Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Talning 4 janúar

04.01.2016

Talning verður í Vínbúðunum mánudaginn 4. janúar. Lokað er á meðan á talningu stendur en sumar Vínbúðir opna að talningu lokinni. Við hvetjum viðskiptavini til að vera snemma á ferðinni ef þeir vilja forðast biðraðir og kynna sér vel opnunartímann. 

Einnig er vakin athygli á fyrri frétt um breytingu á virðisaukaskatti nú um áramótin:

Um áramót breytist virðisaukaskattur á áfengi, fer úr 24% í 11%. Á sama tíma hækka áfengisgjöld. Af þessum sökum munu mörg vörunúmer breyta um verð frá 1. janúar. Alls breytist verð á um 1.400 vörum af þeim rúmlega 2.000 vörunúmerum sem fáanlegar eru í Vínbúðunum. Meðalbreytingin er tæplega 1% til lækkunar. Alls lækka 808 vörur en um 600 hækka, aðrar vörur halda óbreyttu verði. Í mörgum tilfellum er breytingin óveruleg.
 
Tóbaksgjald hækkar einnig 1. janúar, en heildarverðbreyting tóbaks er að meðaltali um 2,5%

 
Vínbúðirnar óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!