Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Portúgalskir korkskógar eldi að bráð

21.08.2003

Miklir skógareldar hafa geisað í Portúgal undanfarna viku og er talið að milli 20.000-25.000 hektarar af kork-eikarskógum hafi eyðilagst í eldunum. Þetta er um það bil 3,5% af korkskógum Portúgals en þeir eru um 730 þúsund hektarar. Samtals hefur 100 þúsund hektarar skóglendis orðið eldinum að bráð.

Korkskógar eru frekar gisnir og því hafa skógareldar yfirleitt minni áhrif á þá en annað skóglendi. Vegna þurrka, hita og hagstæðs vinds hefur eldurinn haft skilyrðin með sér að þessu sinni og náð að eyðileggja ótrúlega mikið.

Forsvarsmenn korkframleiðenda telja of snemmt að spá um afleiðingarnar sem þetta kann að hafa. Það taki a.m.k. níu ár fyrir heildaráhrifin að koma í ljós.

Þar sem þarf að gróðursetja tré á ný þarf að bíða í 40-50 ár þar til þau verða orðin nógu þroskuð til þess að korkur þeirra sé nothæfur fyrir víntappa.

Í Portúgal hafa 26 manns verið handteknin fyrir íkveikjur.

Heimild: Berry Bros & Rudd/bbr.com