Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

September Vínblað er komið út

08.09.2014

Vínblaðið 4. tbl. 12. árg 2014Glænýtt Vínblað er komið út.  Meðal efnis í blaðinu er grein eftir Pál vínráðgjafa, Bjór er ekki bara bjór, en áhugi á öðruvísi bjór hefur aukist verulega á undanförnum árum.  Þar fer hann yfir helstu eiginleika bjórs og helsta hráefni.  Þá er að finna í blaðinu grein eftir Hallgerði Gísladóttur sem birtist fyrst í Vínblaðinu fyrir 10 árum og ber heitið Stiklur um bjórsögunni.  Greinin er úr bók Hallgerðar, Íslensk matarhefð sem var gefin út árið 1999.  Í blaðinu er farið í helstu flokka bjórs, Júlíus vínráðgjafi gefur uppskrift af bjórelduðum lambaskönkum, Gissur vínráðgjafi segir fréttir úr vínheiminum og Páll vínráðgjafi ræðir um berjalíkjöra og hvað ber að hafa í huga við líkjörsgerðina. 

 

Þá ræðir Páll einnig um vín og bjór með villisveppum og gefur góð ráð því tengt.  Birna Borg Sigurgeirsdóttir, verslunarstjóri hjá Vínbúðinni, ræðir hlutverk starfsfólks í Vínbúðunum þegar kemur að  samfélagslegri ábyrgð.  Þá má finna greinina Veigar með villbráð þar sem Páll vínráðgjafi ræðir um villibráð og hvað gott sé að drekka með henni.  Í greininni talar hann m.a. um að íslenska villibráðin sé að margra mati besta kjöt sem hægt er að fá enda hafa rjúpa, gæs og hreindýr lengi skipað heiðurssess á hátíðarborðum landsmanna.  Villibráð er magurt kjöt og því segir Páll að varast ætti vín með mikil eða þurrkandi tannín. 

 

Vörulistinn er svo sjálfsögðu á sínum stað.  Allt þetta og meira til er að finna í nýjasta hefti Vínblaðsins sem hægt er að nálgast frítt í næstu Vínbúð, en einnig er hægt að nálgast það hér á vefnum.  Njótið vel!