Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínráðgjafar veita góð ráð

19.06.2008

Vínráðgjafar veita góð ráð

Vínbúðirnar hafa undanfarin ár rekið vínskóla hugsaðan til þess að auka vöruþekkingu starfsmanna með það að leiðarljósi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum enn betur. Nú þegar hafa átta starfsmenn lokið alþjóðlegri gráðu frá virtum vínskóla og eru þeir til þjónustu reiðubúnir í Vínbúðum.

Um helgina verða vínráðgjafar til taks í Vínbúðunum Heiðrúnu, Kringlunni, Skeifunni og á Eiðistorgi.

Einn virtasti vínskóli heims, WSET í London, hefur viðurkennt Vínskóla Vínbúðanna hæfan til kennslu á efni þeirra, svokölluðu Advanced námskeiði.  Vínbúðirnar hafa nú innan sinna vébanda vínsérfræðinga sem búa yfir þekkingu til að annast alþjóðlega viðurkennd námskeið í þeim tilgangi að bjóða upp á hágæða menntun og starfsþjálfun í öllu er viðkemur borðvínum og eimuðum drykkjum.