, en á höfuðborgarsvæðinu er opið til kl. 19 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.

Lokað í Vínbúðum sumardaginn fyrsta

20.04.2010 | Lokað í Vínbúðum sumardaginn fyrsta

Lokað verður í Vínbúðum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22.apríl.

Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til kl. 18:00 á miðvikudag, nema á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20:00.

Laugardaginn 1.maí verður einnig lokað í Vínbúðum.

Austurlenskur matur og vínið með

16.04.2010 | Austurlenskur matur og vínið með

Austurlensk matargerð á mjög upp á pallborðið hjá Íslendingum eins og reyndar víðar á Vesturlöndum. Matargerðin er afar fjölbreytt og hefur hvert land og jafnvel héruð hvert sínar áherslur. Eitt er þó yfirleitt sammerkt með matnum að hann er töluvert kryddaðri en við eigum að venjast. Þá er oft vandasamt að velja rétta vínið með...

Vínbúðin Akureyri áfram á sama stað

12.04.2010 | Vínbúðin Akureyri áfram á sama stað

Í lok árs 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúðina á Akureyri.

Nú hafa innkomin tilboð verið metin, bæði með tilliti til verðs og staðsetningar.

Niðurstaðan er að ekki náist fram það hagræði sem stefnt var að og því hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum. Vínbúðin verður því rekin áfram í núverandi húsnæði um óákveðinn tíma.

Páskasalan minni en fyrir ári

08.04.2010 | Páskasalan minni en fyrir ári.

Í mars seldust 1.614 þús. lítrar af áfengi sem er tæplega 20% meiri sala en árið 2009. Þessa miklu aukningu má rekja til þess að páskarnir eru í mars í ár en voru í apríl í fyrra. Ef sala páskavikunnar er borin saman við sölu í páskavikunni 2009 þá voru seldir 505 þús. lítrar af áfengi í páskavikunni í ár sem er 3,5% minna en sambærilega viku í fyrra...

Chablis fróðleikur

08.04.2010 | Chablis fróðleikur

Á vinbudin.is er hægt að nálgast skemmtilegan fróðleik um vín og mat. Eftirfarandi grein um Chablis er einnig að finna í nýjasta tölublaði Vínblaðsins sem fæst frítt í næstu Vínbúð.

Þegar velja á hvítvín með sjávarfangi kemur Chablis ósjálfrátt upp í hugann, en margir kannast við nafnið Chablis, sem er eflaust eitt þekktasta vínheiti í heimi og hefur löngum verið stælt og jafnvel notað á vín sem eiga ekkert skylt við hin einu og sönnu Chablis hvítvín...

Afgreiðslutími fyrir Páska

29.03.2010 | Afgreiðslutími fyrir Páska

Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 31.mars eins og að um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað...

AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR

Gleðilega Páska!

17.03.2010 | Vínbúðin á Hellu lokar tímabundið

Vegna framkvæmda við tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3 verður VÍNBÚÐIN á Hellu lokuð tímabundið. ÁTVR mun í samvinnu við sveitarstjórn Rangárþings ytra leita leiða til að leysa húsnæðismál Vínbúðarinnar sem allra fyrst. Viðskiptavinum er bent á Vínbúðirnar á Hvolsvelli og Selfossi.

Þriðjudaginn 23. mars verður opnuð ný Vínbúð á Hvolsvelli. Vínbúðin flytur sig um set og er nú í húsnæði við hliðina á N1. Vínbúðin er sjálfsafgreiðslubúð en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð...

Nýtt Vínblað

12.03.2010 | Nýtt Vínblað

Nýtt Vínblað er nú komið í Vínbúðir en í því er að finna vörulista Vínbúðanna ásamt ýmsum fróðleik um vín og mat.

Álfgeir Logi Kristjánsson, rannsóknarstjóri Rannsókna & greiningar skrifar áhugaverða grein um áfengisnotkun fólks sem ekki hefur aldur til að neyta áfengis.

Austurlenskum mat er gerð skil og farið yfir hvaða vín henta með slíkum mat. Vínræktarsvæðið Chablis er skoðað...

Framkvæmdastjóri hjá Vínbúðunum fær stjórnunarverðlaun

05.03.2010 | Framkvæmdastjóri hjá Vínbúðunum fær stjórnunarverðlaun

Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vínbúðanna hlaut í gær Stjórnunarverðlaunin 2010 í flokki þjónustustjórnunar.

Verðlaunin eru veitt af Stjórnvísi og voru afhent við hátíðlega viðhöfn af Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands...

Samdráttur í sölu áfengis

05.03.2010 | Samdráttur í sölu áfengis

Í febrúar var sala áfengis 8,1% minni í lítrum en árið 2009. Það sem af er árinu hefur salan dregist saman um 8,7%.

Hlutfallslega er samdrátturinn mestur í sölu á blönduðum drykkjum en þar hefur salan dregist saman um 37% í samanburði við árið 2009. Svipaða sögu er að segja um ókryddað brennivín og vodka en salan þar hefur minnkað um 25% á milli ára....

Takk fyrir jákvætt viðhorf!

25.02.2010 | Takk fyrir jákvætt viðhorf!

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja með samræmdum hætti. Nýlega voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2009. Í könnuninni er sérstök áhersla lögð á ánægju viðskiptavina og tryggð. Mældir eru þættir eins og ímynd, væntingar og gæði þjónustu.

Í flokki smásöluverslana voru Vínbúðirnar í öðru sæti á eftir Fjarðakaup sem var sigurvegari flokksins. Við óskum Fjarðakaup innilega til hamingju með frábæran árangur. Af þeim 25 fyrirtækjum sem mæld voru í allri könnuninni voru Vínbúðirnar í fjórða sæti.

Vínbúðirnar eru stoltar af árangrinum, en ánægja viðskiptavina hefur aldrei mælst hærri í þau sjö ár sem fyrirtækið hefur tekið þátt í þessari könnun.

Starfsfólk Vínbúðanna þakkar viðskiptavinum fyrir jákvætt viðhorf.

Sala áfengis í janúar minni en í fyrra

04.02.2010 | Sala áfengis í janúar minni en í fyrra

Sala áfengis í janúar dróst saman um 9% í lítrum miðað við sama mánuð árið 2009. Sala bjórs dróst saman um 8,5% og sala rauðvíns um tæplega 8%.

Ekki er hægt að draga ályktanir um mikinn samdrátt út frá þessum tölum einum saman. Þar sem langflestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á föstudögum verður að hafa í huga að í janúar 2010 eru fjórir föstudagar en í janúar 2009 voru fimm föstudagar.

Deildu fróðleik með vinum þínum!

29.01.2010 | Deildu fróðleik með vinum þínum!

Nú er hægt að senda uppskriftir og fróðleik og upplýsingar um kokteila af vinbudin.is á Facebook, í tölvupósti eða jafnvel prenta út.

Kynntu þér hafsjó af fróðleik, upplýsingar um kokteila, og girnilegar uppskriftir hér á vinbudin.is og deildu með vinum þínum.

Sala á þorrabjór hefst á fimmtudag

22.01.2010 | Sala á þorrabjór hefst á fimmtudag

Fjórar tegundir af þorrabjór verða í boði í Vínbúðunum þetta árið. Um er að ræða Egils þorrabjór, Kalda þorrabjór, Jökul þorrabjór og Suttungasumbl frá Brugghúsinu í Ölvisholti.

Sölutímabil þorrabjórs er frá bóndadegi til konudags eða einn mánuður. Þorrabjórinn er jafnan framleiddur í takmörkuðu magni, en hann verður fáanlegur í öllum Vínbúðum, að lágmarki ein tegund í minnstu búðunum. Í vöruspjaldi hverrar tegundar er hægt að sjá í hvaða Vínbúð viðkomandi bjór fæst.

Á morgun verður einnig hægt að fá lista yfir alla þorrabjórana með því að haka við táknið 'tímabundið í sölu' í vöruleitinni.

Hefur þú skoðað uppskriftavefinn?

21.01.2010 | Hefur þú skoðað uppskriftavefinn?

Á uppskriftavefnum er hægt er að nálgast allar þær uppskriftir sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.

Hægt er að leita eftir flokkum svo sem fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF

Sala ársins 2009

21.01.2010 | Sala ársins 2009

Á árinu 2009 voru seldir rúmlega 20 milljón lítrar af áfengi. Í lítrum var salan 1,4% minni en árið 2008. Sala rauðvíns dróst saman um 2,5% en sala hvítvíns var ein fárra tegunda sem meira var selt af á árinu en salan þar var 5,1% meiri en árið áður.

Sala lagerbjórs dróst lítilega saman en sala á ódrydduðu brennivíni og vodka var 12% minni. Einn mesti samdráttur ársins var í blönduðum drykkjum en sala þeirra dróst saman um tæplega 37% á árinu.

Salan í desember var 2% meiri í lítrum en desember 2008...

21.01.2010 | Gleðilegt nýtt ár!

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!
Föstudaginn 1.jan. er lokað í Vínbúðunum, en laugardaginn 2.jan. er opið skv. venju. (á höfuðbogarsvæðinu 11-18)
Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga. ATH: Vefbúðin verður lokuð vegna uppfærslu á kerfum vegna breytingu á virðisauka frá kl. 12:00 31.des. Opnum aftur laugardaginn 2.jan. kl.10:00. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum.

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

30.12.2009 | Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

Vikan fyrir gamlársdag er ein annasamasta vika ársins hjá Vínbúðunum. Við hvetjum því viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir.

Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU verða Vínbúðir opnar sem hér segir:
- Miðvikudaginn 30.des opið til kl. 20
- Fimmtudaginn 31.des opið til kl. 13
- Föstudaginn 1.jan - LOKAÐ
- Laugardaginn 2.jan - OPIÐ skv. venju. (11-18)

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna HÉR

ATH: Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga.

2010

29.12.2009 | Gleðilegt ár

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu!

Laugardaginn 2.jan. er opið skv. venju i Vínbúðunum (á höfuðbogarsvæðinu 11-18)

Mánudaginn 4.janúar verður LOKAÐ í stærri Vínbúðum vegna talninga. (sjá nánar HÉR )

Áhrif breytinga áfengisgjalds á söluverð áfengis

22.12.2009 | Áhrif breytinga áfengisgjalds á söluverð áfengis

Samþykkt voru í morgun á Alþingi lög um ráðstafanir í skattamálum sem taka meðal annars til hækkana á áfengis- og tóbaksgjalda.

Í lögunum er gert ráð fyrir 10% hækkun á áfengisgjaldi sem tekur gildi um áramót. Áætluð áhrif á smásöluverð eru nokkuð mismunandi eftir tegundum þar sem áfengisgjald er reiknað út frá áfengisprósentu.

Meðfylgjandi tafla sýnir dæmi um breytingar á nokkrum tegundum. Eins og sjá má gætir áhrifa breytingana mest á sterku áfengi...

10.12.2009 | Enn meiri leitarmöguleikar í vöruleitinni

Nú hafa bæst við tveir nýjir leitarmöguleikar í vöruleitinni. Hægt er að leita eftir NÝJUM vörum (allar nýjar vörur í mánuðinum) og einnig er hægt að finna þær vörur sem eru í TÍMABUNDINNI sölu (svo sem jólabjór, páskabjór o.fl.)

Nú getur þú t.d. hakað við táknið 'Tímabundið' og fengið upp alla jólabjóra og jólavöru sem er í tímabundinni sölu í desember. Það sama gildir um páskabjóra og aðra árstíðar- og tímabundnar söluvörur.

Nýttu þér leitarmöguleikana í vöruleitinni til að finna einmitt það sem þú leitar að.

Sala áfengis dregst saman á milli ára

03.12.2009 | Sala áfengis dregst saman á milli ára

Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni en árið 2008. Á árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman en sala á hvítvíni aukist. Sala á sterku áfengi þ.e. ókrydduðu brennivíni og vodka hefur dregist saman 11,5% í magni. Enn meiri samdráttur hefur orðið í sölu blandaðra sterkra drykkja eða 37%.

Salan í nóvember dróst saman um 4,1% samanborið við nóvember í fyrra. Þar vegur þungt minni sala á lagerbjór og sterkum drykkjum.

Margir bíða spenntir eftir jólabjórnum

23.11.2009 | Margir bíða spenntir eftir jólabjórnum

Viðskiptavinir bíða margir spenntir eftir jólabjórnum, en mikið hefur verið spurt um það hvenær hann berst í Vínbúðir. Um sextán jólabjórar munu verða til sölu um þessi jól, en sala þeirra hófst, þriðja fimmtudag í nóvember, eða þann 19.nóvember. Einhverjar nýjar tegundir bætast í hóp jólabjóranna í ár, en að öðru leyti ættu viðskiptavinir að þekkja flestar tegundir frá fyrri árum.

Sala áfengis janúar til október

11.11.2009 | Sala áfengis janúar til október

Sala áfengis í október var 15,3% minni í lítrum talið en í október árið 2008. Meginástæðu fyrir þessum mikla mun má rekja til þess að 31. október í fyrra kom mikill fjöldi viðskiptavina í Vínbúðirnar í kjölfar frétta í fjölmiðlum um yfirvofandi hækkun á áfengisgjaldi. Þann dag komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar en á hefðbundnum föstudegi koma að meðaltali um 29 þús. viðskiptavinir...

Pantaðu snemma og sæktu í þína Vínbúð

28.10.2009 | Pantaðu snemma og sæktu í þína Vínbúð

Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.

Til að versla í Vefbúðinni er einfaldlega farið í vörulistann t.d. með því að smella á einn af yfirflokkunum hér fyrir ofan eða smella á 'Vöruleit' hér til vinstri. Ef varan er með mynd af körfu fyrir aftan, er hægt að kaupa hana í Vefbúðinni.

Úrvalið er mikið í Vefbúðinni og því hægt að segja að valið hafi stóraukist fyrir þá sem búa nálægt minni Vínbúðum...

Sala áfengis nánast óbreytt frá í fyrra

07.10.2009 | Sala áfengis nánast óbreytt frá í fyrra

Sala áfengis fyrstu 9 mánuði ársins nánast óbreytt í magni á milli ára en salan í september dróst saman um 2,7%.

Það sem af er árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman um 1,7% í magni á milli ára, sala á hvítvíni hefur aftur á móti aukist um 6,4%. Sala á lagerbjór jókst á milli ára um 1,5% en dregið hefur úr sölu á blönduðum drykkjum og ókrydduðu brennivíni og vodka á árinu. Sala í september er 2,7% minni í magni á milli ára.

Vínbúðin Siglufirði í nýjan búning

23.09.2009 | Vínbúðin Siglufirði í nýjan búning

Vínbúðin Siglufirði hefur nú fengið á sig nýjan blæ, en nú er Vínbúðin orðin að sjálfsafgreiðsluverslun.

Vínbúðin Siglufirði er ein af elstu Vínbúðum landsins, en hún hefur verið starfrækt frá árinu 1932. Starfsemin flutti hinsvegar í núverandi hús árið 1945 og hingað til hafa viðskiptavinir fengið afgreitt yfir borð, eins og þekkt er í minni Vínbúðum á landsbyggðinni. ÁTVR rekur nú 49 Vínbúðir um land allt og eru um 26 þeirra svokallaðar minni búðir (með 100 til 200 tegundir í sölu).

Við vonum að viðskiptavinir verði ánægðir með breytingarnar, enda markmiðið að auka þægindi viðskiptavina og veita enn betri þjónustu.

Bjór í matargerð

22.09.2009 | Bjór í matargerð

Vín í matargerð er eitthvað sem flestir þekkja, hvort sem er til að sjóða upp úr, í sósuna, marineringu eða slíkt, en einhverra hluta vegna nota færri bjór í matargerð.

Það er mjög sniðugt að nota bjór til að meyra kjöt, en þar sem sýrustig bjórs er lægra en víns, brýtur bjórinn vöðvann ekki niður eins hratt og vínið. Bjór gefur matnum einnig góðan kryddkeim og eykur á fyllingu sósunnar og þéttleika. Auðvitað er ekki sama hvaða bjór maður notar, en bragðmikill bjór gefur meira bragð, humlaríkur bjór gefur meira krydd, dekkri bjór gefur meiri hnetu-, súkkulaði- og/eða lakkrískeim...

Tóbakssala jókst á fyrstu 8 mánuðum ársins

16.09.2009 | Tóbakssala jókst á fyrstu 8 mánuðum ársins

Velta í sölu á tóbaks fyrstu 8 mánuði jókst um rúm 19%, fór úr 5,6 milljörðum í 6,6 milljarða. Sala vindlinga, sem eru tæplega 92% af veltu tóbaks, minnkaði hins vegar í magni á tímabilinu um tæp 6%. Sala vindla minnkaði í magni um 2%, á meðan sala í reyktóbaki og neftóbaki jókst um 33% og 19% á tímabilinu...

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3%

15.09.2009 | Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3%

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3% í magni miðað við sama tímabil í fyrra.

Sala rauðvíns dróst saman um 1,4%, sala hvítvíns jókst um 6,4%, en sala á brandí dróst saman um 21,5%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um rúm 7% og aðrar bjórtegundir en lagerbjór og öl um rúm 35% Svipaður samdráttur er í blönduðum drykkjum eða 36,6%. Lagerbjór sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í rúmlega 10,7 milljónum lítra fyrstu 8 mánuði ársins og jókst salan um 1,8% frá því á sama tíma í fyrra.

Vínblaðið komið út

08.09.2009 | Vínblaðið komið út

Nýjasta Vínblaðið er komið út og er hægt að nálgast í næstu Vínbúð. Meðal efnis í blaðinu er grein um bjór í matargerð og íslenskt smábruggerí, misheppnað markaðsátak Evrópusambandsins, breytt neyslumynstur áfengis á íslandi síðustu mánuði, bjór í veislur, íslenskar og norrænar hefðir í matseld...

Smáréttaveisla í september

01.09.2009 | Smáréttaveisla í september

Nú er Smáréttaveisla í Vínbúðunum í september. Smáréttir henta vel við ýmis tækifæri og jafnt fyrir litla sem stóra hópa. Þeir eiga mjög vel við í fjölmennum samkvæmum þar sem ekki er setið við uppdekkað borð og sömuleiðis er kjörið að bjóða upp á smárétti þegar fáir eru samankomnir, til dæmis þegar vinum er boðið heim.

Í Vínbúðunum er hægt að nálgast frábærar uppskriftir af smáréttum í norrænum anda og upplýsingar um hvaða vín henta með. Einnig er þar hægt að nálgast skemmtilegan bækling um smárétti...

Nýr uppskriftavefur á vinbudin.is

27.08.2009 | Nýr uppskriftavefur á vinbudin.is

Nú er kominn í loftið uppskriftavefur á vinbudin.is þar sem hægt er að nálgast allar uppskriftirnar sem Vínbúðin hefur gefið út í gegnum tíðina á þemadögum eða í Vínblaðinu.

Hægt er að leita eftir flokkum s.s. fiskur, kjúklingur og eftirréttir og með hverri uppskrift eru tillögur að víni með sem vísar í vörulistann á vefnum.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
SKOÐA UPPSKRIFTAVEF

Hefur þú prófað Vefverslunina?

19.08.2009 | Hefur þú prófað Vefverslunina?

Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.

Til að versla í Vefbúðinni er einfaldlega farið í vörulistann á vinbudin.is. Hann er hægt að nálgast t.d. með því að smella á einn af yfirflokkunum hér fyrir ofan, smella á 'Vöruleit' hér til vinstri eða smella á 'Vörur' á vinstri stiku...

Sölutölur

04.08.2009 | Sala um verslunarmannahelgina

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 3,9% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 752,9 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 783 þúsund lítrar. Fjöldi viðskiptavina í vikunni var tæplega 125 þúsund, en í sömu viku í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir. Fækkun viðskiptavina er því 1,7%.

Annasöm vika framundan

30.07.2009 | Annasöm vika framundan

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þeirri viku. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn af stærstu dögum ársins. Þann dag árið 2008 var engin undantekning, en þá komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Alls voru seldir tæplega 784 þúsund lítrar af áfengi þar af var bjór 89% eða 698 þúsund lítrar.

Sala áfengis fyrstu 6 mánuði ársins

10.07.2009 | Sala áfengis fyrstu 6 mánuði ársins jókst um 0,4% miðað við sama tímabil í fyrra.

Sala rauðvíns dróst saman um hálft próstent, sala hvítvíns jókst um rúm 7%, en sala á viskí og brandí dróst saman um 22% og tæp 7%. Lagerbjór sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í tæplega 7,4 milljónum lítra fyrstu sex mánuði ársins og jókst salan um 1,6% frá því á sama tíma í fyrra...

Hefur þú notað vöruleitina?

08.07.2009 | Hefur þú notað vöruleitina?

Í vöruleitinni getur þú leitað að vínum eftir hinum ýmsu skilyrðum og auðveldað þér þannig leitina að ákveðnum tegundum.
Nú er einnig hægt að versla á vefnum, en ef karfa birtist fyrir aftan vöruna, þá er hún til í Vefbúðinni og þú getur fengið hana senda beint í þína Vínbúð, án nokkurs auka kostnaðar...

Íslenskir burðarpokar í Vínbúðunum

07.07.2009 | Íslenskir burðarpokar í Vínbúðunum

Plastprent og Ríkiskaup undirrituðu á dögunum samkomulag um kaup á burðarpokum fyrir Vínbúðir ÁTVR. Um er að ræða 6 milljónir burðarpoka á næstu tveimur árum. Plastprent bauð lægst í útboði Ríkiskaupa og er einkum ánægjulegt að öll framleiðsla plastpokanna fer fram hérlendis. Samninginn undirrituðu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR og Sigurður Þorvaldsson, sölustjóri Plastprents.

Besta auglýsingin að mati áhorfenda í Cannes

26.06.2009 | Besta auglýsingin að mati áhorfenda í Cannes

Auglýsingin „Láttu ekki vín breyta þér í svín“ var valin besta auglýsingin úr flokki almannaheilla-herferða, valin af áhorfendum.

Áhorfendur á auglýsingahátíðinni í Cannes völdu auglýsinguna sem þá bestu af 400 almannaheilla-herferðum frá 35 löndum...

Allt vöruvalið í þinni Vínbúð!

18.06.2009 | Allt vöruvalið í þinni Vínbúð!

Vínbúðin hefur opnað nýja og notendavæna Vefbúð á vinbudin.is. Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds. Von okkar er sú að þessi þjónusta eigi eftir að koma viðskiptavinum að góðum notum og bjóðum við þá velkomna í Vefbúð Vínbúðarinnar...

Ný Vínbúð á Flúðum

16.06.2009 | Ný Vínbúð á Flúðum

Ný Vínbúð var opnuð á Flúðum í gær, mánudaginn 15.júní. Auk þess að þjónaheimamönnum mun Vínbúðin þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem leggur leið sína um svæðið á ári hverju.

Vínbúðin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 17-18, föstudaga kl.16-18 og einnig verður opið á laugardögum frá kl. 12-14 til 1.ágúst.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja Vínbúð.

Meira selt af áfengi en í fyrra

08.06.2009 | Meira selt af áfengi en í fyrra

Sala áfengis í maí jókst um 3,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Í kjölfar samþykktar Alþingis 28. maí um hækkun á áfengisgjaldi var mikil sala í Vínbúðunum 29. og 30. maí en hækkunin tók ekki gildi fyrr en 1. júní. Þessa tvo daga seldust 403 þúsund lítrar af áfengi eða sem nemur 21% af sölu mánaðarins. Mest jókst salan á hvítvíni um 20,8% en næst kom rauðvín með 11,9% aukningu miðað við maí 2008.

Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins jókst um 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala hvítvíns jókst um 9,2%, rauðvíns um 1,1% og lagerbjórs um 2,9%.

Vínbúðin á Höfn flytur

03.06.2009 | Vínbúðin á Höfn flytur

Vínbúðin á Höfn flytur í nýtt húsnæði í Miðbæ, Litlubrú 1. Áætlað er að opna á nýjum stað á miðvikudaginn (10.júní). Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýjan stað.

Áhrif 15% hækkunar gjalda á áfengis- og tóbaksverð

29.05.2009 | Áhrif 15% hækkunar gjalda á áfengis- og tóbaksverð

Alþingi hefur samþykkt 15% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbak. Áfengisgjald er innheimt við innflutning og er innifalið í innkaupsverði ÁTVR frá birgjum. Í samræmi við reglur verður birgjum gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækkunin taka gildi að því loknu...

Bíddu!

23.05.2009 | Bíddu!

Nú í sumar standa Vínbúðirnar fyrir auglýsingaherferð undir yfirskriftinni 'Bíddu - hafðu skilríkin meðferðis'. Markmiðið með auglýsingunum er að vekja á jákvæðan hátt athygli á áfengiskaupaaldrinum og hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að eigin frumkvæði.

Auglýsingarnar verða sýndar í sjónvarpi, útvarpi, netmiðlum á strætóskýlum og í bíó.

Sala áfengis 35% meiri Eurovisionhelgina en helgina á undan

18.05.2009 | 35% meiri sala vegna Eurovision?

Sala áfengis 35% meiri Eurovisionhelgina en helgina á undan. Mestu munur um lagerbjór sem er tæplega 80% af öllu seldu magni. Sala lagerbjórs jókst um 37% á milli helga, rauðvíns um 11% og hvítvíns um 38%. Sala á öðrum tegundum jókst um 32%...

Aprílsalan meiri en í fyrra

10.05.2009 | Aprílsalan meiri en í fyrra

Sala áfengis í apríl jókst um 14,7% miðað við sama mánuð í fyrra. Páskar í ár voru í apríl en í mars í fyrra. Samanburður við sömu mánuði í fyrra er því erfiður.

Sala áfengis fyrstu fjóra mánuði ársins jókst um 1,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 2,8% og hvítvíns um 4,9% en sala á rauðvíni dróst saman um 2,4%...

Veisluvín

03.05.2009 | Veisluvín

Vínbúðirnar bjóða viðskiptavinum frábæra þjónustu þegar halda skal veislu. Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja rétt vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa Vínbúðanna. Afgreiðslutími Veisluvíns þjónustunnar: mánudag - föstudags: 11-17 Veisluvíns-síminn er 560-7726 og netfangið veisluvin@vinbudin.is

28.04.2009 | Lokað í Vínbúðunum 1.maí

Lokað verður í Vínbúðum, föstudaginn 1.maí.

Opið verður í öllum Vínbúðum fimmtudaginn 30 apríl líkt og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu er því opið til kl. 19:00 í öllum Vínbúðum, nema Dalvegi, Skútuvogi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20:00.

22.04.2009 | Lokað á sumardaginn fyrsta og 1.maí

Vínbúðirnar verða lokaðar á sumardaginn fyrsta og 1. maí nk þar sem óheimilt er samkvæmt áfengislögum að hafa áfengisverslanir opnar á þessum dögum.

Sá sem flöskustúturinn lendir á...

14.04.2009 | Sá sem flöskustúturinn lendir á...

Umferðarstofa í samvinnu við Vínbúðirnar eru þessa dagana að hrinda af stað auglýsingaherferð sem heitir „Sá sem flöskustúturinn lendir á“ en með þessu átaki er ökumönnum gerð grein þeim afleiðingum sem ákvörðunin um að aka eftir neyslu áfengis getur haft. Herferðin verður fyrst og fremst í netmiðlum og útvarpi.

Salan í mars minni en í fyrra

08.04.2009 | Salan í mars minni en í fyrra

Sala áfengis í mars dróst saman um 11% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs dróst saman um tæp 9% og sala rauðvíns um 19%.

Sala áfengis í lítrum tímabilið janúar-mars miðað við sama tíma fyrir ári dróst saman um 4% miðað við sama tíma fyrir ári, úr 4.137 þús. í 3.969 þús.lítra. Sala rauðvíns dróst saman um -10% en sala lagerbjórs um -2%.

Ný Vínbúð á Flúðum

06.04.2009 | Ný Vínbúð á Flúðum

Skrifað hefur verið undir samning um leigu á húsnæði við Akurgerði 4, fyrir nýja Vínbúð á Flúðum. Áformað er að opna nýja Vínbúð þar fyrir sumarið. Vínbúðin verður sjálfsafgreiðslubúð með rúmlega 100 mest seldu tegundirnar í vöruvali.

Kælir í Heiðrúnu

27.03.2009 | Kælir í Heiðrúnu

Verið er að breyta Vínbúðinni Heiðrúnu um þessar mundir. Eftir helgina mun stór og glæsilegur bjórkælir verða tekinn í notkun, en hann mun geyma allan bjór sem seldur er í Vínbúðinni auk mest seldu freyði- og hvítvínanna. Um 170 tegundir af bjór eru til sölu í Vínbúðunum Heiðrúnu, Skútuvogi og Kringlunni og er kælirinn í Heiðrúnu yfir 100 fermetrar að stærð.

19.03.2009 | Ný stjórn og reglugerðarbreyting

Eftirfarandi fréttatilkynning barst frá Fjármálaráðuneytinu: Fjármálaráðherra hefur gert tvenns konar breytingar á reglugerð um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og tekur hún gildi nú þegar. Annars vegar er ákvæðum reglugerðarinnar um álagningu stofnunarinnar á áfengi og tóbaki breytt til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, á síðastliðnu haustþingi. Hins vegar eru gerðar breytingar á ákvæðum um stjórn Áfengis- og tóbaksverslunarinnar þannig að stjórnarmönnum er fjölgað úr þremur í fimm og stjórnin er skipuð til ársloka 2009. Sjá nánar...

17.03.2009 | Fjármálaráðuneytið og ÁTVR breyta reglum til hagsbóta fyrir framleiðendur á landsbyggðinni

Gerðar hafa verið breytingar á vöruvalsreglum ÁTVR sem munu leiða til mikils sparnaðar í dreifingarkostnaði fyrir framleiðendur á landsbyggðinni. Breytingarnar fela í sér að við sérstakar aðstæður getur ÁTVR samið beint við birgja um afhendingu vöru, sem ætluð er til dreifingar á nærsvæði framleiðenda, á öðrum dreifingarstað en í vöruhús ÁTVR á Stuðlahálsi. Með því verður til dæmis kleift að taka við vörum frá Vífilfelli á Akureyri, Ölvisholt á möguleika á að afhenda vöru á Selfossi, Mjöður getur afhent vöru á Stykkishólmi og Bruggsmiðjan getur afhent vörur annað hvort á Dalvík eða Akureyri.
...sjá nánar.

Nýtt Vínblað komið í búðir

12.03.2009 | Nýtt Vínblað komið í búðir

Nú er hægt að nálgast nýtt Vínblað í Vínbúðunum. Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Höskuld Jónsson, fyrrverandi forstjóra ÁTVR þar sem hann ræðir á skemmtilegan hátt um 'Bjórdaginn mikla'. Einnig er þar grein um það hvers vegna og hvort við eigum að umhella víni, áfengi í mat, Mojito uppskriftir, Ítölsk vín o.fl. Í blaðinu má finna grein þar sem það er kannað hvort kreppan hafi áhrif á sölu áfengra drykkja.

Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

04.03.2009 | Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar.

Að þessu sinni var ánægja viðskiptavina 17 fyrirtækja mæld en niðurstöður byggja á svörum um 4300 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Í flokki smásöluverslana var ÁTVR í fyrsta sæti með 66,2 og hækkar um 2,3 stig á milli ára. ÁTVR og BYR voru einu fyrirtækin sem hækkuðu á milli ára.
..sjá nánar.

Sala áfengis í febrúar 2009

04.03.2009 | Sala áfengis í febrúar 2009

Sala áfengis í febrúar dróst saman um 9% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs dróst saman um tæp 8% á tímabilinu og sala hvítvíns um 3%.

Að einhverju leyti má rekja skýringuna á samdrættinum til hlaupársdags, en hann bar upp á föstudegi í fyrra. Það voru því fimm föstudagar í febrúar 2008 á móti fjórum í ár. Ekki er hægt að rekja breytingu á neyslu til afmælis bjórsins 1.mars. Ef bornir eru saman laugardagurinn 28.febrúar í ár og 1.mars í fyrra er samdrátturinn í sölu 9,7% en samdráttur í sölu bjórs 10,1% Hlutfall bjórs af heildarsölunni er einnig mjög svipað þennan dag eða rétt um 80% af seldu magni ....sjá nánar.

Vilt þú hafa það lífrænt ræktað?

24.02.2009 | Vilt þú hafa það lífrænt ræktað?

Í vöruleitinni á vinbudin.is getur þú leitað að lífrænt ræktuðum vínum sem fást í Vínbúðunum. Þau vín eru sérstaklega merkt með grænu laufi.

Í vöruleitinni er hægt að leita að vínum eftir hinum ýmsu skilyrðum svo sem vörunúmeri, heiti, landi, svæði, verði, styrkleika, þrúgum, stærð, matarflokkum og og nú hvort vín hafi viðurkennda lífræna vottun.

Hægt er að fara inn á leitina með því að smella á hnappinn 'Vöruleit' hér til vinstri.

Vínbúðin tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna!

19.02.2009 | Vínbúðin tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna!

Nú er ljóst hvaða auglýsingar eru tilnefndar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Vínbúðin er þar tilnefnd til verðlauna í fjórum liðum: - Vöru- og firmamerki: Nýtt vörumerki Vínbúðanna
- Almannaheillaauglýsingar:
Láttu ekki vín breyta þér í svín (sjónvarp)
- Almannaheillaauglýsingar: Láttu ekki vín breyta þér í svín (dagblöð)
- Vefauglýsingar: Skilríki - getur þú sannað það?ð Vínbúðirnar eru stoltar af tilnefningunum, en niðurstöður úr Lúðrinum munu liggja fyrir föstudaginn 27.febrúar nk... sjá nánar...

Vöruleit á vefnum

13.02.2009 | Vöruleit á vefnum

Nú hefur verið sett í loftið ný leitarsíða sem víkkar leitarmöguleikana á vinbudin.is til muna. Hægt er að leita að vínum eftir hinum ýmsu skilyrðum svo sem vörunúmeri, heiti, landi, svæði, verði, styrkleika, þrúgum, stærð, matarflokkum og fleiru.

Markmið leitarinnar er að auðvelda leit að ákveðnum tegundum og ennfremur að stuðla að enn betri fróðleik um vörur okkar og úrval.

Hægt er að fara inn á leitina með því að smella á 'Vöruleit' í efstu stiku, eða undir 'Vörur' í vinstri stiku.

Sala áfengis janúar 2009

04.02.2009 | Sala áfengis janúar 2009

Sala áfengis í janúar jókst um 12% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 15% á tímabilinu og sala hvítvíns um 12%.

Sala rauðvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 4% og 8% á tímabilinu.

Skýring þessarar miklu aukningar má rekja til þess að í janúar í ár voru fimm laugardagar en fjórir í fyrra. Sala fimmta föstu- og laugardagsins (30.-31.janúar) var um 17% af heildarsölu mánaðarins.

Vínbúðin Fáskrúðsfirði flutt

29.01.2009 | Vínbúðin Fáskrúðsfirði flutt

Vínbúðin Fáskrúðsfirði hefur nú flutt í nýtt húsnæði að Skólavegi 59. Vínbúðin hefur verið starfrækt á Fáskrúðsfirði frá október 1999 og var fram að þessu til húsa að Búðarvegi 35.

Nýja Vínbúðin er fyrsta sjálfsafgreiðslubúðin í þessari stærð (100 tegundir). Vínbúðin er glæsileg, björt og rúmgóð og er hönnun sambærileg nýju Vínbúðunum á stór-höfuðborgarsvæðinu.

Verið velkomin í nýja Vínbúð.

Ný Vínbúð opnuð í Reykjanesbæ

19.01.2009 | Ný Vínbúð opnuð í Reykjanesbæ

Í morgun opnaði ný og glæsileg Vínbúð í Reykjanesbæ. Á sama tíma lokaði gamla Vínbúðin, sem hefur verið starfrækt í Hafnargötunni síðan 2004.

Nýja Vínbúðin er staðsett að Krossmóum 4, þar sem Samkaup er til húsa. Rýmið er rúmgott og bjart og allur bjór verður í kæli. Nóg er af bílastæðum fyrir framan Vínbúðina (beggja megin).

Afgreiðslutími Vínbúðarinnar er sá sami og áður:
Mán - fim: 11-18, fös: 11-19 og lau: 11-16

Verið velkomin í glæsilega Vínbúð!

Vínbúðin Keflavík flytur þann 19.janúar

11.01.2009 | Vínbúðin Keflavík flytur þann 19.janúar

Vínbúðin í Keflavík flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði mánudaginn 19. janúar og mun hér eftir bera heitið Vínbúðin Reykjanesbæ.

Viðskiptavinir í Reykjanesbæ verða væntanlega ánægðir með nýju Vínbúðina þar sem hún er björt og skemmtileg auk þess um hún stækkar um rúman helming. Allur bjór verður í kæli, afgreiðslukössum er fjölgað og auk þess er nóg af bílastæðum fyrir framan Vínbúðina. Aðstaða starfsfólks verður betri en áður og einnig er lager og vörumóttaka mun stærri. Nýja Vínbúðin er staðsett við nýjan verslunarkjarna við Krossmóa 4, þar sem Samkaup er til húsa. Vínbúðin þjónar yfir 20.000 viðskiptavinum á ári hverju...

Sala ársins 2008

07.01.2009 | Sala ársins 2008

Sala ársins 2008 jókst um 4,2% í lítrum í samanburði við árið 2007. Alls var selt áfengi fyrir 17.809 þús. kr. með virðisaukaskatti.

Sala hvítvíns jókst um 13,4% á tímabilinu og sala rauðvíns um 3,8%.

Sala lagerbjórs og ókryddaðs brennivíns jókst um 4,3% og 6,5% á tímabilinu...

Vínbúðin Spönginni lokar

05.01.2009 | Vínbúðin Spönginni lokar

Ákveðið hefur verið að loka Vínbúðinni í Spönginni og tekur lokunin gildi frá og með 19. janúar. Allir fastráðnir starfsmenn munu halda störfum sínum og flytjast yfir í aðrar verslanir. Engar aðrar lokanir eru fyrirhugaðar hjá Vínbúðunum.

Megin ástæða þess að Vínbúðinni í Spönginni er lokað er að rekstur hennar hefur verið undir væntingum síðustu árin. Leigusamningur um húsnæðið rann út um áramótin og var ákveðið að framlengja hann ekki. Húsnæðið var orðið óhentugt miðað við þá þjónustu og vöruúrval sem viðskiptavinir óskuðu eftir. Leitað verður eftir hentugra húsnæði á svæðinu þegar aðstæður leyfa.

Viðskiptavinum er bent á Vínbúðirnar Heiðrúnu, Skútuvogi og í Mosfellsbæ sem nálægar búðir.

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!

01.01.2009 | Gleðilegt nýtt ár!

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs!

Föstudaginn 2.janúar verður opið skv. venju í öllum Vínbúðum.

Mánudaginn 5.janúar verður lokað í stærri Vínbúðum vegna talninga.

Afgreiðslutími um hátíðirnar

30.12.2008 | Afgreiðslutími um hátíðirnar

Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir:

- Þriðjudaginn 30.des opið til kl. 20

- Miðvikudaginn 31.des opið til kl. 13

- Fimmtudaginn 1.jan - Lokað

- Föstudaginn 2.janúar - Opið skv. venju.

- Mánudaginn 5.janúar verður Lokað í stærri Vínbúðum vegna talninga. (sjá nánar )

Afgreiðslutími Vínbúða

19.12.2008 | Afgreiðslutími Vínbúða

Yfir hátíðirnar verður aukið við afgreiðslutíma í Vínbúðunum til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Á höfuðborgarsvæðinu verða Vínbúðir opnar sem hér segir: - Laugardaginn 20.des: opið til kl. 18 - Mánudaginn 22.des opið til kl. 20 - Þriðjudaginn 23.des opið til kl. 22 - Miðvikudaginn 24.des opið til kl. 13

Verðbreyting á áfengi

15.12.2008 | Verðbreyting á áfengi

Ný verð taka gildi í Vínbúðunum í dag mánudaginn 15. desember. Verðbreytingin er gerð í kjölfar samþykktar Alþingis um hækkun áfengisgjalds um 12,5% .

Heildarverðbreytingin er að meðaltali 4,98% til hækkunar. Samtals breyta 1.025 tegundir um verð, þar af lækka 103 tegundir. 682 tegundir breyta ekki um verð.

Verslaðu tímanlega

15.12.2008 | Verslaðu tímanlega

Veislu- og gjafaþjónusta vínbúðanna veitir heimsendingarþjónustu, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira. Varan berst innan sólarhrings ef hún er til á lager.

- Pantanir berist fyrir 19.desember
- Gildir fyrir höfuðborgarsvæðið
- Sent er út á virkum dögum til kl. 17:00
- Varan er send um leið og greiðsla er frágengin.

Hægt er að panta í síma 560 7720 eða senda tölvupóst á netfangið solumenn@vinbudin.is. Kynntu þér veislu- og gjafaþjónustu Vínbúðanna og nýttu þér ráðgjöf starfsfólks okkar.

12.12.2008 | Alþingi samþykkir 12,5% hækkun áfengisgjalds

Alþingi hefur samþykkt 12,5% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbaki. Gera má ráð fyrir sem dæmi að hækkun á áfengisgjaldi hafi eftirfarandi áhrif að öðru óbreyttu.

- Rauðvín 750 ml, 13,5% hækkar úr 1.498 kr. í 1.577 kr. (5,2% hækkun).
- Bjór 500 ml, 5% hækkar úr 242 kr. í 256 kr. (5,8 % hækkun)
- Vodka 700 ml, 37,5% hækkar úr 3.360 kr. í 3.669 kr. (9,2%)
- Koníak 700 ml, 40% hækkar úr 7.500 kr. í 7.830 kr. (4,4%)

Áfengisgjald er innheimt við innflutning og er innifalið í innkaupsverði ÁTVR frá birgjum. Birgjum verður gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækkunin taka gildi í kjölfarið.

4,7% aukning frá í fyrra

08.12.2008 | 4,7% aukning frá í fyrra

Sala á tímabilinu janúar til nóvember jókst um 4,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala hvítvíns jókst um 14,5% á tímabilinu og sala rauðvíns um 5,1%.

Sala lagerbjórs og ókryddaðs brennivíns jókst um 4,4% og 7,0% á tímabilinu.

Pokasjóður afhendir 50 milljónir króna til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar

05.12.2008 | Pokasjóður afhendir 50 milljónir króna til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar

Pokasjóður afhenti í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd 50 milljóna króna styrk til að styðja skjólstæðinga sína fyrir jólin og fram eftir vetri. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, tók á móti framlagi Pokasjóðs fyrir hönd þessara tveggja samtaka í hádeginu í gær.

Styrkurinn er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum innan Pokasjóðs og eru notuð með sama hætti og greiðslukort. Inneign á kortunum er annars vegar 5.000 kr. og hins vegar 10.000 kr... sjá meira...

Láttu ekki vín breyta þér í svín

02.12.2008 | Sjónvarpsauglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín tilnefnd til verðlauna á Eurobest hátíðinni

Sjónvarpsauglýsingin Láttu ekki vín breyta þér í svín, sem auglýsingastofan ENNEMM gerði fyrir Vínbúðirnar, hefur verið tilnefnd ásamt fjórum öðrum auglýsingum til verðlauna í flokknum Public Health & Safety á evrópsku auglýsingahátíðinni Eurobest sem nú stendur yfir í Stokkhólmi.

Láttu ekki vín breyta þér í svín keppir við auglýsingar frá fjórum öðrum Evrópulöndum, en herferðin mældist gríðarlega sterk hér á Íslandi í mælingu sem Capacent gerði fyrir Vínbúðirnar.... sjá meira...

Villibráðarveisla í Vínbúðum

01.12.2008 | Villibráðarveisla í Vínbúðum

Nú eru þemadagarnir Villibráðarveisla í Vínbúðunum. Gefinn hefur verið út bæklingur um villibráð og hátíðarmat, þar sem settar eru fram nokkrar hugmyndir um hvernig á að velja vín sem henta vel með slíkum mat.

Einnig hefur verið gefinn út uppskriftabæklingur með girnilegum uppskriftum frá Úlfari Finnbjörnssyni, villibráðarkokki. Í þeim bæklingi eru einnig tillögur að vínum með réttunum.

Verðbreyting í Vínbúðunum

27.11.2008 | Verðbreyting í Vínbúðunum

Verðbreyting, sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar, tekur gildi í Vínbúðunum í dag. Verð breytist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegundum áfengis sem eru í boði í Vínbúðunum, 160 tegundir lækka í verði, 863 hækka en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum.

Með verðbreytingunni koma Vínbúðirnar til móts við óskir innflytjenda um tíðari verðbreytingar vegna ástandsins í efnahagsmálum og mikilla gengisbreytinga. Álagningarprósenta ÁTVR helst óbreytt eins og áður og áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki heldur.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í síma 560 7700.

Sala janúar til október 2008

12.11.2008 | Sala janúar til október 2008

Sala á tímabilinu janúar til október jókst um 6,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 5,9% á tímabilinu og sala rauðvíns um 7,3%. Sala hvítvíns og ókryddaðs brennivíns jókst um 17% og 8,8% á tímabilinu.

Verslunarmannahelgi“ í Vínbúðunum

04.11.2008 | „Verslunarmannahelgi“ í Vínbúðunum

Föstudaginn 31. október komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er nánast sami fjöldi og kom 1. ágúst síðastliðinn sem var föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi.

Í krónum var áfengissalan tæplega 319 milljónir. Sama dag var tóbakssala um 78 milljónir. Heildarsala ÁTVR 31. okt. var 397 milljónir en til samanburðar var salan föstudagurinn fyrir síðustu verslunarmannahelgi 387 milljónir. Salan var tæplega þrefalt meiri en á „hefðbundnum“ föstudegi í október.

Á hefðbundnum föstudegi eru meðaláfengiskaup viðskiptavinar um 4.200 krónur en föstudaginn 31. október voru meðalkaupin hins vegar 7.200 krónur.

Áfengi hækkar að meðaltali um 5,25% um mánaðamótin

31.10.2008 | Áfengi hækkar að meðaltali um 5,25% um mánaðamótin

Verðlagningu vegna verðbreytinga áfengis 1. nóvember næstkomandi er lokið og mun áfengi hækka að meðaltali um 5,25% um þessi mánaðamót. Verð breytist á rúmlega helmingi þess áfengis sem er í boði í Vínbúðunum.

Gengisbreytingar undanfarið hafa ekki eins mikil áhrif til hækkunar á útsöluverði áfengis og margir hafa búist við. Ástæðan er sú að áfengisgjöld, sem vega þungt í útsöluverðinu, breytast ekki. Þá er álagningaprósenta ÁTVR óbreytt.

Hvernig á að smakka vín?

28.10.2008 | Hvernig á að smakka vín?

Þegar smakka á vín verður að hafa ákveðna hluti í huga. Smakkararnir verða að vera vel fyrir kallaðir, lýsingin góð, loftræsting þarf að vera í lagi og hitastig í rýminu skiptir vissulega máli. Rétt hitastig á vínunum er einnig mikilvægt atriði að ógleymdum glösunum sem drekka á úr. Ílátin í smökkunarherberginu skipta svo að sjálfsögðu máli og það hvernig vínið sjálft er smakkað.

Meðfylgjandi grein er eftir Gissur Kristinsson, vínráðgjafa Vínbúðanna.

Lífræn ræktun

14.10.2008 | Lífræn ræktun

Við höfum öll heyrt á þetta minnst en hvað er þetta fyrirbæri „lífræn ræktun“? Kannski verður maður að spyrja sig fyrst, hvað er ekki lífræn ræktun. Lífræn ræktun hefur í för með sér mikinn aga og gjörbreytt viðhorf til ræktunar, sem og umhverfisins sjálfs, enda mætti segja að þetta sé langtímaskuldbinding, á móts við skyndilausnina sem notkun kemískra efna er. En hlutverk lífrænnar ræktunar er, á öllum stigum, að hlúa að lífríkinu, allt frá smæstu lífverum í jarðvegi, til mannsins sem neytir afurðanna.

(sjá nánar grein úr Vínblaðinu)

Vínráðgjafar á ferðinni

06.10.2008 | Vínráðgjafar á ferðinni

Vínráðgjafar Vínbúðanna eru sérmenntaðir til að veita viðskiptavinum faglegar ráðleggingar hvað varðar samspil víns og matar. Gaman getur verið að fá tillögur og hugmyndir fyrir næstu veislu eða bara fá aðstoð við að kynnast hinu mikla vöruúrvali sem í boði er í Vínbúðunum.

Vínráðgjafarnir eru einkenndir með svörtum, merktum svuntum.

Salan jókst fyrstu 9 mánuði ársins

03.10.2008 | Salan jókst fyrstu 9 mánuði ársins

Sala í lítrum fyrstu 9 mánuði ársins jókst um 3,9% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 3,7% á tímabilinu og rauðvíns um 3%. Sala á hvítvíni hefur hins vegar aukist verulega eða um 14,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka eykst umfram meðaltal og er 6,6%.

Velta áfengis á tímabilinu var 12,6 milljarðar króna en var 11,4 milljarðar í fyrra og nemur aukningin 10,4% á milli ára.

Hvernig glös notum við undir vín?

02.10.2008 | Hvernig glös notum við undir vín?

Þegar við veljum okkur vínglös er fyrsta reglan sú að velja glös sem eru gerð úr algerlega gegnsæju gleri og án alls skrauts. Þetta er nauðsynlegt til þess geta skoðað vínið vandlega og stuðlar einnig að því að vínið njóti sín til fulls. Fyrsta skrefið í að meta gæði vína er að skoða lit þeirra í glasinu...

Hvernig velur maður vín

23.09.2008 | Hvernig velur maður vín með mat svo vel fari?

Til að þjálfa sig í að para saman vín og mat þá þarf stöðugt að smakka bæði vín og mat. Með tímanum og mikilli þjálfun getur vínþjónninn með nokkurri vissu sagt til um með hverskonar mat tiltekið vín hentar, aðeins með því að lesa á flöskumiðann. Eru þetta einhverjir töfrar, hrein snilligáfa eða bara einfaldar reglur sem styðjast má við og allir geta notað með því að prófa sig áfram?

08.09.2008 | Nýtt Vínblað komið út

Nú er nýtt og spennandi Vínblað komið út. Að þessu sinni er blaðið með haustlegu ívafi og áhersla lögð á ber og osta. Páll vínráðgjafi er með fróðlega grein um hvernig megi para saman osta og vín svo vel fari, auk þess sem skemmtileg grein þar sem ráðleggingar vínþjóna um að velja rétta vínið með matnum vekur eflaust áhuga margra. Einnig er umfjöllun um hina víðsfrægu Októberfest, ráðleggingar um réttu glösin með víninu og grein um lífræna ræktun svo fátt eitt sé nefnt. Það er því ráð að skella sér í næstu Vínbúð og næla sér í glóðvolgt eintak af nýju Vínblaði!

Salan jókst fyrstu 8 mánuði ársins

04.09.2008 | Salan jókst fyrstu 8 mánuði ársins

Sala í lítrum fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 4,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 3,8% á tímabilinu og rauðvíns um 3,2%. Sala á hvítvíni heldur áfram að aukast og er nú 15,4% meiri en í fyrra. Sala í ókrydduðu brennivíni og vodka eykst einnig umfram meðaltal og er 7%.

Velta áfengis á tímabilinu var 11,2 milljarðar króna en var 10,2 milljarðar í fyrra og nemur aukningin 10,5% á milli ára.

Ostaveisla í Vínbúðunum í september

01.09.2008 | Ostaveisla í Vínbúðunum

Í september er Ostaveisla í Vínbúðunum. Hægt er að nálgast frábærar uppskriftir með ostaívafi og upplýsingar um hvaða vín henta með. Einnig hefur verið gefinn út skemmtilegur bæklingur um osta og vín.

Ostar hafa náð miklum vinsældum, bæði sem hluti af máltíð og sem sjálfstæðir réttir, auk þess sem þeir eru mikið notaðir í matargerð, en ostabakkar eru einnig vinsælir. Sjaldgæft er að vín og ostar fari mjög illa saman, en þó eru ýmsar samsetningar sem ætti að forðast.

Einnig eru fróðlegar greinar um osta, vín og margt fleira í nýútgefnu Vínblaði sem fæst í næstu Vínbúð.

Ný Vínbúð í Skútuvogi

23.08.2008 | Ný Vínbúð í Skútuvogi

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú verið opnuð í Skútuvogi 2. Verslunin er opin frá 9-20 alla virka daga og 11-18 á laugardögum. Skipulag Vínbúðarinnar er svipað og í Vínbúðinni Borgartúni, en allur bjór er afmarkaður í stórum kæli. Þannig fá viðskiptavinir meira næði til að skoða fjölbreytt úrval vína á meðan aðrir viðskiptavinir fá bjórinn sinn kaldan, en mikil eftirspurn hefur verið eftir þeirri þjónustu.

Nóg er af bílastæðum fyrir framan búðina og aðgengi viðskiptavina með besta móti.

3 nýir vínráðgjafar bætast í hópinn

13.08.2008 | 3 nýir vínráðgjafar bætast í hópinn

Í maí síðastliðnum var í annað sinn haldið próf á vegum WSET-skólans (Wine and Spirit Education Trust) á Íslandi. Vínbúðirnar eru samstarfsaðili skólans sem kemur að kennslu og prófum á því efni sem tekið er fyrir á sérfræðinganámskeiði Vínskólans sem rekinn er af Vínbúðunum.

Þrjár konur þreyttu erfitt próf og náðu því með góðum árangri. Viðskiptavinir Vínbúðanna geta nýtt sér þjónustu þeirra sem og annarra vínráðgjafa í Vínbúðum. Vínráðgjafarnir eru allir auðkenndir með svuntum, merktum með nafni.

Mikið verslað fyrir verslunarmannahelgina!

05.08.2008 | Mikið verslað fyrir verslunarmannahelgina!

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 12,2% meiri í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári. Samtals seldust 783 þúsund lítrar af áfengi í ár en í sömu viku í fyrra seldust 698 þúsund lítrar.

Sambærileg aukning er í fjölda viðskiptavina en 127 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina, en í sömu viku í fyrra komu 113 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar. Fjölgun viðskiptavina er því 12,1%...

Sýnum skilríkin brosandi

05.08.2008 | Sýnum skilríkin brosandi

Á starfsfólki Vínbúðanna hvílir sú skylda að ganga úr skugga um að viðskiptavinir hafi aldur til að kaupa áfengi. Vínbúðirnar eru nú með átak í þeim tilgangi að auka skilning viðskiptavina á mikilvægi þess að hafa skilríki sín meðferðis í Vínbúðina og hvetja þá til að sýna þau að fyrra bragði. Þannig er markmiðið að fæla frá þau ungmenni sem ekki hafa náð tvítugsaldri og búa jafnframt aðra undir að framvísa skilríkjum á jákvæðan hátt.

Vínbúðirnar víða opnar á laugardegi um Verslunarmannahelgi

31.07.2008 | Vínbúðirnar víða opnar á laugardegi um Verslunarmannahelgi

Landsmenn hafa haft þá venju að mæta allir sem einn í Vínbúðirnar á föstudeginum fyrir Verslunarmannahelgi, en margar Vínbúðanna eru einnir opnar á laugardaginn, en þá er mun minna að gera í búðunum og minni raðir. Það gæti því verið betra fyrir einhverja að flýta sér hægt og sleppa biðröðunum.

Vínbúðirnar eru opnar með hefðbundnum hætti þessa daga, að nokkrum búðum undanskildum, sem hafa lengri afgreiðslutíma um þessa helgi en venjulega... sjá nánar...

Annir fyrir verslunarmannahelgi

25.07.2008 | Annir fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein af annasömustu vikum ársins í Vínbúðunum. Í fyrra komu 108 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í þessari viku. Meðaltal fjögurra vikna þar á undan var 83 þúsund viðskiptavinir og aukningin því um 30%. Alls voru seldir 698 þúsund lítrar af áfengi í vikunni og greiddu viðskiptavinir 440 milljónir króna fyrir. Þar af var bjór um 544 þúsund lítrar eða 78% af því magni sem selt var sem er það sama og árshlutfallið...

Kokteilbæklingur í næstu Vínbúð

14.07.2008 | Kokteilbæklingur í næstu Vínbúð

Það er gaman að bjóða gestum upp á fallega og bragðbóða kokteila í samkvæmum, en meðferð áfengis er vandasöm og hlutverk gestgjafans felst jafnt í því að skemmta gestum sínum og veita í hófii.

Í næstu Vínbúð er hægt að nálgast bækling með skemmtilegum sumarkokteilum. Auk uppskrifta er þar að finna upplýsingar um hvaða tæki er gott að hafa við hendina við gerð kokteila og fleira nytsamlegt.

Aukið vöruúrval í Hveragerði

29.06.2008 | Aukið vöruúrval í Hveragerði

Frá og með 1.júlí verður vöruval í Vínbúðinni í Hveragerði aukið. Áður voru 200 tegundir til sölu í Vínbúðinni, en nú verða þær 300. Að auki hefur afgreiðslutíminn verði lengdur til að koma til móts við óskir viðskiptavina.

Í sumar verður Vínbúðin því opin sem hér segir:
mán-fim: 11-18 / fös: 11-19 / lau:11-16

Hvernig á að smakka vín?

23.06.2008 | Hvernig á að smakka vín?

Þegar smakka á vín verður að hafa ákveðna hluti í huga. Smakkararnir verða að vera vel fyrir kallaðir, lýsingin góð, loftræsting þarf að vera í lagi og hitastig í rýminu skiptir vissulega máli. Rétt hitastig á vínunum er einnig mikilvægt atriði að ógleymdum glösunum sem drekka á úr. Ílátin í smökkunarherberginu skipta svo að sjálfsögðu máli og það hvernig vínið sjálft er smakkað. Meðfylgjandi grein er eftir Gissur Kristinsson, vínráðgjafa Vínbúðanna, en hún birtist einnig í nýjasta Vínblaðinu sem hægt er að nálgast í Vínbúðunum.

Vínráðgjafar veita góð ráð

19.06.2008 | Vínráðgjafar veita góð ráð

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til þess að auka vöruþekkingu starfsmanna með það að leiðarljósi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur. Nú þegar hafa átta starfsmenn lokið alþjóðlegri gráðu frá virtum vínskóla og eru þeir til þjónustu reiðubúnir í Vínbúðum.

Um helgina verða vínráðgjafar til taks í Vínbúðunum Heiðrúnu, Kringlunni, Skeifunni og á Eiðistorgi.

Grillveisla í Vínbúðunum

02.06.2008 | Grillveisla í Vínbúðunum

Nú er Grillveisla í Vínbúðunum í júní. Hægt er að nálgast frábærar grill-uppskriftir og upplýsingar um hvaða vín henta með.

Einnig er nýútkomið Vínblað með fullt af fróðleik um vín og mat. Blaðið er hægt að nálgast frítt í næstu Vínbúð.

Opnað verður á Selfossi og í Hveragerði á morgun, laugardag

30.05.2008 | Opnað verður á Selfossi og í Hveragerði á morgun, laugardag

Þrátt fyrir mikið rask af völdum jarðskjálftans í fyrradag hefur tekist vel að hreinsa vínbúðirnar á Selfossi og í Hveragerði. Búðirnar verða því opnar með hefðbundnum hætti á morgun. Afgreiðslutími Vínbúðarinnar í Hveragerði er frá 11-14 og afgreiðslutími Vínbúðarinnar á Selfossi er frá 11-16...

Lokað í dag á Selfossi og í Hveragerði

30.05.2008 | Lokað í dag á Selfossi og í Hveragerði

Lokað verður í Vínbúðunum á Selfossi og í Hveragerði í dag vegna rasks sem varð af völdum jarðskjálftans. Báðar búðirnar eru illa farnar og mikið brotið. Hreinsun er hafin, en óvíst er hvenær hægt verður að opna búðirnar. Bent er á að Vínbúðirnar á Þorlákshöfn, Hellu og Hvolsvelli eru opnar í dag. Nánar verður auglýst þegar hægt verður að opna á ný á Selfossi og í Hveragerði.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Vínbúðinni Hveragerði, en ljóst er að mikil vinna er framundan við að koma búðinni í stand.

Verslunarsjóri og aðstoðarverslunarstjóri í nýrri Vínbúð í Borgartúni.

09.05.2008 | Ný Vínbúð opnar í Borgartúni

Ný Vínbúð hefur verið opnuð í Borgartúni 26. Í versluninni, sem er 450 fermetrar að stærð, verður lögð sérstök áhersla á gæðavín og vínráðgjöf. Opnun verslunarinnar er í samræmi við þá stefnu ÁTVR að byggja upp þjónustu með þarfir hinna ólíku viðskiptavina í huga og grundvalla Vínbúðirnar á hvatningu til að njóta áhugaverðrar tengingar matar og vína.

ÁTVR hefur einnig hafið nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er: Láttu ekki vín breyta þér í svín, drekktu eins og manneskja. Markmiðið er að minna fólk á að umgangast áfengi af ábyrgðartilfinningu og sóma.

Eru skrúftappar framtíðin?

02.05.2008 | Eru skrúftappar framtíðin?

Umræðan um hvað verði um korktappann í framtíðinni hefur verið ótrúlega sterk undanfarin ár, en allir sem hafa fylgst vel með vöruvali vínbúðanna undanfarin ár, hafa veitt því athygli að vínum með skrúftappa fjölgar stöðugt... Í dag er staðan sú að það eru helst þrjár tegundir tappa sem hafa náð fótfestu á markaðinum. Þetta eru að sjálfsögðu korktapparnir sem enn eiga langsamlega stærsta hluta markaðarins. Þar á eftir í röðinni eru nú skrúftapparnir og síðastir í röðinni koma svo plasttapparnir...

Fiskiveisla í Vínbúðum í apríl

02.04.2008 | Fiskiveisla í Vínbúðum í apríl

Nú eru þemadagarnir Fiskiveisla hafnir í Vínbúðum. Viðskiptavinir geta nálgast girnilegar uppskriftir og fengið upplýsingar um vínin sem henta með. Einnig er nýútkominn bæklingur um vín með fiski, en þar má finna nokkrar einfaldar aðferðir sem reynst hafa vel við að velja vín með fiskréttum.

Sætvín og súkkulaði

24.03.2008 | Sætvín og súkkulaði

Grein úr Vínblaðinu: Nú er sá tími sem við Íslendingar innbyrðum hvað mest súkkulaði, oft í formi páskaeggja, en einnig slæðast þó stöku konfektmolar og gæða súkkulaðibitar með. Fyrir kemur að ég er beðinn um aðstoð við að velja vín með súkkulaði og ósjaldan er óskað eftir rauðvíni. Ég hef vissulega bragðað rauðvín sem virkaði vel með súkkulaði, en oftar hef ég þó orðið fyrir vonbrigðum. Aftur á móti hef ég upplifað ánægjulegar bragðlaukagælustundir með hvítum sætvínum og súkkulaði...

Afgreiðslutími yfir páska

14.03.2008 | Afgreiðslutími yfir páska

Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 19. mars eins og um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað.

AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR

Nýtt vínblað komið í vínbúðir

04.03.2008 | Nýtt vínblað komið í vínbúðir

Nú er nýtt vínblað komið í vínbúðir. Blaðið inniheldur sem áður ítarlegan lista yfir þær vörur sem til sölu eru í vínbúðum, en einnig er meðal efnis sætvín og súkkulaði, kryddaður samhljómur vína og matar o.fl. Og svo er spurningin... 'Skiptir upptakarinn máli?'. Kynntu þér málið í næstu vínbúð.

Boss

23.02.2008 | Fjórar tilnefningar til íslensku auglýsingaverðlaunanna

Forvarnar-auglýsing Vínbúða og Umferðastofu 'Bara einn er einum of mikið' hlaut fjórar tilnefningar til Lúðursins, Íslensku auglýsingaverðlaunanna. Auglýsingaherferðinni er ætlað að vekja ökumenn til umhugsunar um alvarleika þess að aka undir áhrifum áfengis – jafnvel þótt aðeins hafi verið dreypt á einu glasi. ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, veitir verðlaunin árlega í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa. Verðlaunin verða veitt á íslenska markaðsdeginum þann 29. febrúar.

Stærri kælir í Vínbúðinni Skeifunni

19.02.2008 | Stærri kælir í Vínbúðinni Skeifunni

Nú standa yfir spennandi framkvæmdir í vínbúðinni Skeifunni þar sem kælirinn er stækkaður til muna. Í framhaldinu verður hægt að koma öllum bjór Vínbúðarinnar fyrir í kælinum og koma þannig til móts við óskir viðskiptavina. Starfsfólk Vínbúðarinnar hefur ekki látið sitt eftir liggja í breytingunum og allir lagst á eitt svo framkvæmdirnar gangi hratt og snurðulaust fyrir sig. Að sögn verslunarstjóra hafa viðskiptavinir sem lagt hafa leið sína í Skeifuna sýnt mikla þolinmæði og margir hafa tjáð ánægju sína með breytinguna.

Heimur vínsins

15.02.2008 | Heimur vínsins

Norræna húsið stendur fyrir ráðstefnunni Ný norræn matargerðarlist, dagana 17.-24.febrúar. Um er að ræða veislu bragðlauka, hönnunar, sköpunargleði og samkeppnishæfni. Vínráðgjafar Vínbúðanna verða með fyrirlestur á ráðstefnunni undir yfirskriftinni Heimur vínsins (Introduction to the world of wine). Fyrirlestrarnir verða þriðjudaginn 19.feb. kl. 16:00, laugardaginn 23.feb. kl. 17:00 og sunnudaginn 24.feb. kl. 16:00. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Norræna hússins, www.nordice.is.

Nýtt húsnæði fyrir Vínbúðina í Keflavík

13.02.2008 | Nýtt húsnæði fyrir Vínbúðina í Keflavík

ÁTVR hefur undirritað samning um leigu á húsnæði fyrir Vínbúð við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Um er að ræða nýtt, tæplega 500 fm húsnæði sem verður sambyggt verslun Samkaupa. Verslunarrýmið, sem er enn í byggingu, verður bjart og skemmtilegt og aðkoma góð. Áætlað er að opna nýju Vínbúðina í nóvember næstkomandi og loka um leið Vínbúðinni við Hafnargötu. Á sama tíma mun nafni verslunarinnar breytt í Vínbúðin Reykjanesbæ.

Geymsla léttvína

31.01.2008 | Geymsla léttvína

Ekki batna öll vín við geymslu. Flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Þau vín sem batna við geymslu þurfa að hafa eitthvað til að bera sem heldur þeim lifandi í mörg ár...

Mikil umferð á vinbud.is yfir hátíðirnar

03.01.2008 | Mikil umferð á vinbud.is yfir hátíðirnar

Mikil umferð var á vinbud.is yfir hátíðirnar, en greinilegt er að viðskiptavinir okkar hafa tekið endurbættri vefsíðu fagnandi Fjöldi innlita á síðuna hefur aukist gríðarlega, en heimsóknir hafa aukist um tæp 1.200% frá því nýja vefsíðan var tekin í notkun, nú í október, en meðalfjöldi heimsókna sl. mánuði hefur verið um 32.000. Á Gamlársdag litu tæplega 6.000 manns við á síðunni, líklega til að kanna afgreiðslutíma vínbúða, nýta sér aðstoð vörulistans við að finna rétta vínið í partýið eða með steikinni eða jafnvel nálgast uppskriftir að kokteilum. Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegs nýs árs!

Lokað víða 2.janúar

01.01.2008 | Lokað víða 2.janúar

Miðvikudaginn 2.janúar verður víða lokað vegna talningar í vínbúðum. Lokað verður allan daginn í Vínbúðunum á Eiðistorgi, Hafnafirði, Kringlunni, Smáralind og í Heiðrúnu. Aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu opna kl. 14:00 (eða þegar talningu lýkur). Vínbúðirnar á Akureyri, Keflavík og Selfossi verða opnar frá 16:00 - 18:00. Aðrar vínbúðir á landsbyggðinni opna þegar talningu lýkur og verða opnar til kl. 18:00. sjá nánar...

Lokað 30 desember en opið til 14 á gamlársdag!

27.12.2007 | Lokað 30 desember en opið til 14 á gamlársdag!

Vínbúðir eru LOKAÐAR sunnudaginn 30.desember, en skv. áfengislögum er óheimilt að hafa vínbúðir opnar á sunnudögum. Opið verður á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 28.des. og laugardaginn 29.des. til kl. 20:00 og til kl. 14:00 á gamlársdag. Lokað er 1.janúar, en miðvikudaginn 2.janúar verður víða lokað vegna talningar. Sjá nánar...

Úrvalsvín í vínbúðum

21.12.2007 | Úrvalsvín í vínbúðum

Úrvalsvín eru vín sem vínráðgjafar okkar hafa valið sem bestu fáanlegu vínin í vínbúðunum hverju sinni, en í flokk úrvalsvína eru valdar 100 tegundir framúrskarandi vína. Listi úrvalsvína er birtur hér á vinbud.is, og er endurskoðaður mánaðarlega.

17.12.2007 | Lokað á Þorláksmessu og 30. desember

Vínbúðirnar verða lokaðar bæði á Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag að þessu sinni. Dagana ber upp á sunnudag og samkvæmt áfengislögum er óheimilt að hafa áfengisverslanir opnar á sunnudögum. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða um allt land er að finna með því að smella á auglýsinguna hér að ofan.

14.12.2007 | Innréttingar í gömlu vínbúðinni á Seyðisfirði

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hætti ÁTVR rekstri vínbúðar að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði um mitt ár 2004. Þegar ÁTVR hættir að nota eigið húsnæði er venjan sú að viðkomandi eign sé ráðstafað í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007 og fyrirmælum reglugerðar nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins.

Hátíðarvín

13.12.2007 | Hátíðarvín

Aðventa, jól og áramót er sá tími sem flestir gera vel við sig í mat og drykk. Sá hátíðarmatur sem við neytum í dag er fjölbreyttari en fyrir nokkrum árum og ber það hæst mikið úrval af villibráð íslenskri og innfluttri. Að sjálfsögðu er hefðbundinn jólamatur eins og hangikjöt, hamborgarhryggur, purusteik og kalkúnn enn á hátíðarborðum. Þá er það stóra spurningin, hvað drekkur maður með svona mat?

11.12.2007 | Smáverslanir ÁTVR á landsbyggðinni

Í greinargerðinni með frumvarpinu er vísað í að einkaaðilar sjái um sölu á áfengum drykkjum og rekstur vínbúða fyrir ÁTVR. Þetta er alrangt. ÁTVR ber ábyrgð á og rekur allar vínbúðir á Íslandi óháð stærð og staðsetningu...

Gamla húsnæði Vínbúðarinnar á Seyðisfirði.

11.12.2007 | Tryggja átti varðveislu innréttinganna á Seyðisfirði

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um innréttingar í fyrrum vínbúð ÁTVR að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði vill ÁTVR koma eftirfarandi á framfæri: ÁTVR harmar ef innréttingarnar hafa orðið fyrir einhverju tjóni við niðurtektina og vill fullvissa Seyðfirðinga og aðra Íslendinga um að fyrirtækið mun sjá til þess í samráði við heimamenn að innréttingunum sé fullur sómi sýndur og koma af myndarskap að endurgerð þeirra og uppsetningu þegar þar að kemur...

Nýtt Vínblað komið út

10.12.2007 | Nýtt Vínblað komið út

Nú er nýtt Vínblað komið út og er sem endra nær fullt af fróðleik um vín og mat. Í blaðinu er að finna upplýsingar um hvernig vín henta með hátíðarmatnum, ítarleg grein um kampavínið, nokkur góð ráð til að kaupa vín eins og sérfræðingur, árgangatafla og fleira og fleira. Einnig skrifar Sigmar B. Hauksson áhugaverða grein um vín og villibráð. Blaðinu er dreift í allar vínbúðir á landinu og er gjaldfrjálst fyrir viðskiptavini.

Tuborg jólabjór áfram í vínbúðunum

07.12.2007 | Tuborg jólabjór áfram í vínbúðunum

Í morgun var frétt í 24 stundum um aðskotahlut í Tuborg jólabjórflösku. Þegar í stað var brugðist við með því að stöðva sölu á umræddri vöru í öllum vínbúðum. Eftir staðfestingu frá Ölgerðinni um að hér væri um einstakt tilvik að ræða hefur sú ákvörðun verið tekin að hefja sölu aftur á umræddri tegund.

Hátíðarvín í vínbúðunum

19.11.2007 | Hátíðarvín í vínbúðunum

Nú er hægt að nálgast bækling um hátíðarvínin í vínbúðum. í honum eru upplýsingar sem auðvelda viðskiptavinum valið á víni með hátíðarmatnum, þeim sem þess óska, en einnig er að finna í bæklingnum ýmsar skemmtilegar upplýsingar um jólin.

Upplestur í Heiðrúnu í tilefni dags íslenskrar tungu.

17.11.2007 | Upplestur í tilefni dags íslenskrar tungu

Lesin voru nokkur kvæði eftir Jónas Hallgrímsson í Vínbúðinni Heiðrúnu í tilefni dags íslenskrar tungu og 200 ára afmælis Jónasar í gær, föstudaginn 16.nóvember. Upplesturinn hófst upp úr kl. 14:00 og stóð í um 15-20 mínútur. Það var starfsfólk Borgarbókasafnsins í Árbæ sem bauð upp á þessa skemmtilegu uppákomu við góðar undirtektir viðskiptavina og starfsfólks Vínbúðarinnar.

Jólafólk óskast til starfa

12.11.2007 | Jólafólk óskast til starfa í vínbúðunum

Jólafólk óskast til starfa í desember og kringum áramót, bæði í fullu starfi og hlutastarfi við sölu og þjónustu við viðskiptavini. Áhugasamir eru beðnir um að sækja um hjá Hagvangi á slóðinni www.hagvangur.is fyrir 25. nóvember nk...

Vínbúðin á Húsavík flutt.

08.11.2007 | Vínbúðin Húsavík flutt

Vínbúðin á Húsavík hefur nú flutt sig um set að Garðarsbraut 21, í húsnæðið þar sem pósthúsið var áður. Viðskiptavinir eru velkomnir á nýjan stað frá og með föstudeginum 9.nóvember 2007.

Enn fleiri vínráðgjafar í vínbúðir

06.11.2007 | Enn fleiri vínráðgjafar í vínbúðir

Fjórir starfsmenn vínbúða fá viðurkenningu fyrir að hafa nýlokið prófi úr WSET námi Vínskóla vínbúðanna. Þessir einstaklingar starfa nú sem vínráðgjafar í vínbúðum og eru til taks til að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf á hverjum degi...

Kæru vegna vínauglýsinga ÁTVR vísað frá

31.10.2007 | Kæru vegna vínauglýsinga ÁTVR vísað frá

Lögreglustjórinn hefur vísað frá kæru Reynis Traustasonar gegn ÁTVR, en fyrrverandi ritstjóri Mannlífs og Ísafoldar kærði ÁTVR fyrir brot gegn banni við áfengisauglýsingum. Í kærunni er vísað til útgáfu Vínblaðsins sem og fræðslubæklings, sem gefinn var út vegna þemadaga.

Innköllun á rauðvíni: Amalayja de Colemé 2005

26.10.2007 | Fréttatilkynning: Innköllun á rauðvíni Amalaya de Colemé 2005

Glerbrot hefur fundist í rauðvíni af tegundinni Amalaya de Colomé 2005. ÁTVR og Vífilfell hf. biðja viðskiptavini sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu vínbúð við fyrsta tækifæri þar sem hún verður endurgreidd. Varan hefur tímabundið verið tekin úr sölu úr öllum vínbúðum ÁTVR og dreifing stöðvuð...

23.10.2007 | Hefur þú leitað í vörulistanum?

Hjálparleitin í vörulistanum auðveldar þér leitina, allt frá því að finna vínið með matnum, eða jafnvel finna bjórinn frá uppáhalds landinu þínu. Auðvelt er að finna hvaða vín hentar t.d. með lambinu, fiskinum eða grillmatnum með því að haka við matartáknin í hjálparleitinni...

Velkomin(n) á nýjan vef vinbud.is!

18.10.2007 | Velkomin(n) á nýjan vef vinbud.is!

Vefurinn hefur fengið nýtt og ferskt útlit og unnið hefur verið að því að gera hann bæði skemmtilegri og þægilegri í notkun. Við höfum lagt mikla áherslu á að gera vörulistann sem þægilegastan fyrir þig, en auðvelt á að vera að leita að upplýsingum um þau vín sem seld eru í vínbúðunum...

18.10.2007 | Smáverslanir ÁTVR á landsbyggðinni

Að undanförnu hefur orðið nokkur umræða um rekstur smærri verslana ÁTVR á landsbyggðinni. Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni að einkaaðilar reki vínbúðirnar. Það er alrangt. ÁTVR ber ábyrgð á og rekur allar vínbúðir á Íslandi óháð stærð og staðsetningu. Í hverri einustu verslun er starfsmaður ÁTVR sem ber ábyrgð á rekstrinum.

Frá forstjóra

16.10.2007 | Frá forstjóra

Þessa dagana er til umræðu á Alþingi frumvarp sem beinist að því að fella niður einkaleyfi ÁTVR á sölu á léttvíni og bjór. Hlutverk ÁTVR er að starfa innan þess lagaumhverfis sem fyrirtækinu er búið og gera það eins vel unnt er. Hlutverk stjórnmálamanna á Alþingi er að móta lagarammann og þar með það lagaumhverfi sem ÁTVR býr við hverju sinni.

09.10.2007 | Auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúð í Reykjanesbæ

Óskað eftir húsnæði á leigu fyrir Vínbúð í Reykjanesbæ, á bilinu 350-450 fermetra á jarðhæð. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir 18 október 2007.

Merlot, Sangiovese, Chardonnay og Pinot Gris...

03.10.2007 | Merlot, Sangiovese, Chardonnay og Pinot Gris...

Vissir þú... að Chardonnay er útbreiddasta hvítvínsþrúga heimsins, ræktuð í nær öllum vínræktarlöndum nema þeim allra köldustu og allra heitustu? Þessar upplýsingar og fleiri færð þú á þrúgudögum í vínbúðum...

Verðbreytingar 1. október 2007

02.10.2007 | Verðbreytingar 1. október 2007

Nýr tóbakspöntunarlisti var gefinn út í dag 1. október. Helstu breytingar eru þær að neftóbak hækkaði um 4%, en engin önnur verðbreyting varð á tóbaki.

01.10.2007 | Þrúgudagar í vínbúðum

Nú þegar haustið leggst yfir landið og trén skarta sínu fegursta liggur rómantíkin í loftinu í vínbúðunum. Þrúgudagar eru hafnir...

Vínskóli vínbúðanna og WSET

25.09.2007 | Vínskóli vínbúðanna og WSET

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til að auka vöruþekkingu starfsmanna í þeim tilgangi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur.

Pantaðu vínið þitt

10.09.2007 | Pantaðu vínið þitt

Mikið er lagt upp úr fjölbreyttu vöruúrvali í vínbúðum og nú fást þar vín frá öllum heimshornum.

Birgjar funda með ÁTVR

04.09.2007 | Birgjar funda með ÁTVR

Haldinn var fundur með birgjum áfengis nú í vikunni, en slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári

Starfsfólk óskast til starfa í dreifingarmiðstöð

29.08.2007 | Starfsfólk óskast til starfa í dreifingarmiðstöð

Um er að ræða almenn lagerstörf í dreifingarmiðstöð.

Stuðlaháls lokaður vegna vegaframkvæmda

28.08.2007 | Stuðlaháls lokaður vegna vegaframkvæmda

Vegna framkvæmda við Stuðlaháls, er aðgengi að Vínbúðinni Heiðrúnu eingöngu frá Lynghálsi (að neðanverðu).

Hvað drekka Íslendingar í dag?

24.08.2007 | Hvað drekka Íslendingar í dag?

Það er forvitnilegt að skoða hver þróunin hefur orðið í sölu á áfengum drykkjum á Íslandi undanfarin ár.

Vínbúðin Austurstræti – sala á bjór í stykkjatali

21.08.2007 | Vínbúðin Austurstræti – sala á bjór í stykkjatali

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur farið þess á leit við ÁTVR að sölu á bjór í stykkjatali verði hætt í Vínbúðinni og jafnframt að hætt verði að selja kældan bjór. Erindi borgarstjóra hefur verið svarað.

Salan um verslunarmannahelgina

17.08.2007 | Salan um verslunarmannahelgina

Um 108 þúsund viðskiptavinir lögðu leið sína í vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina sem er í við færri en í sömu viku á síðasta ári...

Vínbúðin í Austurstræti

17.08.2007 | Vínbúðin í Austurstræti

ÁTVR hefur borist erindi frá borgarstjóra þar sem óskað eftir að hætt verði að selja bjór í stykkjatali í Vínbúðinni Austurstræti. Erindi borgarstjóra er í hefðbundnum farvegi og verður svarað innan tíðar. ÁTVR hyggst svara bréfi borgarstjóra áður en niðurstaða málsins verður kynnt fjölmiðlum.

Verslunarmannahelgin

14.08.2007 | Lokað mánudaginn 6.ágúst

Vegna frídags verslunarmanna er LOKAÐ í vínbúðum, mánudaginn 6.ágúst.

Kringlan 20 ára

14.08.2007 | Vínbúðin Kringlunni 20 ára

Áfengi í hillum og listaverk á veggjum- svo hljómaði fyrirsögn greinar um Vínbúðina Kringlunni sem birtist í Morgunblaðinu þann 8. ágúst 1987. Vínbúðin átti ásamt Kringlunni 20 ára afmæli mánudaginn 13. ágúst. Vínbúðin Kringlunni skipar sess í sögu ÁTVR. Vínbúðin var fyrsta sjálfsafgreiðsluverslunin en fram að því höfðu viðskiptavinir einungis getað verslað áfengi 'yfir borðið' í þeim fjórum vínbúðum sem voru í Reykjavík. Það vakti því óneitanlega ánægju viðskiptavina að geta sjálfir gengið á milli hillna og valið það sem þeim leist best á.

Kringlan 20 ára - viðskiptavinum boðið kaffi

13.08.2007 | Kringlan 20 ára!

Mikið var um að vera á 20 ára afmæli Kringlunnar mánudaginn 13.ágúst. Viðskiptavinir Vínbúðarinnar í Kringlunni gæddu sér á kaffi og súkkulaði á meðan þeir skoðuðu úrvalið í Vínbúðinni. Við óskum Kringlunni innilega til hamingju með daginn!

Nýtt Vínblað!

07.08.2007 | Nýtt Vínblað!

Nú er nýtt og ferskt Vínblað á leið í vínbúðir. Að þessu sinni er blaðið stútfullt af fróðlegu og skemmtilegu efni, umfjöllun um grillmat- og vín, girnileg uppskrift að Norðan og þróun í sölu áfengra drykkja svo fátt eitt sé nefnt. Það er því ráð að skella sér í næstu vínbúð og næla sér í glóðvolgt eintak af nýju Vínblaði!

02.08.2007 | Afgreiðslutími vínbúða um Verslunarmannahelgina

Afgreiðslutími vínbúða um verslunarmannahelgina er með hefðbundnum hætti, nema annað sé sérstaklega tekið fram. LOKAÐ er mánudaginn 6.ágúst. Afgreiðslutími í Vínbúðinni Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi er sem hér segir...

Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi

21.07.2007 | Sala áfengis fyrir verslunarmannahelgi

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í vínbúðunum. Á síðasta ári komu tæplega 110 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar þessa viku, en í hefðbundinni viku í júlí koma á milli 70 og 80 þúsund viðskiptavinirnir í vínbúðirnar. Föstudagur er langstærsti söludagurinn í vínbúðunum þessa vikuna, sem aðrar, en milli 30‐35 þúsund viðskiptavinir koma í vínbúðirnar þann dag.

Skeifan opnar

13.07.2007 | Viðtökur vonum framar

Viðtökur viðskiptavina vegna nýrrar vínbúðar í Skeifunni eru vonum framar. Að sögn Regínu Arngrímsdóttir verslunarstjóra eru viðskiptavinir afar ánægðir með nýju Vínbúðina og þá sérstaklega aðgengið og staðsetninguna. Jafnframt er búðin rúmgóð og bjórkælir er í Vínbúðinni sem gleður margan viðskiptavininn. Starfsfólkið er jafnframt ánægt enda um að ræða bjarta og skemmtilega vínbúð.

Ný vínbúð á Hellu

10.07.2007 | Ný vínbúð á Hellu

Nú hefur ný vínbúð opnað á Hellu. Þar með eru vínbúðirnar orðnar 47 talsins svo viðskiptavinir geta fengið sömu vönduðu þjónustuna um land allt...

ÁTVR úthlutað styrk til Leonardó mannaskiptaverkefna

05.07.2007 | ÁTVR úthlutað styrk til Leonardó mannaskiptaverkefna

Leonardó da Vinci er starfsmenntahluti Menntaáætlunar Evrópusambandsins, en árlega eru veittir styrkir til mannaskiptaverkefna þar sem fólki í starfsnámi, fólki á atvinnumarkaði og leiðbeinendum eða stjórnendum er gefinn kostur á að afla sér starfsþjálfunar allt frá einni viku til þrjátíu og níu vikna...

03.07.2007 | Ný vínbúð á Hellu!

Ný vínbúð á Hellu opnar í dag, miðvikudaginn 4.júlí, klukkan 14:00. Þar með eru vínbúðirnar orðnar 47 talsins svo viðskiptavinir geta fengið sömu vönduðu þjónustuna um land allt.

03.07.2007 | Verðbreytingar 1. júlí 2007

Verð á áfengi lækkaði að meðaltali um 0,03% 1. júlí en engin verðbreyting var á tóbaki. Verðskrá tóbaks má nálgast [hér].

Vínbúðin Skeifunni fær góðar viðtökur

28.06.2007 | Vínbúðin Skeifunni fær góðar viðtökur

Viðtökur viðskiptavina vegna opnunar vínbúðar í Skeifunni 5 eru framar vonum. Sölutölur fyrstu daganna eftir opnun gefa til kynna að tímabært var að opna vínbúð á þessu svæði.

Velkomin í nýja vínbúð í Skeifunni

13.06.2007 | Velkomin í nýja vínbúð í Skeifunni

Höfum opnað nýja og glæsilega verslun í Skeifunni 5. Starfsfólk Vínbúðarinnar í Holtagörðum, sem nú hefur verið lokað, hefur flutt og mun nú þjónusta viðskiptavini sína á nýjum stað. Afgreiðslutími vínbúðarinnar verður 9-20 virka daga, en 11-18 á laugardögum. Verið velkomin!

31.05.2007 | Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað

Vínbúðinni Holtagörðum hefur verið lokað vegna framkvæmda og breytinga á húsnæði. Ný vínbúð verður opnuð miðvikudaginn 13. júní í Skeifunni.

25.05.2007 | Lokað á mánudag

Lokað er í vínbúðum mánudaginn 28.maí, annan í Hvítasunnu. Afgreiðslutími vínbúða á föstudag og laugardag er með hefðbundnum hætti.

18.05.2007 | 3 nýjar vínbúðir á árinu

Áætlað er að opna þrjár nýjar vínbúðir á árinu, þar af tvær á höfuðborgarsvæðinu. Ný vínbúð verður opnuð í Skeifunni í húsnæðinu þar sem Krónan var áður, en áætlað er að opna vínbúðina í júní. Einnig er áætlað að opna nýja 200 tegunda vínbúð á Hellu í lok júní...

11.05.2007 | Afgreiðslutími í vínbúðunum fyrir Uppstigningardag

Miðvikudaginn 16.maí verða allar vínbúðirnar opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 9-20 á Dalvegi og Holtagörðum, en frá 11-19 í öðrum vínbúðum...

Starfsfólk óskast til starfa í sumar í dreifingarmiðstöð ÁTVR

07.05.2007 | Starfsfólk óskast til starfa í sumar í dreifingarmiðstöð ÁTVR

Um er að ræða almenn lagerstörf í dreifingarmiðstöð. Vinnutíminn er frá 7:30 til 16:30. Áhersla er lögð á stundvísi og dugnaði og þurfa umsækjendur að vera líkamlega hraustir þar sem um töluverðan burð er að ræða. Ráðið verður í stöðurnar sem fyrst...

Benvenuti ai giorni italiani!

02.05.2007 | Benvenuti ai giorni italiani!

Í maí fögnum við komu sumarsins með því að slá upp ítalskri veislu í vínbúðunum. Við flöggum ítalska fánanum og er hinn mikli menningararfur landsins í brennidepli, en vínið er jú stór hluti hans. Bækling með þemavínunum má nálgast í öllum vínbúðunum...

02.05.2007 | Verðbreytingar 1. maí 2007

Verð á áfengi hækkaði um 0,23% 1. maí, en engin hækkun var á tóbaki.

16.04.2007 | Uppfærsla tölvukerfis

Vefbúð/vöruskrá ÁTVR liggur niðri vegna uppfærslu á tölvukerfi okkar. Uppfærslunni lýkur í byrjun júní. Við biðjumst velvirðingar á ónæðinu.

16.04.2007 | Auglýst eftir starfsmanni á sölu- og þjónustusviði

ÁTVR óskar eftir starfsmanni til starfa í innkaupaeiningu fyrirtækisins. Einingin annast öll innkaup á áfengi og tóbaki frá birgjum. Hún heldur einnig utan um ferli umsókna um nýja vöru.

Bara einn er einum of mikið

26.03.2007 | Bara einn er einum of mikið

Nýhafin er auglýsingaherferð Vínbúðanna og Umferðarstofu gegn ölvunarakstri. Auglýsingarnar sýna fólk í ábyrgðarstörfum með vínglas í hendi og er yfirskriftinni 'er þetta í lagi' ætlað að undirstrika hversu fjarstæðukennt það er að aka undir áhrifum....

05.03.2007 | Verðbreytingar 1.mars

Hefðbundin verðbreyting er á áfengi í dag 1.mars. Heildarverðbreyting er -0,01%. Verð á tóbaki er óbreytt.

05.03.2007 | Sumarstarfsfólk óskast

ÁTVR óskar eftir sumarstarfsfólki, bæði í heildagsstörf og í tímavinnu...

Amerískir dagar

01.03.2007 | Amerískir dagar

Í mars eru amerískir dagar í vínbúðunum! Þennan mánuðinn verður vínum frá Argentinu og Bandaríkjunum gert hátt undir höfði og þau merkt sérstaklega í búðunum svo auðvelt sé að koma augum á þau. Vínin eru einnig kynnt sérstaklega í þemabæklingi sem hægt er að nálgast í vínbúðunum. Nú er rétta tækifærið til að kynna sér hvaða gæðavín Argentína og Bandaríkin hafa upp á að bjóða!

Veisluvínsþjónusta

20.02.2007 | Veisluvínsþjónusta

Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa vínbúðanna, Júlíusi Steinarssyni....

07.02.2007 | Lifað, lært og notið í 85 ár! - 3. hluti

Í ár fagnar ÁTVR 85 ára afmæli sínu. Það er því af mörgu að taka þegar sagan er skoðuð og til gamans höfum við tínt saman nokkrar áhugaverðar myndir og fréttir til fróðleiks og skemmtunar....

Lifað, lært og notið í 85 ár! - 2. hluti

06.02.2007 | Lifað, lært og notið í 85 ár! - 2. hluti

Í ár fagnar ÁTVR 85 ára afmæli sínu. Það er því af mörgu að taka þegar sagan er skoðuð og til gamans höfum við tínt saman nokkrar áhugaverðar myndir og fréttir til fróðleiks og skemmtunar.

Lifað, lært og notið í 85 ár! - 1. hluti

05.02.2007 | Lifað, lært og notið í 85 ár! - 1. hluti

Í ár fagnar ÁTVR 85 ára afmæli sínu. Það er því af mörgu að taka þegar sagan er skoðuð og til gamans höfum við tínt saman nokkrar áhugaverðar myndir og fréttir til fróðleiks og skemmtunar.

Heimsókn frá breskum vínskóla

02.02.2007 | Heimsókn frá breskum vínskóla

David Wrigley frá Wine and Spirit Education Trust (WSET) kom til landsins í gær í því skyni að heimsækja og meta ÁTVR sem 'fræðslustofnun'. Er þetta liður í því að koma á samstarfi milli stofnananna með það í huga að þeir sem eru á sérfræðinganámskeiði Vínskólans taki próf frá WSET (hér á landi) og fái þaðan viðurkenningarskjal.

01.02.2007 | Verðskrá tóbaks

Ný verðskrá tóbaks er kominn inn á vinbud.is. Engar verðbreytingar urðu á tóbaki 1.febrúar.

15.01.2007 | Alútboð v/ byggingu og hönnun vöruskemmu og tengibyggingar

Óskað er eftir tilboðum í hönnun og bygginu vöruskemmu og tengibyggingu....

08.01.2007 | Sala áfengis á árinu 2006

18,4 milljónir lítra seldust í vínbúðunum af áfengi á árinu 2006. Þar af var bjór 14,2 milljónir lítra (um 77% af allri magnsölu). Aukning í seldu magni er 7,1% milli áranna 2005 og 2006....

03.01.2007 | Veisluvínsþjónusta

Vínbúðirnar bjóða viðskiptavinum sínum uppá Veisluvínsþjónustu. Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa vínbúðanna, Júlíusi Steinarssyni....

24.12.2006 | Jólakveðja

Gleðileg jól

22.12.2006 | ÁTVR auglýsir eftir leiguhúsnæði á Akureyri

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að taka á leigu um 600 m² húsnæði á Akureyri vegna vínbúðar.

20.12.2006 | Afgreiðslutími yfir hátíðarnar

Afgreiðslutími vínbúðanna á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, Keflavík og Selfossi.

19.12.2006 | 2 milljónir kassa afgreiddir á þessu ári

Öll dreifing á áfengi til vínbúða ÁTVR fer í gegnum dreifingarmiðstöð fyrirtækisins. Í dag var 2.000.000 kassinn afgreiddur frá dreifingamiðstöðinni það sem er af árinu. Þetta er í fyrsta sinn sem afgreiðslan fer yfir 2 milljónir, en á síðasta ári voru afgreiddir 1.850.000 kassar....

14.12.2006 | Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

Júlíus vínráðgjafi í Veisluvíni

29.11.2006 | Veisluvínsþjónusta í vínbúðunum

Vínbúðirnar bjóða viðskiptavinum sínum uppá Veisluvínsþjónustu. Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa vínbúðanna, Júlíusi Steinarssyni....

28.11.2006 | Vínbúðin á Reyðarfirði stækkuð

Nýlega var vínbúðin á Reyðarfirði stækkuð um 2/3, úr 50 m² í 150 m². Eru breytingarnar í takt við mikla fólksfjölgun í Fjarðabyggð undanfarin misseri. Í Vínbúðinni á Reyðarfirði eru um 200 tegundir til sölu, þar af eru 110 söluhæstu léttvínin og 25 söluhæstu bjórtegundirnar.

21.11.2006 | Jólafólk óskast

Starfsfólk óskast til starfa í vínbúðirnar í desember og kringum áramót, bæði í fullt starf og hlutastarf. Reynsla af verslunarstörfum er kostur en ekki skilyrði. Umsækjendur þurfa að búa yfir ríkri þjónustulund og góðri framkomu.

16.11.2006 | Norðmenn fræðast um fyrirkomulag samstarfsverslana hjá ÁTVR

Hópur frá Vinmonopolet, norsku áfengiseinkasölunni, hefur dvalið hér undanfarna daga til að fræðast um fyrirkomulag samstarfsverslana hjá ÁTVR. Hjá Vinmonopolet er í skoðun að opna smærri verslanir á landsbyggðinni...

16.11.2006 | Hátíðarvín í Vínbúðunum

Nú eru jól og áramót á næsta leiti og því tilvalið að fara að íhuga rétta vínið með hátíðarmatnum. Vínbúðirnar gera sitt besta til að auðvelda viðskiptavinum sínum valið með því að halda þemadaga þar sem hátíðarvínin eru í hávegum höfð...

08.11.2006 | Landsfundur ÁTVR

Árlegur Landsfundur ÁTVR var haldinn 6. nóvember sl. Fundinn sækja allir verslunarstjórar, deildarstjórar og framkvæmdastjórar ÁTVR auk forstjóra og fara yfir þau málefni sem eru efst á baugi í starfsemi ÁTVR. Landsfundir eru mikilvægir þættir í viðamikilli starfsemi ÁTVR, en fyrirtækið rekur nú 46 vínbúðir um allt land.

05.11.2006 | Verslunarstjóri í Vínbúðinni Akureyri óskast til starfa

Laus er til umsóknar staða verslunarstjóra hjá ÁTVR í Vínbúðinni Akureyri. Umsóknarfrestur rennur út 19. nóvember n.k. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.

03.11.2006 | Sérfræðinganámskeiðið hjá Vínskóla ÁTVR

ÁTVR hefur um tveggja ára skeið rekið Vínskóla fyrir starfsfólk fyrirtækisins, þar sem kennd eru grunn- og framhaldsnámskeið í vínfræðum. Nú í nóvember byrjun hófst kennsla í fyrsta sérfræðinganámskeiði á vegum Vínskólans. Sex manns úr ýmsum vínbúðum sækja námið, sem kennt er einu sinni í viku næstu 12 vikurnar....

02.11.2006 | Eldri starfsmannafatnaður ÁTVR afhentur Rauða Kross Íslands

Nýr einkennisfatnaður hefur verið tekinn í notkun í Vínbúðunum. Eldri einkennisfatnaði var safnað saman á Stuðlahálsi ásamt öðrum fötum sem starfsfólk lét af hendi rakna. ...

02.11.2006 | Verðskrá tóbaks

Ný verðskrá fyrir tóbak er komin út og gildir frá 1. nóvember 2006.

24.10.2006 | Vínbúð á Hellu

Fjármálaráðuneytið hefur samþykkt opnun vínbúðar á Hellu, en sveitarstjórn Hellu óskaði eftir því að vínbúð yrði opnuð í bænum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvenær ráðist verði í framkvæmdir vegna opnunar

11.10.2006 | Vínsmökkunarnámskeið

Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við vínbúðir ÁTVR býður uppá Vínsmökkun II Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa nokkra þekkingu á vínsmökkun eða tóku þátt í námskeiðinu ,,Vínsmökkun I; ilmur, bragð, áferð-listin að meta vín'....

02.10.2006 | Verðbreytingar á tóbaki

Ný verðskrá tóbaks er komin út

01.10.2006 | Uppskerudagar í vínbúðunum

Nú eru Uppskerudagar í vínbúðunum og fjórar þrúgur í sviðsljósinu: Grenache/Garnacha, Riesling, Sauvignon Blanc og Syrah/Shiraz....

25.09.2006 | Sölustarfsemi í og við Vínbúðir

Til ÁTVR berast oft beiðnir um að fá að selja t.d. happdrættismiða eða annað sambærilegt. Nú hafa verið settar reglur sem banna sölustarfssemi í og við vínbúðir og þær færðar í gæðahandbók....

21.09.2006 | Listaverkasýning í Vínbúðinni Dalvegi

ÁTVR gefur listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í vínbúðum fyrirtækisins. Listamaðurinn Garðar Jökulsson sýnir nú verk sín í Vínbúðinni Dalvegi og er sýningin sú fyrsta eftir að reglur um sýningu listaverka í vínbúðum tóku gildi. Hægt er að festa kaup á verkum Garðars, en starfsmenn vínbúðarinnar veita frekari upplýsingar.

01.09.2006 | 1. september 2006

1.september breyttust afgreiðslutímar vínbúða á höfuðborgarsvæðinu....

28.08.2006 | Breyttir tímar í vínbúðunum

Þann 1. september var afgreiðslutími vínbúðanna samræmdur til að mæta þörfum viðskiptavina okkar....

23.08.2006 | Nýtt Vínblað

Nýtt Vínblað er komið út. Í blaðinu má meðal annars finna skemmtilega frásögn af sælkeraferð til Alsace þar sem vínum og matargerð svæðisins eru gerð góð skil. Einnig inniheldur blaðið að þessu sinni umfjöllun um fjórar algengar þrúgutegundir og hvaða matur hentar best með hverri þeirra. Hægt að nálgast Vínblaðið í öllum Vínbúðunum. Hér má finna öll vínblöðin

18.08.2006 | Salan um verslunarmannahelgina

Um 109 þúsund viðskiptavinir komu í vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgina (vika 31), eða um 3% fleiri en í sömu viku árið 2005. ...

17.08.2006 | Hlutverkaskipti hjá starfsfólki ÁTVR

Á næstu vikum mun starfsfólk á skrifstofu ÁTVR vinna a.m.k einn vinnudag í vínbúð eða dreifingarmiðstöð fyrirtækisins, og í kjölfarið munu verslunar- og aðstoðarverslunarstjórar vínbúða á höfuðborgarsvæðinu kynnast störfum á skrifstofu. Hlutverkaskiptunum er ætlað að efla liðsandann og auka skilning á milli starfsstöðva....

03.08.2006 | Breyttur afgreiðslutími á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður lokað frá klukkan 16 föstudaginn 4.ágúst og lokað laugardaginn 5.ágúst í Vínbúðinni Vestmannaeyjum.

26.07.2006 | Starfsfólk óskast í dreifingarmiðstöð

Starfsfólk óskast í fullt starf á dreifingarmiðstöð ÁTVR. Vinnutími er frá kl. 7.30 til 16.30.

24.07.2006 | Sala áfengis janúar til júníloka 2006

Frá janúar til júníloka seldu vínbúðirnar rúmlega 8,5 milljónir lítra af áfengi. Er það 9,2% meiri sala en á sama tíma árið 2005. ...

13.07.2006 | Rausnarlegt framlag frá pokasjóði ÁTVR til framkvæmda við gerð göngustígar við Gullfoss

ÁTVR veitti Umhverfisstofnun 5 millj. kr. styrk úr Pokasjóði til framkvæmda við Gullfoss. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við framlagi frá ÁTVR fimmtudaginn 13. júlí í umhverfisráðuneytinu. Þetta er í þriðja sinn sem ÁTVR hefur milligöngu um styrkveitingu til framkvæmda við Gullfoss.

10.07.2006 | Sala áfengis í júní

Sala áfengis í júní var tæp 14% meiri en í sama mánuði árið 2005

05.07.2006 | Sumarvínin!

Nú eru nýjir þemadagar hafnir í vínbúðunum og standa þeir til 5.ágúst. Í þetta skiptið eru sumarvínin allsráðandi. Að sjálfsögðu vilja flestir hafa gott vín með grillmatnum og þá er upplagt að fá hugmyndir og ráðleggingar úr nýja sumarvínabæklingnum sem hægt er að nálgast í öllum vínbúðunum

15.06.2006 | Vínbúðirnar verða lokaðar laugardaginn 17.júní.

Vínbúðin á Dalvegi og Holtgörðum eru opnar til 20:00 föstudaginn 16. júní.

06.06.2006 | Verðskrá tóbaks fyrir júlímánuð

Verðskrá tóbaks (pdf skjal) fyrir júlí er kominn inn á vinbud.is. Skránni hefur verið valinn nýr staður á síðunni, en nú er hægt að nálgast skránna undir liðnum Sölutölur á vinstri valslá.

01.06.2006 | Vínblaðið komið út

Nú er nýtt Vínblað komið út. Blaðið er stútfullt af grilluppskriftum, hugmyndum að sumarkokteilum og öðrum skemmtilegum fróðleik fyrir sumarið. Hægt er að nálgast eintak í vínbúðum um allt land.

11.05.2006 | Chile þemadagar

Nú eru hafnir nýjir þemadagar í Vínbúðunum. Að þessu sinni er Chile tekið fyrir, en Chile er að mörgu leiti mjög merkilegt land, hvort sem litið er á landið sjálft eða menninguna. Vínrækt hefur verið stunduð þar í langan tíma og vínin njóta mikilla vinsælda.

03.05.2006 | Ný verðskrá tóbaks 1.maí

Ný verðskrá tóbaks tók gildi 1.maí. ...

01.05.2006 | Opið 11-18 á laugardögum

Nú hefur afgreiðslutími Vínbúðanna á höfuðborgarsvæðinu verið samrýmdur...

12.04.2006 | Ársskýrsla ÁTVR komin út

Ársskýrsla ÁTVR er nú komin út þar sem gerð er grein fyrir rekstrartölum og helstu þáttum í starfsemi fyrirtækisins....

09.04.2006 | Truflanir vegna lagfæringa á vinbud.is

Vegna vinnu við lagfæringa á vef okkar, gætu sumir orðið varir við truflanir við notkun á vinbud.is mánudaginn 10.apríl. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem kunna að verða.

06.04.2006 | Listaverk í vínbúðum

ÁTVR gefur listamönnum sem þess óska tækifæri til að sýna verk sín í vínbúðum fyrirtækisins. ...

04.04.2006 | ÁTVR hf?

Stjórnarfrumvarp um að breyta ÁTVR í hlutafélag var dreift á Alþingi þriðjudaginn 4. apríl. Ekki er ljóst hvenær frumvarpið verður á dagskrá þingsins...

Afgreiðslutími yfir páskana

04.04.2006 | Afgreiðslutími yfir páskana

Miðvikudaginn 12. apríl þ.e. daginn fyrir skírdag verða vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á laugardeginum fyrir páska verður opið eins og venjulega. Lokað verður á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum.

03.04.2006 | Námskeiði frestað

Framhaldsnámskeiði í vínsmökkun hefur verið frestað. Haft verður samband við þá sem þegar voru skráðir, en áætlað er að halda námskeiðið í haust.

Framhaldsnámskeið í vínsmökkun

24.03.2006 | Framhaldsnámskeið í vínsmökkun

Síðastliðið haust hélt ÁTVR vínsmökkunarnámskeið fyrir almenning í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið var mjög vel sótt og var gerður góður rómur að því. Nú á vormisseri var ákveðið að endurtaka námskeiðið og er það nú í gangi...

Ný vínbúð opnuð í Garðheimum

21.03.2006 | Ný vínbúð opnuð í Garðheimum

Vínbúðin í Mjóddinni hefur nú fært sig um set og ný og glæsileg vínbúð var opnuð í húsnæði Garðheima í dag.

Vínbúðin í Mjódd flytur í Garðheima

16.03.2006 | Vínbúðin í Mjódd flytur í Garðheima

Ný og glæsileg vínbúð opnar í Garðheimum þriðjudaginn 21.mars kl. 11.00. Lokað verður í Mjóddinni mánudaginn 20.mars vegna flutninganna.

Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

07.03.2006 | Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

Vínbúðirnar hlutu viðurkenningu Íslensku ánægjuvorgarinnar fyrir hæstu einkunn í flokki smásölufyrirtækja...

Afrískir dagar

02.03.2006 | Afrískir dagar

Afrískir dagar eru í vínbúðum í mars. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð, en nokkur valin afrísk vín eru á sérstöku kynningarverði...

13.02.2006 | Sala brennivíns á þorranum tvöfalt meiri en aðra mánuði ársins

Sala á íslensku brennivíni árið 2005 var um 5.300 lítrar. Á þorranum í janúar og febrúar seldust um 21% af árssölunni og að jafnaði má segja að sala brennivíns á Þorranum sé um tvöfalt meiri en í meðalmánuði.

14.12.2005 | Lokað vegna talningar 2.janúar 2006

Lokað verður í nokkrum vínbúðum vegna talningar þann 2. janúar 2006. Einhverjar búðir opna seinna en venjulega, en hér má finna upplýsingar um hvaða búðir verða opnar og hvenær...

Afgreiðslutími yfir páskana

08.12.2005 | Vertu tímanlega með innkaupin um jólin!

Veislu- og gjafaþjónusta vínbúðanna veita heimsendingarþjónustu viðskiptavini að kostnaðarlausu, ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira. Varan berst innan sólarhrings ef hún er til á lager. Einnig bjóðum við mikið úrval af gjafaöskjum og gjafapokum...

Kokteilbæklingur í vínbúðum

24.11.2005 | Kokteilbæklingur í vínbúðum

Í næstu vínbúð má finna nýútgefinn kokteilbækling, sem inniheldur uppskriftir af hinum ýmsu kokteilum.

Hátíðarvín 2005

23.11.2005 | Hátíðarvín 2005

Þemadagarnir Hátíðarvín 2005 eru nú í fullum gangi í vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð sem auðveldar valið á víninu með hátíðarmatnum...

10.11.2005 | Vínsýningin 2005

Vínsýningin 2005 verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 19 og 20 nóvember. Sýningin verður í alla staði mjög glæsileg þar sem allir helstu vínbirgjar landsins koma saman og kynna vín með hátíðarmatnum ásamt fleiru. Einnig verður hægt að smakka á dýrindis mat með vínunum, kynnast helstu nýjungum í aukahlutum og almennt fá betri innsýn í heim vínsins...

Nokkrar vínbúðir lokaðar vegna kvennafrídagsins

24.10.2005 | Nokkrar vínbúðir lokaðar vegna kvennafrídagsins

Eftirfarandi vínbúðir verða lokaðar frá kl. 14:08 í dag, mánudaginn 24.október, vegna kvennafrídagsins...

10.10.2005 | Breyttur afgreiðslutími í Vínbúðinni Dalvegi

Vínbúðin Dalvegi opnar nú kl. 11.00 alla daga (nema sunnudaga). Áður opnaði kl. 13.00 á mánudögum.

06.10.2005 | Meirihluti landsmanna vill ekki vín í matvöruverslanir

Samkvæmt könnun sem Samstarfsráð um forvarnir lét gera í maí þá er mikill meirihluti landsmanna andvígur sölu áfengis í matvöruverslunum. Símakönnunin var gerð dagana 9. – 13. maí 2005...

03.10.2005 | Verðbreytingar á tóbaki 1.október

Verðbreyting varð á 45 tegundum í tóbaki 1.október sl. Verðbreytingin kemur til vegna hækkunar á innkaupsverði frá birgjum...

Bjórhátíð í vínbúðum í október

30.09.2005 | Bjórhátíð í vínbúðum í október

Bjórhátíð verður í vínbúðum í október, en þá gefst viðskiptavinum kostur á að nálgast fróðlegan bækling um bjór og bjórgerðir auk þess sem valdar tegundir verða á tilboðsverði...

Borgarholtsskóli hlaut umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2005

22.09.2005 | Borgarholtsskóli hlaut umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2005

Árleg umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var veitt 21.september við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu, en ÁTVR var eitt af 13 fyrirtækjum sem tilnefnt var til verðlaunanna. Borgarholtsskóli hlaut viðurkenninguna að þessu sinni, en hann er talinn sýna gott fordæmi í umhverfismálum og er til fyrirmyndar fyrir skóla sem og önnur fyrirtæki...

19.09.2005 | ÁTVR tilnefnt til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2005

ÁTVR hefur verið tilnefnt til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2005. Alls eru 13 fyrirtæki tilnefnd, en það var Gámaþjónustan sem tilnefndi ÁTVR til þessarar viðurkenningar...

Ívar J. Arndal

06.09.2005 | Nýr forstjóri tekinn til starfa

Ívar J. Arndal tók til starfa sem forstjóri ÁTVR, fimmtudaginn 1.september . Ívar gengdi áður starfi aðstoðarforstjóra ÁTVR frá árinu 2000 og var settur forstjóri í eitt ár 2003-2004, en hann hefur starfað hjá ÁTVR undanfarin fimmtán ár...

01.09.2005 | Verðbreyting á nokkrum tegundum tóbaks

Verðbreyting verður á eftirfarandi tegundum í dag, 1.september...

31.08.2005 | Vínbúðin í Austurstræti opin lengur á laugardögum

Frá og með 1.september nk. verður Vínbúðin í Austurstræti opin til kl. 16:00 á laugardögum. Áður var vínbúðin opin til kl 14:00...

29.08.2005 | Nýr forstjóri ÁTVR frá 1. september

Fjármálaráðherra hefur skipað Ívar J. Arndal aðstoðarforstjóra í embætti forstjóra ÁTVR frá 1. september nk. Ívar hefur gegnt starfi aðstoðarforstjóra ÁTVR frá árinu 2000 og var settur forstjóri í eitt ár 2003 – 2004. Hann er vélaverkfræðingur að mennt, en hefur einnig meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu, auk náms í viðskipta- og rekstrarfræði.

29.08.2005 | Afgreiðslutímar yfir verslunarmannahelgina

Vínbúðin í Vestmannaeyjum verður opin til hádegis, föstudaginn 29. júlí. Opið verður á laugardaginn 30.júlí í öllum stærri vínbúðum, eins og aðra laugardaga. Gleði fylgir hófsemi - Sýnum ábyrgð í meðferð áfengis um helgina...

19.08.2005 | Bætt aðstaða fyrir ferðamenn við Dettifoss og Ásbyrgi

Með kaupum á pokum í vínbúðunum hafa viðskiptvinir okkar látið fé af hendi rakna til smíði stiga upp úr Tófugjá í Ásbyrgi sem og til endurnýjunar á snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn við Dettifoss...

Vínúrval og þjónusta

17.08.2005 | Vínúrval og þjónusta

Viðtal við Höskuld Jónsson, forstjóra ÁTVR: Snæfríður Ingadóttir: Í Tímariti Morgunblaðsins um helgina þá mátti lesa áhugaverða grein eftir Steingrím Sigurgeirsson. Í greininni heldur Steingrímur því fram að vöruúrval í ÁTVR sé að breytast í álíka flatneskju og oft er í stórmörkuðum austan hafs og vestan. Lítið sé af gæðavínum í ríkinu og þar sé allt fullt af keimlíkum vínum á þriggja lítra belgjum. Segir Steingrímur að það hljóti að vera hægt að gera tilteknar kröfur um fjölbreytileika til ríkisfyrirtækis sem hefur einokun á smásölu af ákveðinni vöru...

10.08.2005 | Söluhæstu vörurnar í vínbúðunum

Júlí er jafnan söluhæsti sumarmánuðurinn í vínbúðunum. En hvaða vín skyldu hafa selst mest? Tekinn var saman listi yfir 5 söluhæstu hvítvínin og rauðvínin í vínbúðunum í júlí og 10 söluhæstu bjórana ...

28.07.2005 | Umsóknir um embætti forstjóra ÁTVR

Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins rann út á mánudag. Fjármálaráðherra veitir embættið og er gert ráð fyrir að nýr forstjóri hefji störf. 1. september nk...

Nýr göngustígur við Gullfoss tekinn í notkun

08.07.2005 | Nýr göngustígur við Gullfoss tekinn í notkun

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opnaði nýjan göngustíginn við Gullfoss miðvikudaginn, 6. júlí sl. Með kaupum á pokum í vínbúðunum lögðu viðskiptavinir hönd á plóg við lagningu nýju göngustíganna við Gullfoss...

30.06.2005 | Vínbúðin Þorlákshöfn í nýtt húsnæði

Vínbúðin á Þorlákshöfn er komin í nýtt húsnæði á Selvogsbraut 4. Rafás ehf er rekstraraðili vínbúðarinnar. Nýr verslunarstjóri er Birna Borg Sigurgeirsdóttir. ...

Sumarvín 21. júní til 13. ágúst

21.06.2005 | Sumarvín 21. júní til 13. ágúst

Nú er starfsfólk okkar í sumarskapi og sumarvínin verða í hávegum höfð næstu vikurnar. Í vínbúðum er hægt að nálgast bækling með upplýsingum um sumarvínin þar sem m.a. kemur fram með hvaða mat þau henta. Valdar tegundir eru á lækkuðu verði. ...

15.06.2005 | Afgreiðslutími vínbúða 16.júní

Fimmtudaginn 16.júní verða vínbúðirnar með opnunartíma eins og um föstudag væri að ræða. Sjá nánar um föstudagsopnanir undir liðnum 'Vínbúðir'. ...

06.06.2005 | Vínblaðið í næstu vínbúð

Í nýju Vínblaði má finna uppskriftir að sumarlegum drykkjum og smáréttum. Auk þess fjallað er um víngerð í Ástralíu, semillon þrúguna og grein um endurreisn rósavínsins, sem er hinn ákjósanlegasti drykkur á sumrin og gengur með næstum öllu. Vínblaðið fæst í öllum Vínbúðum.

06.06.2005 | Ný vínbúð á Reyðarfirði

Ný vínbúð var opnuð á Reyðarfirði fimmtudaginn 2. júní sl. Búðin er í 200 tegunda flokki og verður opin mán-fim: kl. 14-18 og föstudaga kl. 14-19. ...

Ábyrgð gestgjafans

23.05.2005 | Ábyrgð gestgjafans

Ný sjónvarpsauglýsing frá vínbúðunum er nú í fjölmiðlum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ábyrgir gestgjafar eigi að gera þá kröfu til gesta sinna að þeir aki ekki heim undir áhrifum áfengis.

18.04.2005 | Cheers Mate!

Nú eru þemadagarnir CHEERS MATE í fullum gangi, en í næstu vínbúð er hægt að nálgast bækling með upplýsingum um helstu þrúgur sem Ástralar nota í víngerð. Í sama bæklingi er einnig að finna tillögur af fjölmögum áströlskum gæðavínum.

18.03.2005 | Afgreiðslutími yfir páskana

Afgreiðslutími í vínbúðum yfir páskana er sem hér segir: Miðvikudagurinn 23.mars: Opið eins og á föstudegi. Skírdagur, 24.mars: Lokað. Föstudagurinn langi, 25.mars: Lokað. Laugardagurinn, 26.mars: Venjulegur afgreiðslutími. Annar í páskum, 28.mars: Lokað ...

22.02.2005 | Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin

Vínbúðirnar ásamt Umferðastofu hafa verið tilnefndar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokki almannaheillaauglýsinga. Tilnefningin er fyrir auglýsingaherferðina 'Dánarfregnir og jarðarfarir' en Hvíta húsið og Upptekið framleiddu auglýsinguna.

15.02.2005 | ¡Olé! - Kynning á vínum frá Spáni og Portúgal

Kynning á spænskum og portúgölskum vínum verður í vínbúðunum dagana 17. febrúar til 19. mars undir yfirskriftinni ¡Olé! ...

14.01.2005 | 2004 metár í kampavíni

Árið 2004 var metár í kampavínsframleiðslu. Samkvæmt frétt á vef Berry Bros & Rudd (bbr.com), verður framleiðslan nú um 380 milljón flöskur. Þar með er metið slegið frá árinu 1999 en þá voru 334 milljónir flaskna framleiddar. ...

07.01.2005 | Sala ársins 2004 í lítrum

Sala áfengis í lítrum jókst um 7,9% á milli áranna 2004 og 2003, fór úr 14,7 milljón lítrum í 15,9 milljónir lítra. Söluaukning ársins 2004 miðað við fyrra ár eru því rúmar 1,1 milljónir lítra. Ef sala á rauðvíni, hvítvíni, rósavíni og freyðivíni er lögð saman við sölu bjórs sést að samanlagt eru þessir flokkar með tæp 93% af allri sölu vínbúðanna í lítrum talið. ...

27.12.2004 | Sala áfengis 1.-23.desember

Sala áfengis í desember (1.des. til og með 23.des.) var 7% meiri í ár en í fyrra í lítrum talið en 5,5% meiri í verðmæti. Sala áfengis í lítrum fyrstu 23 daga mánaðarins var 1,3 milljónir lítra. Rétt yfir 38 þúsund viðskiptavinir heimsóttu Vínbúðirnar á Þorláksmessu en um 275 þúsund viðskiptavinir hafa komu í Vínbúðirnar fyrstu 23. daga mánaðarins.

21.12.2004 | Afgreiðslutímar Vínbúða yfir hátíðirnar

Miðvikudagurinn 22. desember Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru opnar til kl. 19.00. Aðrar Vínbúðir eru opnar til kl. 18.00 ...

14.12.2004 | Vínnámskeið

Tvö fyrirtæki bjóða upp á vínnámskeið með áherslu á vín og mat. Þann 15. og 16. desember næstkomandi mun VIN.IS bjóða upp á vínsmökkunarnámskeið að Skútuvogi 5. Námskeiðið er um 2 klst og hefst klukkan 20.00 bæði kvöldin. Aðaláherslan á námskeiðinu verður hvernig para eigi jólamat og vín en einnig verður farið yfir sögu vínræktunar og landafræði vínræktunarsvæða. Leiðbeinendur munu svo leiða smökkun á vel völdum vínum. ...

30.11.2004 | Breytingar á verði áfengis og tóbaks um mánaðarmótin nóvember/desember

ÁTVR hefur metið breytingar á verði áfengis í Vínbúðum og verði tóbaks í heildsölu til samræmis við breytingar áfengis- og tóbaksgjöldum sem samþykktar voru á Alþingi í gær. Auk þess hafa verið metnar inn breytingar á aðfangaverði áfengis frá innlendum birgjum sem taka gildi á morgun, 1.desember.

25.11.2004 | Stórglæsileg vínsýning á Nordica Hotel

Helgina 20.-21. nóvember sl var haldin stórglæsileg vínsýning á Nordica Hotel á vegum Vínbúða og Vínþjónasamtaka Íslands. Þemað var Vín með jólamatnum í tilefni að útkomu samnefnds bæklings Vínbúða. Um tuttugu innflytjendur léttvína kynntu ótrúlega fjölbreytt úrval vína, auk vínanna með jólamatnum.

12.11.2004 | Vínin með jólamatnum - Vínsýning á Nordica hotel 20.-21. nóvember

Glæsileg vínsýning verður haldin á Nordica hotel dagana 20.-21. nóvember nk. Vínbúðir og Vínþjónasamtök Íslands standa að sýningunni ásamt helstu innflytjendum léttra vína. Áhersla verður lögð á “Vínin með jólamatnum”, en það þema byrjar í Vínbúðunum strax eftir sýninguna og stendur frá 22. nóvember og út desember. Af því tilefni verður bæklingur Vínbúðanna “Vínin með jólamatnum” fyrst kynntur á sýningunni og gefst þá tækifæri til að bragða á flestum þeim vínum sem þar koma fram.

ÁTVR hlaut Íslensku gæðaverðlaunin

12.11.2004 | ÁTVR hlaut Íslensku gæðaverðlaunin

ÁTVR hlaut Íslensku gæðaverðlaunin 2004 í gær, 11. nóvember. Íslensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsætisráðuneytisins, Framtíðarsýnar hf., Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Markmiðið með Íslensku gæðaverðlaununum er að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenningu fyrir raunverulegan stjórnunarárangur og jafnframt hvetja fyrirtæki til að setja sér skýr markmið og leggja mat á árangurinn reglulega.

02.11.2004 | Vínbúðin Vopnafirði flutt í nýtt húsnæði

Vínbúðin á Vopnafirði er flutt í nýtt húsnæði í Kolbeinsgötu 35 og verður rekin í samstarfi við Kauptún ehf. Vopnafirði. Verslunarstjóri er Árni S. Róbertsson.

Nýtt blað í vínbúðum

20.10.2004 | Nýtt blað í vínbúðum

Þar eru m.a. kynnt til sögunnar óáfeng vín sem nú fást í vínbúðum á höfuðborgarsvðinu og vínþrúgan Gewurzraminer er tekin tali. Í tilefni að bjórstemmningu í vínbúðunum eru tvær greinar um bjór í blaðinu, önnur er fróðleg grein um bjórgerð og mismunandi tegundir eftir Magnús Traustason og hin er söguleg grein eftir Hallgerði Gísladóttur, Ekki er hatur í ölkonu húsi - stiklur úr bjórsögunni.

13.10.2004 | Bjórstemmning í vínbúðunum 13.-31. október

Bjórstemmning verður í vínbúðunum 13.-31. október. Viðskiptavinir geta fræðst betur um hinar mismunandi gerðir bjórs í nýútkomnum bæklingi sem dreift er í vínbúðunum.

13.09.2004 | 4 milljónir til viðhalds stíga við Gullfoss og lagfæringa á Sigríðarstofu

ÁTVR er aðili að Pokasjóði verslunarinnar og renna sjö krónur af hverjum seldum burðarpoka hjá ÁTVR í sjóðinn. Að tillögu ÁTVR hefur sjóðurinn ákveðið að leggja fram 4 milljónir króna til endurgerðar göngustíga við Gullfoss og viðhalds á Sigríðarstofu.

Vínblaðið

25.08.2004 | Vínblaðið komið út

Meðal efnis í Vínblaðinu er umfjöllun um tequila, helstu einkenni Sauvignon blanc þrúgunnar lýst.

24.08.2004 | Breyttur afgreiðslutími

Miðvikudaginn 1. september 2004 breytist afgreiðslutími nokkura Vínbúða...

vað þarf til þess að stoppa þig? sem var gerð í samstarfi milli ÁTVR og Umferðarstofu.

05.08.2004 | Stopp

Fyrir verslunarmannahelgi hófust sýningar á auglýsingunni Hvað þarf til þess að stoppa þig? sem var gerð í samstarfi milli ÁTVR og Umferðarstofu....

04.08.2004 | 2,1% aukning í sölu um verslunarmannahelgina

Sala á áfengi um verslunarmannahelgina var 2,1% meiri í ár en árið 2003 í lítrum talið. Hins vegar var salan 2,8% minni nú en í fyrra, sé tekið mið af verðmæti seldrar vöru. Þetta þýðir að minna hefur selst af sterku áfengi um þessa verslunarmannahelgi en áður, jafnframt því að verð á bjór hefur lækkað....

Aktu aldrei undir áhrifum

30.07.2004 | STOPP -samstarf Umferðastofu og Vínbúðanna

Vínbúðirnar og Umferðarstofa hafa tekið höndum saman um gerð auglýsinga sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Vinnuheiti auglýsinganna er ,,STOPP' og eru þær birtar í sjónvarpi, útvarpi, í dagblöðum og á auglýsingaskiltum í biðskýlum strætisvagna....

27.07.2004 | Breyttur afgreiðslutími í Vestmannaeyjum fyrir verslunarmannahelgina

Vínbúðin í Vestmannaeyjum verður opin til hádegis, föstudaginn 30. júlí....

02.07.2004 | Nýjar Vínbúðir

2.7.2004 12:54 44. Vínbúð ÁTVR var opnuð á Kirkjubæjarklaustri í vikunni. Hún er í Skaftárskála á horni þjóðvegar eitt og Klausturvegs.

30.06.2004 | Nýtt Vínblað komið í Vínbúðir

Vínblaðið er efnismikið að þessu sinni. Þorri Hringsson fjallar m.a. um vínið með grillinu og skrifar mjög fróðlega grein um frönsk vín....

Vínbúð opnuð í Hólmavík

22.06.2004 | Vínbúð opnuð í Hólmavík

Ný Vínbúð var opnuð í Hólmavík fyrr í mánuðinum og er hún í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Í henni fást um 100 tegundir áfengis og er hún opin milli 17 og 18 mánudaga til fimmtudag og 16-18 á föstudögum.

10.06.2004 | Viljum við vodka í matvöruverslanir?

Árlega gera Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) könnun á hvar 'þjóðin' vill geta keypt létt vín og bjór. Í ár var niðurstaðan sú að 59,6% landsmanna voru fylgjandi því, að vara þessi fengist í matvöruverslunum....

10.06.2004 | Lifum, lærum og njótum

Ársfundur ÁTVR var haldinn sl. föstudag og var m.a. kynnt nýtt slagorð Vínbúða; Lifum, lærum og njótum. Slagorðið endurspeglar þær breytingar sem áformaðar eru hjá vínbúðum og áherslubreytingar fyrirtækisins....

Vínið með grillmatnum

07.06.2004 | Vínið með grillmatnum

Fólk er farið að grilla af krafti í góða veðrinu og af því tilefni verður júnímánaður helgaður vínum með grillmatnum í vínbúðunum. Í öllum vínbúðum fæst nú bæklingurinn Vínið með grillmatnum....

ÁTVR valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004

11.05.2004 | ÁTVR valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) er ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, afhenti Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR sérstaka viðurkenningu af þessu tilefni í gær. Verðlaunagripinn, Vegvísinn, hannaði og smíðaði Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður.

Nýtt Vínblað komið út

27.04.2004 | Nýtt Vínblað komið út

Vínblaðið var að koma út og verður dreift í vínbúðirnar í dag. Að þessu sinni er ný heildarstefna ÁTVR kynnt, sagt frá ítölsku kynningunni í vínbúðunum sem nú stendur yfir og að því tilefni fjallar Þorri Hringsson um víngerð á Ítalíu ...

06.04.2004 | Ný heildarstefna ÁTVR

Stjórn ÁTVR samþykkti nú í mars nýja heildarstefnu fyrir fyrirtækið. Nýrri stefnu er ætlað að tryggja áframhaldandi þróun úr afgreiðslustofnun yfir í þjónustufyrirtæki, þar sem áhersla er lögð á að auka ánægju viðskiptavina með fyrsta flokks þjónustu ásamt kynningu og fræðslu.

19.03.2004 | Áfengissala eykst

Áfengissala hér á landi var um 19,2 millj. lítrar árið 2003 á móti 18,6 millj. lítra árið 2002. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is og í nýrri ritröð Hagtíðinda árið 2004.

05.03.2004 | Þrjár nýjar vínbúðir á árinu

ÁTVR mun opna þrjár nýjar vínbúðir á þessu ári. Auglýst var eftir samstarfsaðilum á Hólmavík og Kirkjubæjarklaustri í sl. viku vegna vínbúðanna og verður auglýst eftir samstarfsaðila í Hveragerði síðar á þessu ári.

03.03.2004 | Íslandsmeistaramót barþjóna

Íslandsmeistaramót barþjóna var haldin sl. sunnudag á sýningunni Matur 2004. Var m.a. keppt í gerð kokteila. Dómnefnd mat vinnubrögð barþjónanna og útlit, bragð og lykt kokteilanna...

Matur 2004

27.02.2004 | ÁTVR tekur þátt í MAT 2004

ÁTVR verður með bás á vínhluta sýningarinnar MATUR 2004 um helgina. Þar mun starfsfólk vínbúða kynna vinbud.is og notkunarmöguleika vefsins...

24.02.2004 | ÁTVR í Frjálsri verslun

Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar skrifar Sigmar B. Hauksson um ÁTVR.

Nýtt vínblað

23.02.2004 | Nýtt vínblað

Vínblaðið kom út í annað sinn í síðustu viku og verður dreift í vínbúðunum.

18.02.2004 | Vínbúðin í Mosfellsbæ tilnefnd til hvatningarverðlauna

Vínbúðin í Mosfellsbæ hlaut tilnefningu til hvatningarverðlauna fyrir árið 2003 af atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar.

13.02.2004 | Vínþjónar til ráðgjafar

Vínþjónar frá Vínþjónasamtökunum munu aðstoða viðskiptavini vínbúðanna í Kringlunni, Smáralind, Heiðrúnu og á Akureyri næstu fjórar helgar, eða frá föstudeginum í dag, 13. febrúar fram til laugardagsins 6. mars...

07.02.2004 | Sölutölur áfengis og tóbaks fyrir árið 2003

Söluskýrsla ársins 2003 er kominn á vefinn. Hægt er að nálgast skýrsluna, sem er á pdf formi undir liðnum Sölutölur.

30.01.2004 | Vín 2004

Vín 2004 var haldin með miklum glæsibrag á hótel Loftleiðum helgina 24. og 25. janúar sl. Vínþjónasamtökin stóðu fyrir sýningunni í samvinnu við níu birgja sem kynntu í kringum 150 víntegundir, auk þess kynnti Osta- og smjörsalan, Ostabúðin, Sandholt bakarí og Mosfellsbakarí vörur sínar...

28.01.2004 | Skoðunarkönnun á vinbud.is

Nú geturðu tekið þátt í skoðunarkönnun á vinbud.is. Þar eru tuttugu spurningar sem þátttakendur eru beðnir um að svara sem m.a. varða smekk, neysluvenjur og álit á þjónustu og úrvali vínbúða ÁTVR.

20.01.2004 | Vín 2004 um næstu helgi

Sýningin Vín 2004 verður haldin um næstu helgi á Hótel Loftleiðum. Þetta er glæsileg fræðslu- og kynningarsýning á léttvínum sem Vínþjónasamtökin standa fyrir í samvinnu við alla helstu innflytjendur vína...

10.01.2004 | Sölulistar ársins 2004

Sölulistar ársins 2003 fyrir áfengi og tóbak eru komnir á vinbud.is. Listana má finna undir liðnum Sölutölur. Sölulistarnir eru á pdf formi og er áfengislistinn 54 blaðsíður en tóbakssölulistinn 4 blaðsíður.

Tolli - listamaður ÁTVR ársins 2004

23.12.2003 | Tolli - listamaður ÁTVR ársins 2004

ÁTVR hefur valið listamann ársins 2004. Það er Þorlákur Kristinsson - Tolli.

Vínblaðið

17.12.2003 | Vínblaðið

Vínblaðið var að koma út í fyrsta sinn og verður því dreift í vínbúðir fyrir helgina. Hér má finna öll vínblöðin

Átta sérstakir jólabjórar í vínbúðunum

17.12.2003 | Átta sérstakir jólabjórar í vínbúðunum

Átta sérstakir jólabjórar verða seldar í vínbúðum ÁTVR fyrir jólin.

10.12.2003 | Afgreiðslutími yfir hátíðirnar í stærri vínbúðum.

Afgreiðslutími yfir hátíðirnar í stærri vínbúðum er sem hér segir:

Fjölbreytt úrval á vínkynningunni

08.12.2003 | Fjölbreytt úrval á vínkynningunni

Mikil stemmning var á vínkynningunni á Grand Hótel á laugardag.

05.12.2003 | Bæklingurinn Vín með jólamatnum kominn í vínbúðir

Bæklingurinn Vín með jólamatnum er nú kominn í flestar vínbúðir.

02.12.2003 | Vínkynning á Grand Hótel á laugardaginn

Í tilefni af útkomu bæklingsins, Vín með jólamatnum, munu birgjar áfengis í samvinnu við ÁTVR halda kynningu á jólavínum

21.11.2003 | Þorri í vínbúðinni Kringlunni

Þorri Hringsson verður til ráðgjafar á vali á vínum í vínbúðinni Kringlunni á morgun laugardaginn 22.nóvember frá 13 til 16.

17.11.2003 | Heitara loftslag hefur áhrif á vínframleiðslu

Víngerð er mjög háð veðurfari eins og sjálfsagt flestir vita.

30.10.2003 | Vinbud.is valinn besti fyrirtækjavefurinn

Vinbud.is hlaut í gærkvöldi verðlaun sem besti fyrirtækjavefurinn þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Apótekinu.

29.10.2003 | Vinbud.is tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna

Vinbud.is er tilnefnt til íslensku vefverðlaunanna 2003 sem besti fyrirtækjavefurinn

Málverk í Smáralind

23.10.2003 | Málverk í Smáralind

Hrefna Víglundsdóttir listamaður sýnir málverk í Vínbúðinni Smáralind.

Nýtt í vínbúðinni

21.10.2003 | Nýtt í vínbúðinni

Nýjasti bæklingurinn Nýtt í vínbúðinni er nú kominn í vínbúðir.

10.10.2003 | Minni vínframleiðsla í Frakklandi

Eftir sumarið í ár verður vínframleiðsla í Frakklandi sú minnsta í 12 ár

Vínbúð í nýju húsnæði á Eiðistorgi

01.10.2003 | Vínbúð í nýju húsnæði á Eiðistorgi

ÁTVR opnaði nýja vínbúð á efri hæðinni á Eiðistorgi í gær, 30. sept.

Bæklingurinn Vín með mat kominn aftur

18.09.2003 | Bæklingurinn Vín með mat kominn aftur

Bæklingurinn Vín með mat er kominn aftur í vínbúðir, endurútgefinn og betrumbættur

Ný myndlistarsýning í Vínbúðinni Smáralind

08.09.2003 | Ný myndlistarsýning í Vínbúðinni Smáralind

Í Vínbúðinni í Smáralind var opnuð ný myndlistarsýning í byrjun mánaðarins á verkum eftir Margréti Báru Sigmundsdóttur myndlistakonu

27.08.2003 | 2000 ára vín í Kína

Í Kína hafa fornleifafræðingar fundið vínkrús úr bronsi sem talin er vera 2000 ára gömul.

21.08.2003 | Portúgalskir korkskógar eldi að bráð

Miklir skógareldar hafa geisað í Portúgal undanfarna viku og er talið að milli 20.000-25.000 hektarar af kork-eikarskógum hafi eyðilagst í eldunum.

Fleiri vínbúðum breytt

18.08.2003 | Fleiri vínbúðum breytt

Vínbúðirnar í Hafnarfirði og á Ísafirði hafa breytt um ásýnd eftir miklar endurbætur síðustu vikurnar og eru nú orðnar fallegri og þægilegri en áður.

07.08.2003 | Hitabylgja í Evrópu hefur ágæt áhrif á vínviðinn

Mikil hitabylgja hefur verið undanfarið í Evrópu og er þetta orðið heitasta sumarið í Frakklandi síðan 1949.

25.07.2003 | Hættulegar eftirlíkingar af þekktu áfengi í umferð -Fréttatilkynning

Í Finnlandi hefur einn maður látist og nokkrir veikst alvarlega eftir neyslu eftirlíkinga af þekktum áfengistegundum.

Vegvísar í Smáralind og Hafnarfirði

18.07.2003 | Vegvísar í Smáralind og Hafnarfirði

Í vikunni voru settir upp nýir vegvísar í vínbúðunum í Smáralind og Hafnarfirði af sömu gerð og settir voru upp í Kringlunni og Smáralind fyrr í sumar.

08.07.2003 | Sumarlegir kokteilar

Uppskriftir að þremur sumarlegum kokteilum hafa bæst við á fordrykkjasíðuna okkar.

Ný málverkasýning í Vínbúðinni Smáralind

04.07.2003 | Ný málverkasýning í Vínbúðinni Smáralind

Ný málverkasýning var opnuð í Vínbúðinni Smáralind þann 1. júlí

01.07.2003 | Korktappinn á undir högg að sækja

Hinn gamalreyndi korktappi á nú undir högg að sækja...

Nýjar merkingar í Heiðrúnu og Kringlunni

25.06.2003 | Nýjar merkingar í Heiðrúnu og Kringlunni

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn vinbúðanna Heiðrúnar, Kringlunnar og í Hafnarfirði verið önnum kafnir við að endurraða í hillur

Vínbúð í Vík opnuð í dag

19.06.2003 | Vínbúð í Vík opnuð í dag

Ný Vínbúð var opnuð í dag, 19. júní í Víkurskála við Austurveg 18 (Þjóðveg 1) í Vík í Mýrdal.

18.06.2003 | Nýir starfsmenn hjá ÁTVR

Þrír nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til ÁTVR

07.06.2003 | Nýjar innkaupareglur áfengis. Hægt er að nálgast nýjar innkaupareglur áfengis

Hægt er að nálgast nýjar innkaupareglur áfengis, sem taka gildi 1. júlí n.k., hér á vinbud.is

Forstjóraskipti hjá ÁTVR til eins árs

05.06.2003 | Forstjóraskipti hjá ÁTVR til eins árs

Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR er farinn í árs námsleyfi frá 1. júní og er Ívar J. Arndal settur forstjóri á meðan Höskuldur er í leyfi.

04.06.2003 | Vínbúðin í Hafnarfirði er að komast í sparifötin

Vínbúðin í Hafnarfirði er að komast í sparifötin.

Ný vínbúð í Þorlákshöfn

15.05.2003 | Ný vínbúð í Þorlákshöfn

ÁTVR opnar nýja vínbúð í dag, 15. maí, í ESSO aðföngum við Óseyrarbraut 4 í Þorlákshöfn.

Nýtt í vínbúðinni

08.05.2003 | Nýtt í vínbúðinni

Bæklingurinn Nýtt í vínbúðinni, maí -ágúst kemur í vínbúðir ÁTVR í dag.

29.04.2003 | Nýjar innkaupareglur áfengis

Nýjar innkaupareglur áfengis taka gildi 1. júlí 2003 og munu gömlu reglurnar vera í gildi þangað til.

29.04.2003 | Víngerð nýjasta áhugamálið hjá poppstjörnunum

Poppstjörnur og önnur stórstirni hafa nú tekið upp á því að kaupa vínekrur á helstu vínsvæðum heimsins og spreyta sig á víngerð.

16.04.2003 | Áfengissalan 2002

Áfengissalan hér á landi jókst úr 17,5 millj. lítra árið 2001 í 18,6 millj. lítra árið 2002 eða um 6,6%.

Málverkasýning í vínbúðinni í Smáralind

07.04.2003 | Málverkasýning í vínbúðinni í Smáralind

Laugardaginn 5. apríl sl. opnaði Edda Þórey Kristfinnsdóttir málverkasýningu í vínbúðinni í Smáralind.

04.04.2003 | Ársreikningur ÁTVR 2002

Ársfundur ÁTVR fyrir árið 2002 var haldinn 1. apríl á Stuðlahálsi. Um 60 manns mættu á fundinn en það voru birgjar, verslunarstjórar, stjórn og aðrir starfsmenn ásamt fjölmiðlamönnum:

01.04.2003 | Endingartími á opnum flöskum

Sérrí geymist mjög vel eftir að flaska hefur verið opnuð. Undantekning eru fino sérrí sem á að drekka fersk og innan fárra daga. Flest önnur sérrí, t.d. Cream má segja að þoli að standa árum saman í opinni flösku. Portvín geymast nokkuð vel, misjafnlega þó...

27.03.2003 | Vínsmökkun í vinnunni

'Ferskt, ungt en þroskað í ilmi, græn epli, olía, lýsi, steinryk, örlítið þreytulegt, mjúkt.' Allar þessar umsagnir og margar fleiri heyrðust í sérútbúnu smökkunarherbergi Áfengisverslunarinnar. Á borðum voru nokkrar flöskur af frönsku hvítvíni sem áttu það sameiginlegt að vera upprunnar í Alsace héraði. Níu manna íbygginn hópur lyfti glösum, horfði, lyktaði, saup á og spýtti út úr sér. Velti vöngum, skráði einkenni og gaf einkunn...

13.03.2003 | Starfsmenn ÁTVR gefa blóð

Blóðbíllinn heimsótti höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi fyrir nokkrum dögum. Starfsmenn Heiðrúnar tóku áskorun um blóðgjöf vel og fóru 39 blóðgjafar í bílinn, þar af voru 26 nýir blóðgjafar...

13.03.2003 | Ný Vínbúð í Þorlákshöfn

Þann 12. mars síðastliðinn, var undirritaður samningur milli ÁTVR og Olíufélagsins ehf. um samstarf vegna reksturs á Vínbúð í Þorlákshöfn og leigu á húsnæði...

13.03.2003 | Láttu vefinn auðvelda þér leitina

Vissir þú að í vinbud.is er hægt að finna allar tegundir sem vínbúðir ÁTVR hafa upp á að bjóða? Og ekki nóg með það, heldur er hægt að leita að vínum sem fara vel með steikinni, humrinum og við flest annað sem kemur upp í hugann. Vefurinn getur mælt með ákveðnum vínum sem fara vel með flestum mat og einnig sagt þér hvar flaskan fæst...

13.02.2003 | ÁTVR lækkar verð í dag

Vínbúðin Heiðrún og Vínbúðin í Kringlunni lækka verð á 40 tegundum áfengis . Algengt er að verð lækki um 30 %. Meðal tegunda á lækkuðu verði er XO koníak, 20 ára púrtvín, kampavín og velmetin rauðvín og hvítvín...

06.02.2003 | Söluskýrsla áfengis 2002

Söluskýrsla áfengis (á pdf formi) er komin á vefinn.

10.01.2003 | Heildarstefna ÁTVR

ÁTVR og starfsfólk óskar lesendum vefsins farsældar á árinu 2003 og þakkar heimsóknir á liðnu ári. Í desember s.l. var stefna ÁTVR mörkuð og markmið og mælikvarðar um árangur skýrðir. ÁTVR heldur inn í nýtt ár með gott veganesti og fullvissu um að enn megi bæta þjónustu við viðskiptavini og lesendur vefsins...

06.01.2003 | Sölutölur áfengis og tóbaks árið 2002

Tölur um sölu áfengis og tóbaks hjá ÁTVR árið 2002 eru nú kunnar.

17.12.2002 | Bylting í Borgarnesi

Vínbúðin í Borgarnesi hefur tekið svo gagngerðum breytingum að jafna má við byltingu. Verslunarstjóri ÁTVR segir útlit og innri skipan vínbúðarinnar hafa hlotið einróma lof viðskiptavina og almenn ánægja ríki með framkvæmdina...

09.12.2002 | Vínþjónar til ráðgjafar

Alla laugardaga í desember verða vínþjónar til ráðgjafar í Vínbúðinni Heiðrúnu, Vínbúðinni í Kringlunni og Smáralind. Við bætum um betur og höfum framvegis opið í Vínbúðinni Kringlunni, Vínbúðinni Smáralind og í Vínbúðinni Dalvegi á laugardögum kl. 11-18.

02.12.2002 | Vínbúð í Vík

Samkvæmt starfsreglum ÁTVR telst íbúafjöldi Mýrdalshrepps og þéttbýliskjarna Víkur nægur til að opnuð verði Vínbúð í Vík. Á fund stjórnar ÁTVR 14. nóvember s.l. var samþykkt að opna þar verslun á árinu 2003...

28.11.2002 | Fréttatilkynning -gjald af áfengi og tóbaki

Með vísun til ákvæða nýsettra laga um gjald af áfengi og tóbaki hefur ÁTVR hækkað verð á tóbaki og áfengi, sem er sterkara en 15%...

03.10.2002 | Nýtt í Vínbúðinni – upplýsingarit um áfengistegundir

ÁTVR hefur gefið út fyrsta hefti af nýju upplýsingariti um áfengistegundir sem eru í reynslusölu og á sérlista. Upplýsingaritið nefnist „Nýtt í vínbúðinni' og liggur frammi í vínbúðum um allt land, viðskiptavinum að kostnaðarlausu...

30.09.2002 | Breytingar á afgreiðslutímum

1. september sl. breyttist afgreiðslutíminn hjá nokkrum vínbúðum...

30.09.2002 | Áströlsk vín fara sigurför um heiminn

Um þessar mundir stendur yfir sérstök kynning á áströlskum vínum í vínbúðinni Heiðrúnu, Stuðlahálsi og vínbúðinni Kringlunni. Það kemur mörgum á óvart hvað Ástralía framleiðir lítið magn af vínum miðað við hvað landið hefur haft mikil áhrif á víngerð síðustu tveggja áratuga. Það er sem stendur í ellefta sæti heimslistans og framleiðir t.d. einungis um einn fimmtánda af því sem Ítalía framleiðir...

06.09.2002 | ÁTVR átti engan þátt í vínuppboðinu

visir.is birtir í dag frétt undir fyrirsögninni: Eðalvín þóttu of dýr. Í fréttinni segir að uppboðið hafi verið samstafsverkefni Glóbus, Apóteksins, menningarnætur og áfengissölu ríkisins. Þess er óskað að visir.is komi á framfæri, að ÁTVR átti hér engan hlut að máli...

02.08.2002 | Samanburður á sölu fyrstu sjö mánuði áranna 2002 og 2001

Sala áfengis og tóbaks var eins og sjá má á meðfylgjandi töflum, sem skipt er upp eftir vöruflokkum. Taflan tekur til sölu ÁTVR innanlands og sýnir samanburð við sömu mánuði sl. árs. Aukning í sölu á lítrum fyrstu sjö mánuði ársins 2002 miðað við sama tímabil ársins 2001 er 8,62%.

23.07.2002 | Drap ÁTVR kaupmanninn á horninu?

Samtök verslunar og þjónustu - SVÞ - dreifa þessa dagana riti til stuðnings því að léttvín og bjór verði seldur í verslunum og bensínstöðvum. Ekkert er við að athuga þótt sú krafa sé höfð uppi af þeim hagsmunasamtökum sem hér eiga hlut að máli. Við rök þeirra fyrir kröfunni má þó gera ýmsar athugasemdir...

18.07.2002 | Samanburður á sölu fyrstu sex mánuði áranna 2002 og 2001

Nú liggja fyrir sölutölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2002...

28.05.2002 | Nýr og glæsilegur vefur vínbúðar að verða tilbúinn

Vefur vínbúðar hefur verið í vinnslu síðan á vormánuðum og hafa duglegir starfsmenn Strengs ásamt hjálp frá góðvinum þeirra í idega reynt að setja saman snyrtilegan og notendavænann vef sem allir ættu að geta notið...

ÁTVR opnar Vínbúð á Djúpavogi

28.05.2002 | ÁTVR opnar Vínbúð á Djúpavogi

ÁTVR opnar vínbúð á Djúpavogi að Búlandi 1 í dag 15. maí. Vínbúðin er rekin í samvinnu við Kaupás....

23.05.2002 | Vínþjónar til ráðgjafar í vínbúðum ÁTVR í dag

Fimmtudaginn 16. maí kl. 16 - 18 munu félagar úr Vínþjónasamtökum Íslands vera til ráðgjafar í nokkrum vínbúðum ÁTVR...

03.04.2002 | Fréttatilkynning: Kvöldsól

Komið hefur í ljós að eftirgerjun hefur átt sér stað í nokkrum flöskum af íslenska berjavíninu Kvöldsól. Við eftirgerjun myndast kolsýra, hún eykur þrýsting í flöskum sem getur valdið því að tappinn skjótist úr, vínið fylgir á eftir og skilur eftir bletti sem erfitt getur verið að hreinsa...