Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rekstur ÁTVR gekk vel 2013

14.05.2014

Ársskýrsla ÁTVR 2013 er komin út.  Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um starfsemi, rekstur og sundurliðanir um sölu áfengis og tóbaks. Skýrsluna má hér nálgast í heild sinni. 

Hagnaður fyrirtækisins nam 1.304 m. kr. árið 2013 í samanburði við 1.340 m. kr. árið 2012.  Rekstrartekjur ársins voru 27,4 milljarðar kr.  Tekjur af sölu áfengis voru 18.202 m. kr. og hækkuðu um 2% milli ára.  Tekjur af sölu tóbaks jukust um 5,1% á milli áranna 2012 og 2013 og voru 9.133 m. kr.  


Rekstrargjöld námu 26.115 m. kr. Þar af var vörunotkun 23.321 m. kr. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.469  m. kr. eða 5,4% miðað við 5,7% á fyrra ári.  Arðsemi eiginfjár á árinu var 29%.


Alls voru seldir 18,7 milljón lítrar af áfengi sem er 0,6% meira magn en árið áður.  Mest var selt af bjór eða 14,5 milljón lítrar.  Á árinu jókst sala léttvína um 4,3% á meðan sala á sterku áfengi dróst saman um 5,2% á  milli ára.