Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Desember Vínblaðið

08.12.2015

Desember tölublað Vínblaðsins er með afar hátíðlegum blæ. Vínráðgjafinn Páll er með ráðleggingar um val á víninu með hátíðarkalkúninum sem er á borðum margra landsmanna yfir jól eða áramót. Auk þess bendir hann á hentug sætvín með nokkrum girnilegum eftirréttum úr smiðju Hafliða Ragnarssonar súkkulaðimeistara og fylgja uppskriftir af réttunum að sjálfsögðu með.

Júlíus vínráðgjafi fer yfir hvað er rétt að hafa í huga þegar vín er valið með forréttum og deilir Úlfar Finnbjörnsson með okkur uppskrift af dýrindis gæsalifrar mousse sem er tilvalinn forréttur á veisluborðið. Úlfar býður lesendum einnig upp á uppskriftir af skotheldum sósum með kalkúnanum, rjúpunni eða hamborgarhryggnum.

Gissur vínráðgjafi fer yfir úrvalið í jólabjórunum sem í boði eru 2015 og bendir á hvaða bjórar henta eftir smekk og tilefni. Þá fer hann einnig yfir það sem er helst að frétta í vínheiminum þetta misserið.

Í Vínblaðinu er einnig grein um mikilvægi foreldra sem fyrirmynda eftir Önnu Margréti Sigurðardóttur, formann Heimilis og skóla, auk girnilegra uppskrifta af hátíðarkokteilum og fréttum frá Vínbúðunum. Njótið vel!

Hér er hægt að skoða blaðið.