Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis og tóbaks janúar til mars

14.04.2015

Sala áfengis jókst um tæp 3% í lítrum það sem af er ári þ.e. janúar – mars í samanburði við árið 2014. Hafa ber í huga að samanburðurinn er ekki alveg marktækur þar sem páskarnir voru um miðjan apríl í fyrra en í byrjun apríl í ár og sala páskavikunnar kemur að hluta inn í sölutölur marsmánaðar í ár.   

Sala áfengis og tóbaks janúar til mars


Sala áfengis var 11% meiri í páskavikunni í samanburði við sambærilega viku árið 2014. Miðvikudagurinn 1. apríl var langstærsti dagurinn en þá komu 41 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sem er 8% fleiri viðskiptavinir en miðvikudaginn fyrir páska í fyrra. Alls voru seldir 264 þúsund lítrar af áfengi þennan dag af þeim 518 þúsund lítrum sem seldust í vikunni.

Heildarsala lítra í Páskavikunni


Heildarfjöldi viðskiptavina í Páskavikunni

Sala tóbaks
Fyrstu þrjá mánuði ársins var aukning á sölu í öllu söluflokkum. Mesta aukning í prósentum er í sölu neftóbaks en sala á neftóbaki er 11% meiri í ár en sömu mánuði í fyrra. Hér ber að hafa í huga líkt og í sölu áfengis að páskarnir geta haft áhrif á samanburðinn.

 Tóbak - selt magn jan. - desember.