Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis í febrúar 2009

04.03.2009

Sala áfengis í febrúar  dróst saman um 9% í lítrum miðað við sama tímabil í fyrra.  Sala bjórs dróst saman um tæp 8% á tímabilinu og sala hvítvíns um 3%.

Sala áfengis í febrúar 2009
 
 
Að einhverju leyti má rekja skýringuna á samdrættinum til hlaupársdags, en hann bar upp á föstudegi í fyrra.  Það voru því fimm föstudagar í febrúar 2008 á móti fjórum í ár. Ekki er hægt að rekja breytingu á neyslu til afmælis bjórsins 1.mars.  Ef bornir eru saman laugardagurinn 28.febrúar í ár og 1.mars í fyrra er samdrátturinn í sölu 9,7% en samdráttur í sölu bjórs 10,1%  Hlutfall bjórs af heildarsölunni er einnig mjög svipað þennan dag eða rétt um 80% af seldu magni.

Sala áfengis í lítrum tímabilið janúar-febrúar miðað við sama tíma fyrir ári jókst um 0,1%, í 2.605 þús. lítra úr 2.603 þús. lítrum. Sala rauðvíns dróst saman um 4,6% en sala lagerbjórs jókst um 1,9%

Sala áfengis í febrúar 2009