Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis

23.04.2014

Alls komu 37.536 viðskiptavinir í Vínbúðirnar miðvikudaginn fyrir páska.  Það eru 8,2% færri en komu sama dag fyrir ári.

Miðvikudagurinn fyrir páska er einn stærsti söludagur ársins í Vínbúðunum en mikil sala er í allri Dymbilvikunni.  Frá mánudegi til laugardags komu 86.410 viðskiptavinir í Vínbúðirnar, þrátt fyrir að lokað væri fimmtudag og föstudag.  Til samanburðar komu 60.800 viðskiptavinir í Vínbúðirnar vikuna á undan, þegar opið var alla daga fyrir utan sunnudag.

Alls seldust um 465 þúsund lítrar í Dymbilvikunni en það er 5% minna en sambærilega viku fyrir ári, þegar 490 þúsund lítrar voru seldir í vikunni fyrir páska.

Fjöldi viðskiptavina

 

Sala á páskabjór var 5% minni en í fyrra en rúmlega 72 þúsund lítrar seldust af páskabjór í ár miðað við tæplega 76 þúsund lítra í fyrra.  Páskakaldi var söluhæsti páskabjórinn með tæplega 20 þúsund lítra.  Næstir á eftir voru Páskagull með rúmlega 18 þúsund selda lítra og Víking Páskabjór með tæplega 15 þúsund lítra.