Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

3 nýir vínráðgjafar bætast í hópinn

13.08.2008

3 nýir vínráðgjafar bætast í hópinn

Í maí síðastliðnum var í annað sinn haldið próf á vegum WSET-skólans (Wine and Spirit Education Trust) á Íslandi. Vínbúðirnar eru samstarfsaðili skólans sem kemur að kennslu og prófum á því efni sem tekið er fyrir á sérfræðinganámskeiði Vínskólans sem rekinn er af Vínbúðunum.

 

Þrjár konur þreyttu erfitt próf og náðu því með góðum árangri. Í hópnum eru því nú alls 9 vínráðgjafar. Konurnar þrjár sem útskrifuðust eru Harpa Dröfn Blængsdóttir, Vínbúðin Heiðrún, Harpa Sif Þráinsdóttir, Vínbúðin Akranesi og Sædís Gísladóttir, Vínbúðin Mosfellsbæ.

 

Viðskiptavinir Vínbúðanna geta nýtt sér þjónustu þeirra sem og annarra vínráðgjafa í Vínbúðum.  Vínráðgjafarnir eru allir auðkenndir með svuntum, merktum með nafni.