Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

04.03.2009

Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

Í dag voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en að þessu sinni var ánægja viðskiptavina 17 fyrirtækja mæld en niðurstöður byggja á svörum um 4300 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Í flokki smásöluverslana var ÁTVR í fyrsta sæti með 66,2 og hækkar um 2,3 stig á milli ára. BYKO var í öðru sæti með 59,4 stig, lækkar um tæp 6 stig á milli ára og í þriðja sæti var Húsasmiðjan með litlu lægri einkunn, 58,8 og lækkaði um rúm 4 stig á milli ára.

Einungis tvö fyrirtæki hækka um meira en tvö stig á milli ára, ÁTVR og Byr sparisjóður.

Sjá nánar á vef Stjórnvísi: www.stjornvisi.is